Þjóðviljinn - 07.04.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 07.04.1990, Síða 7
Þýskir hermenn fallnir og særðir eftir. bardaga í Valdres. Þann níunda apríl eru fimmtíu ár frá því að Þjóðverjar réðust inn í Noreg. Heimsstyrjöldin haföi færst af hinum „hefðbundnu" vígvöilum evrópskra stórvelda- stríða, og hún hafði færst mun nær okkur íslendingum. Nýmæli í hernaðarsögu Það var annan apríl 1940 að Adolf Hitler gaf merki um að ráðast skyldi á Noreg. Fjórum dögum síðar héldu fyrstu þýsku herskipin úr höfn. Af stað var far- inn leiðangur sem bar dulnefnið Weseriibung. En þó herförin bæri nafnið „æfing“ var hér um að ræða meiriháttar stríðsaðgerð sem var um margt nýmæli: í fyrsta sinn í hernaðarsögunni áttu landher, floti og flugher að vinna saman í innrás. 12 þúsundir her- Hákon konungur og Ruge hers- höfðingi: Við höldum átram á öðr- um vígstöðum. manna áttu að ráðast á Norð- menn, þar af átti að flytja um 2000 flugleiðis til flugvallanna í Sola og Fornebu. Næstu daga áttu um 50 þúsundir manna að bætast við sem flutningaskip kæmu með til Noregs ásamt her- gögnum. Stórveldatafl Þjóðverjar beittu því fyrir sig í áróðursstríðinu, að Bretar hefðu ætlað sér að hertaka Noreg og hefði floti þeirra áður margbrotið hlutleysi Noregs, m.a. með því að leggja tundurdufl við strendur landsins. Þessi áróður (sem Quis- ling og aðrir föðurlandsvikarar norskir áttu eftir að magna mjög með sjálfum sér sér til réttlæting- ar) var reyndar ekki alveg út í hött. Heimsstyrjöldin hafði byrj- að haustið 1939. Eftir fall Pól- lands var tíðindalítið á víglínum, Bretar og Frakkar héldu uppi biðstöðu í Frakklandi. Sex mán- aða tími fór í þóf sem kallað var „þykj ustustríðið“. Um þetta leyti fara Bretar að. velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að þrengja að Þjóðverjum úr annarri átt. Þeir höfðu og áhuga á því að stöðva flutninga á málmgrýti frá Narvik til Þýska- lands og ætluðu að hafa það að yfirskini, að þeir vildu senda Finnum (sem þá um veturinn áttu í stríði við Rússa) liðstyrk um Noreg. Uoppgjöf Finna batt endi á þessi áform. Að sínu leyti óttað- ist Hitler að breski flotinn næði undir sig norskum höfnum og króaði þar með af þann herskipa- flota sem hann hafði komið sér upp með ærinni fyrirhöfn. Þeir veittu viðnám Sem fyr segir réðust Þjóðverjar á Noreg - og Danmörku einnig, þann níunda apríl. Noregur reyndist þegar harðari undir Þýsk skip í Ijósum logum í Narvik eftir breska loftárás. tönn. Setuliðsmenn í virkinu Óskarsborg í Oslóarfirði urðu varir við þýskar skipaferðir um nóttina og gerðu sér lítið fyrir og skutu í kaf beitiskipið Blucher. Með því fórust um þúsund manns, m.a. margir þeirra sem voru ætluð há embætti í her- numdum Noregi. Norðmenn gáfust ekki upp. Kóngur og ríkisstjórn flúðu frá Osló (og margir óbreyttir þegnar líka sem óttuðust það mjög að borgin yrði fyrir loftárásum). Herinn norski, sem hafði um 12 þúsundir manna undir vopnum, veitti víða í landinu drjúga mót- spyrnu, sem menn vissu að var vonlaus nema að liðsstyrkur kæmi til. Breskar, franskar og pólskar sveitir voru reyndar sendar til Noregs og hjálpuðu m.a. til að hrekja þýskar sveitir aftur frá hinni mikilvægu höfn Narvik í norðurhluta landsins. sem hertekin var í byrjun innrásar. En sú aðstoð var einatt tilviljanakennd og nýttist verr en skyldi. Smám saman fækkaði þeim sveitum norskum sem mót- spyrnu gátu veitt og snemma í júní var bardögum lokið. Banda- menn fluttu lið sitt frá Noregi. Vopn voru niður lögð þann ní- unda júní. Ruge hershöfðingi, sem var yf- irmaður herafla Norðmanna, sagði þá í ávarpi til norsku þjóð- arinnar að Norðmenn mundu berjast áfram á öðrum vígstöðv- um. Það gerðu þeir reyndar - undir útlægri stjórn sem sat í London. Og svo með skæruliða- hreyfingu heima fyrir sem gat sér gott orð. Mannfall og annar skaði Stríðið í Noregi stóð ekki lengi en það var blóðugt. Um 850 norskir hermenn féllu í bar- dögum og 185 óbreyttir borgarar. 1300 Þjóðverjar féllu í bardögum og 2400 fórust á leið til Noregs. 1900 breskir hermenn féllu eða voru teknir til fanga og 2500 fór- ust á leið til eða frá Noregi. 500 franskir og pólskir hermenn féllu, særðust eða voru teknir til fanga., Norski herinn missti svot- il allar sínar 100 flugvélar. Þjóð- verjar misstu 242 flugvélar og Bretar 112. 4000 byggingar voru eyðilagðar með öllu, 10 þúsund byggingar sködduðust og 300 brýr voru sprengdar í loft upp. Alls kostaði strfðið um 10 þúsund- ir Norðmanna lífið. Þar af voru 366 andspyrnuhreyfingarmenn sem hernámsliðið tók af lífi. Þeir og við Af sjálfu leiðir að þeir atburðir sem hófust fyrir fimmtíu árum í Noregi og Danmörku höfðu djúptæk áhrif á þjóðlíf og þjóðar- vitund um langan aldur. Þessir at- burðir hreyfðu og mjög við ís- lendingum eins og vænta mátti. Það var eins og eitthvað allt ann- að og nákomnara að vita frænd- þjóð fáliðaða og illa vopnaða eiga í höggi við ofurefli liðs, en að heyra fregnir af fjarlægari bar- dögum, eins þótt þeir væru marg- falt mannskæðari og afdrifarík- ari. Líklega eru það engar ýkjur að segja að tilfinningalega hafi heimsstyrjöldin síðari að því er íslendinga varðar að mjög miklu leyti farið fram í Noregi. Hernám Danmerkur hafði hinsvegar drjúgar pólitískar afleiðingar hér á landi: Konungur Danmerkur var fangi og dæmdur úr leik sem konungur Islands. Þann tíunda apríl ákváðu íslendingar að færa vald konungs inn í landið - fitjað var upp á þeirri þróun sem lauk með því að ísland var lýst lýð- veldi 1944. ÁB tók sanian. Norskir hermenn berjast við Narvik: Um 850 þeirra féllu í bardögum. Hálf öld frá innrásinni í Noreg Laugardagur 7. apríl 1990 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.