Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Vísitölur Verðbólgan enn á niðurleið Symkvæmt útreikningum Hag- stofu Islands og Seðlabankans á hinum ýmsu vísitölum, eru eng- in merki um að verðbólgan sé að sækja í sig veðrið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir ág- ústmánuð og er hún 2,925 stig, og hefur hækkað um 8,6% síðasta mánuðinn. Á þriggja mánaða tímabili hef- ur lánskjaravísitalan hækkað um 7,4% og á sex mánaða tímabili um 8,7%. Síðustu tólf mánuðina hefur hún aftur á móti hækkað um 14,8%. Þessar viðmiðanir segja einnig til um verðbólgustig á sömu tímabilum. Hagstofa íslands hefur reiknað byggingarvísitölu eftir verðlagi um miðjan júlí. Reyndist vísital- an vera 171,9 stig, eða 0,1% hærri en í júní, en nýr grunnur byggingarvísitölu var settur á 100 í júní 1987. Gildir þessi bygging- arvísitala fyrir ágústmánuð. Mið- að við eldri grunn sem settur var á lOOárið 1982, er samavísitala 550 stig. í tilkynningu frá Hagstof- unni segir að byggingarvísitalan hafi hækkað um 18,3% síðustu tólf mánuði en um 1,5% síðustu þrjá mánuði. Samsvarar hækkun- in síðustu þrjá mánuðina 6,3% verðbólgu á árs grundvelli. Hagstofan hefur einnig reiknað launavísitölu fyrir júlí- mánuð miðað við meðallaun í júní. Launavísitalan reyndist vera 116,6 stig eða 1,4% hærri en í fyrra mánuði. í tilkynningu Hagstofunnar segir að samsvar- andi launavísitala, sem gildir við útreikninga greiðslumarks fast- eignaveðlána, taki sömu hækkun og sé því 2,552 stig í ágúst. Bæði lánskjaravísitala og launavísitala byggja að hluta á byggingarvísitölu. -hmp Umferðin Alvariegum slysum fækkar Alvarlega slösuðum í umferð- arslysum hér á landi hefur fækkað um 34% fyrstu sex mán- uði þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra, segir í tilkynningu Leiðrétting í frétt í blaðinu í gær af slæmri stöðu Arnarflugs stendur að eigið fé félagsins hafi í árslok verið um 678 miljónir króna. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt, því eigið fé var neikvætt um 678 miijónir. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum augljósu mistökum. frá Umferðarráði. í ár hafa átta- tíu og tveir orðið fyrir alvarlegum meiðslum en fyrstu sex mánuðina í fyrra voru þeir hundrað tuttugu og fimm. Lítilsháttar fækkun er á heildarfjölda slasaðra, eða úr þrjúhundruð sextíu og tveimur í þrjúhundruð fimmtíu og sex. Frá áramótum hafa níu bana- slys orðið í umferðinni en í þeim létust þrettán manns. Á sama tíma í fyrra urðu tíu banaslys þar sem tólf manns létust. Flestir lát- inna í umferðinni hafa látist í Árnessýslu, sex manns, en fjórir hafa látist í Húnavatnssýslu. -hmp Landbúnaður Tillögur Banda- ríkjanna óraunhæfar Kiechle landbúnaðarráðherra V-Þýskalands vill gœta hagsmuna íslendinga í EB-EFTA viðrœðum oggefur trjáfrœfrá Ölpunum Landbúnaðarráðherra Vest- ur-Þýskalands, Ignaz Kiechle, afhenti í gær gestgjafa sínum Steingrími J. Sigfússyni landbún- aðarráðherra mikið magn trjá- fræja, af lerki og tveim furuteg- undum, sem valin hafa verið úr Alpahéruðum V-Þýskalands í samráði við íslenska skógræktar- menn. Kiechle er hér í boði landbún- aðarráðherra, sem endurgeldur þar með heimsókn sína til V- Þýskalands. Viðræður þeirra hafa snúist um landbúnaðar- og hvalveiðimál, sem heyra undir Kiechle. Hann taldi umræðurnar um hvalveiðar hafa mótast of mikið af tilfinningasjónarmiðum. Á blaðamannafundi í gær ítrek- aði hann þær yfirlýsingar sínar sem Reuter-fréttastofan hafði eftir honum í gær, um að starfs- mönnum á 4500 samyrkjubúum í A-þýskum landbúnaði þyrfti að fækka um helming, úr 800 í 400 þúsundir manna, og að fjárfram- lög dygðu lítt til að bjarga hon- um. Á-þýskur landbúnaður er nú á heljarþröm og ríkisstjórnin veitti honum í gær neyðaraðstoð að jafnvirði 60 miljarða ísl. króna. Kiechle segir að opna þurfi algerlega fyrir viðskipti yfir landamæri þýsku ríkjanna. Áð- spurður taldi hann ekki á sama hátt hægt að fullyrða að fækka þyrfti vestur-þýskum bændum, þeir væru að miklu leyti í hluta- starfi við landbúnað, en ekki launamenn hjá stórfyrirtækjum, eins og a-þýskir kollegar þeirra. Ignaz Kiechle sagðist vonast til einhvers árangurs af GATT- viðræðunum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarvörur, en til- lögur Bandaríkjamanna væru með öllu óaðgengilegar. Af- leiðing þeirra yrði sú, að helm- ingur evrópskra bænda mundi flosna upp, byggðir eyðast og landgæðum hraka. Evrópu- bandalagið samþykki að hætta offramleiðslu, hún sé reyndar fyrir bí í mjólkurgeiranum og að leggjaniðurútflutningsbætur. En mörg fleiri sjónarmið en viðskipt- asjónarmiðin þyrfti að taka inn í dæmið, td. byggðaþróun og ör- yggisþætti. ÓHT Flmmtudagur 19. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra telur gagnrýni Arnarflugs á ráðuneyti sitt ekki á rökum reista. Mynd: Kristinn. Ásakanir á báða bóga Aaðalfundi Arnarflugs á þriðjudag kom fram hörð gagnrýni fyrrverandi stjórnar- formanns félagsins, Harðar Ein- arssonar og framkvæmdastjór- ans Kristins Sigtryggssonar, á bæði aðgerðir og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum Arnarflugs. Staða Arnarflugs er mjög slæm og á síðasta ári var tap á rekstrinum rúmar 173 mi|jónir króna og eigið fé þess neikvætt um rúmar 678 miljónir króna. Sérstaklega beindist gagnrýni forsvarsmanna félagsins að fjár- málaráðherra, Ólafi Ragnari Grímssyni og var hann ásakaður um að hafa sest á málið og valdið félaginu miklu og óbætanlegu tjóni, beint og óbeint. Vegna þessara ásakana efndi fjármálaráðherra til blaða- mannafundar og vildi að fram kæmi hin rétta staða Amarflugs, eins og hann orðaði það, sem væri mun verri en talið hefði ver- ið, þar sem félagið skuldaði ríkis- sjóði og ríkisábyrgðarsjóði 321 miljón króna. Gagnrýni Harðar í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Hörður m.a. að á síðasta aðalfundi félagsins hafi hann vik- ið að því, að þann 17. marz 1989 hefði ríkisstjómin samþykkt að fella niður eða breyta í víkjandi lán, 150 miljónum af skuldum fé- lagsins við ríkissjóð. Þá hafi eng- um dottið annað í hug en að full einlægni hefði búið að baki sam- hljóða samþykkt ríkisstjórnar- innar og formlegum frágangi málsins yrði lokið með skjótum og eðlilegum hætti. Þessi trú Arnarflugsmanna virtist hins vegar byggja á nokkr- um misskilningi, að sögn Harðar, því að nú nákvæmlega 16 mánuð- um eftir samþykkt ríkisstjórnar- innar sé málinu enn ólokið þrátt fyrir margítrekaðar óskir Amar- flugs um frágang þess. „Fjár- málaráðherrann hefur sest á mál- ið og nákvæmlega hið sama gildir um uppgjör milli Arnarflugs og ríkissjóðs vegna sölu á TF-VLT, „þjóðarþotunni" svonefndu, sem fjármálaráðherrann seldi með miklum lúðrablæstri „gegn stað- greiðslu“ á fyrstu dögum þessa árs, á sömu dögum og hann lét starfsmenn sína standa í samning- aviðræðum við aðila, er vildu kaupa vélina til notkunar fyrir Arnarflug og á mun betra verði en fjármálaráðherranum þókn- aðist að selja hana öðmm,“ sagði Hörður. Hins vegar hafi vélin lengst af þeim tíma sem síðan er liðinn, staðið aðgerðarlaus á Keflavíkurflugvelli fjármálaráð- herra og öðrum til augnayndis. Sagðist Hörður telja að lítið hafi komið inn af tekjum af stað- greiðslunni allan þennan tíma. Að mati Harðar hefur þetta háttalag fjármálaráðherra gagn- vart Arnarflugi valdið félaginu miklu og óbætanlegu bæði beinu og óbeinu tjóni. Það alvarlegasta í málinu í dag væri að efnahagur félagsins samkvæmt formlegu endurskoðendauppgjöri sé um 300 miljónum lakari en hann ætti að vera í reynd, vegna þess að mál séu ekki komin á hreint milli ríkisins og Arnarflugs. „Þetta skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir þá aðila, er vilja ganga til liðs við félagið með hlutafjárf- ramlögum, en hika við með svo háa upphæð ófrágengna,“ sagði Hörður. Sit ekki undir fölskum ásökunum „Á aðalfundi Arnarflugs í fyrradag sögðu fráfarandi stjóm- arformaður og framkvæmda- í BRENNIDEPLI stjóri félagsins að fjárhagsvandi Arnarflugs væri ríkissjóði og sér- staklega núverandi fjármálaráð- herra að kenna. Það er nú satt að segja mjög merkileg kenning í ljósi þeirra samskipta sem við höfum átt við fyrirtækið í um það bil tvö ár, eða frá því ég kom í ráðuneytið,“ sagði Ölafur Ragn- ar Grímsson á blaðamannafundi í gær, sem hann boðaði í tilefni þessarar gagnrýni. Ólafur Ragnar taldi þess vegna nauðsynlegt að leggja fram opin- berlega yfirlit yfir skuldastöðu Amarflugs við ríkið, þótt hann teldi ekki æskilegt að fjármála- ráðuneytið væri knúið til þess að leggja fram opinberlega, vinnu- gögn sem em til meðferðar í ráðuneytinu. „En ég tel að for- ráðamenn Amarflugs hafi með ummælum sínum á aðalfundinum og þeirri fölsun sem þar birtist knúið mig til þess að leggja þessi gögn fram. Mér þykir það leitt vegna þess að ég hefði kosið að vinna að þessum málum með við- ræðum við forystumenn Arnar- flugs, en það hefur því miður gengið nokkuð erfiðlega að koma þeim viðræðum á þannig að þær væru samfelldar á þessu ári. Ég vil hins vegar ekki sitja undir föl- skum ásökunum stjórnenda fyrir- tækisins í fjölmiðlum eða á aðal- fundi þess gagnvart hluthöfum þess þar sem stjórnendur fyrir- tækisins draga upp mynd sem er í engu samræmi við þann veruleika sem við teljum vera réttan,“ sagði Ólafur Ragnar. Fjármálaráðherra taldi stað- reyndina vera þá, að vandi Arn- arflugs stafaði ekki af því að niðurstaða hefði ekki fengist í þessum fundamálum við ríkið. Hann sagði að ef samskipti ríkis- ins og Arnarflugs væru rakin, þá hefði ríkisstjórnin í fyrsta lagi gert samþykkt þann 17. mars 1989, í kjölfar ýtarlegra viðræðna við forsvarsmenn Arnarflugs. Þar hefði meginefnið verið með hvaða hætti væri hægt að endur- skipuleggja fjárhag félagsins til frambúðar. Stjórnendur fyrir- tækisins hefðu glímt við að fá inn nýja hluthafa og leitað til ríkisins um að leggja fram ákveðinn þátt í því máli, sem gæti auðveldað þeim að fá inn nýtt hlutafé og þannig endurfjármagnað rekst- urinn. Fyrirtækið gæti þannig haldið áfram að starfa. Þessar 150 miljónir sem ríkið samþykkti að gefa eftir eða breyta í víkjandi lán, voru þess vegna liður í fjár- hagslegri endurskipulagningu Arnarflugs sem átti að fara fram, að sögn Ölafs Ragnars. í janúarmánuði sl. fóru fram viðræður milli fulltrúa fjármála- ráðuneytis og stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Arnar- flugs, að sögn fjármálaráðherra. Að hálfu fjármálaráðuneytisins hefði verið óskað eftir því að fá gögn frá Arnarflugi um hug- myndir félagsins um fjárhagslega endurskipulagningu þess, svo ráðherra gæti flutt frumvarp á Al- þingi um þessar 150 miljónir. „Því miður komu ekki nægilega skýrar greinargerðir frá Herði eða öðrum í framhaldi af þessum viðræðufundum. Engu að síður var það ljóst af hálfu fjármála- ráðuneytisins að fyrirheit ríkis- stjórnarinnar um að leggja fyrir Alþingi samþykkt á eftirgjöf 150 miljóna króna, stæði,“ sagði Ólafur Ragnar. Það hefði alltaf verið meiningin að standa við það fyrirheit. Ólafur Ragnar sagði að í fram- haldi af þessum fundum hafi það verið ætlun ráðuneytisins og vilji, að setjast yfir heildarskuldadæmi Amarflugs við ríkið. „Við höfum talið nauðsynlegt að um leið og væri gengið frá þessum 150 milj- ónum yrðu heildarskuldir Arnar- flugs gerðar upp, eða að minnsta kosti komið á hreint. Vandi máls- ins er hins vegar sá, og mér þykir leitt að vera knúinn til að segja, að forsvarsmenn Arnarflugs hafa krafist þess að það væri í reynd gefið miklu meira eftir en 150 miljónir. Kröfur þeirra á fjármál- aráðuneytið hafa falið í sér að þeir hafi í reynd viljað fá gefnar eftir í kringum 300 miljónir í stað þessara 150 miljóna sem ríkis- stjórnin samþykkti. Þeir hafa óskað eftir því að fjármálaráðu- neytið fari að endurtúlka ákvarð- anir um vexti og ýmis önnur gjöld og skuldir Arnarflugs á þann veg að í reynd yrði Arnarflugi, miðað við skuldastöðu þess gagnvart ríkissjóði og ríkisábyrgðarsj óði, gefnar eftir rúmar 300 miljónir,“ sagði Ólafur Ragnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.