Þjóðviljinn - 27.04.1990, Qupperneq 5
Kvótinn
Skref í átt að byggðakvóta
Samkomulag í ríkisstjórnarflokkunum um kvótafrumvarpið. Tekið tillit til byggðasjónarmiða og vísir að kvótaleigu.
Hagrœðingarsjóður tekur við af úreldingarsjóði. Eftirlits- og úrskurðarvald aðskilið
Samkomulag hefur náðst í
ríkisstjórnarflokkunum um
kvótafrumvarpið og felur það í
sér margvíslegar breytingar frá
þeim frumvarpsdrögum sem fyrir
lágu. Stærstu breytingarnar fel-
ast í því að fyrstu skrefín eru tekin
í átt að byggðakvóta, kvótaleiga
er tekin upp í gegnum hagræðing-
arsjóð og skilið á milli eftirlits- og
úrskurðarvalds þegar upp koma
deilur um framkvæmd físk-
veiðistefnunnar. Þá er samkomu-
lag um að lögin um stjórn físk-
veiða verði endurskoðuð eftir
þriggja ára gildistíma.
Helstu breytingar sem gerðar
verða á frumvarpsdrögunum eru
að þjóðareignin á auðlindum
hafsins er styrkt enn frekar með
því að bæta við fyrstu grein lag-
anna ákvæði um að afnot af kvóta
myndi aldrei grundvöll til eignar
fyrir útgerðarmenn.
í öðru lagi ryðja byggðasjón-
armið og byggðahagsmunir sér til
rúms í frumvarpinu. Sveitarfélög
fá forkaupsrétt að öllum skipum
sem á að selja í héraðinu.
Pá verður úreldingarsjóður
lagður niður en hagræðingasjóð-
ur sjávarútvegsins stofnaður og
verður það frumvarp afgreitt
samhliða frumvarpi um stjórn
fiskveiðanna. Hagræðingarsjóð-
urinn fær árlega úthlutað 12 þús-
und tonna kvóta og rennur helm-
ingurinn af þeim kvóta til byggð-
arlaga sem þurfa sérstaklega á
honum að halda, en með þeim
skilmálum að aflanum sé landað
og hann unninn í byggðarlaginu.
Einnig eru tekin fyrstu skrefin í
áttina að því að taka leigugjald
fyrir kvótann og mun það renna í
hagræðingarsjóðinn. Það leigu-
gjald er tekið fyrir þau sex þús-
und tonn sem eftir verða í umsjón
sjóðsins og verða þau seld.
Þá er samkomulag um að skilja
á milli eftirlitsvalds og úrskurðar-
valds í í deilumálum sem koma
upp um framkvæmd fiskveiðist-
efnunnar. Hefur verið ákveðið
að setja upp sjálfstæðan úr-
skurðaraðila til að skera úr um
slík mál og mun sjávarútvegsráð-
herra gefa yfirlýsingu um það á
þingi.
Frumvarpið verður afgreitt úr
sjávarútvegsnefnd efri deildar í
dag og er stefnt að því að umræðu
um það ljúki í efri deild fyrir helgi
og það verði svo afgreitt frá neðri
deild í næstu viku. _Sáf
SH
Þeir stóru
saman í eitt?
Þegar byrjað að undirbúa jarðveginnfyrir
samvinnu stóru útflutningsfyrirtœkjanna á
sviði sjávarafurða
Svo virðist sem þeirri hug-
mynd, að steypa stóru útflutn-
ingsfyrirtækjunum á sviði sjá-
varafurða í eitt stórt fyrirtæki sé
að vaxa fiskur um hrygg. Þegar
virðist vera farið að undirbúa
jarðveginn fyrir slikum samruna
hjá SH því á aðalfundi þess í gær
var lögð fram breyting á 20. grein
samþykkta SH í þá veru að ekki
þurfí samþykki allra félagsmanna
við breytingum á stofnsamningi
Sölusamtakanna.
í ræðu sinni á aðalfundi Sölu-
samtaka hraðfrystihúsanna í gær
vék Friðrik Pálsson forstjóri SH
að því að menn hafi endrum og
eins velt því fyrir sér hvort íslend-
ingar ættu ekíci að reyna enn frek-
ara samstarf á sviði útflutnings-
mála: „Við ættum að steypa
öllum stóru fyrirtækjunum sam-
an í eitt, fylkja okkur á bak við
eitt „Icelandic" - vörumerki og
freista þess að ná undirtökunum
á öllum þeim mörkuðum, sem við
sjáum ástæðu til að hasla okkur
völl.“
Friðrik sagði ennfremur að á
síðustu misserum hafi verið að
skapast meiri skilningur á því að
fyrirtæki „með lík starfsvið eigi
að starfa saman, en ekki endilega
að keppa við hvort annað“. Þá
lýsti forstjórinn yfir áhyggjum
sínum með það sem hann kallaði
„flóttann undan taprekstrinum",
þegar illa stæð fiskvinnslufyrir-
tæki eru með beinum eða
óbeinum hætti að fá inn í rekstur-
inn erlent fjármagn í ljósi þess að
viðkomandi fyrirtæki eiga með
einum eða öðrum hætti forgang
að þeirri auðlind sem fiskimiðin
við landið eru. Við það geti
skapast sú hætta hjá litlum fyrir-
tækjum að ekki ríki það nauðsyn-
lega jafnræði milli viðskiptaaðila
þegar annar hefur yfir að ráða
fjármagni en hinn aðgang að hrá-
efni. grh
Reykjavík
Utrýmum hættusvæðum
Guðrún Ágústsdóttir: Nauðsynlegtað útrýma öllum hœttusvœðum í
borginni
„Það er núna loksins, þegar slysin
gerast, að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn rankar við sér og það er
sérstaklega athyglisvert þar sem
að formaður Almannavarna-
nefndar Reykjavíkur er sjálfur
borgarstjórinn,“ sagði Guðrún
Ágústsdóttir fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í skipulagsnefnd í
samtali við Þjóðviljann um sam-
þykkt borgarráðs um að þegar
verði hafnar viðræður við Skelj-
ung um brottflutning olíubirgð-
astöðvar fyrirtækisins í Skerja-
firði.
Olíubirgðastöðin er við enda
flugbrautar og samkvæmt aðal-
skipulagi frá árinu 1962 er gert
ráð fyrir útvistarsvæði á þessum
stað.
í bókun skipulagsnefndar segir
að fram hafi komið hjá fram-
kvæmdastjóra Almannavarna, í
tengslum við umræðuna um
áburðarverksmiðjuna í Gufu-
nesi, að veruleg hætta stafi af
stöðinni og vekur nefndin athygli
á að samkvæmt skipulagi ætti hún
að vera löngu farin úr Skerjafirði.
Veruleg umhverfislýti séu að
stöðinni, auk þess sem hún sé í
vegi fyrir almennri gönguleið sem
á að liggja meðfram ströndinni.
„Ég fagna því að þetta fékkst
samþykkt en þetta er ekki nóg.
Það þarf að taka fyrir borgina í
heild og útrýma öllum hættu-
svæðum úr borginni áður en slys-
in verða. Og það er rétt að benda
á að þetta gerist í framhaldi af því
að minnihlutinn í borgarráði
óskaði eftir því að gerð yrði út-
tekt á þeim stöðum í borginni
sem skapa hættu,“ sagði Guðrún.
„Þetta mál er greinilega á ein-
kennilegum misskilningi byggt
því að það eru fjögur ár síðan
olíubirgðastöðin var flutt út í Ör-
firisey. Þarna eru hins vegar
geymslu- lager- og bílaverkstæði,
olía í smurningsolíutunnum og
gasbirgðastöð. Sú stöð er vand-
amálið en það er út í hött að gera
ályktanir um að flytja olíubirgða-
stöð sem er löngu farin," sagði
Indriði Pálsson forstjóri Skelj-
ungs í samtali við blaðið.
„Geymarnir standa þarna tómir
og það er spurning um að rífa þá
en það kostar allt peninga. Þú
segir mér að skipulag frá 1962
geri ráð fyrir útivistarsvæði þama
en borgin virðist ekkert hafa gert
neitt í því allan þennan tíma og
a.m.k. hefur ekkert verið rætt við
okkur. Og í lok síðasta árs lét
borgarskipulag fara frá sér skip-
ulagsuppdrætti af þessu svæði þar
sem teiknað er inn bæði olíu-
geymar og bryggja. Þetta fólk
kynnir sér ekíci einu sinni um
hvað það er að álykta og meira
hef ég ekki um þetta að segja.“
-vd.
Fundaherferð
Athugasemd
Helga Gísladóttir, kosninga-
stjóri Flokks mannsins í Reykja-
vík, hafði samband við blaðið
vegna athugasemdar frá Þóri
Karli Jónssyni verkamanni í
Þjóðviljanum á miðvikudag. Þar
segist Þórir aldrei hafa gefið kost
á sér á lista Flokks mannsins í
Reykjavík. Helga segir þetta
ekki rétt hjá Þóri því hann hafi
samþykkt framboð sitt með
undirskrift. Hinsvegar hafi hann
haft samband og dregið framboð
sitt til baka eftir að listinn birtist.
„Það er því ekki rétt að hann hafi
ekki gefið kost á sér,“ sagði
Helga.
Arangurínn - Framtíðin
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra á fundum um landið
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra mun funda
víðsvegar um landið á næstu vik-
um. Tilgangur fundanna er að
veita upplýsingar um stöðuna í
rflcisfjármálum og almennum
efnahagsmálum, þcgar erfíðl-
eikatímabil undanfarinna mis-
sera er að baki. Einnig verður
fjallað um ný viðhorf í íslenskum
þjóðmálum og helstu verkefni
næstu ára.
Fyrstu fundirnir verða nú um
helgina á Norðurlandi. Á morg-
un, laugardaginn 28. apríl, verð-
ur fundur í Safnaðarheimilinu á
Sauðárkróki kl. 16. Á sunnudag
er röðin komin að Dalvík og Ak-
ureyri, kl. 14 í Víkurröst á Dalvík
og kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu á Ak-
ureyri. Mánudaginn 30. apríl
verður Ólafur Ragnar svo með
fund í Klifi í Ólafsvík kl. 20.30.
í fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu segir að eftir
nokkurra ára samfellt góðæri hafi
blasað við illskæð kreppa á síðari
hluta árs 1988. Legið hafi við
stöðvun helstu útflutningsatvinn-
uvega landsmanna og fjöldaat-
vinnuleysi hafi verið spáð. Til að
bregðast við þessu ástandi þurfti
ríkisstjórnin að taka í taumana og
grípa til margvíslegra aðgerða og
voru ýmsar þeirra erfiðar og sárs-
aukafullar.
„Á vordögum 1990, hálfu öðru
ári síðar, er ljós verulegur árang-
ur af þessum verkum. Þjóðin hef-
ur þurft að leggja á sig margvís-
lega erfiðleika til að koma ís-
lensku samfélagi upp úr þessum
öldudal. Fundaferð fjármálaráð-
herra er ætlað að kynna sem flest-
um landsmönnum árangurinn
sem nú hefur náðst, og þær fram-
tíðarhorfur sem blasa við ef
áfram verður haldið á braut efna-
hagslegs stöðugleika, nýsköpun-
ar í atvinnulífi og skynsamlegrar
hagstjórnar."
Fjármálaráðherra mun kynna
margvíslegar upplýsingar um
þróun íslenskra efnahagsmála að
undanförnu og um horfurnar á
næstu misserum. Að loknu
inngangserindi svarar Ólafur
Ragnar fyrirspurnum frá fundar-
mönnum. Fyrirhugað er að fund-
irnir verði um tólf til fjórtán tals-
ins.
-Sáf
Föstudagur 27. apríl NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5