Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 9
__________________________FRETTIR______________ Fyrirtœki 3 miljarðar töpuöust Mestur hagnaður hjá bönkum og tryggingafyrirtœkjum. Hagnaður jókst mest íframleiðslugreinum á síðasta ári. Samdráttur íþjónustu Fyrirtæki í lánastarfsemi og tryggingastarfsemi skiluðu 7,21% hagnaði í hlutfalli af eigin fé eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í könnun á afkomu 97 fyrir- tækja, sem Verslunarráð Islands hefur gert. Þá kemur fram, að þessi fyrirtæki töpuðu 370 milj- ónum króna í viðskiptakröfum, sem er meira en hagnaður fyrir- tækjanna eftir skatta, en hann var 257 miljónir króna. Sé litið á tapaðar kröfur í hlutfalli af veltu, má reikna með að alls hafi tapast um 3 miljarðar króna af við- skiptakröfum í viðskiptalífinu í heild. Hagnaður eftir skatta í hlutfalli af eigin fé fyrirtækja jókst í öllum greinum atvinnulífsins nema í þjónustugreinum á milli áranna 1988 og 1989. Hagnaður í verslun var 0,51% árið 1988 en í fyrra var hann 2%. Hagnaður í fram- leiðslugreinum var neikvæður um tæp 10% árið 1988 en var hag- stæður um tæp 3% í fyrra. í þjón- ustugreinum dregst hagnaður á millli áranna saman úr rúmum 18% árið 1988 í 0,75% í fyrra. í lánastarfsemi og tryggingum eykst hann úr 5,94% árið 1988 í 7,21% í fyrra. Eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna var mjög svipað milli áranna. Hæst er eiginfjárhlutfallið í versl- uninni 41,40%. Næst koma fyrir- tæki í þjónustunni 34,22% í fyrra en hafði þá lækkað töluvert frá 1988, en þá var það 40,46%. í framleiðslugreinum er eiginfjár- hlutfallið tæp 20% bæði árin. Afskrifaðar viðskiptakröfur sem hlutfall af veltu eru mestar hjá verslunarfyrirtækjum, eða 0,75%, en árið 1988 voru þær 0,79%. í framleiðslugreinum höfðu afskrifaðar viðskiptakröf- Hagnaður atvinnugreina ur aukist um 0,22% árið 1988 í 0,42% árið 1989 og í þjónustu- greinum úr 0,36% árið 1988 í 0,65% árið 1989. _cáf FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu Skodi LS 120, árgerð 86, toppeintak til sölu. Allir möguleikar á greiðslum, skuldabréf og fleira. Uppl. í síma 612578. Eldavél gefins Notuð Rafha eldavél fæst gefins. Uppl. I síma 15995 á morgnana og eftir kl.18. Til sölu Eldhúsvaskur með blöndunartækjum og borðplata á innréttingu til sölu. Einnig klósett. Selst ódýrt. Uppl. í síma 672283. Gefins Svefnbekkur með rúmfatageymslu, kommóöa og spegill fást gefins. Uppl. í síma 24998 eftir kl. 17. Ferðabarnarúm Óska eftir ferðabarnarúmi. Uppl. í síma 671217. Sumarbústaðir Tveir fjögurra manna sumarbústaðir til leigu fram til 27.júlí. Rafmagnshit- un, sturta, ísskápur og gaseldavél. Gisting og fæði í heimahúsi á sama stað. Uppl. í síma 93-51198. Græðandi lína-Banana Boat Banana Boat E-el,græðir exem, sóri- asis. Græðandi og nærandi Body Lotion, sólkrem, svitaeyðir, hárvörur og næturkrem úr töfrajurtinni Aloe Vera. (sl. bæklingur. Heilsuval Bar- ónsstíg 20, póstkr. s. 626275, Baulan, Borgarf., Apótek ísafj., Fers- ka, Sauðárkr., Hlíðarsól Sigr. H., Ólafsf. Heilsuhornið, Akureyri, Hilma, Húsavík, Sólskin, Vestm.eyjum., Heilsuhornið, Selfossi, Sólarlam- pinn, Margr. Helgad., Vogum, Bláa lónið, Heilsubúðin, Hafnarf., Bergval, Kópav., Árbæjarapótek, Samt. sóri- asis & exemsjúkl. Einnig i Heilsuvali: Hárrækt m. leisi, rafn., „akupunktur", svæðanudd, megrun, orkumæling, vítamingreining. s. 11275. Kerlingarfjöll Eitt pláss í unglingahópnum 12. ág- úst í Kerlingarfjöllum, til sölu vegna sérstakra ástæðna. Búið að greiða staðfestingargjald. Uppl. í síma 674263. íbúð óskast Ungt par með 3 ára barn hefur áhuga á að taka á leigu 3-4 herbergja íbúð í Reykjavík frá 1. september 1990. Uppl. í síma 10333. Þór Túliníus. Einstaklingsíbúð óskast Helst 1 herbergi, eldhús og bað, eða lítil 2ja herbergja íbúð. Uppl. í síma 678028. fbúð óskast Óska eftir einstaklings eða vinnustof- uíbúð. Er laghentur bindindismaður og snyrtilegur í umgengni. Flest kem- ur til greina. Uppl. í heimasíma 626203 og vinnusíma 16484. Óskast ódýrt Mig bráðvantar Ijóst sófasett eða hornsofa, tvískiptan ísskáp eða litla frystikistu, hjónarúm með dýnum og náttborðum og litasjónvarp, helst 18 til 20 tommu, og þvottavél. Til sölu á sama stað afruglari, Tuddi 14, nýja gerðin. Uppl. ísíma 45916 fyrirkl. 16. Tll sölu Til sölu velmeðfarið hvítt Whinter stúlknahjól, 3 gíra með stillanlegu stýri og sæti. Hentar 11 til 16 ára. Skipti á fullorðinshjóli koma vel til greina. Uppl. í síma 18959. Amsterdam eða Hamborg Hæ, hæ. Langarykkurtil Amsterdam eða Hamborgar, þá á ég miða á góðu verði. Uppl. í síma 22903. Vél og gírkassa vantar Óska eftir vél og girkassa í Fiat UNO 45884, eða heilan bíl af þessarri gerð til niðurrifs. Uppl. í síma 12007. Til sölu Til sölu Combi-Camp 2000 tjaldvagn. Uppl. í síma 672317 eftir kl. 18. Tll sölu: Blá barnakerra með svuntu, skermi og hallanlegu baki. Nýlegur Römer barnabílstóll fyrir 7 mán. til 5 ára börn. Hvítt rimlarúm, tvær hæðarstillingar á botninum. Hvít dúkkuvagga, tvö pör af hvitum skautum nr. 38 og 40. Cas- io hljómborð, 5 áttundir. Gamall svefnsófi sem stækkaður er með því að draga út aðra hliðina og leggja 2 púða í millibilið og er með rúmfata- skúffu. Uppl. gefnar í síma 73042 eftir kl. 14.00. Tll sölu: Rafmagnsþilofn, stór baðvaskur á fæti, 16" tvíhjól, tveir tréstólar, tvær bastgardínur, 6 metra gluggaþvotta- stöng, tveir málningarhristarar, barnaskrifborð og stóll, strauvél og innihurð. Uppl. í síma 17482. Kattavinir athugið Vegna breyttra heimilisaðstæðna óskast nýtt, gott heimili fyrir 4 ára gamla síamslæðu. Uppl. í síma 675862. Til sölu ísskápur á kr. 1000 þarfnast straum- breytis, skrifborð á kr. 1000, skrifborðsstóll á kr.700, Sanyo tvöfalt kassettutæki á kr 10.000,stofuskápur með bar á kr 1000, þykk dýna á kr. 500, barnaföt á kr. 25 stk, Zyldgan Hi-hats cymbals og ýmislegt fleira. Framnesvegur 21, Ósk. Til sölu Britax ungbarnastóll til sölu, lítið not- aður, selst ódýrt. Uppl. í síma 657137. Tll sölu Til sölu 2 rúm með tvöföldu gorma- lagi, 0.90x2, hægt að nota sem hjón- arúm eða stök. Svo til ónotuð, seljast á kr. 15.000 stk. kosta ný kr. 25.000 stk. Uppl. í síma 17087. Til sölu Lada sport árg. 88 til sölu og sýnis á Laufásvegi 22. Ljósblár. Verð kr. 510.000. Uppl. ísíma 25198. fsskópur óskast Óska eftir ódýrum ísskáp. Uppl. í síma 615534 á kvöldin. Okkur vantar fbúð Vill þannig til að einhver góður les- andi Þjóðviljans eigi íbúð á lausu í Reykjavík til leigu í ár eða svo? Pott- þéttar greiðslur. Uppl. í símum 628905 og 652633. Óska eftir Emmaljunga kerruvagni og Ikea skiptiborði. Uppl. í síma 22117, helst á kvöldin. Til sölu: Emmaljunga barnavagn, ryðrauður að lit. Ikea felliborð, 75 lítra suðupott- ur, þriggja gíra reiðhjól, hjónarúm með dýnum, hvítt skatthol, þriggja sæta sófasett plús 2 stólar, 2 stakir stólar, fjögurra sæta trésófi með renndum rimlum, 68x25 cm strauvél, bob-borð og smíðataska. Uppl. í síma 22117 á kvöldin. Sumarbústaður óskast Við erum námsmenn með 1 árs gam- alt barn, sem búum í höfuðborginni og eigum frí dagana 27. júlí til 1. ág- úst. Er ekki einhver sem vill leyfa okk- ur að vera í sumarbústaðnum sínum eða öðru húsi úti á landsbyggðinni yfir þessa daga. Lofum að ganga mjög vel um. Við erum yfirleitt heima á kvöldin og síminn er 13888. Til sölu Tvö reiðhjól, Kalkof og BMX, til sölu. Bæði í mjög góðu lagi. Uppl. í síma 79033. Lífgjafar óskast! Tveir mannelskir og gullfallegir kett- lingar, annar steingrár, hinn dökk- bröndóttur og silkimjúkur óska eftir lífgjöfum. Uppl. í síma 41219. Til sölu Til sölu innbundnir árgangar af Tím- anum og Þjóðviljanum. Þjóðviljinn frá 1976 til dagsins I dag. Tíminn frá 1976 til 1984. Einnig er til sölu Mazda 323 station árgerð 1980. Uppl. í síma 42831. Óskast keypt Óska eftir gömlu sófasetti, helst eldra en 30 ára. Má þarfnast lagfæringar. Skipti á nýrra möguleg. Uppl. í síma 666670 eftir kl. 17. Til sölu Til sölu er blá Simo skermkerra / kerr- uvagn. Hægt er að leggja bakið alveg niður. Kerran er mjög vel með farin. Uppl. í síma 51195. Reiðbuxur óskast Unglinga-athvörfin í Reykjavík eru að fara í hestaferð yfir hálendið og okkur vantar reiðbuxur í öllum stærðum og gerðum. Uppl í síma 20606 og 75995 eftir kl 14. Kettlingar gefins Tveir kettlingar óska eftir nýju heimili. Blíðir og kassavanir. Uppl. í síma 642218. Tll sölu vegna flutninga Hjónarúm úr lútaðri furu, bamarimla- rúm, hvít kommóða, tveir rekkar af Lundia furuhillum (14 hillur), sófa- borð og hornborð úr furu, Silvercross barnakerra með plasti og þriggja gíra Monthana karlmannsreiðhjól, 2 ára gamalt. Uppl. í síma 17468. ísskápur óskast (sskápur óskast keyptur, stærð 60x60x146. Uppl. í síma 16485. Kettlingar gefins Þrír fallegir, skemmtilegir og kassa- vanir kettlingar fást gefins. Uppl.í síma 43452. Æfingarhúsnæði óskast Hljómsveit óskar eftir æfingarhús- næði í Reykjavík eða Kópavogi. Uppl. í síma 43452, Jón eða María. Ertu að drukkna í drasli? Okkur vantar allt í húsið, sófa, stóla borð og margt fleira. Hafið endilega samband í síma 612114 eftir kl. 19. fris, Skátafélagið Selsingar. Upptökutækl Óska eftir að kaupa Tascam Porta One upptökutæki á kr. 20.000. Uppl. í síma 11287 eða 15487. Hljómborð Óska eftir að kaupa gömul hljóm- borð, til dæmis Prophet, Oberheim, Minimoog, Arp. PPG Wave, Farifisa, Elka og fleiri. Ástand og aldur skipta ekki máli. Uppl. í síma 11287 eða 636432. Indriði. Til sölu (slenskt eingirni í sauðalitunum til sölu. Uppl. í síma 25010. fsskápur óskast Vantar lítinn ódýran ísskáp. Uppl. í síma 34523. Úr fjölskyldualbúmlnu Ljósmyndir sem tengjast sögu rokks- ins á fslandi 1956 til 1990 óskast sem myndefni í bók sem kemur út í haust. Myndir frá böllum, útihátíðum, sjopp- um o.s. frv. Tíðarandinn er mikilvæ- gari en myndgæðin. Gestur Guð- mundsson, sími 621161. Ferðatöskur Ferðatöskur, með og án hjóla seljast ódýrt. Uppl. í síma 41289. Luxemburg Þrír farmiðar til Lux til sölu á mjög góðu verði. Uppl. í síma 29348. Anna. íbúð óskast Tilvonandi námsmaður í K. H. (. maki hans og tvö börn, óska eftir íbúð til leigu frá ca. 25. ágúst. Uppl. í síma 97-29973. Óðinn og Ólöf. Barnaleikgrind, barnavagn Til sölu er lítið notuð barnaleikgrind og Silver Cross barnavagn. Uppl. í síma 678024 eftir kl. 19. C ^ LANDSVIRKJUN Útboð Vinnuvegir á Fljótsdalsheiði Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í vegagerð á Fljótsdalsheiði og í Norðurdal. Heildarlengd vega er um 30 km og magn fyll- inga er áætlað um 140.000 m3. Verkinu skal að fullu lokið 24. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar í Reykjavík frá og með fimmtudeginum 19. júlí 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upp- hæð 5.000 krónur fyrir fyrsta eintak, en 3.000 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan 14.00 mánudaginn 30. júlí 1990, en þau verða opnuð þar sama dag klukkan 14.15 að við- stöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, 19. júlí 1990 LANDSVIRKJUN Fjármálaráðuneytið Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989 verður haldið verklegt próf til löggildingar til endur- skoðunarstarfa. Áætlað er að halda prófið í nóv- ember 1990. Þeir sem hafa hug á að þreyta prófraun þessa sendi prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármálaráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 15. ágúst nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraunina, sbr. lög nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur. Prófnefndin mun boða til fundar með próf- mönnum í september n.k. Reykjavík, 17. júlí 1990 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Flmmtudagur 19. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.