Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Verðlaesstofnun Himinhár verðmunur ÆT a varahlutum Náttúruverndarráð hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna og umhverfisspjöllum af þeirra völdum. Þetta verður meginviðfangsefni Náttúru- verndarþings. Mynd Jim Smart. Náttúruverndarþinz Aukna áherslu á umhverf ismál Ferðamál og umhverfi í brennidepli á Náttúruverndarþingi sem var sett í gœr Ferðamál og náttúruvernd í tengslum við þau eru í brennidepli á Náttúruverndar- þingi sem hófst í gær. Þar verða meðal annars kynntar tillögur Náttúruverndarráðs um að fimm af hundraði tekna Fri- hafnarinnar renni beint til um- hverfísmála. Þingið er það sjöunda í röð- inni, en það fyrsta sem nýtur nær- veru umhverfismálaráðherra. Stofnun umhverfisráðuneytis var einmitt eitt af baráttumálum Nátt- úruvemdarráðs. Eyþór Einarsson setti þingið síðdegis í gær og lýsti þá yfir því, að hann hyggðist láta af embætti formanns Náttúruvemdarráðs. Kjör ráðsmanna fer fram á morg- un. Sem fyrr segir leggur þingið höfúðáherslu á ferðamál og um- Samband málm- og skipasmiða Álsamninga sem fyrst Framkvæmdastjórn Sambands málm- og skipasmiða gerði í fyrradag ályktun um stóriðju- og virkjanaframkvæmdir þar sem lögð er áhersla á að formlegum samningum um álver og virkjanir Ijúki sem fyrst samakvæmt þeim timaáætlunum sem fyrir liggja, auk þess sem lýst er áhyggjum af því að deilur stjórnmálamanna um einstaka efnisþætti leiði til að framkvæmdir tefjist eða þeim verði teflt í tvísýnu. Sambandið vekur athygii á því að fyrirhugaðar ffamkvæmdir skipta gríðarlega miklu máli fyrir íslenskan málmiðnað og framtið hans. Þar komi bæði til verkefni sem fylgja framkvæmdunum og ekki síður tækifæri til að koma á legg þróuðum framleiðsluiðnaði sem geti keppt á alþjóðlegum mörk- uðum. Því skipti miklu að íslensk fyrirtæki geti átt dijúgan hlut i þess- um framkvæmdum og aukið með því tækni- og verkþekkingu sína. hverfi að þessu sinni. Fjallað verður um nýútkomna skýrslu Náttúruvemdarráðs um ferðamál, þar sem fjallað er um þá gífurlegu aukningu ferðamanna sem orðið hefur á síðustu árum og hættu á umhverfisspjöllum af þeirra völd- um. „Ekki hefur verið hugað sem skyldi að þeim skaðvænlegu Yfirgnæfandi meirihluti, eða 89,1% félagsmanna BSRB fær laun samkvæmt taxta, en einungis 52,4% félagsmanna ASÍ. Þetta kemur fram í lífs- kjarakönnun sem Félagsvís- indastofnun Háskólans gerði fyrir BSRB. Ögmundur Jónasson formað- ur BSRB segir að þessi könnun sýni svart á hvítu það sem BSRJB- menn hafi sagt. „Þetta sýnir að fólk sem er í BSRB býr flestum öðrum hópum ffemur við kaup- taxta. Þess vegna leggjum við mjög rika áherslu á að kaupmáttur kauptaxtans sé sem mestur, vegna þess að þegar við erum að tala um kauptaxta hjá félagsmönnum í BSRB, erum við að tala um kaup- ið. Það er óeðlilegt launakerfi þegar farið er að leiðrétta alltof lág laun með einhveijum sporsl- um og yfirborgunum," segir Ög- mundur. í könnuninni var fólki gefinn kostur á fjórum svörum: Sam- kvæmt taxta, Með yfirborg- un/viðmiðun í taxta, Samningur án taxta og Óskilgreind laun. Ef svör eru greind eftir kyni kemur í ljós að karlar í BSRB fá greitt samkvæmt taxta í 87,7% tilvika, en konur í 89,7% tilvika. 9,2% karla eru með yfirborgun/viðmið- áhrifúm sem aukið álag á landið getur haft á náttúru þess, eins og víða hefúr orðið vart,“ segir í inn- gangi að skýrslunni. Ráðið telur að gáleysisleg umgengni og átroðningur ferða- manna séu líkleg til þess að valda meiri spjöllum á náttúru Islands en í flestum öðrum löndum. Þetta stafar einkum af því hve gróður er un í taxta, en 9% kvenna. 1,5% karla eru á samningi án taxta og 1,3% kvenna. I ASI fá karlar greitt sam- kvæmt taxta í 41,8% tilvika, en konur í 62,6% tilvika. 34,6% karla eru með yfirborgun, en 20,1% kvenna. 22,1% karla eru á samningi án taxta, en 17,3% kvenna. viðkvæmur hérlendis og vaxtar- tími plantna er stuttur. Náttúruvemdarráði ber sam- kvæmt lögum að stuðla að varð- veislu íslenskrar náttúru. I lok skýrslu sinnar era enda kynntar ýmsar tillögur um úrbætur. Þar er einkum kveðið á um meiri stjóm- un á ferðamannastraumi, betra skipulag og meira fjármagn. Ef svörin era greind eftir landsvæðum kemur í ljós að 89,5% félaga í BSRB á höfúð- borgarsvæðinu fá greitt sam- kvæmt taxta, en 88,3% á lands- byggðinni. 9,1% eru með yfir- borgun á höfuðborgarsvæðinu og sama hlutfall er á landsbyggðinni. 1,4% er á samningi án taxta og 1,3% á Iandsbyggðinni. Kúba Himinhár verðmunur reyndist á varahlutum í bifreiðir í verð- könnun sem Verðlagsstofnun hef- ur gert. í mjög mörgum tilfellum voru það bifreiðaumboðin sem voru með hæsta verðið. í einstaka tilfellum voru þau þó með lægsta verðið. Þar skera Bifreiðar og landbúnaðarvélar sig úr, því í 7 tilvikum var umboðið með lægsta verðið á varahlutum í Lödu. í þremur tilvikum var yfir 500 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði á varahlut. Mestur var verðmunurinn 577%, á spindilkúlu í Fiat Uno. Hjá umboðinu kostaði kúlan 8.460, en lægsta verðið var 1.250 kr hjá Hábergi í Skeifúnni. Kúlan ffá umboðinu var reyndar með spymu, en ekki kúlan ffá Há- bergi. 559% verðmunur var á hæsta og lægsta verði á kveikjuhamri í Mazda 323. Hjá umboðinu kostaði kveikjuhamarinn 1.252, en hjá G.S. varahlutum á Hamarshöfða kostaði hann 190 krónur. Verðmunur á einu setti af kertaþráðum í Mercedes Benz var 515%. Hjá Hábergi í Skeifúnni kostuðu þræðimir 7.947 krónur, en hjá Smyrli á Bíldshöfða 1.292 krónur. Umboðsverðið var krónu ódýrara heldur en hjá Há- bergi. I 42 tilfellum var yfir 200% verðmunur og í 138 tilfellum meira en 100% munur á hæsta og lægsta verði, en alls var kannað verð á 300 varahlutum. í fréttatilkynningu ffá Verð- lagsstofhun kemur fram, að verð á varahlutum hefúr hækkað að með- altali um 18% frá því í september á síðasta ári. Á sama tíma hefúr fram- færsluvísitalan hækkað um 12%. -Sáf Á höfúðborgarsvæðinu fá 45,8% félaga í ASÍ greitt sam- kvæmt taxta, en 61,6% á lands- byggðinni. 27,7% era með yfir- borgun á höfúðborgarsvæðinu, en 26,6% úti á landi. 25,6% era á samningi án taxta á höfúðborgar- svæðinu, en aðeins 11,4% á landsbyggðinni. ns. Baráttan fyrir sósíalisma Kúbanski hagfræðingurinn Carlos Tablada flytur erindi um baráttuna fyrir sósíalisma á Kúbu í dag Fyrirlestraferð Tablada er skipulögð af forlaginu Pathfinder, sem gaf út bók hans á ensku árið Kunnur kúbanskur hagfræð- ingur, Carlos Tablada, kem- ur til Islands nú um helgina á sex vikna fyrirlestraferð um Norðurlöndin og Bretland. Nk. þriðjudagskvöld flytur hann erindi um baráttuna fyrir sósí- alisma á Kúbu í dag. Tablada er höfundur bókar- innar „Che Guevara: Efnahags- og stjómmál á umbreytingar- skeiði til sósíalisma." í erindi sínu mun Tablada gera grein fyrir efnahagssteffiu þeirri sem Che Guevara mótaði á fyrstu áram byltingarinnar og skýra vægi hennar í umræðunni um sósíal- isma í dag, á Kúbu og annars staðar í heiminum. Áheyrendum gefst kostur á að spyija um hvað- eina. Það er Vináttufélag íslands og Kúbu og bókaforlagið Pathfinder sem standa að fúndinum. Fundur- inn verður í Komhlöðunni í Bankastræti, ofan við Lækjar- brekku við hliðina á Sveini bak- ara. Fundurinn hefst kl. 20 og verður túlkaður á íslensku. 1989. Þetta er þriðja fyrirlestra- ferð hans sem forlagið skipulegg- ur, en áður hefúr Tablada ferðast um Kanada og Bandaríkin. -Sáf BSRB Flestir félagsmenn á taxtakaupi Tæp níutíu prósent félagsmanna BSRB fá laun samkvæmt taxta, en rúm fimmtíu prósent hjá ASÍ. Ögmundur Jónasson: Þarf að auka kaupmátt taxtalauna ÓHT 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.