Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Óskir fólksins Kosningaúrslitin í Austur-Þýskalandi hafa komið mörgum á óvart. í stað þess að jafnaðarmenn ynnu sigur, eins og víða hafði verið spáð, kom í Ijós að Kristilegir demókratar og hægri öflin höfðuðu sterkar til fólksins. Þar að auki fékk arftaki gamla kommúnistaflokksins um 16% stuðning kjós- enda. Ragnar Baldursson rökstuddi það í fréttaskýringu í Nýju helgarblaði Þjóðviljans á föstudaginn, að kosningar Austur- Þjóðverja væri einhverjar mikilvægustu kosningar í Evrópu frá stríðslokum og gætu haft áhrif á stjórnmálaþróunina, bæði í Austur- og Vestur-Evrópu. Fleiri aðhyllast þetta við- horf, og ekki síður hitt, að með þessum kosningum mundu fást skýrari línur í það með hvaða hætti og hve hratt Þýskaland yrði sameinað að nýju. Þetta hefur gengið eftir. Austur-Þjóðverjar sögðu það síðan skýrt og greinilega á sunnudaginn, með því að veita Kristilegum demókrötum brautargengi, að þeir vildu hraða endursameiningu Þýska- lands, eins og sá flokkur hefur barist fyrir. Að þessu leyti er augljóst, að Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands og flokksformaður Kristilegra demókrata, hefur þegar haft um- talsverð áhrif í Austur-Þýskalandi. Staða hans í evrópskum stjórnmálum hefur líka styrkst. Á það var bent í leiðara hér fyrr í vetur, að margir Þjóðverj- ar hefðu annað og meira í huga, þegar rætt er um samein- ingu Þjóðverja, en þau svæði sem takmarkast innan landa- mæra þýsku ríkjanna núna. Sterk tilfinning fyrir samstöðu með þeim hópum þýskumælandi fólks í öðrum ríkjum Evr- ópu er enn lifandi. Helmut Kohl höfðaði eflaust til þeirrar kenndar með orðum sínum varðandi þann hluta gamla Þýskalands sem nú tilheyrir Póllandi og hugmyndum um að endurskoða því landamærin við endursameininguna. Sumir álitu það frumhlaup hjá honum, ekki síst í Ijósi þess hve fljótt hann lét undan í málinu. Nú hefur ef til vill komið á daginn, að hann var með þessari afstöðu aðeins klókindalega að leggja vísvitandi enn eitt lóðið á vogarskálar Kristilegra demókrata í Austur-Þýskalandi. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar reynt er að meta hvaða andrúmsloft mun leika um endursameinað Þýskaland. Ljóst er að ákveðin íhaldssemi í viðhorfum og afstöðu á þar djúpar rætur. Og hið sama á raunar við um evrópsk stjórnmál í heild. Þótt rætt sé um nýja og ferska strauma, uppgjör og endurreisn, opin landamæri og aukið frelsi, ná þessar lýsingar til ákveðinna þátta, en vel má til sanns vegar færa að ýmis gamalkunnug hugmyndafræði sé þar líka á ferð. Þeir sem fást við íslensk stjórnmál taka eftir því, að bæði í skoðanakönnunum og í kosningum af ýmsu tagi, til dæmis innan Háskóla íslands, ná hægrimenn betri árangri en um langt árabil. Til lítils er að reyna að útskýra þetta einvörð- ungu með sundurþykkju andstæðinganna. Það er líka ein- földun að segja sem svo, að markaðsbúskapur og frjáls- hyggja hafi fest sig svo í sessi og sannað ágæti sitt, að boðberar hennar nái eyrum fjöldans best. Hugsanlegt er að minnsta kosti, að í þessum íslensku niðurstöðum og hinu þýsku séum við að kynnast ákveðinni þrá eftir stöðugleika, þörfinni á öryggi sem styðst við íhalds- semi. Óstöðugleiki efnahagslífs, aukning glæpa og fleiri veikleikamerki hafa verið tíunduð rækilega í vestrænum samfélögum undanfarin ár. Reynslan sýnir, að þung undir- alda í þjóðfélaginu vill andæfa með því að fylgja þeim sterk- asta, þegar svo horfir. Hins vegar er það í þessu sambandi áleitið umhugsunar- efni, hvort samþjöppun valds og auðs í geiranum, hérlendis og erlendis, ásamt síaukinni persónudýrkun á frægðar- og áhrifafólki, er að færa okkur inn í miklu stéttskiptara þjóðlíf fámennisvalds en áður. Þegar höfð er hliðsjón af þeim straumi íhaldssemi sem vitnast nú í þýsku ríkjunum, er hægt að velta því fyrir sér, hvort siðbót hinnar félagslegu vakning- ar og verkalýðshreyfingar sem markað hefur þessa öld, sé nú að mæta andstæðingi sínum á nýjum grundvelli. KLIPPT OG SKORIÐ Konur, klám og DV Samtökin „Konur gegn klámi“ hafa vakið athygli á myndbönd- um sem eru í umferð og sýna klám af óhrjálegasta tagi. Af þeim dæmum hefur verið rifjað sitthvað upp úr gamalli og nýrri umræðu um klám og erótík - og skal ekki farið nánar út í þá sálma hér. Nema hvað tækifærið skal notað til að árétta stuðning við það sjónarmið, að klám sé eink- um skaðlegt sem áróðursmaskína fyrir tilfinningaleysi. Allri mennsku er burt kippt úr þeim samskiptum sem gamall skóla- maður kallaði eitt sinn „hið fín- asta í lífinu". En nú er frá því að segja að DV var í nokkurri Ídemmu út af þess- um málum. f því blaði höfðu birst auglýsingar þær, sem samtökin „Konur gegn klámi“ fóru eftir þegar þau prufukeyptu spóluna herfilegu sem borin var undir fjölmiðla og alþingismenn. Ellert B. Schram ritstjóri skrifaði á dög- unum leiðara um þetta mál, þar sem hann reynir að firra blaðið ámæli, en tekst í rauninni ekki betur til en svo að hann gerir illt verra. Lítum á hans málsmeð- ferð: Peir öfuguggar! „DV hefur ekki áhuga á því að vera vettvangur fyrir auglýsingar og þjónustu, þar sem myndbönd ofbeldis og andstyggðar eru á boðstólum. Þegar samtökin „Konur gegn klámi" upplýstu hvers eðlis ýmis þau myndbönd eru sem kölluð hafa verið „full- orðinsmyndbönd, tók ritstjórn DV þá ákvörðun að slíkar auglýs- ingar ættu ekki erindi inn á síður blaðsins. Með þessari ákvörðun er ritstjórn DV ekki að setja sig í dómarasæti og kveða upp úr með það hvað sé siðlegt eða siðlaust. Hér er hinsvegar verið að undir- strika þá skoðun og þá afstöðu blaðsins að það styður þá baráttu kvenna og annarra þess efnis að ofbeldisverk gegn konum, af- brigðileg kynhneigð og öfugugg- aháttur í samlífi eigi ekki erindi til eins eða neins. Með sama hætti hefur DV neitað að birta auglýs- ingar frá samtökum samkyn- hneigðra. Þeir sem slíkar hvatir hafa verða að eiga þær fyrir sig sjálfa og ekki leitað fulltings DV til að koma þeim á framfæri". Ljóta þulan atarna! Siðlaus samanburður í fyrsta lagi: það er mikill mis- skilningur hjá ritstjóra DV að hann sé ekki að „setja sig í dóm- arasæti". Það er hann einmitt að gera með leiðara þessum og mun- ar um minna. Hann er ekki bara að segja að það sé siðlaust að velta sér upp úr ofbeldisverkum gegn konum í klámmyndum - eins og menn eru vafalaust sam- mála um. Hann þarf endilega að nota tækifærið og líkja fram- leiðendum slíkra mynda við þá sem hafa „afbrigðilega kyn- hneigð“ eins og það heitir. Með öðrum orðum: hann setur í raun- inni jafnaðarmerki milli þeirra sem hafa kvalalosta sér að féþúfu og svo alls fólks í þeim minnihlut- ahópum sem ekki hafa annað til saka unnið en hneigjast að sama kyni. Ef að slíkt fólk á sér samtök og vill auglýsa fundi í þeim, þá vill ritstjóri DV leggja það að jöfnu og að auglýst sé eitthvert gróða- brall með herfilegt kynsvall. Til að bæta gráu ofan á svart skrifar hann rétt eins og hann haldi að „Konur gegn klárni" séu honum sammála í þessum ruglanda. Þessi samanburður er að lík- indum sprottinn af þeim vand- ræðum, að DV hafði bannað huglýsingar frá samtökum sam- kynhneigðra meðan blaðið enn birti auglýsingar frá sölumönnum klámmyndbanda. En sama er: ritstjóri DV hefur hér fellt dóma um einkalíf fólks sem eru ekki barasta ósmekklegir svo dæma- laust er, heldur siðlausir í sjálfu sér. Dýr mundi Trout allur DV sagði þau tíðindi á föstu- daginn að von væri á bandarísk- um fyrirlesara til Stjórnunarfé- lagsins og heitir sá Jack Trout og kvað vita mikið um sölu- mennsku. Þessi maður er sagður svo merkur fyrirlesari að Stjórn- unarfélagið er reiðubúið til að punga út 615 þúsund krónum fyrir fyrirlesturinn og borga meira en hundrað þúsund krónur í kostnað við hingaðkomu mannsins að auki. Þeir sem vilja láta herra Trout leiða sig í sjálfan sannleikann um markaðsmál þurfa að borga 23 þúsund krónur röskar í aðgangs- eyri. Talsmaður Stjórnunarfé- lagsins lætur þess getið í spjalli sínu við DV að reyndar séu til enn frægari og dýrari fyrirlesarar í Bandaríkjunum, t.d. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráð- herra, hann opnar sinn munn fyrir ekki minna en tvær miljónir króna „en Stjórnunarfélagið hef- ur haft hug á að fá hann hingað“, stendur þar Eftirsokn eftir vindi Nú er skemmst frá því að segja að þessi fjáraustur er della. Eng- inn fyrirlesari býr yfir svo sjald- gæfri þekkingu að þetta sé henn- ar markaðsverð: það eru engin skynsamleg hlutföll sem réttlæta þetta verðlag milli þess fróðleiks sem menn geta fengið um mark- aðsmál eða þá utanríkismál í bókum og sértímaritum og þess sem fyrirlesari þjappar saman í stuttu máli. Rándýru fyrirlesararnir eru partur af snobbkerfi og persónu- legri „markaðssetningu" um leið. Þeir sem sækja svo dýra fyrir- lestra eru að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum (peningar sanna hvað sem er) að þeir séu mark- aðsmenn með mönnum, og að það sé hægt að taka mark á þeim, fyrst þeir hafi hlustað á Trout sjálfan. í annan stað er svona fyrirlestur hér á landi partur af íslenskri vanmetakennd: Við verðum að fá að hlusta á Trout og Kissinger eins og aðrir, annars missum við kannski af framfar- astrætó. í þriðja lagi leynist kann- ski í eftirsókn eftir slíkum fyrir- lesurum einhver angi af opinber- unartrú, trú áþað, að kraftbirting markaðsguðsdómsins muni þá aðeins komast til skila, að menn sjái og heyri spámennina sjálfa augliti til auglitis í stað þess að lesa visku þeirra úr næsta tíma- nti. ÁB. þlÓDVILIINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrir blaöamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla37, Reykjavík,sími:68 13 33. Símfax:68 19 35. Auglýsingar:Síðumúla37,sími68 13 33. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 100kr. Nýtt Heigarblað: 150kr. Áskriftarverðámánuði: 1100kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.