Þjóðviljinn - 27.04.1990, Page 17

Þjóðviljinn - 27.04.1990, Page 17
Veist þú hvað fj ölskylda þín greiddi í skatta á síðasta ári? - Bara fvrir lvf! Á síðasta ári var samanlagður lyfjakostnaður landsmanna u.þ.b. 3.600.000.000 krónur. Út frá þeirri tölu getur þú reiknað út að fjölskyldan á myndinni greiddi tæpar 60.000 krónur. Getum við lækkað þessa tölu? Vjð íslendingar höfum fyrir löngu orðið ásáttir um að greiða sameiginlega fyrir bróðurhlutann af öllum kostnaði við heilsuvernd og heilsugæslu, enda státum við af einu besta heilbrigðiskerfi heims. ,v En þótt við greiðum með glöðu geði fyrir þetta fyrirmyndar heilbrigðiskerfi, þá gerum við kröfu um að fé okkar sé notað á þann hátt að sem flestir njóti góðs af. Ein leið til að tryggja það er að kaupa það lyf sem kostar þjóðina og þig sjálfan minna þegar um tvö lyf er að velja með sömu virkni. Til þess að stuðla að því að við fáum sem mest fyrir peninga okkar hefur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið látið gera skrá yfir þau lyf sem hafa sömu verkun og önnur dýrari, jafnvel margfalt dýrari lyf. Ef læknirinn lætur þig fá lyf af þessari skrá sparar þú ekki aðeins af því fé sem þú reiðir af hendi við lyfjakaupin, heldur einnig af skattpeningum þínum. Ræddu þessi mál við lækninn. Hann hjálpar þér við valið og þannig standið þið saman vörð um hagsmuni þína og okkar allra. Lækkum lyfjakostnað / HEILSAN ER PÍN DÝRMÆTASTA EIGN HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ARGUS/SlA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.