Þjóðviljinn - 27.04.1990, Síða 4
Stefanía Traustadóttir er á beininu_
Minnisvarðapóli
tíkin er lítilsvirð
ing við fólk
Stefanía T raustadóttir er starfsmaður Jaf nréttis-
ráðs, formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík og
er í 5. sæti á lista flokksins við borgarstjórnarkosn-
ingarnar. Hún hefur blandast inn í ákafar umræður
um framboðsmál í höfuðborginni, en hefur ákveðn-
ar skoðanir á því hvernig landsmálapólitík tengist
þeim málum
Telur þú að öll þessi umræða
um framboðsmál og deildar fylk-
ingar vinstri manna í Reykjavík
muni hafa áhrif á gengi G-listans
og Alþýðubandalagsfólks úti um
landið í sveitarstjórnarkosning-
unum?
Ég vona að Alþýðubandalagið
og G-listar um land allt skili sínu
og vel það í vor. Aðstæður eru að
mörgu leyti erfiðar og það er
skammur tími til stefnu. Tölur
sýna, að fylgi Alþýðubandalags-
ins hefur verið kringum 8% und-
anfarin misseri og það verður erf-
itt fyrir alla okkar sveitar-
stjórnarmenn að rífa sig upp úr
því. Orsökin fyrir litlu fylgi er
ekki framboðsmál í Reykjavík.
Orsökin er heldur ekki sú að Al-
þýðubandalagið og stefna þess
eigi ekki lengur hljómgrunn hjá
fólkinu í landinu, heldur sú, að
það hefur ekki verið haldið nógu
vel á stefnu flokksins. Því miður
er of mikið ósamræmi milli þess
sem flokkurinn hefur samþykkt
að berjast og beita sér fyrir og
þess sem sett hefur verið í fram-
kvæmd fyrir tilstuðlan hans. Ég
vil nefna umhverfismálin sem
dæmi, að þeim hefur verið unnið
vel og gaumgæfilega innan
flokksins um árabil. Þar ruddi Al-
þýðubandalagið braut. Við erum
svo heppin að eiga á því sviði frá-
bært fólk með þekkingu og
reynslu. Hins vegar hafa um-
hverfismálin verið notuð sem
skiptimynt, svo að eftir setu okk-
ar flokks í ríkisstjórn er einn ráð-
herra og einn beyglaður bíll.
Þýða þessar málamiðlanir
innan ríkisstjórnar að þú getir
ekki fellt þig við neitt hjá henni?
Störf okkar fólks í samgöngu-
og landbúnaðarráðuneytinu 'hafa
haft gífurlega þýðingu fyrir lands-
byggðina og er ein ástæða þess að
ég vænti þess að úrslit flokksins
verði hagstæð úti á landi. Ýmsar
hugmyndir og ákvarðanir sem
unnið hefur verið að innan
menntamálaráðuneytis varðandi
skóla- og dagvistarmál, til dæmis
nýtt frumvarp um leikskóla,
munu færa okkur nær markmið-
um Alþýðubandalagsins eins og
einsetnum skóla og dagvistar-
rými fyrir öll börn.
Það sem ég gagnrýni er margt,
til dæmis andvaraleysi gagnvart
EB, kapphlaupið sem upp er
komið um álver í hvern fjörð og
hvað hægt gengur að nota skatta-
kerfið sem jöfnunartæki, t.d.
rneð tveim þrepum eftir tekjum.
A Alþýðubandalagið eftir og
þarf það að breytast?
Auðvitað. Alþýðubandalagið
er alltaf að breytast, þ.e.a.s.
hvernig við útfærum leiðir að
markmiðum okkar. Þær hljóta að
breytast í takt við þróun samfé-
lagsins og í takt við þann árangur
sem við náum hverju sinni. Einu
sinni börðumst við fyrir velferð-
arkerfinu, núna þurfum við bæði
að standa vörð um það og bæta
það.
. Miðað við andrúmsloftið und-
anfarið spyrja margir hvern þú
og G-listinn lítið á sem höfuðand-
stæðing í kosningunum í Reykja-
vík.
Andstæðingurinn er Sjálfstæð-
isflokkurinn. Ég hef ekki heyrt
marga spyrja þessarar spurning-
ar. Hann er það fyrst og fremst
vegna þess hver eru forgangs-
verkefni hans hér í borg. Minnis-
varðapólitíkin er lítilsvirðing við
fólk. Tökum sem dæmi gamla
fólkið sem hefur búið hér og
greitt sín gjöld til Hitaveitunnar
og annarra stofnana borgarinnar,
- það er hneisa að fjármunum
Hitaveitunnar sé síðan eytt til að
reisa Kúluna í Öskjuhlíð, meðan
þetta aldraða fólk þarf að búa við
Íiað öryggisleysi að geta ekki
engið þá umönnun sem það þarf,
ef það veikist eða getur af öðrum
orsökum ekki séð um sig sjálft.
Peningarnir sem hafa farið í
Ráðhúsið og Kúluna á yfirstand-
andi kjörtímabili hefðu dugað til
að uppfylla alla þörf fyrir dagvist-
ir eða tæma biðlistana fyrir þjón-
ustuíbúðir aldraðra. Það er hægt
að koma í veg fyrir að slíkt endur-
taki sig.
Hver er þá skýring þín á þeim
vinsældum Sjálfstæðismanna í
Reykjavík sem fram koma í skoð-
anakönnunum?
Sjálfstæðisflokkurinn heldur
vel utan um sitt fylgi og sína
flokksmenn. Honum tekst að
telja fólki trú um allir séu á eitt
sáttir og vinni saman innan hans.
Þar að auki tekst flokknum í
krafti áhrifa sinna gegnum fjöl-
miðla að breiða yfir óþægilegar
staðreyndir, segja ekki frá þeim,
en leggja áherslu á návist Davíðs
Oddssonar við öll framfaraskref.
Davíð hefur verið í stöðugri
kosningabaráttu sl. 4 ár, ekkert
virðist gerast án þess að hann sé
viðstaddur. Hér snýst allt um
borgarstjórapersónuna í amer-
ískum stfl. Mönnum finnst hann
hafa gert allt. Öllu starfsmanna-
og embætismannakerfi borgar-
innar er stjórnað af Sjálfstæðis-
flokknum.
Svo má nefna, að Reykjavík er
eitt stöndugasta fyrirtæki lands-
manna vegna sérstöðu sinnar og
hefur getað borist á, meðan frétt-
ir um samdrátt og kreppu úti á
landi hafa dunið á fólki, gjaldþrot
og stöðnun. Reykjavík er svo
stór, að minna er tekið eftir þvi
hér, ef ýmis smærri fyrirtæki fara
á hausinn, en atvinnuleysistölur
hér í borg eru uggvænlegar um
þessar mundir. Hópur þeirra sem
lifir hreinlega við fátæktarmörk
hefur sífellt stækkað, ekki bara
vegna atvinnuleysis, heldur
vegna þess að vinnutími hefur
dregist saman. Þetta sést á stækk-
andi hópi þeirra sem leita til Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur.
Þetta sést ekki í auglýsingum Fé-
lagsmálastofnunar, né heldur á
baksíðu Morgunblaðsins. Það er
meðal annars skýringin á fylgi
S j álfstæðisflokksins.
Hvert álítur þú sterkasta vopn
Sjálfstæðismanna í kosningabar-
áttunni?
Það er auðvitað Bubbi kóngur,
en Sjálfstæðismönnum hefur tek-
ist vel að breiða yfir það hingað til
að hann er á leiðinni inn á þing,
sjálfsagt eftir eitt ár. Það er því í
raun ekki verið að bjóða upp á
hann sem borgarstjóra næstu 4
árin. Það væri spennandi að fá að
heyra, hver er erfðaprinsinn,
hvert er borgarastjóraefnið?
Kannski Júlíus Hafstein?
Reykvíkingar vilja að Sjálfstæð-
ismenn geri grein fyrir því.
Mörgum, bæði hér í borginni
og úti á landi, hefur þótt keyra úr
hófl viðbrögðin bæði hjá Alþýðu-
bandalaginu og stuðnings-
mönnum Nýs vettvangs vegna
mismikilvægra ágreiningsmála.
Ekki er ég hissa á því. En það
er ekki hægt að búast við því að ég
og aðrir félagar sitjum þegjandi
undir ásökunum sem við teljum í
öllum atriðum rangar, t.d. um
jafn alvarlega hluti og lögmæti G-
listans, ólýðræðisleg vinnubrögð,
fortíðarhyggju osfrv. og það
meira að segja frá formanni
flokksins. Ég ætla ekki að eyða
mörgum orðum á innanflokks-
deilurnar. Þessi átök byrjuðu
löngu áður en Samtök um nýjan
vettvang komu til sögunnar, þau
hafa staðið yfir í langan tíma, en
urðu mjög sýnileg fyrir rúmu ári
þegar Birtingarfélagar klufu fé-
lagið í Reykjavík, þótt enginn
vildi viðurkenna þá staðreynd.
Það er svo auðvelt að gleyma ef
fólk vill það. Þeir sem halda því á
lofti að ABR hafi ekki viljað sam-
starf, samvinnu og samfylkingu
með öðrum minnihlutaflokkum
hér í borg eru vísvitandi að
blekkja. Flesta félaga okkar lang-
ar til að vera í stórri fylkingu og
ná sem bestri samstöðu um mál-
efni vinstri manna, hér í Reykja-
vík sem annars staðar. En okkur
er ekki sama hvert fylkingin
stefnir, þegar hún er orðin stór.
Ef það skipti engu máli, gætum
við alveg eins gengið í Sjálfstæð-
isflokkinn, sem er stór.
Það er mikil ábyrgð að vera
formaður í félagi eins og ABR.
Er það ólýðræðislegt og flokkast
undir forræðishyggju að leggja
fyrir fundi spurningar og biðja
um afstöðu hans? Er það ekki
frekar ófélagslegt að ganga fram
hjá vilja meirihlutans? Eg óska
engum þess að sitja undir þeim
árásum sem á okkur hafa dunið
að undanförnu. Skýringin á því
að ég hef haldið því áfram er sú,
að ég hef fundið stuðning félags-
manna hér í Reykjavík og af
landinu öllu.
Sækja G-listinn og Nýr vett-
vangur fylgi sitt í sömu raðir?
Eða getur verið að þau dragi sam-
eiginlega að sér nýtt fylgi?
Það er ljóst að Nýr vettvangur
reynir að höggva í raðir Alþýðu-
bandalagsmanna, enda er einn
borgarfulltrúi flokksins í fram-
boði þar. Nýr vettvangur reynir
líka að halda utan um fýlgi Al-
þýðuflokksins og jafnvel Borgar-
aflokksins í Reykjavík. Við
eigum eftir að sjá hvernig þetta
tekst. Alþýðubandalagið er vett-
vangur vinstri manna og sterk-
asta vígi þeirra sem vilja íhaldið
burt úr stjórn Reykjavíkur. Nýr
vettvangur segist byggja stefnu
sína á málefnagrunni minnihlut-
aflokkanna í Reykjavík síðasta
kjörtímabil, stefnu sem borgarf-
ulltrúar ABR hafa haft frum-
kvæði í að móta og á hljómgrunn
meðal stórs hóps borgarbúa.
Við keppum vitaskuld við alla
framboðslistana um atkvæði. Því
er ekki að neita, að afskipti for-
manns flokksins af framboðsmál-
um hér í Reykj avík hafa gert okk-
ur erfiðara fyrir. Ég trúi því samt
að á næstu vikum munum víð
vinna okkur upp úr þessum 2,9%
sem við fáum skv. skoðanakönn-
un Skáís og að það fólk sem er á
listanum, nýtt og reyndara, geti
sýnt með málflutningi sínum og
vinnu að það er hægt að treysta
því til að vinna fyrir góðan mál-
stað.
Hvað finnst þér sterkasta ein-
kenni G-listans?
Breidd hans, fjölbreytni og
mikil reynsla og þekking fram-
bjóðendanna. Ég tel það t.d.
mikinn styrk fyrir listann að á
honum skuli vera fólk úr verka-
lýðshreyfingunni, eins og Guð-
rún Sigurjónsdóttir, formaður
Félags sjúkraþjálfara, Guðrún
K. Óladóttir, varaformaður
Sóknar, konur með mikla yfirsýn
og reynslu. Einar Gunnarsson,
formaður Félags blikksmiða hef-
ur reyndar ekki aðeins verið ko-
sinn til trúnaðarstarfa af sínum
félögum í faginu, heldur líka á
öðrum vettvangi félagsmála. Ég
get víða borið niður, Ástráður
Haraldsson var um árabil virkur í
háskólapólitíkinni og Gunn-
laugur Júlíusson hagfræðingur er
í stjórn byggðahreyfingarinnar
Útvarðar, hann gerþekkir lands-
byggðamálin sem er ekki síst
mikilvægt í ljósi þess að höfuð-
borgin er náttúrlega borg allra
landsmanna og má ekki slitna úr
tengslum við dreifbýlið. Það er
óréttmætt að nefna bara þetta
fólk, en ég verð þó líka að minn-
ast á yngsta fulltrúann, Sigþrúði
Gunnarsdóttur, nema í MH, sem
sennilega er yngsti frambjóðand-
inn við kosningarnar í vor og hef-
ur verið kosin af sínum félögum
til trúnaðarstarfa.
Það hefur komið fram
gagnrýni á þig og stjórn ABR
fyrir að koma í veg fyrir að stofn-
að yrði kjördæmisráð í Reykja-
vík. Formaður flokksins telur
m.a. að þið hafið gert mistök í
þessu efni.
Ég ætla ekki að halda áfram að
skýra lög flokksins fyrir formanni
flokksins, hann á að þekkja þau.
Ég vísa á yfirlýsingar stjórnar fé-
lagsins frá 23. apríl sem birtust í
Þjóðviljanum 25. apríl og segi
það eitt, að það verður stofnað
kjördæmisráð skv. lögum flokks-
ins á aðalfundi í maí.
Skipta úrslitin I borgarstjórn-
arkosningunum sköpum um
framtíð Alþýðubandalagsins?
Já. Ég tel svo vera. aht
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. apríl
Al-i’ *f‘h*i íriö?
!í<»»»»Xk»XV!4í»»»>»xV