Þjóðviljinn - 27.04.1990, Qupperneq 2
SKAÐI SKRIFAR
met
kosningastandið
Ég er maður æðrulaus en samt verð ég að
viðurkenna að stundum finnst mér að örlögin
hafi einhvernveginn gengið fram hjá mér. Af
hverju varð ég til dæmis ekki svona mála-
færslumaður eins og hann Jónatan Þór-
mundsson, sem fær að tala í sex daga sam-
fleytt um Hafskipsmálin, og allir hlusta með
andagt og þjóðin er stolt af því að eiga svona
mann sem greiðir úr öllum flækjum svo rétt-
lætið blasir við, tignarlegt eins og Snæfells-
jökull í sólskini?
Ég var líka að segja þetta við hann Hró-
bjart vin minn, en það hefði ég kannski ekki
átt að gera, því hann er alltaf eins og snúið
roð í hundskjaft.
Heimskulegri sóun er ekki til á tíma og fé
en þessi málflutningur um Hafskip, sagði
hann. Þettatekursvona langan tíma af þvíað
lögfræðingar eru svo lengi að koma orðum
að því að maður sé þjófur án þess að segja
það og fá svo borgað á hvert orð eins og
símskeyti. Og sannaðu til: niðurstaðan verð-
ur engin. Allir verða sýknaðir vegna minnis-
leysis og allsherjar æruleysis í þjóðfélaginu
eða sagði ekki Mogginn þinn, að enginn vissi
lengur hvað væri rétt og hvað rangt í bisn-
ess? Og upp standa nokkrir lögfræðingsbes-
efar miljón krónum ríkari hver um sig. Og
andskotinn hlær.
Þú ert svo djöfull svartsýnn alltaf, Hrói
minn, sagði ég, og nennti ekki þessu nei-
kvæöi. Finnst þér ekki vera vor í lofti? Eru
ekki að koma kosningar kannski með sprelli
og skemmtun? Sú var nú tíð að þú fúlsaðir
ekki við þeim.
Ég skal segja þér eitt, Skaði minn, sagði
Hróbjartur, þessar kosningar eru ómark bar-
asta rétt eins og í Rússlandi áður en komm-
únisminn dó.
Hvaða rugl, sagði ég, allir þessir listar...
Það er nú það, sagði Hrói, listar og ekki
listar nema síður sé. Eg var nú að sjá merka
athugasemd í Mogganum þínum. Þar er ver-
ið að tíunda þetta: það er enginn A-listi krata í
Reykjavík, þar sem Jón Baldvin býr, enginn
B-listi í Garðabænum hans Steingríms, eng-
inn G-listi eða S-listi á Seltjarnarnesi þar
sem þeir Ólafur Ragnar og Júlli Sólnes búa.
Hvurslags feluleikur er þetta eiginlega og
svindl?
Ja ég verð nú að segja það Hrói minn,
sagði ég, að þótt ég sé á móti öllum þessum
mönnum þá finnst mér þetta sniðugt hjá
þeim. Það eru allir svo mikið á móti flokkum
nú til dags að það er eins gott að vera ekkert
að flíka slíku að óþörfu. Maður verður að
vorkenna þessum greyjum - það eru ekki
allir eins heppnir og við sem eigum Sjálf-
stæðisflokkinn sem er flokkur allra flokka
eða öllu heldur svona samnefnari skynse-
minnar í þjóðfélaginu.
Þetta er villukenning Skaði, sagði Hró-
bjartur, örg og fúl villukenning. Þegar enginn
er það sem hann heitir lengur heldur barasta
einhver nýr pólitískur kóladrykkur sem eng-
inn veit hvernig fer með tennurnar og mag-
ann, ný vettlingatök eða hvað það nú er, þá
er barasta verið að villa og trylla fólkið. Þessir
foringjar, ef menn skyldi kalla, þeir eru á
harðahlaupum með allt niðrum sig út í busk-
ann undan fjárlagagötum, sem stækka eftir
því sem meir er í þau rimpað, undan ábyrgð
og skömm og ráðherrabílum á hvolfi. Fel-
andisk á bak við einhverjar nýjar falsgrímur
horfandi lymskir á grannann eins og skáldið
sagði: ef sæmilega gengur þá ætla þeir að
segja: þetta er mér að þakka. Ef illa fer, þá
segja þeir: ég var ekki alveg með og hrossið
á einhver annar.
Heldurðu nú að þeir séu alveg svona
slæmir? spurði ég. Getur það verið?
Þeir eru verri, sagði Hróbjartur gallharður.
Þetta eru aumingjar og stjórnin veik og mátt-
laus eins og strá af vindi skekið.
Já, sgði ég, en segir ekki spekingurinn
Laótse: Farsælt er það land sem hefur veika
stjórn?
T RÓSA-
GARÐINUM
EIAVERVÆRUM
ÞAR
Svo mikill er barmur hennar að
hún felur þar fjögur fálkaegg
samtímis.
Tíminn
EKKIERHOLLT
AÐ HAFA BÓL..
Tíminn hefur verið líkt og skurn-
laust egg milli brjósta Sam-
bandsins og framsóknarfélag-
anna í Reykjavík.
Alþýðublaðid
ENN NÝRRI
VETTVANGUR?
Jafnframt sagði hann (Ásgeir
Hannes Eiríksson) að vel kæmi til
greina að hann stofnaði samtök
með öðrum „kverúlöntum" á
Si, til þess að þeir ættu hægar
að ná fram rétti sínum.
Tíminn
VOND ER ÞEIRRA
LETI, VERRI ER
ÞEIRRA DUGNAÐ-
UR
Ef aðrir jaingmenn sinntu störfum
sínum eins vel og Ásgeir Hannes
Eiríksson væri rúmlega 2000
þingmálum ólokið.
Tíminn
SÆLIR ERU
HÓGVÆRIR
Greinin er einna athyglisverðust
fyrir það að í henni tekur Guð-
mundurundirsjónarmið Sigurðar
Grétarssonar, fyrrv. bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins í Kópavogi,
og kallar sjálfan sig og sam-
starfsmenn sína hálfvita.
DV
HVAÐERU NOKK-
URNÚLLMILLI
VINA?
Stofnendur Stöðvar 2 áunnu sér
hylli landsmanna þegar þeir
stofnuðu Stöðina með því að
skrifa sig fyrir fimm miljón króna
hlut og létu svo skrifa fimm
hundruð miljónir eða hvað það
• nú var hjá Verslunarbankanum.
DV
SAKLEYSIÐ BÝR Á
VESTFJÖRÐUM
Það sem kemur manni mest á
óvart er hve margir eru orðnir
þannig að það er ekki hægt að
treysta því sem þeir segja.
Bæjarins besta
OG HVERÆTTIÞÁ
AÐ VITA ÞAÐ?
Hvort ísland og íslendingar
skipta í reynd einhverju máli
meðal þjóða er kannski ekki Ijóst
af fréttum fjölmiðla og máli
stjórnmálamanna.
Morgunblaðið
HVAÐ MUNDI
BISKUP SEGJA?
Ráðhúsið og Kringlan eru að
taka á sig mynd, þessi tvö lýsandi
mannvirki sem lifa þegar við
erum dauð.
Morgunblaðið
2 StÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. apríl