Þjóðviljinn - 27.10.1990, Side 9

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Side 9
Það er reiknað með að húsasorp írá um 140 þúsund íbú- um höfuðborgarsvæðisins nemi 45 þúsund tonnum á ári. Það kostar einhver hundruð miljóna árlega að safna því saman og urða það. Talsvert landflæmi gegnir því hlutverki að taka við þessum úrgangi frá mönnunum. \- Brennsla án starfsleyfis Mestur hluti þess sorps sem kemur írá íslendingum er grafinn í jörðu. Þar ræður mestu að urðun er notuð á höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum Hollustuvemdar ríkisins er opin brennsla sorps algengasta forgun- araðferðin hér á landi. Minnihluti þessara „brennslu- stöðva“ hefur starfsleyfi ffá Holl- ustuvemd. Brennsla sorps við opinn eld veldur umtalsverðri loftmengun. Reykurinn getur innihaldið bæði þungmálma og eiturefni, til dæm- is díoksín og klórefni. Það er stundum sagt að brennsla sorps af þessu tagi sé á við litla eiturefn- afabrikku. Þess em einnig dæmi að sveitarfélög hafa komið sér upp soipbrennslustöðvum, en þær em ekki búnar mengunarvömum. Sorpbrennsla sem stenst kröfur um mengunarvamir er dýr ffam- kvæmd og varla á færi sveitarfé- laga á landsbyggðinni. Þá em ónefhd almenn óþrif vegna sorphauga og smithætta í tengslum við þá. Mengað neysluvatn Sorphaugar em gósenlönd máva og meindýra og þessi dýr bera gjama með sér smit af ýmsu tagi. Athygli manna hefur einkum beinst að salmonellu sem gjama finnst i mávum. Á Akranesi háttar þannig til að neysluvatn er tekið úr opnu vamsbóli í Akrafjalli. Á láglendi skammt frá er sorp urðað. Á Akranesi er talsverð fiskvinnsla, en skolpi er víða veitt í fjöru. Samhengi hlutanna er þannig að mikil mávabyggð er í Akra- Qalli og vatnsból Akumesinga er þeirra helsti baðstaður. Þeir afla sér fæðu á sorphaugunum, í fjör- um og við fiskvinnslustöðvar. Þetta veldur því að neysluvatn verður að fara í gegnum geislun áður en þess er neytt. -gg Framhliöin: Talsvert hlutfall þess sem fólk hefur með sér frá stórmörkuðunum endar I ruslafötunni. Mynd Kristinn Bakhliöin: Sorphiröa á fslandi er vlða í miklim ólestri og veldur Laugardagur 27. október 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.