Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Þjóðminjasafnið Deildarstjórastaða veldur deilum Þjóðminjaráð óskar eftirþví við menntamálaráðherra að hann auglýsi stöðu deildarstjóraþjóðminjadeildar. GunnlaugurHaraldsson: Viljumfá úrþvískorið hvortvið lesum lögin rétt. Guðmundur Ólafsson: Fráleithugmynd Þjóðminjaráð samþykkti á fundi sínum nýlega að beina því til menntamálaráðherra að hann auglýsi stöðu deildarstjóra við fornminjadeild Þjóðminja- safnsins lausa til umsóknar. Guð- mundur Oiafsson fornleifafræð- ingur hefur gegnt þessari stöðu frá því 1985, en hann var þá skip- aður í hana af þáverandi menntamálaráðherra. - Mér finnst þessi samþykkt Þjóðminjaráðs fráleit, hún byggir á nýjum lögum um Þjóðminja- safnið og þau lög eru ekki aftur- virk, frekar en önnur lög, sagði Guðmundur Ólafsson um sam- þykkt Þjóðminjaráðs. í lögunum sem tóku gild um sl. áramót segir að fornleifanefnd skuli tilnefna deildarstjóra forn- Skipverjar yfirheyrðir. i fyrrinótt kom Bakkafoss skip Eimskipsfélagsins til Reykjavíkur og þá hófust yfirheyrslur yfir skipverjunum fimm sem grunaðir eru um aðild að smyglmálinu fræga sem upp komst í Eyjum fyrir viku. Skipverjarnir voru yfirheyrðir af rannsóknarmönnum tollgæslunnar í stað lögreglumanna frá RLR vegna misskilnings sem upp kom á milli bæjarfógetans í Eyjum og tollgæslustjóra. Mynd: Kristinn. minjadeildar og skuli hann verða ráðinn til fimm ára í senn. - Við viljum með þessari sam- þykkt fá úr því skorið hvort við lesum lögin rétt. Við viljum vita hvort núverandi deildarstjóri sé ráðinn æviráðningu eða hvort auglýsa eigi stöðuna nú eða eftir fimm ár. Það er ein ástæða þess að við óskum eftir þessu, sagði Gunnlaugur Haraldsson formað- ur Þjóðminjaráðs, en hann bar fram tillöguna á fundinum. - í öðru lagi teljum við að með gildistöku nýju laganna hafi orð- ið það mikil breyting á þessari stöðu að rétt sé að auglýsa hana. Samkvæmt lögunum heyra allar fomminjar hér á landi beint undir deildarstjórana í stað þess að þær heyrðu undir Þjóðminjavörð áður, sagði Gunnlaugur og bætti við að Þjóðminjaráð liti svo á að ekki hafi verið rétt staðið að ráðningu deildarstjóra við Þjóðminjasafnið þegar því var deildaskipt árið 1985. - Þessari samþykkt Þjóðminj- aráðs er á engan hátt beint gegn núverandi deildarstjóra, honum er eins og öðrum heimilt að sækja um þessa stöðu, við viljum bara fá úr því skorið hvað átt er við í lögunum um að fornleifnefnd til- nefni yfirmann fornleifadeildar, sagði Gunnlaugur. Hann vildi taka fram að ein- ungis væri óskað eftir að þessi til- tekna staða væri auglýst, því safn- kvæmt lögunum væri aðeins gert ráð fyrir að ráðið sé til fimm ára í tvær stöður sem nú em til við Þjóðminjasafnið. Hin staðan er ■ staða þjóðminjavarðar. - Við sjáum í raun ekki ástæðu til þess að óska eftir því að staða þjóðminjavarðar verði auglýst þar sem eðli þeirrar stöðu hefur ekkert breyst með tilkomu nýju laganna, sagði Gunnlaugur. Guðmundur Ólafsson sagði að færi svo að ráðherra samþykkti ósk Þjóðminjaráðs um að auglýsa stöðuna yrði því máli vísað til BHMR. - Ég er ekki hræddur um mína stöðu, þó svona sé vegið að starfsheiðri mínum. Mér finnst þetta ófyrirgefanleg framkoma hjá þessu fólki, og mér finnst að það ætti að biðjast afsökunar á henni, sagði Guðmundur Ólafs- SOn' -«g Kvikmyndafélagið UMBI Kristnihaldið hlýtur Silfurhöfmnginn Kvikmyndin Kristnihald undirJökli hlaut verðlaun á kvikmyndahátíð í Portúgal Kvikmynd kvikmyndafélagsins UMBA Kristnihald undir Jökli hlaut nýlega verðlaun fyrir besta kvikmyndahandritið á al- þjóðiegri kvikmyndahátíð í Por- túgal. Handritið að kvikmyndinni skrifaði Kanadamaðurinn Ger- ald Wilson. Þetta er í annað sinn sem myndin er verðlaunuð, hún var valin besta myndin á nor- rænni kvikmyndahátíð í Lubeck eigi alls fyrir löngu. f viðtali við Þjóviljann sagði Guðný Halldórsdóttir leikstjóri að hún hefði ekki séð sér fært að vera viðstödd kvikmyndahátíð- ina, og öll samskipti UMBA við hátíðina verið á skeytaformi. Þannig fréttu þau af verðlaunun- um í skeyti þaraðlútandi, og að verðlaunagripurinn í formi höfrungs úr silfri væri á leiðinni til landsins. Hátíð þessi í Portúgal er að sögn Guðnýjar stærsta kvik- myndahátíðin í sumar, en hún segir að þau hafi ekki gert sér grein fyrir því þegar í stað hversu mikilvæg þessi hátíð er. Verðlaun sem þessi breyta að sögn Guðýjar miklu í sambandi við dreifingu myndarinnar. Hún segir það oft henda að dreifingar- aðilar skoði ekki einu sinni myndirnar sem þeir fá sendar áður en þeir endursendi þær með kurteislegum þökkum. Fái kvik- myndin verðlaun eins og í Lu- beck og nú í Portúgal bæti það stöðu og sölumöguleika myndar- innar til muna. Kristnihaldið verður sýnt á rás 1 í Þýskalandi þann 20. ágúst nk. En fjölmiðlar þar í landi hafa sýnt myndinni mikinn áhuga. SDR- sjónvarpsstöðin í Stuttgart reiddi fram þriðjung af kostnaðinum við gerð myndarinnar, og verður hún framlag stöðvarinnar til þýskra sjónvarpsverðlauna, þar sem keppt verður um bestu mynd, leikstjórn og handrit. BE Eðlisfrœði Ólympíu- leikar á íslandi Ríkisstjörn íslands hefur sam- þykkt að Ólympíuleikar í eðlis- fræði verði haldnir hér á landi og ef af verður yrði það lfldega árið 1998. Um árabil hafa íslendingar tekið þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði, en þjóðir sem eiga þátttakendur í leikunum í 10 ár verða að bjóðast til að halda leikana í sínu landi. Þess vegna verður því lýst yfir á næstunni að íslendingar vilji gjarnan hafa leikana hér á landi. Þessi sam- þykkt ríkisstjórnarinnar hefur það í för með sér að á næstu vik- um verður leitað stuðnings ann- arra aðila við þessar fyrirætlanir. ns. Námsmenn frá Eystrasaltslöndunum Við fjárlagagerð vegna næsta árs verður gert ráð fyrir þremur námsstyrkjum handa náms- mönnum frá Eystrasaltslöndun- um, sem geti hafið nám hér haustið 1991. Til að svo geti orðið þarf að hækka fjárlagalið vegna erlendra námsmanna. Ríkis- stjórnin fjallaði um þetta á fundi á þriðjudag að tillögu menntamálaráðherra, en honum höfðu borist sérstök tilmæli frá Æskulýðssambandi íslands um þetta nýlega. Skálholtshátíð um helgina Skálholtshátíð verður haldin nk. sunnudag, 22. júlí, en þetta er í 27. sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin hefst með messu kl. 14 og mun séra Jón Einarsson prófast- ur predika. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Helga Braga- sonar. Organisti er Hilmar Órn Agnarsson en Lárus Sveinsson og Ásgeir H. Steingnmsson leika á trompet við messuna. Eftir messu býður Kirkjuráð gestum kaffveitingar í Skálholtsskóla. Kl. 16.30 hefst samkoma í Skálholtskirkju. Sr. Tómas Guð- Gunnar M. Hansson forstjóri IBM og Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Miklagarðs innsigla samninginn með handabandi. Nýir kassar í Miklagarði í síðustu viku undirrituðu Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Mikla- garðs, og Gunnar M. Hansson forstjóri IBM samninga um kaup á búðakassakerfinu IBM 4684. Mikligarður er þar með fyrsta stórversl- unin að taka slíkt kerfi í notkun, en í því felst að settir verða upp kassar sem lesa strigamerkingar í öllum verslunum Miklagarðs, alls 53 kassar. Þetta kerfi byggist á alíslenskum hugbúnaði frá Hugbúnaði í Kópa- vogi. ÖIl afgreiðsla verður hraðari og þægilegri fyrir viðskiptavini auk þess sem hámarksöryggi í viðskiptum næst. Þá getur kassinn lesið greiðslukort. Það er Sameins sem sér um uppsetningu kassanna og verða þeir fyrstu teknir í notkun 1. september í Miklagarði vestur í bæ og lokið verður við uppsetningu um miðjan nóvember. mundsson setur hátíðina. stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur Hamrahlíðakórinn syngur undir Verk eftir Þorkel Sigurbjömsson og Misti Þorkelsdóttur. Sr. Guð- mundur Óli Ólafsson flytur minningu dr. Roberts A. Ottós- sonar og frú Guðríðar Magnús- dóttur. Kl. 18.15 flytja félagar úr ísleifsreglunni aftansöng úr Þor- lákstíðum. Prýstum á apartheid Suður-Afríkusamtökin gegn ap- artheid halda umræðufund í kvöld kl. 20 í húsakynnum Iðn- nemasambands íslands Skóla- vörðustíg 19 (gengið inn frá Klapparstíg). Sunna Snædal for- maður samtakanna og Judit Hall stjórnarmeðlimur, sem hefur heyrt og séð Mandela eigin augum, segja frá og hefja um- ræður. Te og kökur. Allir vel- komnir. Reykjavíkur-maraþon Sjöunda Reykjavíkurmaraþon verður haldið 19. ágúst nk. Leiðin er sú sama og áður og keppnisvegalengdir þær sömu. Keppt verður í Skemmtiskokki, 7 km, hálfu maraþoni 21,1 km og í maraþoni 42,2 km. Væntanlegir keppendur eru beðnir að skrá sig í tíma til að auðvelda alla úr- vinnslu, en í fyrra varð metþátt- taka með um 1250 þáttakendum. Þátttökugjald er 700 kr. fyrir skemmtiskokkið en 500 kr. fyrir 12 ára og yngri, 900 kr fyrir hálft maraþon og 1100 kr. fyrir heilt maraþon. Skráning fer fram hjá Úrval-Útsýn, Álfabakka 16 og Pósthússtræti 13, skrifstofu Frjálsíþróttasambands íslands íþróttamiðstöðinni Laugardal og verslunum Sportvals í Kringlunni og á Hlemmi. íslensk myndlist í Opnu húsi í kvöld kl. 20.30 heldur Hrafn- hildur Schram listfræðingur fyrir- lestur um íslenska myndlist í Opnu húsi í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og nefnist „Islandsk bild- konst 1900-1945.“ Sýnd verður kvikmyndin „Mývatn“ (á ensku). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Neðanjarðartónleikar í Duus Neðanjarðartónleikar verða í Duus-húsi í kvöld. Fram koma hljómsveitirnar Sjálfsfróun, Sor- oricide og Páll ísakari ásamt smá- sveit Trelle Raksó. Húsið opnað kl. 22. Aðgöngumiðar kosta 400 krónur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.