Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 15
I DAG Marion Brando Vetrardagskrá kvikmyndahúsanna Háskólabíó að verður ýmislegt spenn- andi á boðstólum hjá Há- skólabíói í vetur. Síðasta frum- sýning októbermánaðar er á amerísku myndinni „Ghost“ þar sem Demi Moore, Patrick Swayze og Whoopi Goldberg fara með aðalhlutverk. Þetta ku vera hið alræmda sam- bland af skemmtun og spennu sem Hollywood er svo hrifin af um þessar mundir, en það sem gerir myndina óvenjulega er að ein aðalpersónan er dauð og þess vegna draugur. *Háskólabíó ætlar að sýna góðan skammt af evrópskum kvikmyndum í vetur og verða líklega þijár frumsýndar fyrir jól. Þar má fyrst nefna „Henry V“ (Hinrik 5.), gerðan eftir handriti Williams Shakespeares. Það var Laurence Olivier heitinn sem fyrstur gerði kvikmynd eftir þessu leikriti árið 1944 en í þetta skiptið er það Bretinn Kenneth Branagh sem leikstýrir og leikur aðalhlutverkið, og var hann út- nefndur til Oskarsverðlauna íyr- ir hvort tveggja í fýrra. Aðrir leikarar með honum eru t.d. De- rek Jakobi og Judi Dench. *Luc Besson (Big Blue, Subway) hefur snúið sér frá haf- inu og lýsir glæpagengi í París í nýjustu mynd sinni „Nikita“. Hann segir að þessi mynd sé í „film noir“ stíl en hann hafi allt- af verið aðdáandi þeirrar stefnu. Eins og venjulega fer Jean Reno með eitt af aðalhlutverkunum og Eric Serra gerir tónlistina. *Spænski kvikmyndagerð- armaðurinn Pedro Almodóvar (Konur á barmi taugaáfalls) er kominn með nýja mynd,- „At- ame“. Hún Qallar um geðveikan mann sem rænir stelpu, bindur hana og heldur henni þannig þangað til hún fer að elska hann. Almodóvar segir að þetta eigi að vera skopstæling á hjónaband- inu!! *Skömmu eftir jól verða svo sýndar tvær evrópskar kvik- myndir í viðbót. Önnur er „Stanno tutti bene“ sem gæti þýtt „Allir hafa það gott“ eða eitthvað í þeim dúr. Það er Gius- eppe Tomatore sem leikstýrir, sá sami og gerði „Cinema Parad- iso“. Ef marka má vinsældir Ci- nema Paradiso, sem hefur geng- ið hér í ótrúlega marga mánuði, eru Islendingar stórhrifhir af ítölskum myndum og alveg kominn tími á næstu. *“My left foot“ er líka að verða að innanstokksmun í Há- skólabíói og í mars er von á ann- arri mynd frá sama leikstjóra, Jim Sheridan. Hún heitir „The Field“ og gerist á írlandi á fjórða áratugnum. Það er stórleikarinn Richard Harris sem fer með að- alhlutverkið en John Hurt og Tom Berenger fara líka með stór hlutverk. *Það eru líka allskonar am- erískar myndir á leiðinni, hvað annað. I nóvember verður sýnd nýjasta mynd Philips Kaufmans (The Unbearable Lightness of Being), „Henry & June“. Hún fjallar um ástarsamband skáld- konunnar Anais Nin við rithöf- undinn Henry Miller og konuna hans June. *Woody Allen aðdáendur geta glaðst því að í desember fá- um við loksins að sjá nýjustu mynd hans „Crimes and Mis- demeanours". Þetta nýjasta af- rek hans á að vera í anda Hönnu og systra hennar, sem sagt létt- leikablandinn bömmer. Sjálfur fer hann með eitt af aðalhlut- verkunum og Mia Farrow nátt- úrlega líka. Aðrir leikarar eru Alan Alda, Sam Waterston, Clarie Bloom og Anjelica Hu- ston. *Nýjasta mynd hins óvenju- lega leikstjóra David Lynch (Blue Velvet) heitir „W:'.d at he- art“. Það eru Nicholas Cage og Laura Dem sem fara með aðal- hlutverkin og Isabella Rosselini, William Dafoe og Harry Dean Stanton em í aukahlutverkum. Cage og Dem em ungt par á flótta undan allskonar fólki. Sumir sem hafa séð „Wild at he- art“ segja að hún sé ógeðslega góð en aðrir segja að hún sé bara ógeðsleg; í desember getum við dæmt um það sjálf. * Það kom öllum á óvart þegar myndin „Teenage Mutant Ninja Turtels" varð geysivinsæl og sló einhver ósköp af aðsókn- armetum. Hún er um skjaldbök- ur sem verða fyrir geislavirkni og eftir það stækka þær, tala og verða meistarar í austurlenskum bardagaíþróttum. Hugmyndin er byggð á teiknisögu sem hefur víst verið óhemjuvinsæl vestan- hafs. Þessi óvenjulega „dýralífs- mynd“ verður jólamynd Há- skólabíós. * Enn er verið að gera fram- haldsmyndir og er von á a.m.k. tveimur í Háskólabíó, vonandi báðum af betri gerðinni. Sú fyrri verður sýnd fyrir jól, það er hið langþráða ffamhald af tryllinum „Chinatown" sem Roman Pol- ansky gerði árið 1974 og Jack Nicholson lék aðalhlutverkið í. Það hefur tekið 16 ár að gera framhaldið og maður verður að vona að það sé gott. I þetta skipti leikstýrir Nicholson og leikur aðalhlutverkið, en á móti honum leika t.d. Meg Tilly, Harvey Keitel og Madeleine Stowe. * Eftir jól kemur svo þriðja myndin í Guðfoður seríunni. Mario Puzo skrifar handritið, A1 Pacino leikur aðalhlutverkið og Coppola leikstýrir. Alveg eins og í gamla daga. * Greinilega er eitthvað fyrir alla á dagskránni í vetur; og í næstu viku lítum við á hvað er framundan hjá einhverju öðru bíói. Góða skemmtun. Sif ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM. Lára miðill uppvís að svikum. „Andarnir" voru gömul slæðu- dula dregin út úr leynihólfi I stólnum sem miðillinn sat á. Þúsundir manna hafa með þessum brögðum verið blekktir til trúar á hindurvitni. Lögreglu- rannsókn hefur farið fram á starfsemi Láru og hún játað á sig svikin. 27. október laugardagur. Fyrsti vetrardagur. 1. vika vetrar hefst. Gormánuð- ur byrjar. Sólarupprás ( Reykja- vlk kl. 8.54 - sólarlag kl. 17.28. Viðburðir Hallgrimur Pétursson dáinn 1674. APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 26. október tiH. nóvember er í Holts Apóteki og Laugavegs Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavik « 1 11 66 «4 12 00 Seltjamames Hafnarijörður. b 1 84 55 w 5 11 66 » 5 11 66 tr 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík * 1 11 00 KÓDavoaur. tr 1 11 00 Seltjamames Hafnarijörður. » 1 11 00 ir 5 11 00 « 5 11 00 Akureyri » 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er I Heilsuvemdar- stöö Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tlmapantanir í ■b 21230. Upplýsingar um lækna-og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin eropin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt- alans eropin allan sólarhringinn, vr 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, b 53722. Næturvakt lækna, tt 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt, •n 656066, upplýsingar um vaktlækni •n 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiöstöðinni, ® 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsfmi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar i n 14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, «11966. ^ SJUKRAHUS Heimsóknartimar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- timi kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar- heimili Reykjavikur v/Eirlksgötu: Al- mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatlmi kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspítal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- DAGBÓK sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefsspftali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauöa kross húsiö: Neyöarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, b 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Sfmsvari á öðrum timum. b 91-28539. Sálfræöistööin: Ráögjöf i sálfræöi- legum efnum, ® 91-687075. Lögfræöiaöstoð Orators, félags laganema, er veitt í sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra i Skóg- arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra f n 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyöni: n 91-622280, beint samband viö lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aöstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða oröið fyrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaövarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, tr 91-21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: » 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: b 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miöstöð fyrir konur og böm sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, * 91-626868 og 91- 626878 ailan sólarhringinn. Biianavakt rafmagns- og hitaveitu: b 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I n 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 26. október 1990 Sala Bandarlkjadollar...........55,11000 Sterlingspund.............107,63300 Kanadadollar...............47,23400 Dönsk króna.................9,50990 Norsk króna.................9,33440 Sænsk króna.................9,79470 Finnskt mark...............15,26800 Franskur franki............10,83990 Belglskurfranki............ 1,76300 Svissneskur franki.........42,96570 Hollenskt gyllini..........32,19510 Vesturþýskt mark...........36,28040 Itölsk lira.................0,04847 Austurrískur sch............5,16130 Portúgalskur escudo........ 0,41190 Spánskur peseti.............0,57930 Japanskt jen................0,42971 KROSSGÁTA Lárétt: 1 þrár4dund6 hratt 7 ritfæri 9 ríkuleg 12 spjald 14 ellegar 15 ýtni 16 græöa 19 hreinn 20 kvæðl 21 lán Lóðrétt: 2 blaut 3 leik- tæki 4 sæti 5 fönn 7 nom 8 land 10 glataöa 11 manns 13 hest 17 heiöur 18 eyktamark Lausn á slöustu krossgátu Lárétt: 1 gild 4 skör 6 upp 7 vagn 9 odda 12 eigra 14 tiö 15 púl 16 uglur 19 rugl 20 naut 21 tæpir Lóðrétt: 2 iöa 3 duni 4 spor 5 öld 7 viturs 8 geöugt 10 daprar 11 atlæti 13 gól 17 glæ 18 uni Laugardagur 27. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.