Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 10
VIÐHORF Nú er hafin hin árlega um- ræða um skattamál, og ætlar hún greinilega að byrja fjörlega með vafasömu útspili fjármálaráðherra á dögunum er hann hélt því firam að skattar á íslandi væru þriðju lægstu í Evrópu en fimmtu lægstu meðal ríkja OECD. Umræða á Islandi er býsna merkileg um skattamál, þ.e.a.s. að það er öfugmæla umræða. Fjár- málaráðherra er ævinlega kennt um háa skatta, en ekki þeim aðil- um sem í raun leggja skattabyrð- ina á okkur skattgreiðendur. Hvetjum myndi t.a.m. detta það í hug að ásaka fyrrum ráð- herra og þáverandi ríkisstjóm, er tók ákvörðun um að byggja flug- stöð, um háa skatta? Þó er vitað að þessi flugstöð íþyngir okkur vemlega með sköttum. Flugstöð- in hefúr ekkert með félagslega eða heilbrigðisþjónustu að gera eða hefur með öðmm hætti áhrif á félagslega afkomu landsmanna. Myndi nokkur ásaka tiltekinn varaþingmann fyrir það að hafa áhuga á því að leggja á okkur háa skatta, þó hann hafi lagt ffam á al- þingi hugmyndir um að grafa göng frá Landeyjasandi út í Vest- mannaeyjar? Nei aldeilis ekki, enda tilheyrir maðurinn þeim flokki á alþingi sem telur sig vera í andstöðu við háa skatta. Það er reyndar ekkert nýtt að fylgisveinar þessa stjómmála- flokks hafi verið ötulir að finna ný verkefni fyrir ríkissjóð, þá yfir- leitt verkefni sem hefur ekkert með aukin félagsleg viðfangsefni að gera, heldur yfirleitt eitthvað sem eykur yfirbygginguna. Telja mætti hér í langri mnu ýmiskonar fjárfrek verkefni sem stuðla ekkert að því að byggja upp heilbrigðiskerfi, mennta- stofnanir, félagslega þjónustu hins opinbera við almenning eða nokkuð það sem er skylt því, sem á að vera megin verkeffii ríkis- valdsins, að hlú að og gera Island byggilegt metnaðarfullri þjóð. Heldur úir og grúir af fjöl- mörgum gæluverkefnum þeirra Hverjir skattpína? r Kristbjöm Arnason skrifar manna sem i opinberri umræðu vilja helst enga skatta. Þeir komast upp með það að ásaka þá um að vilja leggja á skatta sem hafa þá ábyrgð á herð- um sér að halda uppi velferðar- þjóðfélaginu, vilja jafha lífskjör og em í sífelldri nauðvöm gegn gæluverkefnum augnaþjónanna sem er sama um í hvað peningam- ir fara. staðhæfingum og hann gerði á dögunum. Hvað er það, sem gefúr honum t.d. leyfi til þess að stilla saman Islandi og Bandaríkjunum hvað þá Tyrklandi í sömu andrá? Þessi ríki em svo gjörsamlega ólík er varðar uppbyggingu á bara þessum þremur málaflokkum sem hér em nefndir: menntamál, heilbrigðismál og félagsleg réttindi þegnanna. Fé- neysluskatta þegar þetta er metið. í þessu sambandi ber að benda á svokölluð launatengd gjöld sem atvinnufyrirtækin skila til samfé- lagsins og em raunar skattar sem launafólk greiðir með vinnu sinni. Þetta em auðvitað greiðslur sem launamenn hafa tekið á sig og ákveðið að greiða með launum sínum gegnum fyrirtækin. Þessar greiðslur standa undir stómm Verkefni fjármálaráðherra á hverjum tíma er í því fólgið að kosta þau verkefni sem aðrir ráða- menn þessarar þjóðar ákveða, ráðherrar, þing- menn og reyndar ýmsir aðrir úti íþjóðfélaginu sem virðast geta skammtað sér fé. Verkefni fjármálaráðherra á hveijum tíma er í því fólgið að kosta þau verkefni sem aðrir ráða- menn þessarar þjóðar ákveða, ráðherrar, þingmenn og reyndar ýmsir aðrir úti í þjóðfélaginu sem virðast geta skammtað sér fé. Þetta er auðvitað alltaf erfitt hlutverk. Þá er ekki sama hvort ráðherrann er fúlltrúi félagslegra viðhorfa eða fijálshyggju. A þessu er gmndvallarmunur. Það ætti að vera almenningi ljóst og umhugsunarvert, að það er auðveldara að halda á fjármunum þjóðarinnar þegar fjármálaráð- herra er ekki bundinn af því að verja þau markmið sem hér hafa verið upptalin. Þrátt fyrir vamarhlutverk nú- verandi ráðherra getur hann tæp- ast leyft sér að slá frarn viðlíka lagslega sinnaður fjármálaráð- herra hefur ekkert leyfi til þess að gera svona einfaldan samanburð á þessum hlutum án þess þá að gera fúlla grein fyrir stöðu þessara mála í þessum löndum í saman- burði við það sem við höfúm hér á landi. A sama hátt vil ég leyfa mér að gera alvarlega athugasemd við að bera saman skattamál hér á landi og á Norðurlöndum, án þess að gerð sé nokkur grein fýrir mis- muninum hér og þar. Eg vil reyndar draga í efa að þessi skattasamanburður standist þó litið sé ffamhjá stöðu þegn- anna á Norðurlöndum og hér á landi. Það er engan veginn einhlítt að ræða aðeins um staðgreiðslu- skattinn, fasteignagjöld og óbeina skatta eins og virðisaukaskatt o.fl. hluta af kostnaði við að halda uppi öllum þeim málaflokkum sem greindir hafa verið hér á und- an. Þessir liðir eru eftirfarandi: 1. Veikinda- og slysalaun um 7% af launakostnaði. 2. Lífeyrissjóðagjöld 10% af öllum launum. 3. Sjúkra- og orlofssjóðir sem í fara 1,25% af öllum launum. 4. Ýmsir aðrir skattar einir átta að tölu sem gera rúm 10% af launum launafólks. 5. Þá eru ótalin gjöld til lána- sjóða og sveitarfélaga i gegnum fyrirtækin. (Sjá meðfylgjandi greinargerð eftir Láru V. Júlíusdóttur er birtist í fréttabréfi ASÍ fyrr á þessu ári.) Ef stjómmálamenn vilja af einhverri ábyrgð fjalla um skatta hér á landi geta þeir ekki leyft sér að gleyma þessum hluta af skött- um launafólks. Atvinnurekendur hafa að vísu reynt að koma þeim boðskap til skila að það séu þeir sem greiða þessa skatta. Það er að sjálfsögðu rangt, þeir greiða þá í sama hlutfalli og aðrir sem starfa í atvinnulifinu og með sama hætti. Engum dettur í hug að halda því fram að þeir greiði t.d. stað- greiðsluskatta manna. Það er í raun enginn eðlismunur á milli þessara skattaaðferða, nema þeir eru lagðir á eftir mismunandi reglu og launatengdu gjöldin eru ætluð frekar í fyrirfram ákveðin verkefni. Það hefúr verið min skoðun alllengi að tímabært sé, einkum nú eftir að búið er að taka upp staðgreiðslukerfi skatta, að sam- eina eigi flesta þessa skatta laun- þega öðrum sköttum launþega þannig að þá væri allavega ljóst hver skattbyrðin er. Skattinn- heimtan yrði skilvirkari, auk þess sem það myndi skapa kærkomið jafnræði milli atvinnugreina, ásamt því að draga verulega úr svartri vinnu hér á landi og skapa möguleika á samsvarandi hærri launum. Að lokum vil ég ítreka það, að það er kominn tími til að taka ögn til í þessum garði. Launamenn á Islandi greiða háa skatta þegar allt er meðtalið. Við eigum heimtingu á, að skattfé okkar fari til nauð- synlegra hluta, en ekki til gælu- verkefna. Við höfúm það einnig á tilfinningunni að skattsvik séu al- varlegt vandamál hér á landi og þeir séu t.d. of háir þess vegna. Spyija má, hvemig væri fé- lagsleg staða launafólks á íslandi, ef launamenn sjálfir hefðu ekki tekið þessi mál í sínar hendur og greitt af launum sínum í ákveðin nauðsynjamál gegnum fyrirtækin. Öll þessi fimm málefni eru leyst í gegnum skattakerfið á Norðurlöndum, sem þýðir það, að greiddir eru hærri skattar, einnig það, að hægt er að greiða hærri laun. Kristbjörn Árnason Nýtt álver er vondur kostur Birna Þórðardóttir skrifar Samkvæmt orðanna hljóðan merkir stóriðja verksmiðjufram- leiðslu í stómm stíl, í málvitund margra felur stóriðja í sér þunga- iðnað. Kosti og galla stóriðju á ís- landi verður að meta út frá því hvemig slíkur iðnaður fellur að annarri atvinnustarfsemi. Hvaða þýðingu samþjöppun framleiðslu hefur fyrir lífsskilyrði í landinu. Og hvaða afleiðingar það hefúr að binda stóran hluta af framleiðslu- fjármagni í langan tíma á einni verksmiðjulóð. Vegna þessa er nauðsynlegt að setja spumingarmerki við alla stóriðju hér á landi. Efnahagsum- hverfið er það smátt að ein risa- ffamkvæmd vegur gífurlega þungt og segir alls staðar til sín. Stóriðja felur óhjákvæmilega í sér búseturöskun. Stóriðju er ekki hægt að setja niður annars staðar en þar sem fjöldinn er og þjónust- an og þar af leiðandi heldur stór- iðja áfram að soga í hít suðvestur- homsins. Stóriðjuver þýðir að ekki verður aur í aðrar fram- kvæmdir. Væntanlegt álver á Keilisnesi mun leiða til þessa. Skuldselning þjóðarbúsins upp á 40 miljarða vegna orkuvers mun leiða til þess að annað verður ekki gert á með- an. Það verður byrjað á því að skera niður vegaframkvæmdir, hafnaframkvæmdir, flugvalla- framkvæmdir og félagslega þjón- ustu. Ut í aðra atvinnuuppbygg- ingu verður ekki farið, því ekki er endalaust hægt að taka lán. Vegna eignarhalds munu áhrif erlendra stórfyrirtækja aukast enn meira í íslensku efnahagslífi. Og með efnahagsáhrifúm fylgja pól- itísk áhrif. Erlend stórfyrirtæki kaupa sér pólitíska velvild, einsog við þekkjum. Álhringar em ekki góðgerðarfyrirtæki. Þegar hafa heyrst velvildarloforð úr innsta hring verkalýðsforystunnar á Suðumesjum: Verkalýðshreyfing- in mun halda að sér höndum! Launafólk mun ekki verða með uppsteyt! Glæsilegir arðsemisútreikn- ingar hafa heyrst. Mætti ætla að á íslandi rísi gósentíð sem aldrei fyrr með ál dijúpandi af hverju strái. Glæsireikningamir byggja hinsvegar á óvissuþáttum, sér- staklega varðandi raforkuverð (sem á að byggja á álverði) og vexti. Ekki þarf að víkja nema ör- lítið frá hinni bestu útreiknuðu þróun til þess að allt verði með bullandi tapi. Þeir vom líka býsna glæsilegir útreikningar sérfræð- inganna fyrir loðdýr og fiskeldi. Þar skorti ekki sérffæðiálitin. Sagt er að álverð sé á uppleið. Um 20% af álframleiðslu er nú notað í matvælaiðnaði. Farið er að efast um hollustu þess að geyma mat- væli í álumbúðum og em rann- sóknir í gangi um möguleg tengsl á milli álnotkunar og Alzheimer- sjúkdóms. Sagt er að auka verði fjöl- breytni í atvinnulífi landsmanna. Fjölbreytileikinnm eykst ekki við það að verpa öðm áleggi í at- vinnukörfuna. Það leiðir þvert á móti til þess, að ekki verður kost- ur að hefja aðra atvinnuþróun. Sagt er að sérlega vel hafi tek- ist með skattasamninga, þar sem fyrirtækið muni heyra undir is- lenska skattalögsögu - þakka skyldi! Fyrirtækið mun greiða 30% tekjuskatt að sögn, (að því gefnu að fyrirtækið græði). Hins vegar er ákvæði í samningsdrög- unum þess efnis, að fyrirtækið geti valið sér sömu skattgreiðslu- Ieið og íslensk fyrirtæki, með öll- um þeim undanþágum og -skot- um sem þar finnast. Ótalin er mengun sem af ál- veri hlýst. Af mikilli léttúð hefúr verið rætt um mengunarmálin. Að vísu hefur umhverfisráðherra fundið snilling í Japan sem ætlar að koma í veg fyrir mengun og það án nokkurs hreinsibúnaðar! Fer að minna á konuna með svörtu töskuna sem fengin var til Kröfiu sællar minningar. Frá ál- verinu verður um að ræða flúor- og brennisteinssýrumengun. Og það ekkert smáræði frá 400.000 tonna álveri. Brennisteinssýru- mengun veldur meðal annars eyð- ingu skóga sem hörmuleg dæmi sjást víða um í iðnaðarmengaðri Evrópu. Lítið hafa menn rætt um mengunina inni í álveri. Verka- menn í Straumsvík hafa verið að reyna að koma umkvörtunum á framfæri, en lítið gengið. Þeir sem hvað fastast sækja að koma upp 400.000 tonna álveri ættu að gera sér ferð í Straumsvík og ræða við þá sem famir eru að heilsu vegna atvinnusjúkdóma. Ætli þeir yrðu svo kampakátir að fara að vinna í kerskálunum allir álsamn- ingastrákamir. Eg er ansi hrædd um ekki. Loks er sagt að álver bjargi þjóðarhag og komi í veg fyrir at- vinnuleysi. Álver mun ekkert at- vinnuleysi hindra. Atvinnuleysið á landinu í dag er að meginhluta meðal kvenna, og ekki fara þær að vinna í álveri (sem betur fer). Á Akranesi eru ríflega 300 konur atvinnulausrar, margar búnar að vera atvinnulausar það lengi að þær fá ekki lengur atvinnuleysis- bætur, ekki mun hagur þeirra vænkast við álver. Atvinnuupp- bygging á Austurlandi mun ekki eflast með því að allir þeytist í smátima í háfjallaframkvæmdir við orkuver. Ekki urðu Sigöldu- framkvæmdir og aðrar sunnan- lands til þess að efla byggð og at- vinnu á Suðurlandi, þvert á móti raskar slikt eðlilegri þróun í at- vinnuuppbyggingu, sem hæfir viðkomandi stöðum, eðlileg við- bót við það sem fyrir er. Álver kemur í veg fyrir slíka uppbygg- ingu, verið er að skapa 600 störf, sem hvert kostar 60 miljónir. Reikni svo hver sem vill hvað kostar að auka atvinnu í sjávarút- vegi, td. með því að hætta að flytja atvinnuna út í gámum, með fullvinnslu afla innanlands og með nýtingu vannnýttra og ónýttra fiskistofna. Álver er ekki framtíðarsýn heldur fortíðarsýn. Við eigum að hafna henni og hasla okkur völl sem matvælaframleiðendur, en það gerum við ekki í skugga súrs regns og flúorsmengaðs jarðvegs. 23. október 1990 Birna Þórðardóttir er blaðamaður. Vegna eignarhalds munu áhrif erlendra stórfyrirtækja aukast enn meira í íslensku efnahagslífi. Og með efnahagsáhrifumfylgja pólitísk áhrif. Erlend stórfyrirtæki kaupa sér pólitíska velvild, einsog við þekkjum. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.