Þjóðviljinn - 21.09.1990, Side 24
Föstudagur 21. september 1990 177. tölublað 55. árgangur
Heilsugæsla
Smáfiskar afhreistra
psoriasis-sjúklinga
Þrjár tyrkneskar fisktegundir taka að sér með-
höndlun á húðsjúkdómnum psoriasis
Psoriasis-sjúklingurinn hefur komið sér fyrir (heita pottinum innan um torfur
af kjötætufiskum. Þijár óþekktar fisktegundir þyrpast að sýktum hlutum húð-
arinnar.
Sagan hljómar allfurðulega, en
margt bendir til þess að bót fá-
ist á psoriasis með umgengni
við tyrkneska fiska. Þessi
undralækning sem hefur vakið
mikla furðu í heimi læknavís-
indanna gerist í tyrknesku fjall-
lendi um 500 km fyrir austan
höfuðborgina Ankara.
Psoriasis-sjúklingamir vippa
sér einfaldlega niður í eitthvert
fjögurra heitavatnskerjanna á
staðnum í miðja torfu af kjötætu-
fiskum. Þetta em 3 tegundir, sem
vom áður óþekktar, en kallast í
bili „nartaramir", „stungumar"
og „sleikjumar“. Heildarheitið er
„læknisfiskar“.
Læknisfiskamir taka við þeg-
ar aðrar tilraunir hafa reynst ár-
angurslausar. Sjúklingamir baða
sig klukkustundum saman dag
hvem í heitu pottunum.
Nartaramir bíta í þá hluta
húðarinnar sem flagna og bólgna.
Þá koma stungumar til skjalanna,
mýkja húðina og vekja sjúklingn-
um blóð. Loks mæta sleikjumar
og munnvatn þeirra virðist stöðva
blæðingamar.
Læknisfiskamir ráðast ein-
göngu á húð sem er haldin psori-
asis. Heilbrigða hluta hömndsins
snerta þeir aldrei.
Tveir enskir læknar, David og
Janet Warwick ffá Bristol hafa
fylgst með fyrirbærinu og lýstu
því í hinu virta læknariti The
Lancet. Þeir hafa enga skýringu á
því hvers vegna afhreistmn og
lækningar fiskanna heppnast. Enn
er lítið vitað um þá. Og þótt menn
kunni að hafa sínar efasemdir um
hollustu þess að umgangast kvik-
indin, - til dæmis vegna þess
möguleika að þeir beri smit, hrif-
ust læknamir af trú fólks á þau.
Fjölmargir hafa lagt á sig
mörghundmð km ferðalag til
þessa einangraða staðar uppi í
fjöllum til þess að varpa sér fyrir
fiskana. Og að sögn ensku lækn-
anna hefúr árangurinn verið já-
kvæður og sannfærandi.
ÓHT tók saman úr
Illustreret Videnskab
L'ORÉAL
NU ER HANN TVOFALDUR
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
■■■■■