Þjóðviljinn - 22.03.1990, Page 12

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Page 12
—SPURNINGIN- Gætirðu hugsað þér að taka fjöru í fóstur? Inga Hildur Haraldsdóttir leikari: Þaö gæti bara orðið svo niður- drepandi aðtakafjöru ífóstur. Allt fullt af drullu og skít, því miöur. David B. Haralds ritstjóri: Já, ég gæti alveg eins hugsað mér að gera það til að stuðla að hreinna umhverfi. Jafnframt væri það óskandi að þetta yrði sam- eiginlegt átak þjóðarinnar. Sigurjón Róbertsson nemi: Það gæti ég vel hugsað mér til að leggja minn skerf til að fjörur yrðu hreinni en þær eru í dag. Guðlín Gná Ingvarsdóttir nemi: Þetta er góð hugmynd og sjálf- sagt frá minni hendi að leggja eitthvað af mörkum til að hafa fjörumar hreinar. Viktor Gunnarsson bakari: Alveg eins. Mér finnst að fjörurn- ar hér séu ekki nægjanlega hreinar og því full ástæða til að ráðast í átak sem þetta. þjómnuiNN Fimmtudagur 22. mars 1990. 55. tölublað 55. órgangur SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 25% verölækkun frá áramótum á besta lambakjötinu / einutti poka af lambakjöti á lágmarksveröi er heilt læri, 6- 7 rif, frampartsbitar og hálfur hryggur (í l.flokki) eöa 12-14 kótilettur (( úrvals flokki). Einstakir bitar sem nytast þér illa eru fjarlœgöir. < - Æ llllmm Hann Runólfur er í sjöunda himni þessa dagana því lambakjöt á lágmarksveröi hefur lækkað í verði um 25% frá áramótum. Hann hefur sífellt komið fjölskyldunni á óvart með gómsætum og smellnum lambakjötsréttum sem allir hafa hitt í mark. Hann hefur einfaldlega keypt poka af lambakjöti á lágmarksverði og sparað sér drjúgan skilding. ( Sex kílóa poki með kjöti úr úrvalsflokki kostar 437 kr. kg eða 2.622 kr. Sex kílóa poki með kjöti úr 1. flokki kostar 417 kr. kg eða 2.502 kr. í úrvalsflokki færðu hrygginn sneiddan í kótilettur en í 1. flokki er hann heill. I pokunum er eingöngu kjöt úr bestu gæðaflokkunum. Það er snyrt og sneitt af kostgæfni og einstakir bitar sem nýtast illa eru fjarlægðir. Þetta veit Runólfur og þúsundir annarra íslendinga. Gerðu hagstæðustu matar- innkaupin strax í dag og kauptu lambakjöt á lágmarksverði. SAMSTARFSHOPUR U M SÖLU LAM BAKJ ÖTS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.