Þjóðviljinn - 14.07.1990, Qupperneq 5
Böm sem koma erlendis frá og réttur þeiira
til sérstakrar aðstoðar í íslensku skólakerfi
Á undanförnum árum hefur sá
fjöldi barna á grunnskólaaldri
sem kemur til Islands erlendis
frá, farið vaxandi. Skipta má
þessum börnum í 3 hópa.
A) íslensk börn sem búa árum
saman með foreldrum sínum er-
lendis, meðan foreldrar, annað
eða bæði, eru í námi eða vinnu.
Mér vitanlega hefur ekki verið
tekið saman hversu stóran hóp
hér er um að ræða. í mörgum
tilvikum þurfa þessi börn á
aukinni íslenskukennslu að
halda.
B) Börn sem eiga erlent ríkis-
fang. Flytjast hingað til lands
með foreldrum, foreldri. Pað er
oftar en ekki félagslega og tilfinn-
ingalega erfitt fyrir þessi börn að
vera rifin upp með rótum úr fyrra
umhverfi, þó svo að erfiðleikar í
íslensku bætist ekki ofan á, án
þess að markviss íslenskukennsla
komi til.
C) Flóttamenn sem koma hing-
að til lands fyrir tilstuðlan ríkis-
stjórnar og Rauða krossins. Sem
dæmi má nefna Víetnama sem
hingað hafa flust.
Þessari grein er ætlað að vekja
máls á réttleysi tveggja fyrr-
nefndu hópanna. Flóttamennirn-
ír hafa fengið tiltölulega sæmi-
lega þjónustu í skólakerfinu hér.
Grunnskóla-
lögin
Ekki er að finna í grunnskóla-
lögum neina grein er fjallar sér-
staklega um rétt barna er koma
erlendis frá, til sérstakrar
kennslu við sitt hæfi eða aukinnar
íslenskukennslu.
í markmiðsgrein grunnskóla-
laga, sem er stefnumarkandi,
segir m.a.: „Skólinn skal leitast
við að haga störfum sínum í sem
fyllstu samræmi við eðli og þarfir
nemenda og stuðla að alhliða
þroska, heilbrigði og menntun
hvers og eins.“
Ekki er hægt að skilja þessar
tvær grundvallargreinar grunn-
skólalaga á annan veg en þann,
að þær eigi við öll börn í grunn-
skólanum. Einnig börn sem
koma erlendis frá, hvort heldur
um sé að ræða íslensk börn, sem
dvalið hafa langdvölum erlendis
og þurfa aukna aðstoð í íslensku-
kennslu í skóla, eða þau börn er-
lend, sem setjast að hér á landi,
mállaus á íslensku og þurfa sér-
staka aðstoð í skólakerfinu. En er
það svo í reynd? Svarið er því
miður neikvætt í flestum tilvik-
um.
Mér vitanlega hefur fram til
þessa ekki verið gert ráð fyrir
Arthúr Morthens
skrifar
neinni fjárveitingu til íslensku-
kennslu fyrir þennan hóp barna í
íslenska grunnskólanum. Engin
opinber stefnumörkun er til hvað
varðar skólagöngu innflytjenda-
barna, eða kallast það hugsan-
lega stefnumörkun að segja
„þetta reddast nú oftast, hver
skóli - kennari - verður bara að
bjarga því sem bjargað verður,
þessir krakkar eru nú svo dug-
legir.“
Hve stór hópur?
Á undanförnum tveimur árum
hafa komið nálægt eitthundrað
börn inn í grunnskólana í Reykja-
vík, sem eiga erlenda foreldra,
annað eða bæði og eru í flestum
tilvikum ótalandi eða illa talandi
á íslenska tungu. Þessi börn þurfa
að glíma við framandi umhverfi,
erfitt mál og eiga litla möguleika
til að tjá sig, sérstaklega hefur
þetta reynst þriðja heims börnum
og börnum frá Austur-Evrópu
erfitt.
Því miður hafa átt sér stað atvik
í skólakerfinu gagnvart þessum
börnum, sem eru okkur fslend-
íngum til háborinnar skammar.
Mér liggur við að segja, að hér
séu framin mannréttindabrot
gagnvart þessum hópi barna. Er
ekki kominn tími til að íslensk
stjórnvöld taki sig saman í andlit-
inu og marki skýra stefnu í
kennslumálum innflytjenda-
barna? Er ekki rétt að veita þeim
börnum úr þessum hóp, sem á
þurfa að halda, markvissa aðstoð
við að aðlaga sig í íslensku samfé-
lagi?
Er ekki rétt að veita öllum
börnum sem koma erlendis frá og
þurfa á íslenskukennslu að halda,
a.m.k. þriggja mánaða námskeið
í íslensku og síðan fái þau aukna
íslenskukennslu eftir þörfum í
sínum skóla? Það gengur ekki
iengur að varpa ábyrgðinni yfir á
einstaka kennara og skóla. fs-
lensk stjórnvöld geta ekki lengur
boðið upp á slíka framkomu í
garð hinna smæstu í samfélagi
þjóða.
Arthur Morthcns er varaformaður í
stjórn samtakanna Barnaheilla.
■ Bamaheill
Kynna málefni barna
MINNING
Krístján Þórarinn Ingiberasson
skipstjóri
Þau harmatíðindi bárust okkur
stjórnarmönnum í Farmanna- og
fiskimannasambandi íslands að
kvöldi þriðjudagsins 3. júlí s.l. að
Kristján Þórarinn Ingibergsson
hefði látist þá fyrr um kvöldið.
Kristján fæddist í Keflavík 23. fe-
brúar 1947. Foreldrar hans voru
Ingiberg Þ. Halldórsson, vél-
stjóri hjá Hval hf. og María
Auðunsdóttir'.
Kristján hlaut sjómennskuna í
vöggugjöf og saltan sæ í æðarnar,
eins og gjarnan gerist um margan
sjómannssoninn. Það var öllum
ljóst er til þekktu að það rann
sjómannsblóð í æðum hans og við
sjávarútveg var hans áhugi bund-
inn, ásamt því að vilja af öllum
mögulegum mætti byggja upp at-
vinnulíf á Suðurnesjum. Við
kynntumst þessu vel sem störfuð-
um með honum innan stjórnar
FFSÍ hin síðari ár.
Kristján var á ýmsum fiski-
skipum, fyrst sem háseti og síðar
sem vélstjóri, enda ekki langt að
sækja þá þekkingu. Hann starf-
aði sem vélstjóri á Baldri KE-97 á
árunum 1968-1970. Hann útskrif-
aðist frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1971. Árið eftir er
hann orðinn skipstjóri á ýmsum
fiskiskipum. Hann var síðast
skipstjóri á m/b Baldri KE-97.
Kristján Ingibergsson, tók við
formennsku í Vísi, félagi skip-
stjórnarmanna á Suðurnesjum 8.
janúar 1984. Fullyrða má að við
andlát Kristjáns Ingibergssonar,
fellur frá mikilhæfur stjórnandi
og sérstakur drenglyndismaður.
Þegar Vísir hélt upp á 40 ára af-
mæli sitt í desember 1985, var
okkur nokkrum forystumönnum
FFSÍ, boðið til fagnaðarins sem
hófst fyrst á heimili Kristjáns og
eiginkonu hans Kristínar Guðna-
dóttur. Þessar stundir eru okkar
ógleymanlegar og við minnumst
þessa með söknuði og trega þar
sem við fáum ekki lengur notið
þess að eiga slíkar stundir með
þeim hjónum og félögum hans í
Vísi. Einnig er skammt að minn-
ast ánægjulegra stunda, þegar
Fœddur 2
FFSÍ hélt formannaráðstefnu í
Keflavík í boði Vísis í desember
1988.
Kristjáni var mikið umhugað
um hagsmuni félagsmanna og átti
margoft tal við okkur sem í for-
svari vorum hjá FFSÍ um þeirra
málefni, sérstaklega ef gengið
hafði verið á hlut þeirra. Hann
bjó yfir sérstökum hæfileika tli að
miðla málum og reyna að sætta
stríðandi fylkingar. Slík náðar-
gáfa lærist ekki á skólabekk, hún
lærist með reynslunni og byggist á
mannkærleikanum sem að baki
býr.
Kristján var með skemmtilegri
mönnum að vera með í hverskyns
félagsskap, enda naut hann hylli
allra sem honum kynntust. Hann
gat haldið þrumandi ræður með
tilheyrandi fágætu orðskrúði og
hikaði ekki við að setja markmið-
ið hátt. Hann var einn fyrsti tals-
maður þess markmiðs að stuðla
að kaupum á stórri og öflugri
björgunarþyrlu fyrir íslendinga.
Hann lét þessa skoðun sína í ljós í
skörulegri ræðu sem hann hélt á
Öryggismálaráðstefnu sjómanna
1987. Helstu rökin sem hann
byggði kröfu sína á, voru þau að
þar sem tækniþróun og rekstur
þyrla, væri orðinn svo fullkominn
sem raun bæri vitni að unnt væri
að vera með afísingarbúnað við
þyrlurnar og þær væru orðnar svo
stórar að þær gætu borið heila
áhöfn stærri fiskiskipa, þá væri
engin spurning um að slfk tæki
þyrftum við íslendingar að
eignast. Hann fylgdi þessu máli
vel eftir æ síðan. í sama streng
tóku nemendur Stýrimanna-
skólans í Reykjavík og hafa hald-
ið ótrauðir áfram söfnun til þessa
átaks. Kristjáni var ljós sú staða
sem upp gæti komið fyrir skip-
stjóra skips á neyðarstundu að
ákveða, hverjum skyldi auðnast
að lifa eða bjargast og hverjir
skyldu hljóta önnur örlög. Þess
vegna var stór björgunarþyrla
honum kappsmál.
Hann fór heldur ekki dult með
skoðanir sínar á stjórnun fisk-
. febrúar 1947 - Dáinn
veiða eins og það kerfi kom hon-
um fyrir sjónir. Til merkis um
það hve mikið traust þingheimur
FFSÍ bar til hans s.l. haust, þá var
hann kjörinn til forystu fyrir
starfshópi er skyldi halda áfram
mótun þeirra tillagna er FFSÍ vill
láta sitja í fyrirrúmi sem fisk-
verndunarsjónrmið og sem fisk-
veiðar skuli stjórnast af. En
stefnumótun þings FFSÍ var og er
enn að fiskur skuli ekki seldur
óveiddur í sjó. Enda eru nær allir
sjómenn sammála um að það er
ekki fiskverndun að selja fiskinn
óveiddan hæstbjóðanda. Þar eru
allt önnur sjónarmið sem liggja
að baki og eiga því miður ekkert
sameiginlegt með fiskverndun.
Enginn var orðinn betur kunnug-
ur þessum málum en einmitt
Kristján Ingibergsson sem varð
að sjá á bak aflamarki í annan
landsfjórðung. Því er mikill
söknuður í röðum sjómanna og
yfirmanna innan FFSÍ sem að-
hylltust þau skýru og einlægu rök
fiskimannsins sem Kristján
heitinn átti svo gott með að koma
á framfæri.
En við, sem vitum um mátt
hins Almáttuga, vitum vel að
Kristján hafði fengið hlutverk
sem hann ætlaði sér að vinna.
3. júlí 1990
Hann mundi heldur ekki liggja á
liði sínu ef hann ætti þess kost að
leiða málefni sjávarútvegsins til
betri vegar. En oft fer á annan
veg en ætlað er og því miður er
það svo að ýmis réttlætismál geta
snúist í algert óréttlæti í höndum
þeirra sem valdir eru til að vera í
forsvari og stjórna í hinu opin-
bera kerfi. Kristján var einn
þeirra manna sem sýndi í verki,
hve vel hann gat afborið slíkt
mótlæti en jafnframt barist hetju-
legri baráttu við það í kyrrþey og
án þess að misnota aðstöðu sína.
Kristján sat mörg undanfarin
þing FFSÍ fyrir hönd Vísis og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir samtökin sem stjórnarmað-
ur. Hann sat í núverandi skóla-
nefnd Stýrimannaskólans í
Reykjavík, átti sæti á síðasta
Fiskiþingi sem fulltrúi FFSÍ og
sat í stjórn Fiskifélagsins. Hann
var fenginn til að kynna sér sér-
staklega ýmis öryggismál sjó-
manna í Amsterdam 1988 í sam-
vinnu við Slysavarnafélag ís-
lands, ásamt því að kynna sér
ýmis markaðsmálefni sjávara-
furða á alþjóðlegri ráðstefnu um
sama leyti.
Við sem störfuðum með Krist-
jáni innan FFSÍ og sjáum nú á
bak okkar ágæta félaga, erum að
vonum þakklátir fyrir þær ánægj-
ustundir og samvistir sem við átt-
um með honum og félögum hans
úr Vísi. Við færum eftirlifandi
eiginkonu hans Kristínu Guðna-
dóttur, börnunum, fjölskyldunni
og félagsmönnum Vísis, innileg-
ustu samúðarkveðjur með von
um að minningin um góðan dreng
lifi sem lengst. Við getum sannar-
lega ályktað sem svo að hann hafi
nú verið kallaður í flokk góðra
félaga, þar sem bíða hans ný og
mikilvæg viðfangsefni til úr-
lausnar.
llarald Holsvik,
í stjórn FFSI
I dag er til grafar borinn vinur
minn Kristján Ingibergsson skip-
stjóri og formaður Vísis félags
skipstjórnarmanna á Suðurnesj-
um. Sumar fregnir koma við
mann sem hnífsstunga og á eftir
fylgir níðþung þrúgandi tilfinn-
ing, sem fyrst í stað kallar fram
viðbrögð höfnunar. Maður
hreinlega neitar innst inni að trúa
þeirri harmafregn, sem sögð var.
Þannig fór fyrir mér er ég heyrði
andlátsfregn eins besta vinar
míns Kristjáns Ingibergssonar og
samstarfsmanns í stjórn Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands síðastliðin ár.
Ég var á sjó er mér barst þessi
harmafregn, veröldin var fögur,
logn og sólskin allt um kring,
samt varð tóm og deyfð, sársauki
og jafnvel heift, hversvegna hann
í fullu fjöri og á besta aldri? Mað-
ur með mikinn áhuga og athafna-
þrá. Góður málsvari sjómanna-
.stéttarinnar, enda valinn til for-
ystu af stéttarbræðrum sínum á
Suðurnesjum.
Kristján var vinur vina sinna.
Hann var sáttfús, jákvæður og
lagði mjög oft gott til mála.
Skemmtilegur félagi í góðra vina
hópi. Það mætti fara mörgum
fleiri orðum um drengskapar-
manninn, félaga og vin. Störf
hans og skoðanir í hagsmuna- og
öryggismálum sjómannastéttar-
innar. Það sem ég vil og get sett á
blað er nú eingöngu það að ég
sakna hans sárt.
Kristján Þórarinn Ingibergs-
son fæddist í Keflavík 23. febrúar
1947 og lést 3. júlí síðastliðinn.
Fyrir hönd okkar samstarfs-
manna hans í stjórn FFSÍ færi ég
eftirlifandi eiginkonu hans
Kristínu Guðnadóttur, börnum
og fjölskyldum innilegar samúð-
arkveðjur. Góður guð styrki þau
í sorginni við fráfall ástkærs eigin-
manns og föður. Félagsmönnum í
Vísi félagi skipstjórnarmanna á
Suðurnesjum færum við innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu vinar míns Kristjáns
Ingibergssonar.
Guðjón A. Kristjánsson,
skipstjóri
Laugardagur 14. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5