Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Með ísland að léni Erlendis sitja í náðum nútíma lénsherrar og rukka af- gjöld þar sem ísland, íbúar þess og gæði eru tekjustofn- arnir. Fram kom í athugunum opinberra aðila fyrir nokkr- um misserum, að vöruverð ýmissa innfluttra vara reyndist hærra hér heldur en td. í Noregi. Það stafaði af því að erlendir heildsalar, ekki síst í Danmörku, höfðu og hafa trúlega enn, umboð fyrir íslandsverslun, sem milliðir framleiðenda og íslenskra innflytjenda. Gegn svipuðu kerfi hafa Bandaríkjamenn reynt að berjast í Japan, þar sem fara þarf í gegnum halarófu japanskra lénsgreifa til að koma innfluttum varningi til útsöluaðila. í útlöndum eru sérstakir lénsherrar ferðaþjónustu á íslandi, sem selja ferðamönnum aðgang að íslenskri nátt- úru, þjóðvegakerfi og þjónustu. Erlendir leiðsögumenn, matvörusalar og bifreiðarstjórar hafa svo tekjur sínar af þessari starfsemi á íslenskri grund. Og það sem ískyggi- legast er, allt bendir til þess að skerfur okkar í ferðaþjón- ustu við útlendinga fari hlutfallslega lækkandi. Lénsherr- arnir í útlöndum grafa dýpra og dýpra í þessa gullnámu sínaog breiðajafnvel út þann orðróm, að íslendingarséu óhæfir til að veita almennilega þjónustu, nenni ekki að fara á nema fasta viðkomustaði, bílstjórar velti rútunum, matvara sé forneskjuleg og dýr. Birna G. Bjarnleifsdóttir, forstöðumaður Leiðsögu- skólans, sem rekinn er á vegum Ferðamálaráðs, vakti athygli á auknum umsvifum útlendinga í íslenskri ferða- þjónustu í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Hún segir: „Svo rammt kveður að þessu nú, að framámenn ís- lenskra ferðamála hafa varpað fram þeirri spurningu hvort íslensk ferðaþjónusta sé ef til vill að færast í hendur útlendinga." Margir hafa litið hýru auga möguleikann á auknum gjaldeyristekjum með vaxandi ferðamannastraumi og fjölbreyttari þjónustu íslendinga. Kynning lands og þjó'ðar erlendis hefur tekið risaskref á fáeinum árum. ísland er ekki lengur fjarlæg, dularfull eylenda, heldur svo mikill hluti af heimsmyndinni, að vikublaðið European notaði td. baðgesti í Bláa lóninu sem glæsilegt forsíðumyndefni sitt án mikilla landfræðiskýringa fyrir skemmstu. íslensk fyrir- bæri eru loks komin í hóp með Eiffelturni og Niagara. Erlendu ferðaskrifstofurnar standa vel að vígi gagnvart íslenskum samkeppnisaðilum og þurfa hér ekki að leggja fram tryggingar, greiða skatta eða aðstöðugjöld. Þeim er landið algerlega opið, þeir geta selt aðgang að öllum stöðum og notað hvaða farartæki sem er, án þess að þurfa að leita samþykkis eða hafa samráð við nokkra innlenda aðila, yfirvöld, Náttúruverndarráð eða land- eigendur. íslendingum er beint á skipulögð tjaldsvæði, en útlendingarnir forðast þau, hafa skilið eftir sig úrgang víðs vegar, en tjalda svo í grennd við skipulögðu svæðin ef henta þykir til að geta notað þjónustuna þar ókeypis. Úrskurðað hefur verið í embættismannakerfinu, að er- lendir leiðsögumenn þurfi ekki atvinnuleyfi hér á landi, vegna þess að lénsgreifarnir greiða þeim kaupið í erlendri mynt. A síðasta ári var hins vegar tæplega 50 útlending- um, m.a. kokkum og bílstjórum, úthlutað svonefndu „starfsleyfi", stundum fyrir tilstilli íslenskra rútufyrirtækja, sem þannig komast hjá því að hafa íslenska leiðsögu- menn í þjónustu sinni. Væri fróðlegt að vita, hvaða hefð eða fordæmisgildi er að skapast í þeim efnum, eða getur þetta þá átt við um fleiri starfsgreinar? í ríkjum þar sem ferðamannaþjónusta er þróuð, er það bundið í lög að erlendir leiðsögumenn hafi atvinnuleyfi og á það við um flesta íslenska fararstjóra sem nú eru að störfum sunnar í álfunni. Þeir þurfa einnig í fjölmörgum vinsælup ferða- mannalöndum að hafa þarlenda leiðsögumenn með í bílum í skoðunarferðum. íslendingar skera sig úr í þess- um efnum, að því er virðist af miklu andvaraleysi. Lénsherrarnir í ferðaþjónustunni eru jafnvel svo bí- ræfnir að nota torfæruakstur sem tálbeitu, og hafa birt frásagnir af ferðum á íslandi, þar sem hjól faratækjanna „sukku...í svörðinn og skildu eftir sig djúp för“, svo vitnað sé orðrétt í slíkt prentmál. Hversu lengi ætla íslendingar að lúta lénsherrunum? ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Václav Havel: Tíminn leikur grátt hin miklu orð. í upphafi var orðið Václav Havel er sjaldgæfur forseti eins og menn vita og það er hann sem við klippum og skerum í dag. Tilefnið er grein sem birtist í tímaritinu „Chechocslovak Life“ fyrir skemmstu. Greinin, eða ávarpið, skrifaði Havel í fyrra- sumar þegar honum voru veitt Bóksalaverðlaunin þýsku, sem hann fékk reyndar ekki leyfi til að taka á móti. Hún fjallar um orð- ið, sem var upphaf alls, að því er segir í upphafi Jóhannesarguð- spjalls, um kraftaverk orðsins, um vægi þess í vitund mannanna. Við höfum, segir Havel alltaf trúað á mátt orðsins til að valda aldaskiptum - og höfum í því haft rétt fyrir okkur að ýmsu leyti. En, bætir hann við, orð eiga sér sögu. Þegar hann fer út í þá sálama tekur hann fyrst fyrir orðið sósíal- ismi og leggur út af því hve marg- vísleg merking þess hefur orðið, og hvemig menn hafa slegist um orð sem þeir ætluðu sér að nota í sínum eigin galdri. Um þetta segir Havel á þessa leið hér: Oröiö sósíalismi „Þeir voru tímar, að heilar kynslóðir auðmýktra og kúgaðra litu upp til orðsins sósíalismi og sáu í því heillandi tákn um rétt- látan heim og voru reiðubúnir til að fórna mörgum árum ævinnar, ef ekki lífnu sjálfu, í þágu þeirrar hugsjónar sem í orðinu fólst. Ekki veit ég hvernig ástatt er í ykkar landi, en í ættlandi mínu hefur þetta orð, sósíalismi, úr- kynjast fyrir löngu, því hefur ver- ið breytt í venjulega lögreglu- kylfu, sem höfð er til að berja sýknt og heilagt með á frjálshuga fólki, það gera nýríkir og full- komlega hundskir skrifræðis- menn sem kalla þá sem barðir eru „óvini sósíalismans“ Hlægiiegt! Havel segir, að orðið sósíalismi hafi í Tékkóslóvakíu breyst í töfraformúlu sem best sé að forð- ast ef menn vilja ekki líta grun- samlega út. Hann nefnir mjög sérkennilegt dæmi. Hann hafði sjálfur nýlega tekið þátt í óskipu- lögðum mótmælaaðgerðum, sem ekki komu honum og öðrum andófsmönnum neitt sérstaklega við. Fólk hafði barasta komið saman til að mótmæla því að selja átti fallegan hluta Pragborgar áströlskum miljónamæringum (hafið í huga að þetta var meðan kommúnistaflokkurinn fór enn með öll völd). Einn ræðumanna vildi leggja áherslu á þunga orða sinna með því að segja, að hann vildi vernda heimaborg sína í nafni sósíalismans - og þá fór mannþyrpingin að hlæja: „Fólkið hló ekki, segir Havel, vegna þess að það væri andvígt réttlátu þjóðskipulagi, heldur blátt áfram vegna þess að það heyrði orð sem árum saman hafði í öllu mögulegu og ómögulegu samhengi verið kastað fram og aftur af valdhöfum sem ekkert kunnu annað en að ráðskast með sitt fólk og auðmýkja það“. Merkingin er notkunin Forsetinn heldur áfram hug- leiðingu sinni um hin undarlegu örlög orðanna, sem verða stund- um fyrir þeim ósköpum að bæði þeir sem fangelsaðir eru og þeir sem senda pólitíska andstæðinga í fangelsi gera tilkall til þeirra: ég á þetta orð. Engin orð af þessu tagi komast fyrir í orðabók, vegna þess að „sérhvert orð inni- heldur líka persónuna sem mælir fram orðið, aðstæður sem fyrir hendi eru þegar það er sagt og ástæðuna fyrir því að til þess er gripið. Eitt og sama orðið getur stundum boðað miklar vonir en á öðrum tímum sent frá sér dauða- geisla“. Enn nefnir Havel dæmi: „Gorbatsjov kveðst ætla að bjarga sósíalismanum með því að koma á markaðskerfi og mál- frelsi. Li-Peng í Kína ætlar að bjarga sósíalismanum með því að fremja fjöldamorð á stúdentum og Ceucescu (sem enn var við völd þegar greinin var skrifuð) með því að mylja sitt fólk undir dráttarvélum. Hvað þýðir þetta orð í raun og veru í munni fyrst- nefnda stjórnmálamannsins og í munni hinna tveggja? Hvaða dul- arfullt fyrirbæri er það sem verið er að bjarga með svo mörgum og ólíkum aðferðum?" Frelsiö, lýðveldið og fleira Václav Havel víkur reyndar að fleiri orðum. Hann skoðar notk- un og misnoktun á orðinu friður. Hann fer aftur í söguna, til frön- sku byltingarinnar, sem samdi hina merkilegustu mannréttinda- skrá um frelsi, jafnrétti og bræðralag og drekkti henni í blóði - m.a. margra þeirra sem undir hana skrifuðu. Hver og einn gæti haldið áfram slíkri orð- arýni. Bandarískir landsfeður höfðu áður en franska byltingin braust út samið mestu frelsisskrá sem þá þekktist - þeir sem hana sömdu voru sjálfir þrælahaldar- ar. Eða nefnum frægt orð sem eitt sinn bar með sér sælan hljóm frelsisins, orðið „lýðveldi", sem táknaði endalok einvaldskónga og erfðastétta. Nú hafa svo mörg ríki og hvert öðru ólík kallast lýð- veldi að það dettur engum í hug lengur að nota það sem samnefn- ara þegar lýst er stjórnarfari. Stundum fer tiltekinn heimshluti með orð á alveg sérstakan hátt: í Rómönsku Ameríku heitir til dæmis ailt bylting, og ef einn flokkur fer með völd í 70-80 ár eins og í Mexíkó, þá heitir hann barasta Byltingarstofnunarflokk- urinn. Ábyrgð á orðum Það má líka skoða grein Havels með nokkuð öðrum hætti: hvað meinar hann með því að lof- syngja orðið í upphafi og leggja svo alla áherslu á veikleika orð- anna, hve varnarlaus þau eru fyrir misbrúkun? Það er vegna þess að Havel vill endurreisa orð- ið, nota það til þess að skapa þá siðferðilega vídd í pólitískum samskiptum manna sem hann saknar bæði í austri og vestri. Hann segir að við ættum að nota okkur reynsluna til að: „Berjast saman gegn hroka- fullum orðum, leita að gaukseg- gjum hrokans í orðum sem virð- ast hógvær við fyrstu sýn. Eins og hver og einn getur skilið, er þetta annað og meira en verkefni í málvísindum. Þetta er í sjálfu sér siðferðilegt verkefni og áskorun um að við tökum ábyrgð á orðum og sýnum þeim sóma.“ ÁB tJJÓÐVILJINN Síöumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Úlgáfuféiag Þjúöviipns. Framkvæmdastjóri: HaHur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjórl: SigurðurÁ Friðþjófsson. Aðrfr blaðamenn: Bergdis Blertsdéttir, Dagur Þorieifsson, Ellas Mar (pr.), Garöar Guðiónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hidur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm ), KrisCnn Ingvarsson (Ijósm.J, Vilborg Davlðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrtfstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir. Skrtfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Augtýslngastjórt: Steinar Harðarson. Auglýsingar Guðmunda Kristinsdótlir, Svanheiður Ingimundandótbr. Útbrelðslu- og afgrelöslustjórt: Guðrún Glsladóttir. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjórt: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrtfstofa, afgrelðsla, ritstjóm, auglýslngan Slðumúia 37, Rvlk. Siml: 681333. Sfmfax: 681935. œngar 681310,681331. og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Hetgarbtað: 150 kr. Askriftarverö ð mánuöf: 1100 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 19. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.