Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 6
_______________ERLENDAR FRETTIR_______________ Kambódía Breytt afstaða Bandaríkja Vilja viðrœður við Víetnamsstjórn. Virðast stefna að m samkomulagi með Kambódíustjórn og Sihanouk Bush Bandaríkjaforseti - allt frekar en Rauða kmera til valda á ný. James Baker, utanríkisráð herra Bandaríkjanna, sagði í gær í París að Bandaríkjastjórn ætlaði að taka upp samband við Víetnam í þeim tilgangi að hindra að Rauðir kmerar komist á ný til valda í Kambódíu. Er hér um að ræða verulega stefnubreytingu Bandaríkjanna í Indókínamál- um, en frá því að víetnamskir skjólstæðingar þeirra töpuðu Ví- etnamstríðinu 1975 hefur Banda- ríkjastjórn gert sitt besta til að einangra Víetnam í stjórn- og efnahagsmálum. „Við viljum allt gera til að koma í veg fyrir að Rauðir kmer- ar komist aftur til valda,“ sagði Baker á fréttamannafundi eftir tveggja stunda fund með Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sem einnig sat fyrir svörum á fréttamannafund- inum. Shevardnadze fagnaði breyttri afstöðu Bandaríkjanna viðvíkjandi Kambódíu og sagði að í þeim málum hefði ágreining- ur Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna nú minnkað. Að því er virðist hefur Banda- ríkjastjórn nú í huga að sættir Litháen Ætla að koma á fót eigin her Þing Litháens hefur gengið frá lögum um einskonar herþjónustu í þágu lýðveldisins. Enn á þó eftir að samþykkja á þingi ályktun um að setja lögin í gildi, og var í gær ekki vitað hvenær það yrði gert. Lögin kveða á um 12 mánaða þjónustutíma. Hermenn af minni þjóðum So- vétríkjanna hafa undanfarið margir kvartað yfir að þeir sæti auðmýkingum í herþjónustu. í nokkrum sovétlýðveldanna hafa þegar verið samþykkt lög, ætluð til að stuðla að því að hermenn af hlutaðeigandi þjóðum gegni ekki herþjónustu utan ættlanda sinna. Þess hefur einnig verið krafist að í sovéska hernum verði stofnaðar sérstakar hereiningar og verði í hverri þeirra aðeins hermenn af einni þjóð. A ustur-Þýskaland Hrað- vaxandi atvinnu- leysi Atvinnuleysið í Austur- Þýskalandi, nánast óþekkt þar meðan kommúnistar fóru með völd, jókst um 60 af hundraði fyrstu tvær vikur júlímánaðar, að sögn Regine Hildebrandt, at- vinnumálaráðherra. Atvinnu- leysingjar þarlendis eru nú um 224.000 talsins og 30.000-40.000 bætast við vikulega, að sögn ráð- herrans. Þar að auki hafa um 500.000 manns sótt um vinnu nokkurn hluta venjulegs vinnutíma það sem af er mánuðinum, og er þar um að ræða einskonar atvinnu- bótavinnu á vegum stjórnvalda. Atvinnuleysið þarlendis er nú 2,5%, sem er að vísu lítið á mæl- ikvarða vestrænna ríkja, en um síðastliðin mánaðamót var það 1,6% og búist er við að það eigi eftir að stóraukast. komist á með Kambódíustjórn, sem Víetnamar styðja, annars- vegar og hinsvegar skæruliða- flokkum þeim kambódískum sem lúta stjóm þeirra Sihanouks fursta og Sons Sann. Afstöðu- Deila er i uppsiglingu milli Ir- aks annarsvegar og olíuríkj- anna á Arabíuskaga hinsvegar eftir heiftarleg ummæli Saddams Hussein, íraksforseta, í garð Kúvæts og Sameinuðu araba- furstadæmanna fyrr í vikunni. Sakaði Hussein riki þessi um að halda olíuverðinu niðri með of miklum útflutningi á olíu og valda þannig öðrum olíuríkjum, þar á Yflr 130 tamflskir uppreisnar- menn og þrír stjórnarher- menn féllu á þriðjudag í hörðum bardögum í norður- og austurhéruðum Sri Lanka, að sögn talsmanns stjórnarhersins. Um 1300 manns hafa verið drepn- ir í átökum þessara aðila frá því að stríð hófst að nýju þeirra á milli 11. júní s.l. Þann dag hófu frelsistígrar, eins og uppreisnarmenn þeir er breytingin virðist öðrum þræði tilkomin vegna þrýstings frá Bandaríkjaþingi, en þar hafa menn undanfarið látið í ljós ótta um að aðstoð sú, sem Bandaríkin veita Sihanouk og Son Sann komi meðal írak, stórfelldu efnahags- legu tjóni. Sagði Hussein að með þessu háttalagi væru ríkin tvö að „reka eitraðan rýting í bak íraks.“ Hann nefndi ríkin að vísu ekki á nafn, en komst þannig að orði að ekki þótti ieika vafi á hverja við væri átt. Tareq Aziz, utanríkis- ráðherra fraks, bætti svo um bet- ur í gær í bréfi til aðalritara Ara- árásir á her- og lögreglustöðvar í þeim héruðum eyjarinnar, sem að mestu eða að miklu leyti eru byggð Tamflum. Lauk þar með um ársgömlu vopnahléi með friðarviðræðum Sri Lankastjórn- ar og tígra. Stjórnin lýsti því yfir á þriðjudag að ekki kæmi til greina að hefja að nýju friðarviðræður við tígrana nema því aðeins að þeir afhentu stjórnarhernum vopn sín. einnig Rauðum kmerum að gagni. Frá því að síðustu víet- nömsku hersveitirnar fóru frá Kambódíu í sept. s.l. ár hafa Rauðir kmerar hert árásir sínar á kambódíska stjómarherinn og með nokkrum árangri. Undan- farið hafa liðsmenn Sihanouks, væddir bandarískum vopnum, oft barist með þeim, þvert ofan í það sem Bandaríkjaþing ætlast til. Einnig hefur því verið haldið fram að talsvert af þeim vopnum og annarri aðstoð, sem Bandarík- in senda Sihanouk og Son Sann, lendi eftir ýmsum leiðum beint til Rauðra kmera. Bandalag, en ekki trútt, er með höfðingjum þessum tveimur og Rauðum kmerum, sem hafa langsterkasta herinn af þessum þremur aðilum. Þeir hafa á sínum snærum ríkisstjórn, sem varla fyrirfinnst nema að nafni til en hefur þó hingað til, vegna stuðn- ings Vesturlanda, Kína og fleiri, haldið sæti Kambódíu hjá Sam- einuðu þjóðunum. Nú segir Baker Bandaríkjastjórn vera reiðubúna að endurskoða af- stöðu sína um sæti þetta. -dþ. babandalagsins. 1 bréfinu eru Kúvæt og Sameinuðu araba- furstadæmin fordæmd berum orðum fyrir að draga niður olíuverð með hömlulausu fram- boði. Segir ráðherrann að þetta sé atlaga gegn írak og allri araba- þjóð. Hussein sagði ennfremur um daginn að ef ríkin tvö bættu ekki ráð sitt, mætti búast við „beinum aðgerðum" af hálfu ír- aks. Skilja sumir það sem hótun um hernaðarárás. íraksforseti sakaði smáríkin tvö aukheldur um að vera í samsæmri við Bandaríkin gegn írak. Sérstaklega í Kúvæt er mönnum illa brugðið, þar sem smáríki þetta er við suðurlanda- mæri íraks, sem hefur öflugasta her arabaheimsins. Ofan á það hafa ríkin lengi deilt um landa- mærin sín á milli, og hefur það mál aldrei verið leyst að fullu. Stjórnin í Kúvæt brá við hart í gær og hófst handa við að leita sér stuðnings erlendis. Búast má við að Bandaríkin, vegna olíu- hagsmuna sinna og pólitískra hagsmuna á Persaflóasvæðinu, muni taka svari Kúvæts, en auk þess væntir það sér stuðnings frá Saúdi-Arabíu, sem mestri olíu ræður af arabaríkjum. Þingið í Kúvæt fordæmdi íraksstjórn í gær vegna téðra ummæla ráða- manna þar og utanríkisráðherra landsins flaug af stað til Saúdi- Arabíu. Talið er að mál þetta verði rætt á ráðstefnu Flóasam- vinnuráðsins, sem þar er að hefj- ast. Það bandalag var stofnað 1981 og eru í því Kúvæt, Saúdi- Arabía, Sameinuðu arabafursta- dæmin, Katar, Bahrain og Óman. Var stofnun bandalagsins öðrum þræði öryggisráðstöfun ríkjanna á Arabíuskaga vegna stríðs íraks og frans. Ríki banda- lagsins hafa í því samvinnu í stjórnmálum, efnahagsmálum og hermálum. Reuter/-dþ. Súlúastríðið nýja 26 rútu- farþegar drepnir 26 blökkumenn biðu bana og 45 særðust og slösuðust í gær er tvær rútur fóru út af aðalvegi milli Durban og Inanda í Natal, Suður-Afríku. Skotið var í fremri rútuna og varð það til þess að þær lentu báðar út af veginum og sú síðari valt. Flestir þeirra sem fór- ust og slösuðust voru í henni. Talið er að þeir, sem skutu á rúturnar og ollu þar með slysinu hafi verið á vegum annaðhvort Áfríska þjóðarráðsins (ANC) eða Inkatha, fremur íhaldssams flokks sem hefur fylgi meðal Súl- úa og Mangosuthu Buthelezi veitir forstöðu. Kalla má að hreyfingar þessar hafi háð stríð sín á milli í Natal undanfarin þrjú ár. Á því tímabili hafa yfir 3000 manns verið drepnir í vígaferlum þeirra í Durban og Pietermaritz- burg, höfuðborg Natals, og í grennd við þessar borgir. Stríð ANC og Inkatha snýst m.a. um áhrif í atvinnurekstri, t.d. er um að ræða keppni milli fylgismanna hreyfinganna um rekstur rútu- og leigubifreiða. Fyrr á árinu varð skotárás á rútu í eigu aðila, sem nutu verndar Ink- atha, til þess að hleypa af stað verstu hryðju „nýja súlúastríðs- ins“ (eins og það er stundum kall- að) til þessa. Á sjö dögum í mars voru um 250 manneskjur drepnar og um 20.000 misstu heimili sín. Reuter/-dþ. Filippseyjar Hróp úr rústum þögnuð Dánartalan eftir jarðskjálftann á Filippseyjum á mánudag er nú komin uppundir 600. Um helm- ingur þeirra látnu fórst í Baguio, borg um 200 km norður af Man- ila. Meðal þeirra sem fórust þar voru um 150 verkamenn, sem brunnu til bana í rústum verk- smiðja, er eldur kom upp í þegar eftir skjálftann. f Baguio voru margar litlar verksmiðjur í eigu fjölþjóðlegra fyrirtækja, þar sem vörur voru framleiddar til útflutnings. Marg- ar þeirra hrundu við jarðskjálft- ann og grófust starfsmenn þar í hundraðatali undir rústunum. Björgunarliðsmenn, filipp- ínskir, bandarískir og japanskir, sögðust í gær telja að nú væri svo að segja öll von úti um að fleiri fyndust á lífi í rústunum. Hundr- uð barna voru eftir jarðskjálftann grafin undir rústum skóla í Ca- banatuan, um 90 km norður af Manila. Um 100 þeirra hafa náðst lifandi úr rústunum, mörg slösuð, 45 hafa fundist látin og talið var í gær að um 150 væru enn undir rústum skólans, sem byggður var úr steinsteypu. í fyrrinótt heyrðu björgunarmenn þar enn raddir barna, sem hrópuðu á hjálp og báðu til guðs. Frá því í gærmorg- un heyrðust þær raddir ekki lengur. Reuter/-dþ. Bálför Dimitrovs Bálför Georgi Dimitrov, fyrsta aðalleiðtoga búlgarskra komm- únista, fór fram í Sofíu í gær og voru ekki aðrir viðstaddir en nán- ustu ættingjar. Lík Dimitrovs, sem á árunum milli heimsstyrj- alda var einn áhrifamanna í Kom- intern, hefur hvflt í leghöll í mið- borg Sofíu frá því að hann lést 1949. Kjörsonur hans, Bojko að nafni, er nú utanríkisráðherra Búlgaríu. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. júlí 1990 Persaflóalönd Heiftarleg ummæli íraks- förseta vekja sbíðsótta Sakar Kúvæt um „rýtingsstungu íbak íraksu og samsœrismakk við Bandaríkin. Kúvæt leitar ásjár Saúdi- Arabíu Þrfr vfgamenn í liði frelsistígra hvíla sig á milli bardaga. Sri Lanka Aftur skálmöld hér um ræðir eru gjarnan nefndir,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.