Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 7
Nokkir þeirra muna sem fundist hafa í Viðey eru nú til sýnis í kjallara Viðeyjar- stofu. Guðrún Harðardóttir heldur hér á steinkolu sem hún fann, en að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur gleður það alltaf fornleifafræðinga þegar þeir finna kolur. Myndir: Kristinn. Fornleifauppgröftur Ný byggðasaga í Viðey Fornleifauppgröftur í Viðey hefur leití í Ijós að byggð hefur verið þar fyrir tíma klausturs. Munir hafafundistþarfrá tíundu og tólftu öld Það er tvennt sem hefur komið í ljós við uppgröftinn sem vek- ur athygli. í fyrsta lagi virðist sem að í Viðey hafi verið byggð áður en klaustrið var reist hér, í öðru lagi hefur komið í ljós að eftir að klaustrið var lagt niður og fram að því Skúli fógeti flyst hingað út hefur verið búið á bæjarhólnum, sagði Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður, þegar Þjóð- viljinn heimsótti hana út í eyju fyrir skömmu en hún hefur haft umsjón með fornleifauppgreftri í Viðey í nokkur ár. - Við erum hér átta að stað- aldri sem vinnum að þessum upp- greftri. Nú í sumar höfum við unnið við að grafa upp rústir klausturbæjarins. Við erum búin að grafa upp skálann og búr. Samtengt búrinu fundum við rústir af óvenjulega stórum hlöðnum ofni sem virðist hafa verið gerður til að hita upp húsa- kynnin. Þessa dagana vinnum við að uppgreftri á göngunum sem liggja í gegnum bæjarþyrping- una. Einnig höfum við hafið upp- gröft vestan megin við göngin, en þar álítum við að séu rústir stofu þar sem fólk hefur setið við vinnu sína, sagði Margrét. - Við erum nokkurn veginn viss um hvernig húsaskipan hefur verið hér á tímum klaustursins. Það sem hefur komið í ljós hing- að til staðfestir þær hugmyndir, en svo virðist sem hér hafi verið veglegar byggingar á þeirra tíma mælikvarða og hér hafi verið nokkur auðlegð, sagði Margrét. Hún sagði að það sem kannski hefði komið mest á óvart væri að þarna hefðu fundist leifar sem gæfu til kynna að byggð hefði ver- ið í Viðey áður en klaustrið var reist. „Við fundum hér í eldri jarðlögum bæði textflbúta og snældusnúða sem hafa varðveist mjög vel. Einnig höfum við fund- ið smásteina sem væntanlega hafa verið notaðir í einhvers kon- ar lækningartilgangi. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það á þessu stigi frá hvaða tíma þessir hlutir eru, en það kæmi mér raunar ekki á óvart þó rann- sóknir leiddu í ljós að þeir væru frá elleftu öld, því til eru óljósar heimildir um búskap og kirkju á tímum Þorláks helga sem uppi var á tólftu öld, sagði Margrét. - Rannsóknirnar hafa einnig leitt í ljós að eftir að klaustrið var lagt niður á sextándu öld hafi ver- ið áfram búið í húsunum að ein- hverju leyti. Við höfum fundið hér ýmsa keramikhluti, krítar- pípur og fleiri muni sem benda til þess að hér hafi verið byggð á þessum tíma, en nánari rann- sóknir eiga eftir að fara fram á þessum munum og þá kemur í ljós nákvæmlega frá hvaða tíma þeir eru, sagði Margrét Hall- grímsdóttir borgarminjavörður. Mikið starf bíður fornleifa- fræðinga enn í Viðey. Þegar upp- greftrinum sem nú stendur yfir norðanmegin við Viðeyjarstofu lýkur, verður hafist handa við að grafa sunnanmegin, en þar er álitið að bæjarhús klaustursins hafi staðið. -sg- Ekki hafa allir þeir sem hafa haft búsetu í Viðey verið bindindismenn á tóbak. Þessar þrjár krítarpípur fundust þar og var ekki annað að sjá en þær hefðu verið vel notaðar. Hér má sjá sleggjuhausa úr steini sem fundist hafa í sumar, en þeir hafavæntanlega verið notaðirtilað berja harðfisk. Fimmtudagur 19. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.