Þjóðviljinn - 27.04.1990, Side 13
Setbergsskófi var byggður á kjörtímabilinu. Auk þess verður Hvaleyrarskóli tekinn í
gagnið í haust. Þá hefur verið byggt við tvo skóla að auki. Mynd Jim Smart.
kvæmda ársins 1988 lægri á hvern
íbúa Kópavogs en á íbúa á Sel-
tjarnarnesi, í Keflavík og í Hafn-
arfirði. Skuldasöfnun á hvern
íbúa hjá okkur var svipuð og í
Garðabæ, þar sem þjónustustigið
er langt fyrir neðan það sem er
hjá okkur.
Svo við stöndumst fyllilega
samanburð við önnur sveitarfé-
lög. Og af því þú minntist á fjár-
málastjórn, get ég sagt að við höf-
um yfirlýsingar frá öllum okkar
helstu viðskiptastofnunum, sem
staðfesta að fjármálastjórnun sé
með ágætum hjá okkur,“ segir
Valþór.
Reykjavík
tekjuhæst
Þegar minnst er á samanburð
Magnús Jón við
Suðurbæjar-
sundlaugina:
Höfum lagt
áherslu á skóla,
dagvist, íþróttir
og æskulýðs-
mál. Mynd Jim
Smart.
sem gjarna er gerður á Reykjavík
og nágrannasveitarfélögum undir
stjórn vinstri manna, bendir Val-
þór á tölur frá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga sem sýna að
Reykjavík ber höfuð og herðar
yfir önnur sveitarfélög í tekjum.
Þar munar mestu um aðstöðu-
gjöldin.
„Menn mega heldur ekki
gleyma því að Reykjavík hefur þá
sérstöðu að geta skrifað stór-
fellda skuldasöfnun á fyrirtæki
eins og hitaveitu og rafmagns-
veitu. Þannig geta Sjálfstæðis-
menn rekið borgarsjóð nánast
skuldlausan. Auk þess hefur
borgarsjóður gífurlegar tekjur af
fyrirtækjum sínum,“ segir Val-
þór.
-gg
Ráðhús og veitingastaður í Öskjuhlíð hafa verið kostnaðarsömustu
framkvæmdir Sjálfstæðismanna í Reykjavík á kjörtímabiiinu. Myndir
Jim Smart.
Reykjavík
Glæsi-
byggingar í
þágu fárra
Sigurjón Pétursson: Munurinn á Reykjavík annars
vegar og Kópavogi og Hafnarfirði hins vegar glöggt
dæmi um hvað verið er að kjósa um. Það sem
minnihlutinn í Reykjavík hefur lagt til, hafa
Hafnfirðingar og Kópavogsbúar framkvæmt
ið í Öskjuhlíð eru skýr dæmi um
þetta.
Ef fjármagninu hefði verið
Munurinn á áherslum Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík annars
vegar og félagshyggjumanna í
Kópavogi og Hafnarfirði hins
vegar er í raun það sem verið er
að kjósa um. Kópavogsbúar og
Hafnfirðingar hafa í raun verið að
gera það sem við höfum lagt til
við gerð fjárhagsáætlunar á ári
hverju, segir Sigurjón Pétursson,
borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins og oddviti G-listans í Reykja-
vík.
„Það er alveg augljóst að Kóp-
avogsbúar og Hafnfirðingar hafa
notað fjármagnið til þess að jafna
og bæta aðstöðu bæjarbúa, sér-
staklega þeirra verst settu. Sjálf-
stæðismenn í Reykjavík hafa hins
vegar lagt áherslu á glæsibygging-
ar sem nálgast það að vera
minnismerki en þjóna aðeins
fáum. Ráðhúsið og snúningshús-
veitt til félagslegrar þjónustu í
stað glæsibygginga gæti Reykja-
vík verið fyrirmyndarbær í þess-
um efnum.
Reykjavík hefur gífurlega
fjármuni til ráðstöfunar og tekj-
urnar hafa aukist gífurlega á síð-
ustu árum. Árstekjur borgarinn-
ar jukust um tvo miljarða þegar
staðgreiðslan var tekin upp. Með
þessum fjármunum væri hægt að
leysa á örfáum árum nær öll okk-
ar vandamál á félagslega sviðinu.
Á þessu má sjá að það skiptir
verulegu máli hverjir eru kosnir
til þess að stjórna sveitarfé-
lögum. Þar sem félagshyggju-
menn eru kosnir til áhrifa er
fjármununum beitt í þágu íbú-
anna,“ segir Sigurjón Pétursson.
-gg
Föstudagur 27. apríl NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13
Sannkallað
SUMARHLBOD
20°/o
afsláttur á
ábætisostum til aprílloka!
HNETUÖSTUR
PAPRIKUOSTUR
PIPAROSTUR
REYKOSTUR
ÁBÓTI
M/SÍTRÓNUPIPAR
MUNDU EFTIR OSTINUM
Fagnaðu sumrinu með
fínum ábætisostum!
Þeir fást í næstu búð
c **tio***‘v