Þjóðviljinn - 21.09.1990, Side 8
Útgefandi: Otgáfufélag bjóðviljans Afgreiðsla: «68 1333
Framkvaemdas^óri: Hailur Páll Jónsson Auglýsingadeíid:« 681310 - 68 13 31
Ritstjórar. Arrú Bergmann, Olaiur H. Torfason Simfax: 68 19 35
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Verð: 150 krónur í lausasölu
Fréttastjóri: Sigurður A. Friðþjófeson Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
ÚtJit: Þröstur Haraldsson Pnentun: Oddl hf.
Auglýsíngastjóri: Steinar Harðarson Aðsetur: Siðumúla 37,108 Reykjavik
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Auðlindir og uppskera
Haustjafndægur eru á sunnudaginn og leiða
hugann að þeirri ummyndun náttúrunnar sem
þessi árstími boðar og hefur í aldanna rás orðið
jafnt stjömuspekingum, dulhyggjusinnum, rækt-
unarfólki og vísindamönnum tilefni til að staldra
við. Margt er það í umhverfinu sem auðvelt er að
nema með skynfærum, líkt og norðansendingu
Grænlandshæðarinnar þessa dagana, álftarung-
amir eru að ná valdi á fluginu einna síðastir fugla,
smávinir eins og margir þrastanna að kveðja
landið, slagsmál hreintarfanna að hefjast vegna
fengitímans og yfirborðslög sjávar að kólna og
sökkva á ný.
Bændur geta metið uppskeru og afrakstur
sumarsins, sem að þessu sinni birtist meðal ann-
ars í háum fallþunga dilka og miklum ávöxtum
jarðar. Sú erekki endilega lengurtíðin, að slíktsé
eintómt gleðiefni, á tímum framleiðslutakmark-
ana og offramboðs matvæla. Hins vegar benda
niðurstöður úr haustleiðangri Hafrannsókna-
stofnunar til þess, sem margir hafa óttast, að
ástand fiskstofnanna sé með lakasta móti. Hvorki
verður vart loðnugöngu né verulegrar þorsk-
seiðagegndar. Ekki er með öllu Ijóst, hvort vegur
þyngra, áhrif kaldsjávarins eða sókn fiskveiðiflot-
ans, en þeir slæmu fyrirboðar eru engu að síður
staðreynd sem varðar þjóðartiag.
Fiski- og haffræðingar hafa lengi gert sér
grein fyrir því að samspil er milli breytinga á haf-
straumum og fiskigengdar við landið og hvemig
íslendingar gætu þurft að bregðast við því. Og
menn eru kannski gleymnir á það, að á undan-
fömum árum höfum við neyðst til að breyta veru-
lega um áherslur í fiskveiðum okkar vegna slíkra
umhverfisaðstæðna. Svend Aage-Malmberg
haffræðingur, yfirdeildarstjóri á Hafrannsókna-
stofnun, birti meðal annars í 10. hefti Hafrann-
sókna árið 1977 hugleiðingu sína
„Veðráttan og hafið“, þar sem hann spáir því,
að íslendingar muni ekki til langframa geta hirt
„blómann" einan úr hafinu, heldur verði að snúa
sér að „skítfiski", sem sumir nefndu svo, og eru
þó ekki ómerkari tegundir en t.d. loðna, karfi,
spærlingur og kolmunni.
En í þessari 13 ára gömlu grein snertir
Svend-Aage einnig viðfangsefni, sem kann nú
að færast nær okkur, fari svo að helstu nytja-
stofnar okkar verði ekki sú auðlind sem við höf-
um vanist. Þótt talað sé hástemmt um fiskimiðin
sem matvælaforðabúr, er eggjahvíta úr sjó að-
eins lítið brot af eggjahvítuneyslu mannkyns, því
landbúnaðurinn sinnir hátt yfir 90% af fæðuþörf-
um flestra þjóða. Möguleikamir á stöðugari og
hagkvæmari nýtingu sjávarfangs felast í framtíð-
inni í neðri þrepum fæðukeðjunnar, krabbadýrum
og átu. Þótt slíkar veiðar hafi verið að nokkru
stundaðar árum saman, eru þær dýrari í fram-
kvæmd en hefðbundnar togveiðar. En á sama
hátt og betri nýting fæðu til manneldis fæst úr
komvörum heldur en af fóðurdýrum sem neyta
þeirra, eru möguleikar sífjölgandi jarðarbúa til
nægrar matvælaöflunar einmitt að hluta til fólgnir
í svonefndum óæðri lífverum hafeins. Miðað við
þær áherslubreytingar sem orðið hafa á nýtingu
sjávarfangs hjá okkur (slendingum undanfama
áratugi gæti verið að við þyrftum alvarlega að líta
til þeirrar framtíðar sem Svend-Aage Malmberg
og fleiri gerðu snemma grein fýrir. Otrúlegri hlutir
hafa gerst.
Þótt haustið sé nú að heflast samkvæmt við-
miðunum alþjóðlegrar veðurfræði og stjömu-
fræði og haustmánuður hefjist í næstu viku sam-
kvæmt gamla, íslenska misseratalinu, var haust-
ið ekki skilgreind árstíð í því. Á íslandi tekur vetur
beint við af sumri í endaðan október. Árstíða-
skiptin fýlgdu fomum búskaparháttum og veður-
fari og voru í samræmi við þá hrynjandi náttúr-
unnar sem okkar skilyrði bjóða. Og framtíð okkar
felst í því að við skiljum tímanlega hvemig við
getum hagnýtt þau best. Verða átuveiðar I sjón-
um okkur verðmætari en álið á komandi öld?
ÓHT
0-ALIT
8 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. september 1990