Þjóðviljinn - 19.07.1990, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Qupperneq 1
Fimmtudagur 19. júlf 1990 132. tölublað 55. árgangur Keflavík Hraðfiystihúsið til sölu Hátt ítvöþúsund tonna kvóti íhœttu. Reynt aðfá nýttfjármagn ífyrirtœkið ÁTVR Minni sala Heildarsala áfengis, og er bjór þá meðtalinn, dróst saman um 4,19 prósent í lítrum talið en 6,53 prósent í alkóhóllítrum, fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alls nam áfengissalan á fyrri helmingi ársins 4.257.039 lítrum eða 465.845 alkóhóllítrum. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 4.443.226 lítrar eða 498.410 alkóhóllítrar. Sömu sögu er að segja af sölu tóbaks fyrstu sex mánuði ársins. Sala á því dróst saman á öllum tegundum nema með einni und- antekningu. Sala á neftóbaki jókst um 1,46 prósent. -grh Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hefur verið auglýst til sölu en það á og rekur frystiskipið Aðal- vík KE 95 sem er með hátt í tvö þúsund tonna kvóta. Vegna fjár- hagserfíðleika hefur fyrirtækið verið með greiðslustöðvun síð- ustu þrjá mánuði og er núna á fjórða mánuðinum. Talið er að fyrirtækið fái samþykktan einn mánuð til viðbótar í þeirri von að hægt verði að afstýra gjaldþroti. Irúmt ár hefur Hraðfrystihúsið ekki rekið eigin fiskvinnslu í húsakynnum sínum heldur leigt öðrum afnot af þeim sem og fryst- iklefum þess. Það sem af er hefur rekstur útgerðar Aðalvíkur KE nokkurn veginn staðið sig en eng- an veginn undir þeim skuldum sem hvfla á Hraðfrystihúsinu, sem eru umtalsverðar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hafa margir sýnt áhuga að kaupa en þó sýnu mest togarann og kvótann. Stjórn fyrirtæksins mun þó ekki vera ginnkeypt fyrir því að selja nema því aðeins að hraðfrystihúsið fylgi einnig með í kaupunum í þeirri von að það verði þá starfrækt á ný. Á meðan er reynt eftir megni að fá fjár- magn inní fyrirtækið til að hægt verði að afstýra þeirri nauðlend- ingu að þurfa að selja. Helstu eigendur Hraðfrysti- húss Keflavíkur er Sambandið sem á ríflega 60%, bæjarsjóður Keflavíkur á um 20% og þá á Kaupfélag Suðurnesja um 13%. Frystitogarinn Aðalvík KE hét áður Drangey SK frá Sauðár- króki og var fenginn suður í skiptum fyrir tvo ísfisktogara, Aðalvík og Bergvík. í tengslum við þau býtti fékk Fiskiðja Sauðárkróks og Hraðfrystihús Hofsóss um 60-70 miljón króna fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun til að endurskipuleggja starfsemi sína. Hinsvegar hafa Suðurnesja- menn fengið litla sem enga fyrir- greiðslu frá hinu opinbera til jafns við aðra landshluta þegar sjávarútvegur er annarsvegar. Það mun vera vegna þess að kerf- ið á í stökustu vandræðum með að gera það upp við sig hvort Suðurnes teljist til landsbyggðar eða ekki. Ástæða þess mun vera nálægðin við höfuðborgarsvæðið og vera bandaríska hersins á Miðnesheiði. -grh miöað vel atram og er jafnvel búist við að báðar akreinarnar verði opnaðar fyrir lok júlí, en Hagvirki á að skila af sór verkinu ( september. Mynd: Jim Smart. Á þriðjudag var önnur akreinin undir brúnna á Arnarnesi opnuð fyrir bifreiðar sem eru á leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Framkvæmdum við brúna hefur * Islenskt hugvit Stór markaður í Austurvegi Svavarjónatansson: Gengiðfrá lánum nœstu daga ogþágeta framkvœmdir hafist í Ungverjalandi. Sennilegafarið af stað í Tékkóslóvakíu líka, og Sovétríkin lofagóðu Anæstu dögum skrifar Þjóð- banki Ungverjalands undir lánasamning við Norræna fjár- festingabankann og þá geta hita- veituframkvæmdir Geotherm hafíst, en fyrirtækið er sam- cignarfyrirtæki íslenskra og ung- verskra aðila. Svavar Jónatans- son stjórnarformaður Virknis-Orkint, íslenska sam- starfsaðilans, segir lánið til fram- kvæmdanna vera 7 milljónir doll- ara. íslensk jarðhitafræði eiga mikla möguleika í Austur Evr- ópu. í samtali við Þjóðviljann sagði Svavar verkefni Geotherm felast í upphafsáfanga að lagningu jarð- hitaveitu í sex bæjum í Ungverja- landi. Þessir bæjir væru mismun- andi stórir, eða allt frá um EB-EFTA Engan tvíhliða samning EFTA-ríkin eiga að halda hópinn Iviðræðum sínum í fyrradag voru þeir Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra og Sven Munkejord sjávarútvegsráð- herra Norðmanna sammála um að tvíhliða samningar við Efna- hagsbandalagið væri engum til gagns. Þess í stað eiga EFTA-ríkin að halda hópinn í viðræðum við EB sem væri besti farvegurinn til aö ná einhverjum árangri. Ráðhen- arnir lögðu áherslu á að í þeim viðræðum yrðu fiskveiðar og fiskiðnaður almennt að hafa for- gang til jafns við aðrar atvinnu- greinar. Jafnframt ákváðu ráðherrarnir að hefja samningaviðræður um samnýtingu á norsk-íslenska sfld- arstofninum. En eins og kunnugt er fann sovéskt rannsóknaskip nýlega sfldartorfur úr þessum stofni um 250 sjómflur frá ís- landi. Auk þessara mála ræddu ráð- herrar sín í milli um niðurstöður ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, gagnkvæm veiðiréttindi, landanir erlendra skipa og síðast en ekki síst miðlaði Halldór starfsbróður sínum fróðleik um ágæti íslenska kvótakerfisins. -grh. fimmtán þúsund íbúum til hundr- að þúsund íbúa. Lagning hitaveitnanna byggir algerlega á íslensku hugviti og munu fimm til tíu íslendingar vinna að verkinu ytra, að sögn Svavars. Stjórn verksins verður hins vegar jafnt í höndum ís- lenskra og ungverskra verkfræð- inga. Þá er hagkvæmniathugun í gangi um lagningu hitaveitu í tveimur bæjum í Tékkóslóvakíu. Svavar sagði ekki ósennilegt að samningar tækjust um verkefni þar á næstunni. Hann sagði eng- an vafa leika á að geysilega stór markaður væri fyrir íslenska jarð- hitaþekkingu í Áustur Evrópu og þá sérstaklega í Sovétríkjunum. „Undirtektir í Sovétríkjunum hafa verið mjög jákvæðar og þar gæti eitthvað gerst á þessu ári,“ sagði Svavar. En vegna þess á- stands sem ríkti í þjóðmálum í Sovétríkjunum um þessar mund- ir væri erfitt að fá fast land undir fæturna. -hmp Heimsleikar fatlaðra Ólafur og Sigrún með gull Haukur Gunnarsson annarí400m. hlaupi íslensku keppendurnir átta á Heimsleikum fatlaðra, sem hóf- ust í Assen í Hollandi á sunnudag, hafa staðið sig mjög vel. Ólafur Eiríksson er búinn að vinna tvenn gullverðlaun. Hann varð fyrstur í 400 metra skriðsundi, synti þá á 4:43,08 mín. og einnig í 800 metra skriðsundi á tímanum 9:41,98. Hann varð fjórði í 100 m flug- sundi. Sigrún Pétursdóttir vann einnig gullverðlaun í 100 m skriðsundi og synti hún á tíman- um 2:34,41. Kristín Rós Hákonardóttir varð önnur í 100 metra baksundi og þriðja í 100 m skriðsundi. Haukur Gunnarsson varð annar í 400 metra hlaupi á mánudag. íslensku keppendurnir á leikunum eru átta, þar af keppa sjö í sundi og einn í hlaupi. Kristín Rós Hákonardóttir varð þriðja í 50 m og 100 m skrið- sundi. Rut Sverrisdóttir varð þriðja í 200 m bringusundi, fjórða í 100 m bringusundi og áttunda í 100 m skriðsundi. Sigrún Péturs- dóttir varð áttunda í 100 m bak- sundi. Halldór Guðbergsson varð sjötti í 100 m bringusundi og sjöundi í 100 m skriðsundi. Lilja Snorradóttir varð áttunda í 100 m flugsundi. -vd. Fiskifélagið Minni heildarafli Heildaraafli landsmanna fyrstu sex mánuði ársins er um ellefu þúsund tonnum minni en hann var á sama tíma í lyrra en þá var hann rúmlega ein miljón tonn. Á sama tíma hefur útflutn- ingur á óunnum þorski í skipum og gámum um þrjú þúsund tonn- um minni en hann var fyrir ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. _grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.