Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Blaðsíða 11
MENNING Leikfélag Akureyrar sýnir LEIKRITIÐ UM BENNA, GÚDDA OG MANNA eftir J6- hann Ævar Jakobsson. Leikstjóri: Sunna Borg. Leikmynd: Hallmundur Krist- insson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikendur: Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson, Hannes Örn Blandon og Jón St. Krist- jánsson. Norður á Akureyri var líka frumsýnt nýtt íslenskt leikrit um helgina. Lítið og að mörgu leyti nett frumsmíð eftir höíund sem hefur ekki áður sent frá sér verk, höfimd sem leitar ófeiminn til leikhússins og biður um aðstoð við að koma verki i sýningarhæft form. Og þar sem leikhúsin vant- ar alltaf bitastæð íslensk leikrit slá þau ekki hendinni á móti sliku boði ef einhver bógur er í verk- inu. Hrak Kjaminn Þeir norðanmenn hafa um langan aldur notið krafta nokk- urra listamanna sem af þraut- seigju hafa haldið lífmu í leiklist- arstarfsemi nyrðra. Leikfélag Ak- ureyrar er ákaflega mikilvægur hlekkur í leiklistarlífi þjóðarinnar. Það hefur í gegnum árin skilað mörgum ágætum sýningum á svið. Þar hafa ungir leikarar og leikstjórar hlotið mikilvæga þjálf- un. Margir hafa þar fengið tæki- færi til að takast á við hlutverk sem þeim hefðu ekki hlotnast hér syðra. En kjami þess hóps sem er hreyfillinn í starfsemi LA er löngu landskunnur og fimm þeirra eiga hlut að þessari sýn- ingu. Sunna Borg leikstýrir nú í þriðja sinn fyrir LA og sýnir hér að hún er vaxandi leikstjóri. Sýn- ingin er leikin á grátbroslegum nótum, hún er piýðileg í hraða og sneiðir hjá tilfinningasemi þar til rétt í lokin. Leikmynd Hallmund- ar er ágæt lausn á þröngu sviðinu. Ingvar Bjömsson lýsir verkið smekklega. Þeirra starf sýnir að ekki þarf að kvíða sönnum at- vinnubrag á sýningum nyrðra. Það em hinsvegar leikaramir Þráinn Karlsson og Gestur Einar Jónasson sem bera sýninguna uppi með tveim ágætlega sköpuð- um persónum. Þráinn er Benni, útigangsmaður kominn yfir miðj- an aldur, skaddaður á minni til langs og skamms tíma, þjáður af ranghugmynd sem mótar allt hans líf. Gestur er Manni, ungur maður sem orðinn er utanveltu, bæði af uppeldi og ekki síður vegna ör- kumla eftir bílslys. Hlutverkið er erfitt. Hann er vanki, vælugjam og lítill í sér. Gesti tekst prýðilega að þræða einstigi í sköpun sinni. Honum fatast stöku sinnum i tón, en slíkar brigður falla í skugga af heildinni. Tveir nýgræðingar leika svo smærri hlutverk. Hannes Öm Blandon er þriðja hjólið í trióinu. Hans hlutverk er sist unnið í sýn- ingunni, og geldur seinni hluti verksins og lausn þess verulega fýrir þá skuld. Hannes er áhuga- maður, hann er mikill að burðum, ber sig vel, heldur rómi og hefur nær full tök á persónusköpun sinni. Gervi hans er prýðilegt. Hér hefúr LA bæst liðsmaður sem getur nýst þeim vel á næstu ámm. Þá er Jón St. Kristjánsson í litlu hlutverki pósts sem hefði mátt gera ögn skoplegra með meiri natni. Aðlokum Leikritið um Benna, Gúdda og Manna er ekki stórvirki. En það er sómasamleg sýning að öllu leyti, skopleg og grátleg í senn. Það sýnir líka að í leikhúsum okkar er viðleitni til að skoða undir yfirborð hlutanna, kanna þá kima sem geyma breyskleika sálnanna og þess samfélags sem mennimir hafa skapað sjálfúm sér og meðbræðrum sínum. pbb Víst er það að LA hefur haft nokkuð úr þeim viðskiptum. Leikritið er gallað, einkum þegar líður á og uppgjör persónanna hefst, en höfúndurinn á auðvelt með að koma saman samræðum, honum tekst að búa til trúverðug- ar persónur. Viðskipti þeirra em lifandi og sýningin andar af ríkri og djúpri samúð, glitrar af elsku- legum húmor og snertir mann. Persónur leiksins em úrhrök mannlegs samfélags. Karlmenn sem hafa hver á sinn hátt orðið ut- anveltu í þjóðfélaginu vegna slysa. Örkumlamenn sem eiga ekki i neitt hús að venda, vilja Iifa en em dauðir menn. Á táknrænan hátt hafa þeir lifibrauð sitt af því að gæta öskuhauga. Tími verksins er skammur, þrír þættir rekja sögu þeirra tvo sólarhringa með tveggja mánaða bili. Sagan er að vísu í meðfömm höfundar og leikstjóra klofin milli tveggja tíma því margt í textanum vitnar til liðins tíma, þótt önnur merki hans hafi orðið til þess að hann er settur niður í nútímann. Sem er miður góð ráðstöfun þótt hún þjóni tilgangi sýningarinnar að segja okkur að slík örlög þekk- ist á okkar dögum. Rónar nútím- ans drekka ekki landa. Þeir keyra sig áffarn á öðmm tegundum drykkjar og pillum af öllum gerð- um. Þeir em á opinbem framfæri og em í samfelldu eftirliti opin- berra aðila. Landinn og ýmislegt annað i örlögum þeirra vísar á lið- inn tíma. Þjóðleikhúsið sýnir í skólum: NÆTURGALINN eftir ævin- týri H. C. Andersen. Leikgerð: Leikhópurinn. Tónlist: Lárus Grímsson. Leikendur: Þórhallur Sigurðs- son, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Jón S. Gunn- arsson, Helga Jónsdóttir. Flautuleikari: Kristín Arna Einarsdóttir. Það er vel til fúndið að senda leikara Þjóðleikhússins út um bæ- inn, í skóla og á vinnustaði nú þegar þeir hafa verið sviptir starfsvettvangi um nokkra hríð. Það er til marks um sjálfsbjargar- viðleitni og bregður ljósi á þá staðreynd að fleira er matur en feitt ket. Leikarar þjóðleikhúss hvers lands ættu sannarlega alltaf að vera á ferðinni um samfélagið með sýningar fyrir alla aldurs- hópa, ekki bara vera njörvaðir við hátimbraðar hallir hins borgara- lega leikhúss. Saga um fugl og vald Ég er ekki eins viss um erindi þeirra með ævintýrið um nætur- galann til ungra áhorfenda í skól- um landsins. Sagan er hugljúf, hún gefúr tækifæri til leikrænna bragða, en kjami hennar um ein- semd valdsins, hungur hins metta, hinn eina sanna tón andstætt til- búinni tónlist vélarinnar, öll þessi elnisatriði sögunnar em býsna fjarlæg ungum hugum, því þau eiga sér grunn í hugmyndum þroskaðs manns. Og því miður tekst leikumm Þjóðleikhússins í leikbúningi sínum ekki að raun- gera þessar hugmyndir með þeim hætti að bömin nemi þau og skilji. Leikgerðin er hvorki nógu róttæk né djörf til að nema þessa kjama og klæða þá átökum svo skiljist. Aftur hefur hópurinn búið til stutt rammaatriði umhverfis æv- intýrið um íjölskyldu sem situr stjörf framan við kassann og kann sér ekki hóf í glápinu, þekkir aug- lýsingamar utanað og þekkir ekki annað líf en hæga setu við sjón- varp. Þar var leikhópurinn meira á heimaslóðum, enda tóku áhorf- endur þá við sér og þekktu sitt heimafólk. pbb Engan skatt á íslenska tónlist íslenski tónlistardagurinn er í dag, og er hann helgaður því mikil- væga baráttumáli íslenskra tónlist- armanna að fá að sitja við sama borð og aðrir listamenn í landinu. Þeir krefjast því afnáms virðisauka- skatts af íslenskum hljómplötum og tónleikum. Innlend hljómplötuútgáfa hefúr undanfarin ár verið rekin með halla, auk þess sem tónleikahald er kostn- aðarsamt og áhættusamt á tímum harðnandi samkeppni i skemmtana- lífi íslendinga. Lögum samkvæmt eru tónleikar undanskildir skatti, en í raun gildir það einungis um klassíska tónleika. I dag verður íslenskri tónlist gert hátt undir höfði, bæði á öldum Ijósvakans og á hinum ýmsu tón- listarstöðum og klúbbum víða um land. Á tónlistarbamum Púlsinum verður fyrirmönnum þjóðarinnar afhent ný útgáfa á verkum hins ást- sæla tónskálds Sigfúsar Halldórs- sonar. Er þar um að ræða bók sem inniheldur hljómplötu, en menn standa nú andspænis þeim vanda að selja skattfijálsa bók sem inniheld- ur skattskylda hljómplötu. Skagaleikflokkurinn í kvöld kl. 20:30 frumsýnir Skagaleikflokkurinn á Akranesi leikritið 19. júní eflir þær systur Kristínu og Iðunni Steinsdætur. Leikstjóri er Oktavía Stefáns- dóttir, en hún sá einnig um sviðs- mynd og búninga. Lýsing er í hönd- um Hlyns Eggertssonar. Tíu leik- endur fara með hlutverk í verkinu. Aðalhlutverkið leikur Hallbera Jó- hannesdóttir. Leikritið 19. júni er 27. verk- efni leikflokksins á Skaganum. Æf- ingar hafa staðið yfir í sjö vikur. Verkið er sett upp í Bíóhöllinni á Akranesi, og eru næstu sýningar á mánudag, þriðjudag og miðviku- dag. Norrænir barokkdagar Dagana 25.-29. október hafa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Norræna húsið haft samvinnu um dagskrá sem fjallar um barokktíma- bilið á Norðurlöndum. Á morgun kl. 16 verður fyrir- lestur í Norræna húsinu um mynd- list og byggingarlist í Svíþjóð á bar- okktímanum, sem Allan Ellenius listfræðingur og prófessor við Upp- salaháskóla flytur. Norrænu bar- okkdögunum lýkur á mánudag með dagskrá i Hallgrímskirkju kl. 20:30. Sr. Sigurður Guðjónsson talar um danska sálmaskáldið Thomas Kingo. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les upp, og Mótettukórinn syngur. List Inua Andleg veröld eskimóa í Al- aska er yfirskrifl sýningar sem í dag verður opnuð á Kjarvalsstöðum. Sýningin er hingað komin frá Smithsonian-safninu í Washington. Dr. Fitzhugh heldur á morgun fyrir- lestur í tengslum við sýninguna. Hann er forstöðumaður mannfræði- deildar Smithsoniansafnsins. Á sýningunni er fjöldi fagur- lega skreyttra muna, en flestum þeirra safúaði Edward W. Nelson (1855- 1934). Hann ferðaðist mikið um í suðvesturhluta Alaska og hreifst mjög af menningu þeirra sem þar bjuggu. Inua - Andleg veröld eskimóa er opin daglega milli kl. 11 og 18. Skólavörur úr endurunnum pappír Lauaardaaur 27. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.