Þjóðviljinn - 21.09.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Page 9
„í þessu máli er bitist um atvinnutækifæri og þá spurningu hvort stjórnvöld vilji í reynd stuðla að þróun byggðar á landsbyggðinni og sporna gegn auknum fólksflutningum til höfuðborgarsvæðisins. “ Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum á undanförnum vikum og mánuðum sú mikla um- ræða, sem verið hefur um álver á íslandi og staðsetningu þess. Það er eðlilegt að skoðanir séu skiptar um kosti og galla slíkrar verk- smiðju fyrir einstök byggðarlög og þjóðarbúið í heild. Stærð þessa fyrirtækis er slík, að efna- hags- og félagsleg áhrif verða mjög mikil. Einnig er ljóst að áhrif á búsetuþróun geti orðið afdrifarík, sérstaklega ef verk- Um álver og staðsetningu þess smiðjan verður staðsett á Keilis- nesi. Sú staðsetning myndi soga til sín vinnuafl í einhverjum mæli af landsbyggðinni, en slíkt veikir auðvitað byggðaþróun utan Suð- vesturlands og kostar þjóðfélagið og þar með íslenska skattþegna mikla fjármuni. Það er nauðsyn- legt að viðhalda hæfilegu jafnvægi í byggð landsins, en það gerist ekki með því að flest stór- fyrirtæki og mestur hluti opin- berrar þjónustu sé byggður upp og staðsettur á sama lands- horninu. Meðgöngutími væntanlegs ál- vers er orðinn nokkuð langur. Af og til hefur örlað á fæðingar- hríðum, sem ekki hafa borið' ár- angur enn. Lengi framan af kepptust ráðamenn þjóðarinnar við að sannfæra landsmenn um það, að næsta stóriðja yrði reist á landsbyggðinni og þá var auðvit- að átt við það landsvæði sem er utan Suðvesturlands. Þessar yfir- lýsingar voru líka gefnar eftir að fyrir lá að ekki yrði reist annað álver við Straumsvík. í dag hljóta landsmenn að spyrja sig hvaða meiningar hafi legið á bak við þessar yfirlýsingar. Á undanförn- um fáum vikum hafa þessir sömu aðilar keppst við að sannfæra sjálfa sig og landsmenn alla um það, að ef við ætlum að fá álver, þá verðum við að sætta okkur við Keilisnes. Ástæðan er sögð sú, að hinir erlendu samstarfsaðilar velji Keilisnes númer eitt. Fyrri yfirlýsingar ráðamanna um nauð- syn þess, að staðsetja þetta álver úti á landsbyggðinni, virðast ekki vega þungt lengur. Við hljótum að spyrja hvaða möguleika ís- lensk stjórnvöld hafi í reynd, til þess að hafa áhrif á staðarval, þar sem tekið væri mið af hagsmun- um þjóðarbúsins í heild. Alla- vega virðist kjarkur og geta stjórnvalda ekki vera í samræmi við þær yfirlýsingar sem áður hafa verið gefnar. Ef erlendir að- ilar eiga að ráða mestu, ef ekki öllu, um hvar þeir staðsetja sín fyrirtæki á íslandi, þá er hætt við að þjóðarhagsmunir verði bornir fyrir borð. Ástæðan er einfald- lega sú, að hagsmunir þessara er- lendu fyrirtækja þurfa alls ekki að falla að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Þetta segir aðeins, að valkostur númer tvö eða þrjú hjá erlendum aðila gæti í reynd verið góður kostur fyrir þá, en bestur fyrir íslendinga. Undanfarna mánuði hefur vinna og orka fjölmargra Ey- firðinga farið í það að vinna að framgangi málsins og kanna möguleika og hagkvæmni þess að nýtt álver yrði staðsett í Eyja- firði. Ég tel að skoðun flestra sé að sú atvinnuuppbygging, sem fylgja myndi nýju álveri hér í Eyjafirði, myndi styrkja mjög alla uppbyggingu á þessu svæði og skapa nýja möguleika til enn frekari framþróunar. Ef til vill hafa of margir á undanförnum mánuðum einblínt á þennan möguleika sem lausn. Það er alla- vega nauðsynlegt að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar á Eyja- fjarðarsvæðinu, hugleiði fleiri möguleika í atvinnuuppbyggingu og um leið eflingu byggðar. Ljóst er, ef marka má umræður síðustu vikna, að líkur fyrir staðsetningu álvers í Eyjafirði nú, eru minnkandi. Það þarf því að horfa til annarra möguleika, snúa bökum saman og styrkja sam- stöðuna og leggjast á eitt um að finna ný atvinnutækifæri. Einnig þarf að efla þá starfsemi, sem fyrir er á svæðinu og vaxtamögu- leikar eru í. Nauðsynlegt er að háskólinn á Akureyri eflist og flutningur á opinberum stofnun- um á landsbyggðina er mál sem vinna þarf ötullega að. Ef við stöndum saman, þá aukast mögu- leikar okkar á jákvæðum árangri. Nýlega hafa verið settar fram af stjórnvöldum hugmyndir um að nýta hluta af skatttekjum af álveri sem staðsett yrði á Keilis- nesi, til að jafna orkukostnað á landsbyggðinni. Umræða um jöfnun á aðstöðu og kostnaði á landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðisins hins vegar er góðía gjalda verð, en á lítið erindi í þá umræðu, sem verið hefur um álver og staðsetningu þess. í þessu máli er bitist um atvinnutækifæri og þá spurningu hvort stjórnvöld vilji í reynd stuðla að þróun byggðar á lands- byggðinni og sporna gegn auknum fólksflutningum til höfuðborgarsvæðisins. Jöfnun orkukostnaðar kemur ekki í stað álvers eða kröftugrar upp- byggingar á atvinnulífi. Dug- miklu fólki nægir ekki niður- greidd orka, ef litla eða enga at- vinnu er að fá. Álversleiknum 1990 er senn lokið. Ég bíð reyndar enn eftir að dómarinn eða leikstjórnandinn flauti opinberlega til leiksloka. Það bendir hins vegar margt til þess að sigur vinnist ekki í þeim leik, enda leikreglur á margan hátt óljósar. Það gildir hins vegar jafnt í þessum leik sem öðrum, að nauðsynlegt er að yfirfara leik- skipulag og endurskipuleggja leikaðferðir fyrir næsta leik. Þeg- ar leikur tapast, verður þörfin enn brýnni. Nauðsynlegt er að styrkja hugsun og anaa liðsins fyrir næstu leiki, þannig að bar- áttuþrek og vilji auki líkur á sigri. Að því skulum við vinna nú. Halldór Jónsson er bæjarstjóriá Akureyriog formaður Héraðsráðs Eyjafjarðar Föstudagur 21. september 1990 nvtt HELGARBLAÐ - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.