Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 6
r Halldór Asgrímsson er á beininu Á móti bara af því bara Tilkynnmg Sovétmanna um þaö aö þeir geti ekki staöiö viö geröan saltsíldarsamning kom flatt upp á síldarsaltendur og því ríkir mikil óvissa hvaö veröur um síldarvertíöina. Þá hefur mikill fjöldi mótmælabréfa borist íslenskum stjórnvöldum vegna fyrirhugaöra höfrungaveiöa fyrirtækisins Fauna í Hafnarfiröi. Ennfremur hefur álmáliö komist í kastljósiö eftir yfirlýsingar varaforstjóra Alumax í vikunni. Um þetta og margt fleira svarar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sem er á beininu aö þessu sinni. Hvert verður framhaldið í saltsfldarmálum eftir að Sovét- menn hafa tilkynnt að þeir geti ekki staðið við gerðan samning um kaup á 50 þúsund tunnum af saltsíld? Við þurfum fyrir það fyrsta að fá betri útskýringar á þessu skeyti frá Sovétmönnum. Það kom vissulega á óvart að þeir skuli bera fyrir sig neyðarrétti hvað varðar þennan samning í ljósi þess að hér er um að ræða frekar litlar upphæðir. Þá kom þetta skeyti einnig á óvart þegar það er haft í huga að Sovétmenn eru ný- búnir að ganga frá greiðslum vegna þeirrar skuldar sem var vegna freðfiskkaupa þeirra. En vonandi skýrast þessi mál á þeim fundi sem Síldarútvegsnefhd hef- ur óskað eftir við Sovétmenn. Við höfum haft góð viðskipti við Sov- étmenn í fjörutíu ár og þrátt fyrir að flestum sé kunnugt um þau efnahagslegu vandamál sem þeir eiga við að etja, þá hef ég alls ekki gefíð upp alla von hvað varðar áframhaldandi viðskipti við þá um saltsíldarkaup og fleira. En það eru ekki bara slæmar frétt- ir í síldinni. Það hefur verið stöð- ug aukning í frystingu síldar fyrir Evrópumarkað og þá hefur einnig verið aukning í framleiðslu síld- arflaka íyrir Japansmarkað. Enn- fremur er það alveg ljóst að þeir atburðir sem hafa verið og eru að gerast í Austur-Evrópu munu leiða þar til enn frekari neyslu á síld. Síldin er ódýr matur og í þessum löndum er mikil þörf fyr- ir ódýrar físktegundir. Að vísu mun það taka einhvem tíma að vinna upp markaði í þessum lönd- um, en engu að síður má búast við að þar verði um verulegu aukn- ingu að ræða á neyslu síldar þeg- ar fram í sækir. Sem dæmi má nefna að verksmiðja sú sem Sölu- samtök íslenskra fiskframleið- enda, SÍF, hefúr nýlega fest kaup á í Frakklandi hefur framleitt um 500 tonn af síldarflökum á ári, en nú em uppi hugmyndir að auka þessa framleiðslu um allt að helming. Franski markaðurinn hefur að vísu verið lítill, en allt stefnir þetta þó uppávið fyrir okk- ur þar sem fiskistofnar ytra hafa bmgðist. Hvað flnnst þér um þá hug- mynd að við einfaldlega lánum Sovétmönnum fyrir síldinni? í sjálfu sér er allt í lagi að skoða það, en breytir því þó ekki að búið er að semja um þessar 50 þúsund tunnur og auðvitað ætl- umst við til þess að það verði staðið við þann samning. Eins og ég sagði vænti ég þess að þetta mál skýrist á næstunni, og kann- ski er hér um einhver mistök að ræða sem verða þá væntanlega leiðrétt. Varðandi hinn svokallaða neyðarrétt, þá er það rétt að í flestum samningum er klásúla um hann sem gildir í algjömm undan- tekningartilfellum, þegar um er að ræða styijaldir eða náttúm- hamfarir. En er það ekki geysilegt áfall fyrir sfldarsaltendur ef skyndilega verður klippt á við- skiptin við Sovétríkin? Jú, vissulega mun það verða vemlegt áfall fyrir þá sem og aðra sem hafa verið í viðskiptum Sov- étmenn. Söltunarstöðvamir hafa staðið í umfangsmiklum fjárfest- ingum vegna viðskiptanna við þá og hafa sérhæft sig í söltun fyrir sovéska markaðinn. Eins og stendur em ekki nægjanlega mik- il afköst í frystingu og flökun síldar og því kann að vera að við þurfum að lengja síldarvertíðina til að geta fryst meira en verið hefúr. A sama hátt er ljóst að við verðum að endurskoða það ákvæði sem er í veiðileyfum síld- arbáta að þeir megi ekki setja meira en 40% af aflanum í bræðslu. En eins og kunnugt er þá framleiða verksmiðjumar há- gæðamjöl úr síldinni sem er notað til fiskeldis. Að undanförnu hafa íslensk stjórnvöld fengið fjöldann allan af bréfum erlendis frá þar sem mótmælt er fyrirhuguðum há- hyrningaveiðum á vegum Fauna f Hafnarfirði fyrir er- lenda dýragarða. Hver eru þín viðbrögð við þessum mótmæl- um? Fyrir það fyrsta verða engir háhymingar teknir nema það liggi fyrir hvert þeir eigi að fara og hver sé kaupandi þeirra. Eins og þessum máium háttar í dag em líkur á að engin dýr verði tekin á þessu hausti. Hins vegar legg ég þunga áherslu á það að ákvarðan- ir í þessum efnum verði teknar á gmndvelli bestu upplýsinga, en ekki vegna einhverra hótana og þrýstings frá utanaðkomandi aðil- um. Aftur á móti ef þjóðir heims kæmu sér saman um bann við dýragörðum, þá yrði ég fyrstur manna til að styðja það. Að hinu leytinu er rétt að það komi fram, að þá peninga sem Fauna hefur fengið fyrir háhymingana á að nota til uppbyggingar Sædýra- safhsins í Hafnarfirði. í sjálfu sér er það skammarlegt fyrir okkur að ekki skuli vera hægt að sýna almenningi á höfuðborgarsvæð- inu lifandi þorska. Að vísu er það hægt í Vestmannaeyjum, en hvergi annarsstaðar hér á landi. Til gamans má geta þess, að í þessum mótmælabréfúm er þess getið að báturinn sem taka á þessa háhyminga heitir Halldóra HF sem ég veit ekki betur en hafi ver- ið seldur norður í land. Þá finnst mér einnig að þeir sem standa fyr- ir þessum bréfasendingum ættu að líta sér nær í Evrópu og Amer- íku, áður en þeir dæma okkur sem höfúm ekkert að fela í þessum efhum. Ef eitthvað er, þá erum við til fyrirmyndar í því hvemig við nýtum okkar auðlind í hafinu, og það ættu þessir aðilar að hafa hugfast, áður en þeir fara af stað meðbréfasendingar sem þessar. Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands smábátaeig- enda var því haldið fram að markmið kvótans væri horfið. Ekki sé lengur talað um fisk- verndun, heldur gangi öll fram- kvæmd kvótaiaganna út á brask með veiðiheimildir. Hvað finnst þér um þetta sjónarmið trillukarlanna? Mér finnst þessi afstaða vera alveg fráleit. Menn geta ekki stundað fiskvemdun án þess að hafa tæki til að stjóma fiskveið- unum. Þetta er hægt í dag, sem var ekki fyrir daga kvótans. Allt tal um brask með veiðiheimildir er spuming um það.hvemig menn vilja minnka flotann sem jú allir em sammála um að sé of stór. í þessu máli sem og í svo mörgum öðmm er ekki endalaust hægt að vera á móti öllum sköpuðum hlut- um án þess að benda á hvað eigi að koma í staðinn. Það er eins og tilgangurinn sé aðeins sá að vera á móti. Þetta minnir óneitanlega á það sem maður heyrir stundum hjá krökkum sem segja: „Af því bara á móti.“ Úr fiski í ál. Hvað er fram- undan í álmálinu að þínu matí? Halldór Ásgrlmsson sjávarútvegs- ráðherra. Mynd: Kristinn. Það sem þarf að komast á hreint í því máli er fyrst og ffemst orkuverðið. Ég stóð í þeirri trú að stjóm Landsvirkjunar væri með í málinu allan tímann. Ég hef alltaf litið á Landsvirkjun sem fýrirtæki sem tæki ákvörðun á faglegum grundvelli, en byggði ekki á pólit- ískum stefnum, eins og mætti halda i ljósi síðustu viðburða, og skiptir þá engu þó svo að stjóm fyrirtækisins sé kosin pólitískt. Áð mínu mati þarf Landsvirkjun að meta það hvort hægt sé að ná hagstæðum orkusamningi og ljúka því sem allra fyrst. Að því loknu mun síðan Alþingi og ríkis- stjóm taka ákvörðun um það hvort hér sé á ferðinni álver sem er þjóðhagslega hagkvæmt eða ekki. Persónulega finnst mér að Sjálfstæðisflokkurinn sé tvöfald- ur í álmálinu, og það undrast ég. Til þessa hefði ég haldið að þeir hefðu um annað að rífast í ís- lenskum stjómmálum. Ég hef skilið álmálið þannig í heild sinni að báðir samningsaðilar vilji fá niðurstöðu í það. Mér finnst vera ómögulegt að eyða kröftum í mál sem ekki skila neinum árangri. Ef þetta gengur ekki upp þurfa menn að snúa sér að öðm. Sjálfúr var ég fyrir vonbrigðum með staðarval hins fýrirhugaða álvers, en það mun ekki ráða minni afstöðu ef og þegar málið kemur til kasta Alþingis og ríkisstjómar. I þeim efnum ræður hin þjóðhagslega hagkvæmni sem slíkt álver mun hafa og annað ekki. -grh 6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.