Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.07.1990, Blaðsíða 5
Bréf um kjaramál Kæri Þjóðvilji! Það er ekki hægt annað hér í fásinninu en að fagna því að ríkis- stjórnin skuli ekki ætla að láta undan þrýstingi, um að hækka gengi íslensku krónunnar og að lækka jöfnunargjald af erlendum iðnaðarvörum. Það kemur mér vissulega óvart ef það er keppikefli ASÍ að hækka gengi íslensku krónunnar. í fljótu bragði virðist slík aðgerð vera til bóta á kaupmætti launa verkafólks en það er ekki ein- hlítt. Jú, aðgerðin þýðir lækkun á verði innfluttra vara til landsins og þess vegna ættu launamenn að geta keypt meira af innfluttum vörum fyrir tekjur sínar. Þetta kann að vera einföld lausn á reiknistokk hagfræðinga með sama hætti og það var einfalt reiknisdæmi í kjarasamningum 1986 að lækka verð á innfluttum vörum (bflar, myndbandstæki, tölvur, ísskápar ofl.) Ég hélt satt að segja að forystu- menn í samtökum launafólks hefðu lært af þeim mistökum sem gerðir voru í þeim samningum, sem fólust í niðurfærslu á verði erlendra iðnaðarvara er snerta það fólk sem hefur lægstu launin sáralítið. Það eru fyrst og fremst þeir tekjuhærri sem njóta góðs af slíkum aðgerðum og þeir sem starfa við verslunar- og þjónust- ustörf með hækkuðum launum. Það var almenn skoðun fólks og reyndar reikningslærðra manna í atvinnulífinu að gengi ís- lensku krónunnar hafi verið allt of hátt skráð í nokkur misseri eftir kjarasamningana 1986. Með þeim afleiðingum m.a., að verslunar- og þjónustugreinar þöndust út með mjög óeðlilegum hætti, langt út fyrir þörf og getu þjóðarinnar, innlend framleiðsla hrundi niður í stórum stfl, bæði fiskvinnsla (fiskvinnslu hefur að sjálfsögðu verið hjálpað með sem eyddu gjaldeyri fitnuðu af rúmum launum sínum. Því miður vildi svo til að ein- mitt í framleiðslugreinum starf- aði lunginn af hinu svokallaða hækkun þvert á vilja meirihluta samninganefndarmanna ASÍ frá í vetur. Það hefur verið ákaflega áber- andi undanfarið að Verslunar- Kristbjörn Árnason skrifar „MiðstjórnASÍ virðist með þessu hafa tekið undir sjónarmið stórkaupmanna, íþessum tveim málum auk þess sem tekið er undir ómaklegar árásirþeirra á Útvarpið sem er auðvitað kostulegt í Ijósi þess að stórkaup- menn hafa sjálfir verið að stofna til útvarps- og sjónvarpsreksturs “ vasapeningum launafólks) og samkeppnisiðnaður. Verslunin hirti meira og minna vinnuafl úr iðnaðinum, nú þegar verslunin er að færast í átt til jafnvægis eru hundruð manna á atvinnuleysisskrám, þetta er fólkið sem misst hefur vinnuna vegna þess að fólk sem starfaði í íslenskum iðnaði eða fólk sern þangað hefði komið til starfa hef- ur tekið störfin. Hvernig var launamálum háttað á þessum tíma? Jú, laun fólks er starfaði í fram- leiðslugreinunum voru í algjöru lágmarki vegna lítillar eftirspurn- ar eftir vinnuafli þess, þau fyrir- tæki er öfluðu gjaldeyris eða spöruðu hann með starfssemi sinni voru á heljarþröm vegna þess, að framleiðsluvörur þeirra voru seldar langt undir kostnaði vegna mismununar milli starfs- greina með rangri gengisskrán- ingu. En fyrirtæki og launafólk í verslunar og þjónustugreinum „láglaunafólki" í landinu, þannig að lækkun á útlendum sófasett- um, myndbandstækjum, bflum ofl. kom þeim að litlu haldi þá og eins er nú. Kjarasamningar 1986 hvöttu til innflutnings á kostnað innlendrar framleiðslu og spumingar vökn- uðu um ranga samsetningu á neyslu vísitölufjölskyldunar sem framfærsluvísitalan er byggð á, og hvort ekki væri eðlilegt að taka upp aðrar viðmiðanir. 1 samninganefnd ASÍ í vetur kom það til umræðu, að ef kæmi til viðskiptabata, hvort samn- inganefndarmenn væru sammála um að gengishækkun væri ákjós- anleg leið til leiðréttingar á kaup- mætti. í stuttu máli, það var mjög almenn andstaða við slíkar efna- hagsaðgerðir nú, vegna þeirrar mismununar milli hópa launa- fólks sem slíkum aðgerðum fylgdi. Þess vegna veldur það mér vonbrigðum ef miðstjórn hefur valið að gera kröfur um gengis- ráðið og önnur samtök innflutn- ingskaupmanna hafa haldið uppi látlausri baráttu fyrir niðurfell- ingu á jöfnunargjaldi sem er 5% á erlendar iðnaðarvörur og er þá sama hvort varan er framleidd í erlendum þrælabúðum (skv.ísl. mælikvarða) eða á Norðurlönd- um. Allt skal gera til að gera inns- treymi á þessum vörum sem auðveldast, er þá sama þótt inn- lendur iðnaður brotni á ströndum ásamt meðfylgjandi skörðum sem höggvast í íslenska velferð- arkerfið. Ljóst er, að iðnaður As- íulanda heldur því ekki uppi. Með hækkandi gengi, hækkar í pyngju heildsalanna einkum þeirra er höndla með vörur frá þeim löndum þar sem kjör launa- fólks eru verst og arðránið mest. Þar sem fólki er haldið nánast ánauðugu í ekki hesthæfum hús- um, hráefnisauði þessara landa er ausið á altari þessarar gengdar- lausri gróðahyggju og þegar þurr- ausið verður fær aumingja fólkið að taka við og stofna lýðræðisríki og allt er svo gott. Miðstjórn ASÍ virðist með þessu hafa tekið undir sjónarmið stórkaupmanna, í þessum tveim málum auk þess sem tekið er undir ómaklegar árásir þeirra á Útvarpið sem er auðvitað kostu- legt í ljósi þess að stórkaupmenn hafa sjálfir verið að stofna til út- varps og sjónvarpsreksturs. Mennirnir sem fyrir nokkrum árum töldu ekki mikið mál að reka slíkar stöðvar í samkeppni við Ríkisútvarpið, kvarta nú sár- an undan ákaflega vægri sam- keppni. Fagna ber einnig að nú skuli koma til framkvæmda endur- greiðsla á virðisaukaskatti vegna viðhalds á íbúðarhúsum, en að sama skapi hlýt ég að lýsa van- þóknun minni á þeirri sýndar- mennsku sem niðurfelling á virð- isaukaskatti er á bókum, því sú niðurfelling mun ekki lækka verð á bókum þegar til lengdar lætur, en býður í þess stað heim ýmis- skonar spillingu sem við þekkjum úr gamla söluskattskerfinu. Verðmyndun á bókum er frjáls, framboð og eftirspurn ræður verði á bókum en ekki stjórnvaldsaðgerðir sem þessar. Ætli stjórnmálamenn hafi ver- ið að bjarga blöðunum sínum þegar þeir ákváðu sleppa þeim og bókunum við skattinn, getur það verið að þeim sé ekki treystandi að þessu efnum, mér segir svo hugur að kallinn á kassanum hefði frekar viljað afnema matar- skattinn. Kær kveðja, héðan úr sveitinni er allt gott að frétta, Kristbjörn Ámason. Kristbjörn Árnason er formaður Fé- lags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. í kjölfar könnunar á þekkingu almennings á málefnum EBE og Efta sem leiddi í ljós, að talið er, fávísi þjóðarinnar á þessum þýð- ingarmiklu viðfangsefnum, hefur nú undanfarið orðið nokkur um- ræða í fjölmiðlum fólki til kynn- ingar og fróðleiks og er það vel, því innan tíðar líður að því að forsvarsmenn þjóðarinnar verða að ákveða hverja stefnu þeir taka. í öðru lagi gæti að því kom- ið að þjóðin fengi tækifæri til að kveða upp sinn úrskurð í þjóðar- atkvæðagreiðslu sem í fljótu bragði virðist óhjákvæmilegt nái stjórnmálaflokkamir ekki samkomulagi og má því augljóst vera að mikið liggur við að um- fjöllun og kynning þessa mikil- vægasta úrlausnarefltis samtím- ans fái þá höndlun er leiði til fars- ællar niðurstöðu. Sem allir vita emm við í EFTA, - fríverslunarsamtökum Evrópu ásamt löndunum fimm, Finn- landi, Noregi, Svíþjóð, Austur- ríki og Sviss, og má segja að þau séu byggð á jafnréttisgrundvelli þar sem allar þjóðirnar hafa jafn- an atkvæðisrétt eða eitt atkvæði hver. Hjá EB er hinsvegar allt annað uppá teningnum, þar sem fjórar fjölmennustu þjóðirnar af þeim tólf sem þar eru innanborðs hafa meirihluta atkvæða, 40 gegn 34, og þarf þar tæpast vitnanna við til hvers refirnir em skomir. Þá hlýtur það að vera býsna torskilið íhugunarefni að á sama tíma og stórveldi Vestur-Evrópu berjast fyrir því að fletja álfuna út í eitt og afsali sjálfstæðis fjölda þjóða, verður ekki betur séð en glaðst sé yfir hverri þeirri þjóð ÍSLAND annarra heimshluta sem tekst að afla sér sjálfstæðis sem þær höfðu glatað í tímans rás (getur átt sér stað að það sé maðkur í mys- unni?). Ágreiningur um aðild að EB er ekki nýr af nálinni. Fljótlega eftir stofnun samtakanna fengu ýmsir stjómmálamenn þá grillu í höf- Bretar t.d. vöknuðu við vondan draum á sínum tíma eftir nokk- urra ára vem sína í EB og töldu sig stórlega hlunnfama. Það við- urkennt og að kalla kippt í liðinn en endurtök sig eigi að síður og gjört um það samkomulag. Stórkostlegt miljarðasvindl hefur sannast í sambandi við Magnús Ó. Jónsson skrifar „.. .ýmsir ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu mœla hiklaust með inngangi okkar í EB, og verður að segjast eins og er að slíkt hlýtur að teljast ólegfljótfœrni miðað við víkjandi aðstœður“ uðið að hér væri gullkálfur á ferð og því betra fyrr en seinna að tengjast slíku fyrirbrigði traustum böndum hið snarasta. Þeim er gjörðu þennan mál- stað að sínum frá upphafi hefur verið það nokkurt feimnismál síðan og hafa sést fóma höndum margir hverjir þá er um er rætt og frábeðið sig allri þátttöku í slík- um hugmyndum. Færi betur að svo yrði framveg- is. Því er þó aldeilis ekki að heilsa enn sem komið er, ýmsir ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu mæla hik- laust með inngangi okkar í EB, og verður að segjast eins og er að slíkt hlýtur að teljast ótrúleg fljótfæmi miðað við ríkjandi að- stæður. Nokkur reynsla er komin á starfsemi EB og sitthvað á reiki um starfsemi samtakanna og hún því miður ekki öll til fyrirmyndar. vömflutninga yfir hin og þessi landamæri, þar sem sama vara er flutt margsinnis fram og til baka, skráð og greiddar uppbætur nokkmm sinnum og kæmi ekki á óvart að ekki væri allt upp talið. En trúlega standa vonir til að sá annmarki verði úr sögunni þegar búið verður að leggja öll landa- merki niður. Eða hvað? Eflaust reynist erfitt fyrir þá er vilja fylgjast með framvindu þessara mála að átta sig á ýmsum þýðingarmiklum staðreyndum sem þetta varðar, er þar máske á ferð fyrmefnd fáfræði. Þó sýnist hitt líklegra að mismunandi túlk- un og orðalag í umræðum og skrifum um málið eigi þar nokkra sök á, t.d. þegar talað er um yfir- þjóðlegt vald EB, ljótt stórt orð og tortryggilegt, og sé svo að það eigi rétt á sér í þessu sambandi dylst engum, að sé gengið í fjöl- þjóðasamtök sem taka sér slíkt vald er um afsal sjálfstæðis að ræða svo ekki orkar tvímælis. Hinsvegar eru svo þeir sem leggja orð í belg hér um með allt annað hljóð í strokknum, þá verður þetta ósköp meinlaust, bara bandalag, afsal sjálfstæðis og annarra réttinda víðsfjarri. Þátttökuþjóðirnar með neitunar- vald og geta sagt sig úr samtökun- um þegar þeim býður svo við að horfa ásamt því að hafa atkvæðis- rétt. í fyrstu atrennu er gerð var og áður er nefnt og áróður hafinn fyrir inngöngu Islands í EB lá fyrir um stefnu og markmið sam- takanna, ef rétt er munað. 1) Ein pólitísk og hemaðarleg stjóm. 2) Frjáls flutningur fjármagns og vinnuafls. 3) Dómsvald um ágreiningsmál í höndum EB. (Lítið var þá lokið er.) Réttindi og skyldur skil- greindar í nokkur hundmð sund- urliðuðum ákvæðum laga og reglna fylgja með í kaupunum og samræma yrði og skipuleggja til aðhæfingar í hverju landanna fyrir sig. Rökin fyrir þessum málatil- búnaði em þau að erfitt sé að koma fótum undir þennan marg- höfða þursa nema öll ríkin séu sett undir eitt yfirþjóðlegt vald. Framkvæmdastjóm EB hefur lýst yfir að EB taki endanlega all- ar ákvarðanir um málefni EB og EFTA. Ekki ber á öðru en EB-menn séu mjúkmálir þessa stundina. Taka verði tillit til íslendinga hvað varðar fiskveiðar vegna sérstöku þeirra o.fl. Það er auðvitað bráðsnjallt að hafa slík viðhorf á oddinum, sem sakir standa, ástæðan er augljós. Gjöri þeir sér vonir um að Island fallist á lög og reglur samtakanna að öðm leyti, svo sem frjálsan flutn- ing fjármagns og vinnuafls, yrði aðeins tímaspursmál að þau næðu aðgangi að fiskveiðum og vinnslu, ásamt möguleikum til fjárfestingar og atvinnurekstrar á öðmm sviðum. Það liggur í augum uppi, að að þessu er stefnt, og þótt mikið sé lagt uppúr hinum og þessum fyrirvömm svonefndum, skýrum og skorinorðum eru því takmörk sett hversu haldgóðir þeir kynnu að verða um það er lýkur og því fyrir öllu að farið sé með ýtmstu gát. Jón er kominn heim, Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, að loknu formannsstarfi sínu hjá fríverslunarbandalaginu á því herrans ári 1989 við góðan orðstír og hefir nú tjáð okkur að <náðst hafi samkomulag um samstarfs- gmndvöll og stefnt að því að hið sameiginlega efnahagssvæði komi til framkvæmda 1992. Þá búið er að finna hinn sameigin- lega lagagmndvöll hins sameigin- lega efnahagssvæðis Evrópu o.s.frv. Sé alvara bakvið yfirlýstan áhuga fyrir því að iandsbúar fylg- ist með og fræðist um þessi mál er ekki séð önnur leið vænlegri, reyndar tímabært, en gefið verði út rit, bæklingur, er greini frá því hvemig mál standa nú, og að hverju er stefnt. Gullið tækifæri fyrir utanríkis- ráðherrann að koma þessu í framkvæmd fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Magnús Jónsson er bifreiðarsstjóri i Stykkishólmi. Fimmtudagur 19. júlf 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.