Þjóðviljinn - 11.09.1990, Side 12

Þjóðviljinn - 11.09.1990, Side 12
Laufey Halldórsdóttir húsmóðir: Nei, það á ekki að hafa það þar. Steinunn Agnarsdóttir nemandi: Já, mér finnst að skjaldarmerkið ætti að vera þar. Ingunn Lára Hannesdóttir hárgreiðslusveinn: Já, alveg eins. Magnea Bergmann kaupkona: Já, það finnst mér. Alveg absalútt. ■ SPURNINGIN ■ Finnst þér að setja eigi skjaldarmerki lýðveldisins á svalir Alþingishússins? Þórhallur Amórsson nemi: Já, mér finnst það gott mál. Skjald- armerkið á fullan rétt á að vera þar. Jóhann Torfason leikur sér að línum og litum ( átaki til fegrunar á Kola- portsgeymslu. Myndir Kristinn. Andrea Jóhanna Helgadóttir og Bemhard Jónas Trauner mála stór- borgarrappara, og beita penslunum aföryggi. Lifandi list Kolaportið verður Litaport Ungir myndlistarmenn máluðu burt gráma bílageymslunnar um helgina veggskreytingunum, og stóð maraþonmáiunin fram yfir miðnætti. Afraksturinn er 600 fermetra veggmálverk eftir unga og efni- lega listamenn, sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa útskrif- ast úr Myndlista- og handíðar- skóla Islands fyrir nokkrum árum. Að sögn Tómasar Jónsson- ar, eins þeirra sem að baki átakinu stóðu, eru þetta myndlistarmenn framtíðarinnar á Islandi. Alls tóku tuttugu og fimm listamenn þátt i þessu átaki til að lífga upp á dimmuna í Kolaport- inu, seljendum og kaupendum á laugardagsmarkaði án efa til ó- blandinnar ánægju. Hver og einn málaði það sem honum kom til hugar; má í portinu sjá geómetríu, óhlutbundin verk og figúratíf, skoplegar verur, blómahaf, brauðrist, fljótandi mynstur, rappara og kuldalega stórborg, svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Jens Ingólfssonar, samstarfsmanns Tómasar, eru þau sem að Markaðstorginu standa mjög glöð og hamingju- söm með útkomu átaksins, og þakklát listamönnunum, og öllum þeim mörgu sem gerðu það mögulegt. Langi menn að berja verk hinna ungu listamanna augum er tilvalið að bregða sér á markað í Litaportinu næsta laugardag. BE Aðstandendur Markaðs- torgsins í Kolaportinu hóuðu saman ungum myndlist- armönnum um helgina, og þöktu þeir gráa veggi bfla- geymslunnar öllum regnbogans litum, hver eftir sínu höfði. Hafist var handa eftir lokun markaðsins á laugardag og málað til tíu um kvöldið. Lista- mennirnir mættu síðan á ný á hvfldardaginn til að Ijúka Gráir veggir bllageymslunnar veittu engum tveim listamönnum sama innblásturinn. Sumir kusu að mála sig út úr grámyglunni með blómamynstri og skopmyndum. Emil Valgeirsson valdi sér blokkir og gula fólksvagnsbjöllu sem myndefni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.