Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM A íslenskt laxeldi Sjónvarpið kl. 21.50 Sigurður Richter heldur sig á heimaslóðum í þættinum Nýjasta tækni og vísindi í kvöld. Hann býður áhorfendum upp á árs gamla mynd um laxeldi á íslandi, en þar er að finna yfirlit yfir að- ferðir sem notaðar eru við eldi laxa á íslandi. Kona og kisa Rás 1 kl. 22.30 Leikrit vikunnar á Gufunni að þessu sinni heitir „Manni fer að þykja vænt um þetta“ og er eftir Svíann Arne Törnquist. Hólm- fríður Gunnarsdóttir þýddi, en leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Leikritið fjallar um gamla konu sem fer með lasburða kisu sína á dýraspítalann til aflífunar. Þær tvær hafa átt góða daga sam- an, en nú er komið að skilnaðar- stundu. Leikendur eru Herdís Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guð- jónsson, Sigrún Waage, Erla Rut Harðardóttir, Róbert Arnfinns- son og Margrét Ákadóttir. Elísabet F. Eiríksdóttir Sjónvarpið kl. 20.35 Bergþóra Jónsdóttir ætlar að ræða við Elísabeti F. Eiríksdóttur söngkonu og söngkennara í Tónstofunni í Sjónvarpinu í kvöld. Elísabet á að baki langan feril sem söngkona, en hefur jafnframt kennt við Söngskólann í Reykjavík. Hún mun tjá sig um feril sinn og stöðu söngmála hér- lendis og syngur nokkur lög við undirleik Láru Rafnsdóttur pí- anóleikara. Konur gegn mafíunni Stöð 2 kl. 22.40 Stöð tvö sýnir heimildamynd um baráttu sikileyskra kvenna gegn hinni illræmdu mafíu. Ekkja dómarans Cesare Terranova, sem mafían myrti, ákvað að berj- ast opinberlega gegn þessum leiðu glæpasamtökum. Hún skrifaði Pertini forseta og mynd- aði samtökin „Konur gegn mafí- unni“. Myndin fjallar um baráttu samtakanna. Smyglað um Spán Sjónvarpið kl. 21.00 Spánn er að verða helsta leið eiturlyfjasala inn á Evrópumark- að. f kvöld sýnir Sjónvarpið nýja breska heimildamynd um kólca- ínsmygl til Evrópu og heitir myndin „Dispatches - The Span- ish Connection“ á frummálinu. Fíkniefnasalar virðast leggja sí- aukna áherslu á evrópska mark- aðinn um þessar mundir, yfir- völdum í álfunni til mikillar hrellingar. DAGSKRA UTVARPS OG SJONVARPS SJÓNVARPIÐ 17.50SÚSÍ litla (Susi) Dönsk barnamynd þar sem fylgst er meö daglegu lífi þriggja ára hnátu og hvernig hún skynjar umheiminn. Sögumaöur Elfa Björk Ellertsdóttir (Nordvision- Danska sjónvarpiö) 18.05Æskuástir (Forelska) Norsk mynd um unglinga, eftir handriti þeirra. Pýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvisi- on - Norska sjónvarpið) 18.20 Iþróttaspegill (6) Umsjón Bryndís Hólm og Jónas Tryggvason. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismœr (77) (Sinha Moca) Brasilískur framhaldsmyndaflokkur. Þýöandi Sonja Diego. 19.20 Barði Hamar (Sledgehammer) Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Tónstofan Bergþóra Jónsdóttir ræðirviö Elísabetu F. Eiríksdóttur sópr- ansöngkonu, sem syngur nokkur lög við undirleik Láru Ftafnsdóttur. Dagskrár- gerð Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 21.00 Fíkniefnasmyg! um Spán (Disp- atches - The Spanish Connection Ný bresk heimildamynd um kókaínsmygl til Evrópu, en fíkniefnasalar virðast leggja aðaláherslu á þann markað um þessar mundir. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnþogason. 21.40 Nýjasta tækni og vísindi Sýnd verður nýleg íslensk mynd um fiskeldi, framleidd af Myndbæ. Umsjón Sigurður H. Richter. 22.05 Að leikslokum (12) (Game, Set and Match) Breskur framhaldsmynda- flokkur, byggður á þremur njósna- sögum ettir Len Deighton. Aðalhlutverk lan Holm, Mel Martin og Michelle Deg- en. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok STÖÐ 2 15.20 Emma, drottning Suðurhafa Emma, Queen of the South Seas. Vönduð framhaldsmynd í tveimur hlutum. Fyrri hluti endurtekinn. Aðal- hlutverk: Barbara Carrera, Steve Bisl- ey, Hal Holbrook, Thaao Penghlis og Barry Quin 17.05 Santa Barbara 17.50 Jógi Yogy's Treasure Hunt Teikni- mynd. 18.10 Dýralíf í Afríku Animals of Africa 18.35 Bylmingur 19.19 19.19 Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Við erum sjö We Are Seven. Einstaklega vandaður og skemmtilegur framhaldsþáttur í sex hlutum sem gerð- ur er eftir samnefndu leikriti Robert Pugh. Þessir þættir voru sýndir í Bret- landi við áhorfunarmet, en átta milljónir manns horfðu á hvern þátt. Sögusviðið er Wales í kringum 1930. Bridget Dob- son á sjö börn og ekkert barnanna er samfeðra nema skiljanlega tvíburarnir og hún fær svo sannarlega að heyra það frá kynsystrum sínum í þorpinu. Börnin eru allt frá þriggja mánaða og upp í tvítugt og samskipti þeirra við feður sína á ýmsa lund og óhjákvæmilega kemur til einhverra árekstra sem oftar en ekki eru fremur kátlegir. Aðal- hlutverk: Helen Roberts, Beth Robert, Andrew Powell, Terry Dodson, Elen C. Jones, Juliann Allen og James Bird. Framleiðandi og leikstjóri: Alan Clayton. 21.25 Hunter Sþennumyndaflokkur. 22.15 Raunir Ericu Labours of Erica. Bráðsmellin lokaþáttur. 22.40 Kennedy-fjölskyldan grætur ekki Kennedys Don‘t Cry. Stórbrotin heimildarmynd um valdabaráttu, pólitík og persónulegt hugrekki, einnar fræg- ustu fjölskyldu Bandaríkjanna; Kennedyanna auk þess sem saga þessarar fjölskyldu berskjaldar banda- riskt stjórnmálakerfi. Sagan hefst með skjótum frama Joseph P. Kennedy Sr., og síðar útnefningu hans sem sendi- herra Bandaríkjanna í Bretlandi, börn- unum hans en þrjú þeirra lögðu leið sína á þing og eitt varð forseti Banda- ríkjanna. I gegnum tvö launmorð, hneykslið út af Chappaquiddick, orðun bræðranna við kyntáknið Marilyn Monr- oe og fleira gefur þessi heimildarmynd einstaka innsýn i opinbert lif og einkalif einnar valda- og áhrifamestu fjölskyldu Bandaríkjanna. 00.15 Hættuleg fegurð Fatal Beauty. Hættuleg fegurð eða „Fatal Beauty" er illa blandað kókaín sem komst á mark- aðinn í L.A. Whoopi Goldberg fer á eftir- minnilegan hátt með hlutverk leynilög- reglukonunnar Ritu Rizzoli sem er snil- lingur í dulargervum og hrifnari af munn- legri valdbeitingu en byssum. Aðalhlut- verk: Whoopi Goldberg og Sam Elliott. Stranglega bönnuð börnum. 01.55 Dagskrárlok RÁS 1 FM,92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Pálmi Matthíasson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið Baldur Már Arn- grímsson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Eyjan hans Múminpabba“ eftir Tove Jansson Lára Magnúsardóttir les þýðingu Steinunnar Briem (12). (Einnig útvarp- að um kvöldiö kl. 20.00) 9.20 Morgunleikfimi meö Halldóru Björnsdóttur. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar Hollráð til kaupenda vöru og þjónustu og baráttan við kerfið. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. (Einnig útvarpað kl. 15.45). 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Hákon Leifs- son. (Einnig útvarpað að loknum frétt- um á miðnætti). 11.53 Á dagskrá Litið yfir dagskrá þriðju- dagsins í Útvarpinu. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýs- ingar. 13.00 I dagsins önn - Vetraríþrótta- hátiðin á Akureyri Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá Akureyri). 13.30 Miðdegissagan: „Fátækt fólk“ eftir Tryggva Emilsson Þórarinn Friðjónsson les (20). 14.00 Fréttir. 14.03 Eftirfætislögin Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Hjördísi Geirsdóttur söngkonu sem velur eftirlætislögin sín. (Einnig útvarpað aðfaranótt þriðjudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Inngangur að Passíusálmunum, eftir Halldór Laxness Höfundur flytur. Árni Sigurjónsson les formálsorð og kynnir. (Fyrri hluti endurtekinn frá fimmtudagskvöldi). 15.45 Neytendapunktar Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin 16.08 Þingfréttir 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Meðal annars verða bækur Cecil Bödker skoðaðar. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Mozart og Ha- ydn Fiðlusónata i D-dúr K 306 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. (Einnig útvarpað að loknum fréttum kl. 22.07). 18.10 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Einn- ig útvarpað í næturútvarpi kl. 4.40). 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá Þáttur um menningu og listir liðandi stundar. 20.00 Litli barnatíminn: „Eyjan hans Múminpabba" eftir Tove Jansson 20.15 Tónskáldatími Guðmundur Emils- son kynnir íslenska samtímatónlist. 21.00 Nútímabörn Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. (Fyrri þáttur endurtekinn úr þáttaröðinni „I dagsins önn“ frá 21. febrúar). 21.30 Útvarpssagan: „Ljósið góða“ eftir Karl Bjarnhof Arnhildur Jónsdóttir les (5). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi). 22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.20 Lestur Passíusálma Ingólfur Möller les 31. sálm. 22.30 Leikrit vikunnar: „Manni fer að þykja vænt um jjetta“ eftir Arne Törnquist Þýðandi: Hólmfríður Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sig- urðsson. Leikendur: Herdís Þor- valdsdóttir, Árni PéturGuðjónsson, Sig- rún Waage, Erla Rut Harðardóttir, Ró- bert Arnfinnsson og Margrét Ákadóttir. (Einnig útvarpað nk. fimmtudag kl. 15.03). 22.55 Hornkonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Richard Strauss Peter Damm leikur með Ríkishljómsveitinni í Dresden; Ru- dolf Kempe stjórnar. 23.15 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað aðfaranótt mánudags að loknum fréttum kl. 2.00). 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Hákon Leifs- son. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í Ijósið Leifur Hauksson og Jón Ár- sæll Þórðarson hefja daginn með hlust- endum. 8.00 Morgunfréttir - Morg- unútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir -Gagn og gaman Jóhönnu Harðardóttur heldur áfram. 14.0303 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir og Sigurður Þór Salvarsson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. -Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk-Zakk Umsjón: Sigrún Sigurð- ardóttir og Sigríður Arnardóttir. 20.30 Gullskífan, að þessu sinnl ,Abb- ey Road“ með The Beatles 21.00 Rokk og nýbylgja Skúli Helgason kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt laugardags að loknum fréttum kl. 2.00). 22.07 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjómenn og leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 03.00 næstu nótt á nýrri vakt). 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur við í kvöld- spjall. 00.10 I háttinn Ólafur Þórðarson leikur miðnæturlög. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 01.00 Áfram ísland Islenskir tónlistar- menn flytja dægurlög. 02.00 Fréttir. 02.05 Snjóalög Umsjón: Snorri Guðvarð- arson. (Frá Akureyri) (Endurtekinn þátt- ur frá fimmtudegi á Rás 1). 03.00 „Blítt og létt...“ Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggva- dóttur frá liðnu kvöldi. 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur Úr dægurmálaútvarpi þriðjudagsins. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1). 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Endurtekinn þátt- ur frá mánudagskvöldi á Rás 2). 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 NorrænirtónarNýoggömuldæg- urlög frá Norðurlöndum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. BYLGJAN FM 98,9 STJARNAN FM 102 ÚTRÁS FM 104,8 AÐALSTÖÐIN FM 90,9 Þetta er Y Það eru ánægju algert krafta \ legar fréttir. verk! Þyngdar j Haltu nú áfram lögmálið hefur j að reikna., aftur snúist við. Á meðan þið skemmtuð ykkur fyrir þá höfðu þið ekki áhyggjur af hreinlætinu. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.