Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 1
Sorp er velmegunarvandi sem Islendingum hefur ekki tekist að leysa með sómasamlegum hætti. En nú er verið vinna að mótun stefnu um sorp, fiokkun þess og endurvinnslu. I miðopnu
blaðsins í dag er fjallað um sorp, rætt við öskukarl og Ögmund Einarsson, framkvæmdastjóra Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins. Mynd: Kristinn.
Könnun á atvinnuástandi
Vantar300 starfsmenn
Atvinnurekendur vilja jjölga starfsmönnum um 300. Eftirspurnin eftir vinnuafli mest ífiskiðnaðinum.
I september voru 1300 skráðir atvinnulausir
Tvöfalt meiri eftirspurn var
eftir starfsfólld í september
heldur en í apríl s.l. og vildu at-
vinnurekendur fjölga starfs-
mönnum um 300, en þetta kem-
ur fram í könnun Þjóðhags-
stofnunar á atvinnuástandi og
horfum á vinnumarkaði í sept-
ember 1990.
Fjölgunin samsvarar 0,4 pró-
sent af heildarmannafla i þeim at-
vinnugreinum sem könnunin náði
til og helst er það fiskiðnaðurinn
úti á landi sem þarfnast starfs-
fólks. Stofnunin gerir kannanir af
þessu tagi þrisvar á ári.
Frá árinu 1988 hafa atvinnu-
rekendur viljað fækkun á starfs-
fólki, mest 365 manns í septem-
ber í fyrra og 370 í janúar í ár.
Þessi þróun snerist við í apríl þeg-
ar atvinnurekendur töldu þörf á
155 starfsmönnum.
Það ríkti jafnvægi á vinnu-
markaðnum á höfuðborgarsvæð-
inu í september, en atvinnurek-
endur vildu fækka um 60 störf, og
er það mikil breyting ffá því fyrir
ári, þegar menn vildu fækka um
280 störf á höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnurekendur á lands-
byggðinni vildu hinsvegar fjölga
um 360 störf í september sem er
tvöfalt meira en í apríl og mikil
breyting frá því í september 1989
þegar jafhvægi ríkti. Eftirspumin
er nær eingöngu i fiskiðnaði því
jafnvægi ríkir í öðrum atvinnu-
greinum úti á landi.
í september voru 1300 skráðir
atvinnulausir sem er um eitt pró-
sent af heildarmannafla. Þetta er
minnsta atvinnuleysið sem mælst
hefur á árinu, en atvinnuleysi er
jafnan minnst á þessum ártíma.
Þjóðhagsstofnun spáir aukningu á
atvinnuleysi það sem eftir er af
árinu, þannig að meðalatvinnu-
leysi mælist tvö prósent allt árið
miðað við 1,9 prósent fram til
þessa. Stofnunin spáir minni
aukningu á atvinnuleysi en hefur
verið.
Eftirspumin eftir vinnuafli
var mest í fiskiðnaði, en þar vora,
einsog segir í könnuninni, 365
laus störf. Meiri eftirspum hefur
ekki mælst síðan í könnuninni í
apríl 1988. Stofnunin vekur at-
hygli á því að lausu störfm í fisk-
iðnaðinum era nær eingöngu á
landsbyggðinni og hefur það ver-
ið svo um langt skeið. A síðustu
misseram hefur atvinnuleysi ver-
ið að aukast úti á landi og er
meira meðal kvenna en karla. Það
bendir til þess að það fari saman
skortur á vinnuafli í fiskiðnaði og
almennt atvinnuleysi á lands-
byggðinni, segir í frétt stofnunar-
innar um könnunina.
Það kemur fram, að í almenn-
um iðnaði ríkir jafnvægi í vinnu-
aflseftirspum. Þó vildu atvinnu-
rekendur fjölga um 25 störf í sept-
ember en það var nær eingöngu á
höfuðborgarsvæðinu.
I byggingariðnaðinum er þörf
á 80 starfsmönnum sem er mun
minna en í september í fyrra þeg-
ar vantaði 120 störf. Mikil óvissa
er ríkjandi í atvinnugreininni,
segir í könnuninni, ekki síst
vegna fyrirhugaðs álvers.
Miklar sveiflur era í vinnu-
aflsþörf í verslunar- og veitinga-
starfsemi. Þannig vilja atvinnu-
rekendur fækka um 200 störf í
þessum geira og er það mesta
fækkunin í einstakri atvinnugrein.
Þetta er breyting frá því í apríl
þegar menn vildu fjölga um 40
störf. Af þessum 200 eru 170 á
höfuðborgarsvæðinu en 30 úti á
landi. Stofhunin bendir á að þess-
ar niðurstöður bendi til þess að
enn sé ríkjandi samdráttur í grein-
inni því útlit hafi verið fyrir um-
skipti í apríl. Niðurstöðumar
benda einnig til þess að umsvifin
í greininni séu nokkuð sveiflu-
kennd.
í samgöngum ríkir jafnvægi, .
en í sjúkrahúsrekstri er talin þörf
á að fjölga um 150 störf sem er
tvöfalt meira en í april s.l., segir í
frétt Þjóðhagsstofnunar. Þeta er
tvöfalt meira en í apríl og mun
meira en í fyrra þegar þessir at-
vinnurekendur vildu aðeins fjölga
um 10 störf. I öðram þjónustu-
störfum er þörf á að fækka um
130 störf sem er jafnmikið og fyr-
ir ári.
-gpm
Munið happdrætti Þjóðviljans