Þjóðviljinn - 27.04.1990, Side 19
Harmsaga Systur Angeliku i
Óperusmiðjan í samvinnu við
leikhús Frú Emilíu frumsýnir óp-
eruna Suor Angelica eftir Puccini
í Skeifunni 3c í kvöld kl. 20 og 22.
Ópera í tösku
Óperusmiðjan er nýstofnaður
áhugahópur um söngtónlist. Við
erum hópur kvenna sem langaði
til að starfa að óperu en slík tæki-
færi gefast ekki oft hérlendis,
segja viðmælendur Pjóðviljans,
stúlkurnar í Óperusmiðjunni,
sem eru í óða önn að klæðast
nunnubúningum, og skjóta öðru
hverju inn athugasemdum í
samtal okkar Margrétar Jóhönnu
Pálmadóttur.
Stelpurnar eru með margt í
deiglunni, þær ætla að reyna hin
ýmsu form óperunnar, ekki bara
hefðbundna uppsetningu eins og
nú. Stundum ætla þær að ráða
leikstjóra en enga hljómsveit og
öfugt, stundum verður sett upp
heil sýning, stundum sungin brot
úr verkum. Þetta er tækifæri fyrir
okkur að kynnast og túlka óperu-
bókmenntirnar í meira mæli en
við höfum gert í skólanum, segja
þær.
Óperusmiðjan kemur öllum
eigum sínu í kistu eða tösku og
getur þess vegna sett upp sýning-
ar hvar og hvenær sem er. Það
eykur á frjálsræði lærdómssmiðj-
unnar og möguleikum á flutningi
óperutónlistar af ýmsu tagi.
Margrét Jóhanna
Pálmadóttir:
Lært í lifandi
starfi
Eitt aðalmarkmið Óperu-
smiðjunnar er að skapa tækifæri
og vettvang fyrir unga óperus-
öngvara. í starfi Söngskólans er
lítið lagt upp úr leikrænni tján-
ingu og einungis með því að setja
sjálf upp óperu getum við vitað
hvað slíkt starf snýst um, segir
Margrét.
Fram að þessu hefur auk þess
vantað vettvang fyrir unga söngv-
ara til að sýna hvað í þeim býr.
Einsöngstónleikar með undir-
leik, sem til þessa hafa tíðkast,
eru ekki nóg.
Leikhús Frú Emilíu hefur ver-
ið ómetanlegur kennari, segja
Operusmiðjunni
Óperusmiðjan, nýstofnað félag óperusöngvara, frumsýnir óperu-
einþáttunginn, Systur Angeliku, í leikhúsi Frú Emilíu í kvöld
Angelikurnar tvær, Esther Helga Guðmundsdóttir og Inga Backman.
Mynd: Jim Smart.
þær. Líklega eins og Nemenda-
leikhúsið fyrir leiklistarnema og
annað áhugafólk um leiklist, bæt-
ir Margrét við.
Óperusmiðjustúlkurnar langar
samt að leggja áherslu á að þó
hópurinn sé samsettur af kven-
fólki eingöngu að þessu sinni er
alls ekki um neinn lokaðan
kvennahóp að ræða. Allir sem
lært hafa söng eða eru í söngnámi
eru velkomnir til að taka þátt í
starfi smiðjunnar. Það er fremur
tilviljun en annað að við erum
eintómar kvensur að þessu sinni.
Fleiri konur en karlar stunda
Kammertónleikar
Nýstárleg bandarísk kammer
sveit á Kjarvalsstöðum
Bandaríska kammersveitin the
California E.A.R. Unit heldurtón-
leika á Kjarvalsstöðum í kvöld kl.
20.30.
Kammersveit þessi er helst
þekkt fyrir flutning á nýrri tón-
list. Þau hafa unnið náið með
mörgum þekktum tónskáldum
m.a. John Adams, Milton Bab-
bit, John Cage, Elliot Carter og
Morton Subotnick. Auk þess eru
nokkrir meðlimir hópsins einnig
kunn tónskáld sjálfir.
Á efnisskránni í kvöld eru verk
eftir Elliot Carter, Arthur Jarvin-
en, Stephen Mosko, Steve Reich
og Frederic Rzewsky, að aukí
verður frumflutt verk eftir Hiim-
ar Þórðarson.
Hópurinn stendur sfðan fyrir
námskeiði á morgun í sal Tón-
skóla Sigursveins við Hraunberg í
Breiðholti. Þau munu þar sýna
aðferðir til að miðla nútímatón-
list til barna og leikmanna og
leyfa þáttakendum að reyna sjálf-
um að skapa tónlist.
BE
eitthvað skrítið sem erfitt er að
henda reiður á, segir Guðjón,
þær syngja ekki bara, heldur
leika líka. Leikstjórinn kveðst
hafa haft mikið gaman af þessari
uppsetningu og hefur ekkert á
móti því að leikstýra smiðjunni
aftur setji þær upp óperu á ný.
Systir Angelika verður frum-
sýnd tvisvar í kvöld, kl. 20 og aft-
ur kl. 22. f fyrri sýningunni fer
Esther Helga Guðmundsdóttir
með hlutverk systur Angeliku en
í þeirri seinni Inga Backman, þær
munu síðan skiptast á að syngja
aðalhlutverkið. Undirleik annast
átján manna hljómsveit undir
stjórn Hákonar Leifssonar, leik-
mynd hannaði Helga Stefáns-
dóttir og leikstjóri er Guðjón P.
Pedersen.
Þrjár systranna úr Óperusmiðju
uppfærslunni á Systur Angeliku
eftir Puccini.
söngnám og oft eru færri kven-
hlutverk í óperum en karlhlut-
verk, þannig verða fleiri konur
útundan, en við erum staðráðnar
í að láta það ekki aftra okkur,
segja þær. Séum við verkefna-
lausar er ekki við neinn að sakast
nema okkur sjálfar.
Klausturdrama
Óperan Systir Angelika eftir
Giacomo Puccini er miðhluti
þriggja óperueinþáttunga, II
Trittico. Fyrsti þátturinn er II Ta-
barro (skykkjan) og sá þriðji Gi-
anni Schicchi. Þátturinn sem Óp-
erusmiðjan flytur er hinn ljóð-
ræni þáttur óperunnar.
Systir Angelika fjallar um
stúlku sem er nauðug flutt í
klaustur eftir að hafa eignast son í
lausaleik. Þegar óperan gerist
hefur Angelika dvalist sjö ár í
klaustrinu, hún fær þá heimsókn
frá aldraðri föðursystur sinni,
sem færir henni þau sorglegu tíð-
indi að sonur hennar sé dáinn.
Hún neyðir einnig Angeliku til að
afsala sér öllum eigum sínum.
Systir Angelika er harmi lostin og
drekkur eitur til að binda enda á
þjáningar sínar.
Leikstjórinn Guðjón Pedersen
segir þetta í fyrsta skipti sem
hann leikstýri óperu. Það er allt
annað en að leikstýra leikriti.
Ópersöngvarar hafa eitthvað,
Egilsbúð á Neskaup-
stað
Tvinnar
lífsþráð
í vefinn
Ása Ólafsdóttir opnar
sýningu á myndvefnaði í
Egilsbúð á morgun
Ása Ólafsdóttir opnar sýningu
á myndvefnaði og „collage" í Eg-
ilsbúð á Neskaupstað á morgun.
Ása Ólafsdóttir hefur haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt
í mörgum samsýningum bæði hér
heima og erlendis. Sýningin í Eg-
ilsbúð er farandsýning og var
áður sýnd á Kjarvalsstöðum, í
Vestmannaeyjum og verður næst
sett upp í Ólafsvík í júní
næstkomandi.
Ása hefur hlotið fjölda viður-
kenninga fyrirverk sínm.a. hlaut
hún listamannalaun frá sænska
ríkinu 1981, sýningarstyrk frá
Nordiska Konstförbundet 1981
og hún fékk 12 mánaða starfslaun
árið 1989.
Sýningin í Egilsbúð verður
opnuð á laugardag kl. 16 og opin
dagana 29. 4., 1. 5. og 6. maí.
BE
Bandaríska kammersveitin the California E.A.R.
sérstæða sviðsframkomu og tónlistarflutning.
Unit er þekkt fyrir
Strendur Önnu S. Björnsdóttur
Strendur kallast önnur Ijóða-
bók Önnu S. Björnsdóttur sem
nýlega kom út.
Fyrri bók Önnu var ljóðabókin
Örugglega ég, sem út kom fyrir
tveimur árum. Bókin, sem nú
kemur út, skiptist í þrjá kafla:
Snjór, Dagarnir hlaupa og
Norðurljós. Ljóðin eru 40 talsins
og fjalla um samskipti fólks, lífs-
baráttuna, gleði, sorg og von-
brigði en ekki síst um ástina.
Eitt ljóðanna kallast Vor:
Meðan lömbin fœðast
fæðast
Ijóðin mín
Þau
þurfa ekki
að láta lífið
að hausti
Höfundur gefur bókina sjálfur
út, myndskreytingar við ljóðin og
kápuskreytingu gerði Lis Johan-
sen.
Föstudagur 27. april NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19