Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 5
Púkinn á Ijósritanum íslendingar hafa tekið sérstöku ástfóstri við alla afritunartækni og eftirhermuskap. Þessi djúpættaða kennd birtist oft i þeim stellingum sem þjóðin setur sig í gagnvart nýbreytni í atvinnulífi og sókn til meiri hagsældar. Stunduð eru samanburðarvís- indi í óða önn og draumurinn er sá að líkja sem best eftir öðrum. En minna fer fyrir því frumkvæði sem öllu skiptir í nútíman- um. Hættulegast er þó, ef áhrifamenn þjóð- arinnar - og þeir sem ætla sér að hafa áhrif og blanda sér kappsfullir í baráttu og um- ræður, - skortir heildarsýn og þekkingu. Og um margt ber umfjöllun undanfarið um stöðu okkar í viðskiptum við aðrar þjóðir og sókn til bættra Hfskjara mót af því að menn heyi sér að mestu efnivið og rök- semdir úr lágfleygum fjölmiðlum, en hafi verri tök á því að nálgast traustari grunna. Skoðanaskipti hérlendis um Evrópu- mál og GATT-viðræður bera það til dæmis með sér, að Ijarri fer því að margir þeir sem treysta sér til yfirlýsinga um slík málefni líti þau í ljósi þeirrar umræðu sem ífam fer á vettvangi alþjóðaviðskiptalífsins sjálfs. Á tímum styrkingar, samruna fyrir- tækja og aukinnar samvinnu þeirra yfír landamæri leyfa menn sér til dæmis á ís- landi flumbrulegar tilraunir til að sundra sölusamtökum í fískútflutningi á forsend- um úreltra hugmynda um ífumskógalög- mál á markaði smáfyrirtækja. Islendingum hefúr aldrei verið jafn brýn þörf á heildar- samvinnu og samstöðu um eina ímynd, helst eilt vörumerki, á alþjóðamarkaði. Smæð okkar er slík á leikvangi heimsvið- skiptanna. Á sama hátt hefúr mörgum verið það ljóst alllengi, að spumingin hefur ekki ver- ið hvort Islendingar mundu eiga tvö flugfé- lög í millilandaflugi í framtíðinni, heldur hvort þeir munu eiga nokkurt fyrirtæki i þeirri þjónustu þegar nær dregur aldamót- um. Yfirtökur stóru flugfélaganna á þeim smærri og sífellt þéttriðnara net samvinnu gætu reynst Flugleiðum hættulegur mót- vindur. Þetta er veruleikinn sem við blasir. Djöfladýrkun á skrifstofunni Það situr púki á hveijum ljósrita á Is- landi og menn skemmta skrattanum einna mest þegar þeir umgangast þá vondu vél, að sögn ffóðra manna, því hvergi á íslensk- um vinnustöðum er að jafnaði bölvað meira en fyrir framan ljósbera þessa sem framleiða sorta (og jafnvel barist, eins og staðfest dæmi ffá fundum Sjálfstæðis- manna og Alþýðubandalagsins sanna, þeg- ar hrindingar og pústrar kvikna við ffam- leiðslu „matseðla" við atkvæðagreiðslur). En kjafturinn á notendum ljósritunarvéla stafar yfirleitt af feiknarlegri bilanatíðni ljósritunarvéla hérlendis, sem aftur leiðir af því að dagleg notkun þeirra er víðast langt umfram þau hita- og núningsmörk sem grunlausri framleiðendur hafa sett. En hvers vegna ljósritum við svona heiftarlega, með þeim afleiðingum að munnsöfnuður verður sífellt verri í fyrir- tækjum og stofnunum? Afritafræðingar benda á að kópíu- kækir Islendinga séu hluti af arfleifðinni. Það er í sjálfu sér ekk- ert einstakt að íslenskir menn skyldu semja og skrá margt sagna og ljóða á miðöldum. En engin þjóð hefur hins vegar hlutfalls- lega ffamleitt annað eins magn handskrif- aðra afrita og við. Aldrei hefúr verið borin fram almennileg skýring á nær sjúklegri ár- áttu þessarar eyþjóðar að margendurrita bækur, langt um ffam not. Svo rammt kvað að þessari iðju, - for- vera ljósritunarinnar, - að menn voru hér afritandi fomsögur með penna allar götur ffam á 19. öld, þótt iðulega væri nægilegt framboð á prentuðum útgáfúm af sömu gögnum. Vitaskuld er skýringin einfaldlega sú, að vinnuaflið var svo ódýrt hériendis, að það gat borgað sig að láta einhvem nota gersamlega úreltar aðferðir við framleiðslu á bókum. Og af þessu má lærdóma draga. Ekki er langt siðan þær laxeldishugmyndir óðu uppi, að bændum hentaði vel að hafa matfísk í keijum úti á túnum. Það þótti úr- tölumennska, þegar bent var á að laxeldi í smáum stíl hentaði bændum álíka vel til tekjuöflunar og samsetning á Mercedes- Benz bílum úti i hlöðu. En kjaminn í þess- um samanburði er sá, að hérlendis hafa menn lengi starað á orðin atvinnutækifæri og ársverk gagnrýnislítið og haldið að stærð talnanna um þau segðu einhveija lífskjarasögu. Staðreyndin er sú, að hið dulda atvinnuleysi á íslandi felst í óarðbær- um störfúm vítt og breitt um landið, þar sem menn hafa í raun ekki hærra kaup en þeir sem afrituðu bækur með penna eftir að prentgripir komu til sögunnar í stóram stíl. Og því miður er margt i loftkastalasmíð manna um framtíöarstörf bundið hug- myndum um vanþfóuð handverksstörf fyrri tíma og úreltar iðnir, en færra heyrist nefnt af þeim hátækni- ðg þjónustumögu- leikum sem mestar tekjur færa erlendis. Hér á landi sætta menn sig við afkastal- ítið skólakerfi, og virðast sumir halda að tækni og framfarir byggist á því að fjölga nemendum í verkmenntagreinum eitthvað sérstaklega um þessar mundir, því hættu- lega marga langi í háskólanám. Fax og fiskur Ekki er nóg með ljósrita-læti okkar, heldur er sú pennalata þjóð íslendingar víst orðin hinn mesti skelfir á símfaxvélum út- lendinga. Fólkið sem var frægt fyrir að nenna ekki að svara bréfúm hefúr nú kom- ist yfir ný og spennandi tæki, og vegna þess að íslendingar era tækjaóðir rignir nú yfir forviða útlendinga íslenskum símbréf- um með svöram, beiðnum, fyrirspumum og athugasemdum af ótrúlegasta tagi. Og dugir litt að benda á, að símbréfaskiptin era með dýrasta samskiptamáta sem nú tíðkast. Telefax-tæknin er upp fúndin handa táknletursþjóðum Asíu, Kina og Japan, og hefur gerbreytt aðstöðu þeirra til skjót- virkra samskipta með handskrifuðum skilaboðum, því leturborð ritvinnslutækja era óþjál við myndletrið. % Framlag atvinnugreina til landsframleiöslunnar 1988 3,65% 15,00% 4,13% 5,77% 14,90% 13,08% 6,54% 7,69% 8,46% 9,04% ■ Landbúnaður 63 Veilur M Þjón.fyrirtæki 9S Fiskiðnaður M Samgöngur “ Byggingastarfs. n Fiskveiðar S Versl.,veit. & hótelr. □ Ann. iðnaður en fiskiðn. K3 Pen.stofnanir BS Opinber þjón. 11,73% Heimild: Seöiabartki (slands Fax-fárið er hér nefnt sérstaklega, því það er dæmigert einkenni á því skelegga og dýrkeypta atferli þjóðarinnar sem fær hana iðulega til að steypa sér til veiða ofaní grængolandi djúp nýrra atvinnugreina og tækni og telja framfarimar alltaf liggja í því að kaupa og byggja eitthvað nýtt. Hins vegar má færa sterk rök að því, að velferð okkar og arðsemi í þjóðarbúinu mundi oft aukast og treystast á varanlegri máta, ef gætt væri að hagræðingu og fyrirhyggju í Að gefnu tilef ni Staðrevndin er sú, a0 hið dulaa atvinnuleysi á Islandi felst í óarðbærum störfum vítt oa breitt umlandío, þar sem menn hafa í raun ekki hærra kaup en þeir sem afrituðu bækur með penna eftir að prentgripir komu til sögunnar í stórum stíl. Starfsemi hins opinbera Byggingastarfsemi Fiskiðnaður Smásöluverslun Landbúnaöur Heildverslun Samgöngur Fiskveiðar Persónuleg þjónusta Matvælaiðn.f.ut.landbún. Fasteingarekst.&þjón.viö atv.r. Peningastofnanir Málm-og skipasmíði, véla-og skipaviög. Skó- og fatagerö, skinnaiðn. Pappírsiðnaður Menn.mál, skemmt. & íþr. Veitingahús Slátrun, kjötiön, mjólkuriðn. Rekstur Pósts og sima Trjávöruiönaður Efnaiðnaður Heilbr.þjón. á vegum einkaaö. Vamari. og ísl.starfsm.sendir. Rekst. vatns- rafm. og hitaveitna Gististaðir Steinefnaiðnaður Ál- og kísiljámframleiðsla Tryggingar Ýmis iðnaður og viðgerðir Heimild: Þjóöhagsstofnun. ÞJÓÐVILJINN / ÓHT ÞJÓÐVIUINN / ÓHT þeim greinum sem við þegar stundum. Einna skýrastu dæmin þar era sjávarút- vegur, verslun og þjónusta. Slæleg tök okkar á þeim vígstöðvum verður aldrei hægt að vinna upp með álgróða eða arði af ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Eitt brýnasta baráttumál þeirra sem láta sér annt um þjóðarheill er að láta t.d. útgerð, fiskvinnslu og verslun aldrei í friði, meðan hægt er að hagræða þar og bæta. Aðhaldið sem þeim er hægt að veita skiptir sköpum. I þeirri umræðu sem nú er uppi vegna hugsanlegrar stóriðju hafa þeir liðir sem snerta gjaldeyristekjur og verðmætasköpun af einhveijum orsökum oft vikið fyrir ábendingum um fjölda ársverka í áliðnaði, og sumir býsnast yfir kostnaðinum bak við hvert ársverk í stóriðju. I hverju liggja svo raunveralegu ffam- farimar? Nýjum tækjum, iðnaði, fjölda árs- verka, hagvexti og kaupmætti? Fáeinir spekingar hafa imprað á því hógværlega, að mokfiskirí á næstu misseram og ofboðs- legur álgróði hafi í raun ekki önnur áhrif en þau, að þjóðin kaupi sér meiri stundarþæg- indi og afþreyingu, verði markráðari og gráðugri. Undanfarandi góðæristimabil hafa ekki skutlað þjóðinni mikið lengra á menningarsviðinu, ekki gert hana neitt sér- staklega áhugasama um aðbúnað þeirra yngstu og elstu í samfélaginu. Reynslan kenni okkur að eftirsóknin eflir hagvaxtar- vindinum sé ekki verðugt verkefni sannra þjóðfélagsumbótasinna. í umræðum um hagvöxt og ffamfarir i landinu beinist athyglin einatt að nýjung- um og uppbyggingu, með fogram fyrirheit- um um arðsemi, þótt alltof mörg dæmi síð- ari ára hafi leitt annað i ljós. Minna er stundum rætt um hvemig stórbæta má og tryggja afkomu okkar með hagræðingu í þeim atvinnuvegum sem mestu máli skipta. Eitt höfuðatriðið í því sambandi er að öðlast þekkingu og skilning á þeirri framvindu sem verður í umheiminum. Verslun og samskipti við aðrar þjóðir era Islendingum mikilvægari en fjölmörg- um öðram nágrönnum okkar, sem ffam- leiða fjölbreyttari vaming og eiga sjálfar þau hráefni sem til þarf. Eins og sést af meðfylgjandi súluriti yfir fjölda ársverka í atvinnugreinum 1986 töldust þá tæp 16 þúsund ársverk í heildsölu- og smásölu- verslun á Islandi. Utanrikisverslun okkar er risavaxin miðað við það sem sums staðar annars staðar tíðkast. Það leiðir því af sjálfu sér, að allt sem til breytinga horfir í millirikjaverslun skipt- ir þjóðarhag miklu máli. Og það er ekki að- eins innan GATT, alþjóðabandalagsins um tolla og viðskipti, sem ögurstundir virðast vera í aðsigi, heldur verður einkenni þessa áratugar ef til vill byltingar á formi og inni- haldi viðskipta um heim allan. Áætlanimar um innri markað Evrópu- bandalagsins, aukin samvinna Ameríku- ríkja annarsvegar og Kyrrahafslanda hins vegar, allt eru þetta hröð þróunarferli núna. Og okkur er lifsnauðsynlegt að fylgjast sem nánast með þeim. Annars vegar getum við þjösnast á framleiðslutækjum nútímans, eins og ljós- ritunarvélum og telefaxgræjum, með til- heyrandi kostnaði og orðbragði, eða geng- ið til verks eins og menn í samkeppninni í hátækniþjóðfélögunum. Nýtt tæloiina, en ekki fallið fyrir henni. ÓHT Laugardagur 27. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.