Þjóðviljinn - 15.08.1990, Side 6
ERLENDAR FRETTIR
Sri Lanka
Tamflar
ráðast
á þorp
Tamflskir skæruiiðar sem
skutu og hjuggu rúmlega 170
múslimi til dauða um helgina
myrtu 17 til viðbótar í gær. Full-
trúar hersins í Sri Lanka segja að
25 skæruliðar og fímm hermenn
hafí látist í átökum víðsvegar um
austurhluta eyjunnar auk hinna
almennu borgara.
Talið er að hinir Frelsandi
Tígrar af Tamíl (FTT) standi að
árásunum en þeir vilja stofna
eigið ríki á norður- og austurh-
luta Sri Lanka. Eftir síðustu árás-
ir hafa 387 óbreyttir múslimir
verið myrtir síðustu 13 daga. En
Tígrarnir hafa neitað að hafa
drepið óbreytta borgara.
Ráðist var á nokkur þorp
snemma í gær en öryggissveitir sri
lanska hersins komu ekki nógu
snemma á vettvang til að stöða
drápin. Seint á mánudag réðust
svo tveir Tígrar, að talið er, inn í
mosku, drápu einn og særðu þrjá
sem þar voru að biðjast fyrir.
Þetta er þriðja moskan sem
ráðist hefur verið á síðustu fjóra
daga. Meira en 140 manns létu
lífið og 100 særðust þegar skæru-
liðar réðust inn í tvær moskur í
þorpinu Kathankudy á föstudag
og skutu á fólkið með vélbyssum.
Yfirvöld sögðu að vegna
aukinna árása á almenna borgara
yrði öryggisgæsla aukin og lögð
áhersla á að svæla Tígrana út af
þeim svæðum sem þeir halda sig
á. Leiðtogar múslima báðu hins-
vegar ríkistjórnina um vopn til
handa múslimum svo þeir gætu
varið sig fyrst ríkið gæti ekki
tryggt öryggi þeirra.
Talið er að tamílarnir séu að
reyna að flæma múslimi frá
austurhluta Sri Lanka en múslim-
ir styðja ekki viðleitni tamfla til
að stofna eigið ríki. Múslimir eru
16 milljónir og teljast sjö prósent
íbúa Sri Lanka. Reuter/gpm
Líbería
Flýja Monróvíu
Líberíubúi flýr frá Monróvíu með pabba sinn í hjólbörum.
Meira en 100 útlendingar
komu til Freetown í Sierra
Leone nágrannalandi Líberíu
með bandarískum herþyrlum.
Fólkið hafði yfirgefíð spænsku og
þýsku sendiráðin í Monróvíu á
sunnudag í lest 25 bíla og náði til
hafnarborgarinnar Buchanan á
mánudag og fór svo þaðan með
þyrlum.
Fólkið sagði að Samuel Doe
forseti stæði nú fyrir ógnarstjórn
á því litla landsvæði sem hann
ræður yfir inn í miðri Monróvíu,
Sýrland
Annar látinn laus
Svisslendingurinn Elio Erriqu-
ez var á leið heim í gær eftir að
palestínskir mannræningjar létu
hann lausan. Erriquez og sam-
starfsmanni hans Emanuel
Christen var rænt fyrir 10 mán-
uðum frá líbönsku hafnarborg-
inni Sidon en þar settu þeir gervi-
limi á fórnarlömb stríðsins í
Beirút. Christen var látinn laus
fyrir réttri viku.
Erriquez var sagður við góða
heilsu og í andlegu jafnvægi þrátt
fyrir hremmingarnar. Hinn 24
ára gamli starfsmaður Rauða
krossins sagðist vera mjög
ánægður að vera laus en hann
losnaði úr prísundinni seint á
mánudag.
Frétt birtist í dagblaði í Beirút í
gær þess efnis að sami hópur og
hélt Svisslendingunum tveimur
myndi láta lausa fjóra Belga
innan 24. tíma. Blaðið sagði að
Belgarnir yrðu látnir lausir í
skiptum fyrir skæruliða sem hald-
ið er í Belgíu fyrir árás á börn
gyðinga fyrir 10 árum.
Heimildamenn innan belgísku
stjórnarinnar segja að stjórnvöld
hafi samþykkt að láta skærulið-
ann, Nasser Said, lausan eftir
samkomulag við byltingarráð
Fatah, sem Abu Nidal leiðir, og
líbýsk stjórnvöld.
Þrettán Vesturlandabúum er
haldið í gíslingu í Líbanon sem
stendur af hópum hliðhollum
íran. Þetta eru sex Bandaríkja-
menn, þrír Bretar, tveir Vestur-
Þjóðverjar, einn íri og ítali.
Þeir sem létu Erriquez lausan
sögðust gera það þar sem tryggt
væri að kröfum þeirra yrði mætt,
hverjar þær kröfur eru kom ekki
fram. Formaður alþjóðanefndar
Rauða krossins þakkaði, í Genf,
Sýrlendingum, Líbýumönnum og
Álgerbúum sem og Irönum, PLO
og Líbönum fyrir aðstoð við að fá
mennina látna lausa.
Utanríkisráðherra Svisslend-
inga sagði þó að stjórnin í Bern
hefði ekki gefið neitt eftir til að fá
gíslana lausa og að engin ríkis-
stjórn hefði beðið um eitt eða
neitt frá stjórninni í aðstoðar
stað. Reuter/gpm
höfuðborg Líberíu. Doe er nú
einangraður af völdum tveggja
hópa uppreisnarmanna.
I gær drap svo annar upp-
reisnarhópurinn leiðtoga hins,
Yormie Johnson prins. Johnson
vildi koma Doe frá völdum og sjá
til þess að hinn uppreisnarforing-
inn næði ekki völdum en hann
heitir Charles Taylor. Hans
menn segja að Johnson hafi verið
drepinn þegar setið var fyrir hon-
um norður af Monróvíu. Þetta
hefur ekki fengist staðfest.
Fulltrúi Taylors sagði að John-
son hefði verið á flótta eftir að
hafa misst marga menn í bar-
dögum við her Does. Hann sagði
að Taylor og hans menn gætu nú
einbeitt sér að Doe og erlendum
hermönnum sem væru á mála hjá
honum. Hann sagði að Doe hefði
fengið hermenn frá nágrannarík-
inu Gíneu til liðs við sig en yfir-
völd þar neita því staðfastlega.
Gínea er í hópi Efnahags-
bandalagsríkja Vestur-Afríku
sem hafa hug á að senda friða-
rgæslusveitir til Líberíu. Hin rík-
in sem hyggst á að senda herlið til
Líberíu til að stöðva borgarast-
ríðið eru Ghana, Gambía, Níger-
ía og Sierra Leone. Reuter/gpm
Miljónamæringur
rænir banka
Margfaldur milljónamæringur
ástralskur tapaði fyrir fjórum
árum öllum eigum sínum. Með
hníf að vopni reyndi hinn fimm-
tugi Michael Mimmo að ræna
48.000 þús. ísl. kr. úr banka í
Adelaide í maí s.l. Hann flýði
eftir að hafa náð helmingnum af
þeirri upphæð.
Dómarinn í málinu sagði í gær
að fólk ætti frekar að hafa samúð
með Mimmo en ásaka hann.
Mimmo hefur átt við sálræn
vandamál að stríða síðan fyrir-
tæki hans fór á hausinn en hann
sakaði bankann um hið fjárhags-
lega áfall. Hann fékk þriggja ára
skilorðsbundinn dóm.
Búlgaría í Nató
Varnarmálaráðherra Búlgaríu
hefur gefið í skyn að land hans
hefði áhuga á að ganga í Nató.
Búlgaría er í Varsjárbandalaginu
en ráðherrann sagði að eðlileg
samskipti austurs og vesturs ykju
möguleikana á því að Búlgaría
gengi í Nató.
Ráðherrann, Dobri Dhurov,
sagði einnig að afvopnunarvið-
ræðurnar í Vín gæfu tóninn um
hernaðarlega framtíð Búlgaríu.
Yfirvöld í Búlgaríu styttu her-
skyldu þar í landi á dögunum úr
tveimur árum niður í 18 mánuði.
Ríkir flýja
með skútur sínar
Um 500 ítalskir lögreglumenn
fóru í 10.500 skútur og báta til að
kanna hvort eigendumir hefðu
talið faratækin fram á síðasta
framtali. Þessi herfeð olli því að
hundmð skútueigenda flúðu frá
Ítalíu.
Það kom engum á óvart að
margir höfðu ekki talið eignirnar
fram þar sem skattsvik tíðkast
mjög á ítalu og skiptir þá ekki
máli hvort ítalinn er ríkur eða fá-
tækur. Það segir sig þó sjálft að
það voru engir fátæklingar sem
fengu þær 1.200 sektir sem lög-
reglan færði skútueigendum.
Fékk nýtt blóð
Tveggja ára gömul stúlka sem
var haldin hvítblæði fékk að fara
heim í gær eftir að blóðskipti
höfðu átt sér stað. Stúlkan sem á
heima í Níkósíu á Kýpur er dóttir
fólks sem fylgir Vottum Jehóva
að málum.
Foreldrar Stephanie Charal-
ambous höfðu tekið hana úr
breskum spítala til að ekki yrði
skipt um blóð í henni. Dómari
dæmdi þau svo óhæf til að sjá um
barnið og hún var aftur sett inn á
spítalann. Hún fékk að fara heim
efir að yfirvöld töldust viss um að
foreldrarnir hefðu samband við
lækna ef eitthvað bjátaði á.
Persaflói
Alþjóðlegur her
Mikillfjöldi herskipa og herliðs safnast nú saman við Persaflóa enþað
getur reynst erfitt að samhœfa aðgerðirnar
Eftir því sem fleiri og fleiri lönd
ákveða að senda herlið eða
herskip á Persafióasvæðið gerist
sú spurning áleitnari hvernig öllu
þessu liði verður stjórnað. Það er
alkunna að erfítt er að þjóna
tveimur herrum en hver ætlar að
stjórna tugþjóða her sem stefnir
til Saúdi-Arabíu og nágrennis?
Bandaríkjamenn sendu sem
fyrst herlið á svæðið eftir að Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
fordæmdi innrás írak í Kúvæt. En
þetta eru ekki friðargæslusveitir
S.Þ. og hafa nokkrar þjóðir í Ör-
yggisráðinu gagnrýnt Banda-
ríkjamenn og aðra sem sent hafa
lið á svæðið. Sovétríkin telja t.d.
S.Þ. vera rétta aðilann til að
stjórna aðgerðum við Persaflóa
gegn Saddam Hussein íraksfor-
seta, en ekki einstök þjóðríki.
Flest lönd eru samþykk því að
heimurinn sýni styrk sinn með því
að sem flestar þjóðir standi að
vörnum nágrannaríkja íraks.
Hinsvegar eru ekki allir sammála
um hvernig eigi að bregðast við
komi til stríðsátaka. Bandaríkin,
Bretland og Ástralía hafa sagst
myndu beita valdi til að tryggja
viðskiptabann S.Þ. þar sem út-
lagastjórn Kúvæt hafi beðið um
það. Þetta þýðir í raun að hafn-
bann sé á írak þó ríkin vilji ekki
nefna það svo.
Kanada, Frakkland og Sovét-
ríkin sem nú senda skip á svæðið
segjast hinsvegar einungis ætla að
fylgjast með þróun mála. Perez
de Cuellar aðalritari S.Þ. sagði að
ekki væri hægt að líta á hafnbann
sem aðgerð af hálfu S.Þ. Ítalía
mun senda skip til Persaflóa en
ekki taka þátt í hafnbanni. Af-
staða Hollendinga er ekki ljós.
En hvernig Evrópuríki munu
bregðast við kemur betur í ljós
eftir að Samband Vestur-
Evrópuþjóða hefur fundað í
næstu viku. í sambandinu eru níu
þjóðir og unnu þessar þjóðir í
samráði við Bandaríkjamenn við
að veiða upp tundurdufl í Persa-
flóa fyrir þremur árum.
Bandaríkjamenn hafa heitið
að verja Saúdi-Arabíu á landi og
gæti herlið Bandaríkjamanna tal-
ið 50.000 manns á næstu vikum.
Herliðið er stutt af breska loft-
hernum og herliði frá 12 arabísk-
um löndum. Egyptar munu senda
nokkur þúsund hermenn og
eitthvað minna kemur frá Mar-
okkó og Sýrlandi sem og 5.000
manns frá Pakistan sem er islam-
ríki en ekki arabískt.
Það er ljóst að gífurlegum erf-
iðleikum verður bundið að
stjórna þessu liði. Nægir að nefna
tungumálaerfiðleika, mismun-
andi tól og tæki, mismunandi
Tyrkneskir bændur virða fyrir sér bandaríska orrustuþotu sem er á leið
til Persaflóa.
þjálfun mannanna og síðast en
ekki síst hinn mikla menningar-
mun sem er á hermönnum frá
Vesturlöndum og arabalöndum.
Alþjóðleg samvinna af þessu tagi
hefur ekki gefið góða raun. T.d.
höfðu Sameinuðu þjóðirnar
21.000 manna lið frá 29 löndum í
Kongó 1960-64 án þess að koma á
friði.
Fréttaskýrendur segja að
stjórnin í Washington hafi gert
sér vonir um að leiða herdeildirn-
ar með stuðningi Nató, araba-
ríkjanna og með þegjandi sam-
þykki Sovétríkjanna og takast
betur upp en áður hefur gerst þar
sem ein þjóð færi nú með forystu-
hlutverkið.
Reuter/gpm
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 15. ágúst 1990