Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Hver er leiðinlegasti dag- ur vikunnar? Kristján Sigurjónsson múrarameistari Ætli þaö sé ekki mánudagur ef til er einhver leiðinlegur dagur. Þaö er vegna þess aö þá er byrja ný vinnuvika eftir öll þægindin um helgina. Ásdís Arnbjörnsdóttir verslunarmaður Tvímælalaust mánudagurinn. Þaö er svo erfitt að byrja að vinna á ný eftir góða helgi. Guömundur L. Loftsson nemi í VI Það er mánudagurinn út af því hvað það er erfitt að byrja nýja vinnuviku. Ari Guðmundsson verkamaður Ætli það sé ekki bara sunnudag- urinn. Það er út af því hvað sá dagur er leiðinlegur og þá sér- staklega að það er vinna daginn eftir. Hermann M. Þórisson nemi í VÍ Auðvitað mánudagurinn. Það er svo erfitt að koma sér í vinnuskap eftir afslappaða helgi. blÓÐVILIINN Þriðjudagur 20. mars 1990. 39. tölublað 55. örgangur. SIMI 681333 SÍMFAX 681935 Leiktœkjasalir Skrópað og stolið Þrettán ára krakkar í leiktœkjasal: Komum hingað næstum daglega og eyðumþvísem við eigum. Krakkar skrópa ískólanum ogstela í búðum vegna leiktœkjanna. Helgi Viborg: Raunverulegt og vaxandi vandamál Ungur drengur er f greinilegri geðshræringu fyrir framan leiktæki í einum af fjölmörgum þar til gerðum sölum í Reykjavík. Hið vonda hefur náð að sigra hans menn á litaskjánum og fímmtíukallinn er búinn. Aurarn- ir eru líklega á þrotum því dreng- urinn stendur upp að þessari orr- ustu lokinni. Kannski er hann þó bara þreyttur og ætlar að ná sér niður eftir spennuna. „Við komum hingað næstum daglega og eyðum því sem við eigum í kassana," segir þrettán ára gamall nemandi í Breiðholts- skóla við Þjóðviljann. Strákurinn er staddur í leiktækjasal ásamt jafngamalli vinkonu sinni. Báðum er þó ó- heimill aðgangur að Ieiktækja- salnum eins og stendur skýrum stöfum uppi á vegg í tilkynningu frá lögreglunni. Maður verður að vera orðinn fjórtán til þess að mega vera í leiktækjasal og mörg- um finnst reyndar að hækka þyrfti aldurstaícmarkið. Skrópað og stolið Krakkarnir tveir staðfesta allt sem fræðingarnir segja um leik- tækjasali. Það er nokkuð algengt að krakkar skrópi í skólanum til þess að geta setið við kassana og það sem verra er, sumir fjár- magna gamanið með þjófnaði. „Þessir leiktækjasalir eru raun- verulegt og sívaxandi vandamál og þeir eru mjög óaðlaðandi upp- eldisstaðir að mínu mati,“ segir Helgi Viborg, skólasálfræðingur hjá fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur. „Það er algengt að krakkar skrópi í skólanum til þess að fara í leiktækjasali og svo hanga þeir þarna frá því skóla lýkur og langt fram á kvöld. Skólamenn kvarta mjög yfir þessu. Við fáum kvartanir frá búðar- eigendum, sem halda því fram að krakkar stundi þjófnað til þess að fjármagna leikina. Við fáum einnig kvartanir frá foreldrum um að krakkarnir steli peningum heima hjá sér. Þetta er dýrt dæmi og það getur verið erfitt að fjár- magna það,“ segir Helgi. I leiktækjasalnum sem Þjóð- viljinn heimsótti voru sautján leiktæki og leikurinn kostaði 30 til 50 krónur. Blaðamaður borg- aði 40 krónur fyrir æsilega öku- ferð í einu tækjanna og týndi líf- inu og bílnum eftir um það bil tvær mínútur. Hefði hann farið jafn klaufalega að ráði sínu í hvert sinn, hefði blaðamaðurinn getað eytt ríflega þúsund krónum á klukkutíma í þessu tæki. Við komum hingað næstum daglega og eyðum því sem við eigum í leiktækin, segja þrettán ára krakkar við Þjóðviljann. Mynd Kristinn. Aldurstakmarkiö hækkað? Leiktækjasalir hafa löngum verið uppeldisfræðingum og borgaryfirvöldum þyrnir í augum. Sú var tíðin að leitað var umsagnar barnaverndarnefndar þegar til stóð að opna nýja leik- tækjasali og nefndin lýsti sig ávallt andvíga sölunum. Nú er ekki lengur leitað umsagnar nefndarinnar. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir helgi gerði Áslaug Brynj- ólfsdóttir fræðslustjóri sérstaka bókun um þessa sali í fræðsluráði fyrir skömmu. Þar segist Áslaug telja vafasamt að reglur um þessa starfsemi séu hafðar í heiðri hvað varðar börn og ungmenni. í framhaldi af bókun Áslaugar flutti minnihlutinn í borgarstjórn tillögu um aðgerðir yfirvalda vegna leiktækjasala og var hún samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku. Borgaryfirvöld ætla því að gera átak í að láta framfylgja regl- um um leiktækjasali, sem m.a. kveða á um að börn yngri en fjórtán ára megi ekki koma þar inn nema í fylgd með fullorðnum. Borgarstjórn beindi því til fræðsluráðs og félagsmálaráðs að leita eftir samstarfi við lögreglu og eigendur leiktækjasala um að sjá til þess að reglum verði fram- fylgt. Jafnframt er í bígerð að hækka aldurstakmarkið. „Ef þessir salir þurfa að vera til, finnst mér að það ætti að minnsta kosti að hækka aldurs- takmarkið,“ sagði Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri við Þjóðviljann. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.