Þjóðviljinn - 27.04.1990, Síða 18
SKÁK
HELGI
ÓLAFSSON
New York Open 1990
Sovéskir einoka
bandarískt skáklíf
Svo er nú komið á stóru opnu
mótunum í Bandaríkjunum, New
York Open, sem er viðfangsefni
pistlahöfundar að þessu sinni og
World Open, að algengasta tungum-
álið sem maður heyrir þarf alls ekki
að vera kúrekamálið vinsæla heldur
miklu frekar rússneska og á stundum
bjöguð enska með þunglyndislegum
rússneskum áherslum. Sovéskir skák-
menn flæða nú yfir heiminn helteknir
af „dollaraveikinni“ svokölluðu. í
fyrra komu 14 sovéskir skákmenn til
að tefla á New York Open, en að
þessu sinni voru þeir 18 talsins. Þegar
við bættust 10 fyrrverandi Sovétmenn
flestir búsettir í Bandaríkjunum var
þetta orðinn ansi einlitur hópur, en
keppendur alls 63.
Ég er orðinn ansi hagvanur í New
York og eins og á síðasta móti tókst
mér að blanda mér í baráttuna um
efsta sætið sem gaf 20 þús. bandaríkj-
adali. Það var auðvitað við ramman
reip að draga því margir af sterkustu
stórmeisturum Sovétmanna voru
þarna mættir: Rafael Vaganian So-
vétmeistari, Michael Tal fyrrum
heimsmeistarí, Andrei Sokolov, Jaan
Ehlvest, Alexei Dreev, Vladimir og
svo fjölmargir aðrir minna þekktir
skákmenn sem gefa honum h'tið eða
ekkert eftir. Það kom einnig á daginn
að ekkert þessara þekktu nafna var á
lista yfir efstu menn.
Hinir ungu, Alexander Khalifman,
Vladimir Episin, sem er þó fæddur
gamall og Leonid Judason kvöddu sér
nú hljóðs og voru í fararbroddi allan
tímann. Tal og Vaganian áttu sína
möguleika en í næst síðustu umferð
mátti töframaðurinn frá Riga láta í
minni pokann fyrir undrabarninu
Kamsky og Vaganian tapaði fyrir
Patrick Wolf einum efnilegasta skák-
manni Bandaríkjanna um þessar
mundir. Um töframanninn er það að
segja að hann hefur náð sér allvel eftir
alvarleg veikindi og var allt annað að
sjá hann nú en í Moskvu fyrir ári en þá
var hann nýkominn af sjúkrahúsi og
leit hreint ekki vel út.
Fyrir síðustu umferð var staðan
þessi: 1.-4. Khalifman, Helgi Ólafs-
son, Gata Kamsky og Epishin, allir
með 6 vinninga af 8. Við Kamsky
gerðum jafntefli eftir um þriggja klst.
taflmennsku. Ég fékk ágæta stöðu en
missti þráðinn á einum stað og í hníf-
jafnri stöðu bauð drengurinn jafn-
tefli. Epishin gerði jafntefli við Puti-
an en Khalifman vann Hellers með
svörtu. Svíinn ætlaði sér ekkert
minna en sigur, fómaði peði í byrjun-
inni fyrir engar bætur. Hann átti jafn-
teflismöguleika í endatafli en lék af
sér öðru peði og þá var öllu lokið.
Sovétmaðurinn ungi hlaut því 7 vinn-
inga og hreppti fyrstu verðlaun ósk-
ipt. Hann er geysisterkur skákmaður
en hefur dvalið í skugga meistara á
borð við Ivantsjúk og Gelfand og
fleiri. Vladimir Tukmakov tapaði al-
veg blygðunarlaust fyrir Judasin á 2
klst. Mótshaldarinn José Cuchi var
æfur. Þessi úrslit gerðu Judasin kleift
að komast upp við hliðina á undirrit-
uðum, Kamsky og Epishin í 2.-5.
sæti. Við hlutum 6Vi vinnig.
Með 6 vinninga komu Lputian,
Benjamin og Wolf. Kannski er ein
athyglisverðasta niðurstaða þessa
móts frammistaða Gata Kamsky sem
virðist stefna beint til stjarnanna. Hið
spartanska uppeldi sem hann hefur
hlotið hjá föður sínum, fyrrverandi
hnefaleikakappa, virðist ætla að skila
sér en drengurinn er að öðru leyti
félagslega afskiptur og ekki beint í
náðinni hjá kollegum sínum þar
vestra.
Hvað frammistöðu greinarhöfund-
ar viðvíkur þá var taflmennskan
nokkuð heilsteypt og ég lenti ekki í
taphættu í mótinu en tvisvar í erfiðum
stöðum gegn Vaganian og Alexander
Ivanov. Undir lokin fór að gæta
þreytu eftir stanslausa taflmennsku í
meira en mánuð. Sem sýnishorn af
taflmennskunni birtist hér skák úr 1.
umferð við einn af sterkustu ungu
bandarísku skákmönnunum. Á yftr-
borðinu frekar róleg skák en er svart-
ur náði frumkvæðinu mátti Fisbein
þola óbærilegan þrýsting uns staðan
hrundi.
1. umferð:
Alexander Fisbein -
Helgi Ólafsson
Siklleyjarvörn
1. e4cS
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. a4 Rc6
7. Be2 e5
8. Rxc6 bxc6
9. f4 Da5
(Á úrtökumóti Stórmeistarasam-
bandsins í Moskvu sl. vor lék ég 9. ..
Rd7 gegn Westerinen en fékk vonda
stöðu. Þessi skák hafði greinilega
ekki farið fram hjá andstæðingi mín-
um.)
10. 0-0 Be7
11. Dd3 0-0
12. Bd2 exf4
13. Hxf4Dc7
14. a5
(Að öðrum kosti leikur svartur -
a5. Þetta peð þrengir að stöðu svarts
en yfirráðin yfir e5-reitnum bæta það
upp.)
14. ..Rd7
15. Dg3 Bf6
(15...Re5 er yfirborðskenndur
leikur.)
16. Hf3 Be5
17. Dh4 Bd4+!
18. Khl Re5
19. Hffl Be6
(Svartur hefur náð aðeins betri
stöðu út úr byrjuninni m.a. vegna
staka peðsins á e4. Hótunin er nú
20... Bc4.)
20. Ha4 Da7
21. Rdl Rg6
22. Dh5 Hae8
23. c3 Be5
24. Be3c5
25. b4 Hc8
26. Ha3 Db7
27. bxc5 dxc5
28. Rf2 Hfd8
(Svartur hefur smáaukið yfirburði
sína en hvíta staðan er enn mjög
traust. Hér mátti t.d. svara 28... Db2
með 29. Bcl!)
29. Df3 c4
(Tekur d3-reitinn frá en gefur eftir
b6-reitinn.)
30. Bb6 Hd2
31. Hdl Dd7
32. Haal Dd6
33. De3
(Eftir 33. g3 eða33. h3 kemur 33...
Hxdl+ 34. Hxdl Da3 og hvíta staðan
er afar erfið.)
33. .. Bf4!
34. Hxd2 Dxd2
35. Dxd2 Bxd2
36. Bd4 Hb8!
37. Hdl Hb2
(Biskupinn á d2 bindur niður hvítu
stöðuna. Þó er vinningur enn langt
undan því vamir hvíts eru all
traustar.)
38. Bf3 f6
39. Rg4 Rh4
40. Re3 Kf7
41. Bh5+ g6
42. Bf3 h5
(Svartur viðheldur þrýstingnum.
H-peðið á eftir að koma mikið við
sögu í þessari skák.)
43. Hgl Rxf3
44. gxf3 Hb3
45. Rdl Ha3
46. Hg2 Bf4
47. Bb6 h4
48. Hgl h3
(Hvítur getur sig hvergi hrært eftir
þennan leik.)
49. Hfl Ke8
50. Kgl Kd7
51. Bd4
(Ein af hugmyndum svarts var að
leika - Be7. Eftir að hvítur missir a-
peðið myndast öflugur frelsingi svarts
sem gerir út um taflið.)
51. .. Hxa5
52. Bxf6 Ha2
53. Rf2 a5
54. Bh4 a4
55. Bg3 Bxg3
56. hxg3 a3
57. Hcl Hb2
58. Rdl Hg2+
59. Kfl Hxg3
- og hvítur gafst upp.
Ein þeirra skáka sem komu til
greina þegar fegurðarverðlaun móts-
ins voru annars vegar var viðureign
Maxim Dlugy og Lev Alburt. Ár eftir
ár geisar í Bandaríkjunum hatrömm
fræðileg barátta í hinu svokallaða
Benkö-bragði sem Alburt teflir flest-
um betur eins og eftirfarandi skák ber
með sér:
4. umferð:
Maxim Dlugy - Lev Alburt
Benkö-bragð
1. d4 Rf6
2. c4 c5
3. d5 b5
4. cxb5 a6
5. f3
(Þessi undarlegi leikur hefur notið
nokkurra vinsælda að undanfömu.)
5. .. g6
6. e4 Bg7
7. Ra3 e6
8. d6 0-0
9. Dc2 Db6
10. Be3 axb5
11. Rxb5
(11. Bxc5 hafði Alburt hugsað sér
að svara með 11... Da5+ 12. Dd2
Dxd2+ 13. Kxd2 Rxe4+! 14. fxe4
Bxb2 15. Rc2 Bxal 16. Rxal Hxa2+
17. Rc2 Ra6 og svartur á betri stöðu.)
11. .. Ra6
12. Kf2 Bb7
13. a4 Hfc8
14. Re2
(Hvítur á afar erfitt með að skipa
liði sínu fram á eðlilegan hátt og það
er varla hægt að skella skuldinni á
þennan leik.)
a b c d e f g h
14. .. Bxe4!
(Frysta sprengjan fellur.)
15. fxe4 Rb4!
16. Dbl Rg4+
17. Kf3 Rxe3
18. Kxe3 c4+
19. Kf3 Bh6!
20. Ha3
(Þvingað vegna hótunarinnar 20...
De3+)
20. .. c3!!
(Enn einn snilldarleikurinn. Þetta
er kallað línurof. Hvxtur getur tekið
peðið á fjóra mismunandi vegu en
velur þó annan möguleika.)
21. Rf4 Bxf4
22. Kxf4 Df2+
23. Kg4 h5+
24. Kh3g5!
25. g3
(Eða 25. g4 Df3 mát, 25. Be2
strandaði á 25. .. Dh4 mát.)
25. .. g4+
26. Kh4 Df6+
27. Kxh5Dg6+
28. Kh4 Kg7
- og vegna hótunarinnar 29... Hh8
mát gafst Dlugy upp.
Tímamót framundan
Þá er íslandsmótið í sveitakeppni
1990 að baki. Sigursveitin Modem
Iceland leidd af Magnúsi Ólafssyni,
var vel að sigrinum komin. Það eitt,
að sveit sem ekki er skipuð „stómm“
nöfnum, eða spilurum sem talist hafa
áskrifendur að íslandsmeistaratitli
fram að þessu (ef við undanskiljum
Val Sigurðsson, meðlim í sveit MI),
hlýtur að teljast „gott mál“, svo notuð
séu klisjur úr fréttastofu landsmanna
á Stöðinni. Það er mat mitt, að næstu
misseri munu ungir eða aðeins eldri
spilarar láta meir að sér kveða og kyn-
slóðaskipti séu framundan. Miðað
við þá litlu vinnu sem okkar bestu
spilarar hafa látið hjá líða að inna af
hendi, hefur hann verið hulinn fyrir
mörgum sá árangur sem hinir sömu
spilarar hafa náð. Vissulega má segja
að náttúrulegir hæfileikar séu fyrir
hendi hjá allflestum þessara stórspil-
ara, og það í miklum mæli. En á hitt
er að líta, að hópurinn sem telst vera í
forystu Iiefur þjappað sér saman,
myndað sveitir eða pör innbyrðis.
Það er veiki hlekkurinn í okkar
toppbridge. Eða hver myndi staðan
vera í dag ef þessi sami hópur hefði
„teygt“ sig niður og gripið einn og
einn ungan, með það markmið í
huga, að endumýjun verður að eiga
sér stað. Það er sannarlega leiðinlegt
að horfa upp á eldri heiðursmenn,
sem hafa marga sigra að baki, vera að
spila saman, þetta 25-35 árum síðar á
góðum ferli, aðeins til Jxess eins að
hafa gaman af þessu. Urslitakeppni
íslandsmóts er ekki vettvangur fyrir
slíka spilamennsku. Virðing mótsins
er of mikil til þess. Og alvarleg
keppni. Sú hugsjón að sjá þessa sömu
spilara mynda ferskt samband við
nýja félaga (helst yngri) virkar sem
bætiefni fyrir þá og keppnina sjálfa.
Hafi menn tieilsu til að vera með í eins
strangri keppni og úrslitamót eru
hverju sinni ættu okkar bestu spilarar
(á breiðum grundvelli) að íhuga
þennan möguleika. Þátttakan verður
mun skemmtilegri og getur boðið upp
á ýmsa möguleika í þeirri þröngu
stöðu, sem bestu spilarar okkar í dag
eru. Bridgesambandið okkar er
sterkt fyrirbæri, sem við öll berum
umhyggju fyrir. En sú stofnun verður
aldrei sterkari en þeir menn sem
starfa innan hennar. Og vissulega eru
spilarar landsins hornsteinn þessa
starfs. En frumkvæðið verður að
Ólafur
Lárusson
27. apríl
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAP
koma frá þeim sjálfum. Umræðan er
opin.
Átaks er þörf í útbreiðslu og
auglýsingamálum Bridgesambands-
ins. Síðustu misseri hefur bridgestarf-
ið liðið fyrir lina framgöngu í þessum
málaflokki. Allir muna þátttökuna í
síðustu Bikarkeppni, sem koma illa
út. Ekki batnaði það í landstvímenn-
ing BSÍ. Fyrir úrslitakeppni íslands-
mótsins í sveitakeppni vissu ekki einu
sinni spilarar í þeirri keppni um fyrir-
komulag, fyrr en rétt fyrir mót. Og
ekki var lagt mikið púður í mótið
sjálft. Nú standa fyrir dyrum undan-
rásir 1 íslandsmótinu í tvímenning.
Útlitið er vægast sagt slæmt með þátt-
tökuna (segir mér hugur um) og spái
ég að neðar verði ekki komist í þess-
um efnum í mótinu sem framundan
er.
Öll þessi mál skipta miklu fyrir
bridgestarfið í landinu, því tekjur
sambandsins af þátttöku og aðgang-
seyri er undirstaðan fyrir blómlegt
starf. Það má gera betur í þessum
málaflokki. f raun er þetta einn af
hornsteinum bridgelífsins: að hrífa
með sér fjöldann, að skapa
stemmningu fyrir ákveðnum hlut.
Hugleiðum málið.
Glæsileg þátttaka var hjá Skagfirð-
ingum sl. þriðjudag. Tæplega 30 pör
mættu til leiks á konfektkvöld félags-
ins. Spilað var í 2 riðlum. Sigurvegar-
ar kvöldins urðu Murat Serdar og
Þröstur Ingimarsson. Konfektkvöld-
um verður framhaldið næstu þriðiu-
daga.
Nýr landsmótakeppnisstjóri mun
taka til starfa nú um helgina, er Jakob
Kristinsson leysir Agnar Jörgensson
af. Agnar baðst undan stjómun að
þessu sinni. Umsjónarmaður býður
Jakob hjartanlega velkominn til
starfa. Honum til aðstoðar verður
Kristján Hauksson.
Hætt er við að erfitt verði fyrir
Hjalta Elíasson að ganga framhjá
þeim Val Sigurðssyni og Sigurði
Kristjánssyni í vali landsliðs til þátt-
töku á NM í sumar. Þeir félagar hafa
sýnt það í ár, að þeir eru hættulegasta
par okkar í dag. Liðið var valið sl.
þriðjudag en það val hefur ekki verið
birt enn.
Þórarinn Andrewsson er nýlátinn.
Hann og kona hans, Hulda Hjálmars-
dóttir, hafa verið afar iðin við keppn-
isbridge síðustu ár, nú sfðast á Akur-
eyri í Islandsmótinu. Með Þórami er
genginn góður maður. Umsjónar-
maður vottar Huldu og fjölskyldu
samúð sína.
Þú heldur á: KG10973 - - 7
KG7532 og átt út gegn 6 hjörtum,eftir
að sagnir hafa gengið:
S V (þú) N A
1 lauf 1 spaði 1 grand Pass
2 hjörtu 3 lauf 3 hjörtu Pass
6 hjörtu Pass Pass Pass
Og hverju spilar þú út?
í sögunni okkar spilaði Vestur út
laufi. Og allt spilið var:
S.D86
H:942
T:ÁDG4
L.D108
S:KG10973 S:42
H:- - H:DG873
T:7 T: 10865
L:KG7532 L:64
S:Á5
H:ÁK1065
T:K932
L:Á9
Sagnhafi var ekkert of sæll á svip-
inn er blindur birtist, þrátt fyrir yfir-
máta bjartsýnismeldingar. En þá var
að vera maður til að fylgja því eftir.
Laufatían var látin upp, sem fékk að
halda. Þá kom hjartanían, lítið frá
Austri, sem bölvaði í hljóði þessari
kjánalegu tölvugjöf. Og sagnhafi
hleypti níunni. Meira hjarta, gosi frá
Austri, tekið á kóng. Tígull upp á
gosa, og meira hjarta. Lágt frá Austri
og tían fékk að halda slag. Nú kom
tígull upp á drottningu og þegar Vest-
ur sýndi eyðu, var sviðið sett fyrir 12
slagi. Tígull Iieim á kóng, hjartaás
tekinn, Iaufaás tekinn, spaðaás tek-
inn, inn á tígulás (fjórir ásar í röð) og
laufadrottningu spilað úr blindum.
En passant (framhjáhlaup) staða var
komin upp og 12. slagur sagnhafa
kom á hjartasexuna. Glæsileg loka-
staða, en vissulega með aðstoð vam-
arinnar. Eða byggist íþróttin ekki á
mistökum?
Spilið kom fyrir hjá Bridgefélagi
Reykjavíkur sl. miðvikudag og gaf
hreinan topp (gulltopp eins og
bridgemenn segja gjarnan).