Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 6
Solzhenítsyn vill
alrússneskt ríki
Ráðleggur Rússum að sækja fyrirmyndir í eigin sögu
frekar en til Vesturlanda
Af sovéskum andófsmönnum
síðustu þriggja áratuga er
hinn nú rúmlega sjötugi rithöf-
undur Aleksandr Solzhenítsyn
líklega sá sem mesta athygli
hefur vakið og mestrar virðing-
ar notið, að frátöldum Andrej
Sakharov. Solzhenítsyn var
stöðugt í fréttunum á sjöunda
og áttunda áratug, en síðustu
árin hefur minna farið fyrir
honum í þeim.
Nú er horfur á að verulega fari
að honum að kveða á ný. Til þess
bendir að minnsta kosti grein,
sem fyrir fáum dögum birtist efiir
hann í tveimur sovéskum blöðum
undir fyrirsögninni: Hvemig
Rússlandi skal vakinn lífskraftur
á ný.
Þetta gerðist
/ika.
wmmmn-
Argentína einnig með
Stjóm Argenlínu hefur tilkynnt
að hún muni senda tundurspiili, kor-
vettu og flutningaflugvél af gerðinni
HercuJes C-I30 til Persaflóasvæðis-
ins, ásamt með um 450 sjú- og flug-
liðum. Er Argentína fyrsta ríkið í
Rómönsku Ameríku, sem leggur
fram lið og hergögn gegn Saddaxn
Hussein.
fyrradag fréttist að stolið hefði
veríð tveimur íkonum (helgimynd-
um) úr Fæðingarkirkjunni f Betle-
hem. Ikonin eru firá fyrstu árum 19.
aldar og talin vera mikil listaverk.
Betíehem er í Vesturbakkahéruðum,
þar sem mjög hefur dregið úr iög-
gæs! u af völdum átaka ísraeia og pai-
estínskra andófsmanna, svo að þjófar
og aðrir afbrotamenn eiga tiltölúiega
hægt um vik. Fæðingarkirkjan var
byggð fyrir um 1400 árum þar sem
menn töldu aö værí fæðingarstaður
Jesú Krists.
í suðurítöisku stórborginní Na-
pólí fóru í fyrradag fram hátíðahöld í
minningu Janúaríusar helga, sem er
vemdardýrlingur borgarinnar. í dóm-
kirkjunni þar er varðveitt meðal ann-
arra hclgra dóma storkið blóð dýr-
lingsins, sem er sagður hafa veríð
uppi á fjórðu öld. Micholc Giordano
erkibiskup talaðí tíl um 6000 trúaðra
í kirkjunni og fordæmdi sérstaklega
morð á bömum, sem Camorran, ma-
fía Napólíborgar, lætur ryðja úr vegí
til að koma í veg fyrir að þau beri
gegn henni vitni. Brá þá svo við, að
sögn Rcutersfréttastofu, aó blóð dýr-
lingsins tók að renna, scm væri því
nýúthellt. Fagnaði söfnuðurinn
kraítaverkinu ákaft og tafdi það góð-
an fyrirboða.
Brotlegur ráðherra
Belgiska blaðið Het Nieuwsblad
skýrir svo firá að samgöngumálaráð-
heira landsins, Jean-Luc Dehaene að
nafní, cða þá ökumaður hans hafi
brotið umferðarreglur 16 siiuium á
44 minútum, sem tók þá að komast
heiman frá ráðherranum til skrifstofu
hans. Á þetta að hafa gerst 11. þ.m,
Gerðist þetta að sögn fréttamanns,
sem fylgdi bíl ráðherrans eftir. Meðai
þess sem ráðherrann og bílstjóri hans
brufu af sér var að Icggja bílnum á
gangstétt og fara langt fram úr lög-
legum ökuhraða.
Ekkert hrifinn
af perestrojku
Þetta er í fyrsta sinn, sem rit-
höfundurinn ávarpar landa sína
milliiiðalaust frá því að farið var
að hanna bækur hans á sjöunda
áratugnum. Rithöfundarferill
hans hófst skömmu eftir að hann
hafði verið „endurreistur“ eftir 11
ára fangelsisvist og útlegð í Síb-
eríu. Khrústsjov fór viðurkenn-
ingarorðum um bók hans Dagur í
lífi Ivans Denísovitsj, sem er lýs-
ing á lífinu í þrælabúðum Stalíns,
en eftirmenn Khrústsjovs bönn-
uðu bækur rithöfundarins, vegna
harðrar gagnrýni í þeim gegn sov-
éska kerfinu. Útkoma Gúlageyja-
klasans, sem einnig fjallar um
þrælkunarbúðir stalínska keríís-
ins, mun hafa ráðið úrslitum um
að Solzhenítsyn var vísað úr
landi. Siðan hefúr hann lengst af
búið í Bandaríkjunum.
Sovéskan ríkisborgararétt
fékk hann á ný í ágúst, að sögn
samkvæmt beinum fyrirmælum
Gorbatsjovs forseta. Honum hef-
ur einnig verið boðið í heimsókn
til föðurlandsins, en því hefur
hann hafnað. En nú hefur hann
sem sagt hafið þátttöku í samfé-
lagsumræðunni þar, enda öldin
nú önnur en í fyrra sinnið, er hann
var þar með.
En Solzhenitsyn er ekki einn
af þeim, sem telja undrum líkast
hvílíkar breytingar hafa orðið í
Sovétríkjunum síðustu árin. I
greininni lýsir hann yfir fyrirlitn-
ingu fullkominni á perestrojku,
segir kosningakerfið nýja ekki
vera til annars en að tryggja
kommúnistaflokknum völdin
áfram og er ekki trúaður á að
KGB hafi breyst hið minnsta til
hins betra.
Sovétríkin verði
leyst upp
Talsverður hluti greinarinnar
er hörð árás á sovéska kerfið eins
og það var fyrir tíð Gorbatsjovs.
Marxlenínska útópían, skrifar rit-
höfúndurinn, hefur komið óorði á
Rússland um heim allan. Komm-
únistar hafi eitrað sál Rússlands
og útrýmt hefðum þess fomum,
sérstaklega hollustu fólksins við
landið sjálft, fósturmoldina. Ekki
kemur fram í fréttum um greinina
hvort Solzhenítsyn á þar fyrst og
fremst við samyrkjubyltinguna,
er einkabúskapur í smáum eining-
um var lagður niður, eða iðnvæð-
inguna einnig.
Klukkan hefur glumið komm-
únismanum, skrifar Solzhenítsyn,
en að hans mati stendur viðamikil
bygging gamla sovéska kerfisins
enn, þótt hrörleg sé orðin. Hættan
er sú, segir hann, að „við kremj-
umst undir rústunum er hún hryn-
ur í stað þess að verða frjálsir.“
Svo leggur rithöfundurinn
fram viðhorf sín um það, hvemig
losa skuli Rússland við arfieifð
sovétkerfisins og bjarga því frá
yfirstandandi vandræðum. Hann
leggur vífilengjulaust til
að Sovétríkin sem slík
verði leyst upp og síðan stoíhað
nýtt sambandsríki úr slavnesku
sovétlýðveldunum þremur, Rúss-
landi, Úkraínu og Hvíta- Rúss-
landi, auk mikils hluta Kasakst-
ans (þar sem Rússar em meiri-
hluti ibúa). Hvetur Solzhenítsyn
ráðamenn slavnesku lýðveldanna
til að stefna að þessu marki und-
anbragðalaust.
Vesturlönd litin
homauga
Afdráttarlaus andstaða Solz-
henítsyns við sovéska kerfið,
einnig eins og það er orðið undir
stjóm Gorbatsjovs, fer ekki milli
mála, en hvað sem því líður hefur
hann ekki mikið álit á vestræna
kerfinu. Má vera að umrædd
grein hans sé ekki síst hugsuð
sem gagnrýni á þær fyrirætlanir
Gorbatsjovs og fleiri ráðamanna
að láta markaðskerfi og einka-
rekstur að vestrænni fyrirmynd
taka við af miðstýringunni. Solz-
henítsyn segist að vísu vera fylgj-
andi einkarekstri, en þá helst í
smáum einingum, ekki kapítal-
isma í stómm stíl. Gmndvöllur
hins nýja rússneska ríkis, skrifar
hann, á að vera veruleg sjálfstjóm
þorpa og borga.
Meginatriði í þessum viðhorf-
um Solzhenítsyns, sem raunar
hafa komið fram hjá honum áður,
er að hið nýja Rússland, sem hann
dreymir um, verði alrússneskt og
alslavneskt. í greininni fjallar
hann um ágæti „sálar Rússlands“
og hvetur til þess að Rússar sæki
sér fyrirmyndir í eigin sögu frem-
ur en til annarra samtímaríkja.
Það virðist hann sjálfúr leitast við
að gera.
Eina vörn
sannrar kristni
Sú hefð, sem Solzhenítsyn
byggir á, á upphaflegar rætur að
rekja til ágreinings rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar, sem stofhuð
var með þá grísku sem fyrirmynd,
og kaþólskrar Mið- og Vestur-
Evrópu. Yfirráð Mongóla/Tartara
ollu enn frekari einangmn Rússa
ífá öðmm Evrópuþjóðum og sú
staðreynd að Rússland átti síðan
fram á 18. öld undir högg að
sækja gagnvart Tyrklandi Ós-
mana, bandamönnum þeirra
og/eða undirsátum Krímtörturum
og kröftugri evrópskum grann-
ríkjum stuðlaði að því sama.
Rússar fóm við þessi skilyrði að
upplifa sig sem einu sannkristnu
og sæmilega réttlátu þjóðina,
gædda einhverskonar einstakri,
dulúðugri gæsku, umkringda van-
og villutrúarveldum, þjóð sem ein
og óstudd héldi uppi vöm fyrir
kristnina og þar með von heims-
ins.
Þessar hugmyndir Rússa um
sjálfa sig tóku í arf með vissum
áherslubreytingum byltingarsinn-
ar þarlendir á 19. öld. Þeir vom
Iengi sannfærðir um að í sveitaal-
þýðunni, sem þá var allur þorri
landsmanna, byggi rót-
gróið ágæti, sem leiða
myndi til hamingjuríks
samfélags, bara ef tæk-
ist að tortíma aðals- og
Dagur
Þorleifsson
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. september 1990
Solzhenítsyn - trúir á ágæti „sálar Rússlands."
embættismannavaldi. Á Vestur-
lönd litu alþýðusinnar þessir með
tortryggni, iðnvæddur kapítalismi
þeirra var að þessa fólks dómi vís
með að innleiða í Rússlandi nýtt
þrældómskerfi, verra hinu gamla,
ef færi gæfist. Fyrirmynd þess
hamingjusamfélags, sem bylting-
arsinnar þessir sáu fyrir sér, var
hið fram til þess tíma dæmigerða
rússneska sveitaþorp, mír, þar
sem við lýði var einskonar sam-
vinnukerfi og möguleikar ein-
stakra bænda á að auðgast langt
fram yfir aðra voru takmarkaðir.
Fyrir þessum byltingarsinnum,
sem undirbjuggu jarðveginn fyrir
bolsévíka, virðist hafa vakað,
mörgum hverjum a.m.k., að sam-
félagið skiptist í smáar einingar
sem stjómuðu sér sem mest sjálf-
ar.
Kerfið vont
- alþýöan góð
Að dómi alþýðusinnanna var
kerfi keisarans vont, Vesturlönd
hæpin eða aíleit fyrirmynd og
rússneska alþýðan góð. Á eitt-
hvað svipuðum hugsanabrautum
virðist Solzhenítsyn vera, nema
hvað hjá honum kemur vitaskuld
sovétkerfið - ffá Lenín til Gorbat-
sjovs, að báðum meðtöldum, vel
að merkja - í stað keisarakerfisins
gamla.
Ekki er úr vegi að minna á að
Aukin afbrotatíðni
sænskra kvenna
Mest er um að þœr steli, reyni á annan hátt að
auðgast ólöglega og fremji eiturlyfja-
og fikniefnabrot
A fbrotum og glæpum
*■ kvenna í Svíþjóð hefur
ijölgað verulega síðasta aldar-
fjórðunginn, bæði að tölunni til
og hlutfallslega, samkvæmt
upplýsingum frá Brottsföre-
byggande rádet, stofnun þar-
lendri sem hefur það með hönd-
um að reyna að koma í veg fyr-
ir afbrot. Fyrir 25 árum voru 20
sinnum fleiri karlar en konur
dæmdir þarlendis fyrir afbrot
og glæpi, en nú eru „aðeins“ sjö
sinnum fleiri karlar en konur
dæmdir árlega fyrir afbrot af
verra taginu.
Nokkur munur er á kynjunum
eftir því til hverskonar afbrota og
glæpa þau hneigjast mest. Þau af-
brot sem algengast er að konur
fremji eru þjófnaður, einkum úr
verslunum, falsanir og fjársvik af
ýmsu tagi og þær bijóta líka til-
tölulega oft af sér viðvíkjandi eit-
urlyfjum og fíknieíhum. Af af-
brotum og glæpum sem þær
fremja tiltölulega sjaldan en karl-
ar þeim mun oftar má nefna morð,
smygl, ölvun við akstur, rán, mis-
þyrmingar, bílastuldi og kynferð-
isglæpi.
Samkvæmt upplýsingunum
frá áminnstri stofnun er sú til-
hneiging fyrir hendi hjá sænskum
dómstólum að taka ívið vægar á
konum þeim, sem brotlegar ger-
ast, en körlum sem það kemur
fyrir. Þær sleppa t.d. tiltölulega
oftar við ákæru og fá oftar skil-
orðsbundna dóma. Af hugsanleg-
um ástæðum til þessa er nefnt að
dómarar hafi ekki brjóst í sér til
að dæma til fangelsisvistar konur,
sem eiga ung böm og einnig kann
skortur á fangelsisplássum fyrir
konur að valda hér einhverju um.