Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI Fær ríkisstjórnin starfsfrið ívetur? Undir haust spruttu upp umræður um líf ríkisstjórnar- innar og um tíma voru fjölmiðlar fullir af fréttum af þeim bláþræði sem þetta sama líf átti að hafa hangið á. Tilefn- ið var ummæli áhrifamanna í Alþýðubandalaginu um að fyrirliggjandi drög að álsamningi væru ófullnægjandi fyr- ir íslendinga, og gæti Alþýðubandalagið ekki samþykkt þau óbreytt. Þingflokkur Alþýðubandalagsins staðfesti síðan þessi sjónarmið formlega nokkru síðar. Eins og rakið hefur verið áður í Þjóðviljanum kom á daginn að athugasemdirnar eiga við rök að styðjast, umræðan í þjóðfélaginu hefur breyst og nú er spurt í alvöru um efn- isatriði: Skilar samningurinn því í þjóðarbúið sem rétt- lætir samþykkt hans? Þetta sýnir svo ekki verður um villst að ekki má flana að neinu þegar tekin er ákvörðun um slíkt stórmál. Þeg- ar Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra krafðist þess af við- semjendum að þeir undirrituðu yfirlýsingu sem enginn annar vildi bera ábyrgð á, þá virtist almennur vilji í land- inu fyrir því að ganga frá samningum og það fljótt. Gekk þetta svo langt að á síðustu stundu varð að breyta öllum pappírum sem undirrita átti. Formaður Landsvirkjunar virtist hafa gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að hann hefði umboð til að skrifa undir.sem reyndist mis- skilningur þegar til kastanna kom. Þróun mála síðan sýnir einnig hve mikilvægt er að stjórnmálamenn séu fastir fyrir þegar það á við og haldi fram þeim sjónarmiðum sem þeir telja rétt, óháð því hvað kann að vera vinsælt til skamms tíma. Enda þótt aldrei megi gera lítið úr góðu sambandi við kjósendur, og stjórnmálaflokkur sem ofbýður sjónarmiðum kjós- enda í mikilvægum atriðum sé ekki líklegur til að hafa mikil áhrif, má sú skylda stjórnmálamanns að halda fram sannfæringu sinni ekki gleymast í kapphlaupinu um skammtíma hylli kjósenda. Ríkisstjórnir þurfa jafnan á ferli sínum að glíma við vandamál sem reyna á þolrif ráðherra og flokka. Þetta á við um núverandi ríkisstjórn eins og aðrar. Þinghald í vetur verður væntanlega í ókyrrara lagi, stjórnarand- staðan mun láta meira til sín taka en endranær, enda kosningayor framundan. Sjálfstæðisflokkurinn, sem ætl- ar sér stóran hlut í kosningunum, mun halda áfram að magna storm úr sínu vatnsglasi, en lítil hætta er á að sá stormur feyki ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar um koll. Stjórnin á mörg og mikilvæg verk óunnin og þótt ál- málið sé þeirra mikilfenglegast í peningalegu tilliti og verði erfitt úrlausnar, þá bíða stjórnarinnar mikilvæg verkefni sem hún á að hafa alla burði til að leysa. Boltinn í álmálinu er nú hjá Landsvirkjun, sem hefur fengið í hendurnar drög sem vafalaust verður erfitt, en varla útilokað, að fá breytt. Ekki virðist ágreiningur innan stjórnarinnar um nauðsyn þess að breyta drögunum. Sjálfstæðisflokkurinn á stærstan hlut í stjórn Lands- virkjunar. Þannig er nú komin upp staða sem vel má kallast eðlileg í svo stóru máli, að ríkisstjórn og stærsti hluti stjórnarandstöðunnar vinnur saman að því að fá fram breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum. Hvort það tekst, eða hvort nægilegur mergur er í Sjálfstæðis- flokknum til að hægt sé að gera sér vonir um marktæk- ar breytingar skal ósagt látið. Hins vegar er málið í þeim farvegi að lokaniðurstaða fæst naumast fyrr en eftir marga mánuði, jafnvel ekki fyrr en eftir kosningar á vori komanda. Álverssamningar geta þess vegna orðið heitt kosningamál, en ríkisstjórnin á að geta haft eðlilegan starfsfrið í vetur til að fást við önnur mikilvæg málefni, og veitir áreiðanlega ekki af. hágé. ?Ætlar Halldor að grciða at- kvæði með stjomarandstóð rumi? Myndir: Jim Smart Ég hélt að ég heíði sett orðið ,,kvóti“ einhversstaðar í írumvarpið! ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir btaðamenn: Bergdls Ellertsdóttir, Dagur Þorteifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Nanna Sigurdórsdóir, Ólafur Gíslason, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrífstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasötu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.