Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 12
Ármann Gunnarsson, verkamaður: íslendingar eiga að ákveða það sjálfir. En hvar það verður reist hef ég enga skoðun á. Sigurður Hafsteinsson, tæknifræðingur: Það verður að taka tillit til beggja aðila þega staðsetningin verður ákveðin. En ég tel að íslendingar eigi að hafa síðasta orðið. —SPURNINGIN—i Hvorir eiga að ráða stað- setningu fyrirhugaðs ál- vers, íslendingar eða þeir sem ætla að reisa það? Jón Gunnarsson, byggingariðnfræðingur: Mér finnst að það ætti að vera samvinna um staðsetninguna. ! Guðmundur Júlíusson, dúklagningarmaður: íslendingar að sjálfsögðu, en hvar hægstæðst væri að reisa það hef ég ekki hugleitt. Elísabet Arietta, hjúkrunarfræðingur: Ég tel að Islendingar eigi að ráða því. Trúlega er best að reisa ál- verið á Suðurnesjum með tillit til umhverfismála. DIOÐVILIINN Flmmtudagur 19. júnf 1990 132. tölublað 55. órgangur SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 Tónlist Hamingju- bandið leikur íkvöld Breska hljómsveitin The Band OfHoly Joy með tónleika á Listahátíð nœturlífsins í kvöld. Nýjasta plata hljóm- sveitarinnar hefur fengið frábœrar viðtökur gagnrýnenda Listahátíð næturlífsins verður hleypt af stokkunum í kvöld með tónleikum bresku rokkhljóm- sveitarinnar The Band Of Holy Joy. Tónleikarnir verða haldnir í Tunglinu og verða aðrir tónleikar hljómsveitarinnar á þeim stað, en Hamingjubandið kom hingað til lands í febrúar í fyrra og fékk mjög góðar viðtökur. Nýjustu plötu hljómsveitarinn- ar, „Posetively Spooked", hefur verið tekið mjög vel af gagnrýnendum í Bretlandi og hljómsveitinni lýst sem einu af því merkilegasta sem er að gerast í rokkinu í dag. Það er því mikill fengur að komu hljómsveitarinn- ar hingað til lands. Listahátíð næturlífsins, sem Pakkhús Postulanna gengst fyrir, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og hennar verið getið í Þó viðburðir hafi verið miklir í rokktónlistinni í Reykjavík að undanfömu, ætti The Band Of Holy Joy ekki að falla í skuggann fyrir þeim. öllum helstu tónlistartímaritum. Vegna hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudag, kemur leigu- þota til landsins með 150 farþega. Það er Lundúnanæturklúbburinn The Brain Club sem stendur fyrir ferðinni í samstarfi við Pakkhús Postulanna og í hópnum verða jafnt breskir rokkunnendur sem og blaðamenn. Þá mun sjón- varpsstöðin BBC 2 senda hingað tökulið til að kvikmynda tón- leikana og hátíðina og verður sér- stökum menningarþætti um hana sjónvarpað til um 30 milljón áhorfenda í Evrópu. Johny Brown söngvari Ham- ingjubandsins segir hljóm- sveitina ætla að leika fyrir tón- leikagesti efni af fyrstu plötu hljómsveitarinnar og af þeirri nýju og lofar því einnig að þeir fái að heyra splunkunýtt efni í nokkrum mæli. -hmp Þróunarsamvinnustofnun íslands Aðstoð við namibíaska fiskimenn Þróunarsamvinnustofnun er að undirbúa verkefni íþróunarsamvinnu við Namibíu Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur hjá ÞróunarsamvinnustofnunIslands við verkefni í Namibíu. í frétta- bréfi stofnunarinnar kemur fram að þær upplýsingar sem hún hef- ur í höndunum um Namibíu, bendi til þess að Namibía sé land sem íslendingar geti aðstoðað verulega. í fréttabréfinu kemur fram að það var rétt fyrir síðustu áramót að tekin var ákvörðun um þetta verkefni. Þá var Namibía um það bil að öðlast sjórnmálalegt sjálf- stæði eftir áratuga ólögleg yfirráð Suður-Afríku. Menn þóttust sjá að án aðstoðar gæti það dregist að landið fengi einnig efnahags- legt sjálfstæði. Fyrsta skrefið í þróunarsam- vinnunni var að Dóra Stefáns- dóttir fór til Namibíu til að undir- búa verkefni. Síðar fóru Stefán Þórarinsson ráðgjafi og Viðar Helgason fiskifræðingur einnig út. I drögum að verkefnislýsingu er gert ráð fyrir fiskirannsóknum við strendur Namibíu, en heima- menn munu sjálfir standa fyrir rannsóknunum og niðurstöðurn- ar verða þeirra eign. Hins vegar ætlar Þróunarsamvinnustofnunin að aðstoða Namibíumenn við að manna rannsóknaskipið Bengu- ela, sem væntanlega verður not- að til rannsóknanna. Það er hins vegar ekki víst, þar sem deilur eru milli Namibíu og Suður- Afríku um hver eigi skipið. Hlutverk íslendinganna er því fyrst og fremst yfirfærsla þekk- ingar. Benguela er ætlað að stunda rannsóknir á fiski, hvort sem er á miklu eða litlu dýpi, svo og á krabbadýrum. Einnig verða stundaðar rannsóknir á lífríki hafsins í heild og þeim breyting- um sem hafa orðið á því. Heima- menn hafa ekki miklar upplýsing- ar um þessi mál, en vita það eitt að umhverfið hefur orðið illa úti undanfarna áratugi vegna stöð- ugrar ofveiði. Þá er þjálfun skipverja á Beng- uela mjög mikilvægur þáttur í verkefninu, því ætlunin er að Namibíumenn taki smátt og smátt við rekstri skipsins. Talið er að íslensku skipverjarnir geti yfirgefið Namibíu eftir tvö ár og ættu þeir allir að vera farnir eftir fjögur ár. Þróunarsamvinnu- stofnunin mun greiða allan kostnað af íslendingunum, hvort heldur er laun, kostur um borð eða ferðir til og frá Namibíu. Ekki er heldur gert ráð fyrir því að verkefnið skili neinum tekj- Neítoaróu^agnaðu^nm^^S^I og til þess að snúa honum upp í jákvæðan gróða, þarf dö b'ayta neikvæðum ráðherra í jákvæðan og stórum keppinaut í lítinn. Einfalt mál! j&HíÉxk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.