Þjóðviljinn - 07.04.1990, Page 1
f f f f
4 A' *
f ff fffff fff f f f r f # r rffffffff f'f ffffffffffff f { < í f 1 J'ifii'.
Laugardagur 7. apríl 1990. 68. tölublað 55. árgangur.
Ég klóra þér ef þú klórar mér, “ sagði John Lennon í þekktu dægurlagi. Klárarnir á myndinni fara að dæmi hans og kljást af hjartans lyst. Mynd: Jim Smart
Börn
Homrekur í velferðinni
Samtókin Barnaheill: Sinnuleysigagnvart börnum og málefnum þeirra fer vaxandi. Veldurþeim sem vinna
að málefnum barna miklum áhyggjum. Sífelltfleiri börn þurfa aðstoðar við. Þörfá viðhorfsbreytingum til
barna í þjóðfélaginu
Eg veit um skólastjóra hér í
borg sem er farinn að mæta
mun fyrr í vinnuna á morgnana til
þess eins að opna húsnæði skólans
og gefa einum nemenda sinna að
borða. Astæðan er sú að skóla-
stjórinn var farinn að koma að
þessum dreng sofandi á ristinni
sem heitt loft frá loftræstikerfi
skólans fer út um. Skýringin á
komu drengsins í skólann svona
snemma er að honum er ekið í
skólann um klukkan 7 á morgn-
ana eða á sama tíma og foreldrar
hans þurfa að mæta í vinnuna,
sagði Arthúr Morthens sér-
kennslufulltrúi.
Stór-Reykjavíkursvæöið er í
auknum mæli að fá á sig einkenni
erlendra stórborga með öllum
\ þeim neikvæðu ummerkjum sem
vþví fylgja og sífellt fleiri börn
þúrfa aðstoðar við. Orsakanna er
m.a\að leita í því að foreldrar
hafa æ minni tíma til að sinna af-
kvæmurií sínum, streita fer vax-
andi, vinnydagurinn er langur,
skilnaðartíðni hefur vaxið hraðar
en í nágrannalöndum okkar sem
og slysum á börnum. Allt þetta
og fleira til hefur skapað fjölmörg
vandamál fyrir íslensk börn og
umhverfi þeirra sem er mikið
áhyggjuefni þeirra sem vinna að
málefnum barna.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem samtökin Barnaheill
héldu í fyrradag, en samtökin
voru stofnuð á degi Sameinuðu
þjóðanna, 24. október í fyrra.
Tilgangur samtakanna er að
stuðla að bættum hag barna og
fjölskyldna þeirra og hafa áhrif á
viðhorf til barna í samfélaginu.
Að sögn Arthúrs Morthens er
engum blöðum um það að fletta
að sinnuleysi gagnvart börnum
hefur farið vaxandi í íslenska
þjóðfélaginu sem kennir sig við
velferð. Ekki bara hjá hinu opin-
bera heldur og einnig er þáttur
fjölmiðla ekkert til að hrópa
húrra fyrir. Lítið sé um að tekið
sé á málefnum barna í þeim nema
því aðeins að eitthvað neikvætt
komi uppá og lítið sem ekkert um
fræðandi og uppbyggjandi efni
fyrir þau.
„Það sem þarf að koma til er
viðhorfsbreyting gagnvart börn-
um og málefnum þeirra í þjóðfé-
lagi sem kennir sig við velferð.
Það getur aldrei orðið nema því
aðeins að almenningur taki þátt í
því með okkur. Að þessu munum
við vinna af alefli því ástandið er
þegar orðið þannig að það er far-
ið að valda okkur sem vinnum að
málefnum barna verulegum
áhyggjum,“ sagði Arthúr Mort-
hens.
í því skyni að leggja áherslu á
starfsemi og tilgang samtakanna
Barnaheillar verða á miðviku-
daginn haldnir styrktartónleikar
í Borgarleikhúsinu. Lands-
frægir tónlistarmenn og rithöf-
undar munu koma þar fram,
samtökunum að kostnaðarlausu.
Má þar nefna Bubba Morthens,
Megas, Todmobil, rithöfundana
Einar Má Guðmundsson og Þór-
arin Eldjárn auk söngkvennanna
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Ingu
Backman.
Rúmum hálfum mánuði seinna
eða föstudaginn 27. apríl gangast
samtökin fyrir málþingi að Borg-
artúni 6 undir yfirskriftinni: Börn
á íslandi sem verður öllum opið. í
bígerð er svo að halda tvö önnur
málþing um málefni barna,
seinna á árinu.
I fjáröflunarskyni til styrktar
starfsemi samtakanna Barna-
heillar eru í þann veginn að koma
út svokölluð heillaóskakort. Það
er von forráðamanna samtak-
anna að landsmenn styðji þau
með því að kaupa þessi kort og
sendi til rrú Vigdísar Finnboga-
dóttur, forseta íslands, í tilefni af
sextugsafmæli hennar sunnudag-
inn 15. apríl næstkomandi.
-grh
Frakkland
Enn í miðaldamyrkri
„Mynduð þér ekki missa matarlistina efþérsœtuð á milli eineygðs
manns og móngólíta?“
Jean-Paul Borg er opinber
starfsmaður í borginni Avign-
on í sunnanverðu Frakklandi.
Hann hyggst stefna veitinga-
manni nokkrum fyrir rétt og
krefjast af honum skaðabóta fyrir
að hafa beitt sig gerræðislegu
misrétti á gildaskála hans.
Borg hefur verið mikið fatlað-
ur allar götur frá því lömunar-
veiki herjaði á hann í bernsku.
Fyrir nokkru ákváðu hann og
nokkrir vinnufélaga hans að
snæða hádegisverð á ofannefnd-
um veitingastað en þegar hann
hugðist halda inní skálann varn-
aði eigandinn honum aðgöngu
með þeim orðum að hér væri lok-
að. Vinnufélagar Borgs vissu bet-
ur en eigandinn tók engum for-
tölum og sat við sinn keip. Borg
kæmi ekki inn fyrir sínar dyr.
Heilmikil umræða hefur orðið
um þetta mál í Frakklandi og hafa
frönsk dagblöð látið það til sín
taka. Það sem einkum vekur
undrun og hneykslan manna er
hve forhertur veitingamaðurinn
er í mannfyrirlitningu sinni. Þessi
orð eru höfð eftir honum í viðtali
við dagblaðið Liberation:
„Mynduð þér ekki missa matar-
lystina ef þér sætuð á milli ein-
eygðs manns og móngólíta?“
Engan furðar kannski þótt Mic-
hel Gillibert, ráðherra með mál-
efni fatlaðs fólks á sinni könnu,
andvarpi og segi lágum hljóðum:
„Við ráfum enn um í miðaldam-
yrkri.“
Reuter/ks