Þjóðviljinn - 07.11.1990, Side 2
FRETTIR
Blönduvirldun
Deilt um skurð við Blöndu
fl eila hefur komið upp á milli
** eigenda jarðarinnar Guð-
laugsstaða og Landsvirkjunar
um bætur vegna frárennslis-
skurðar við Blönduvirkjun.
Heimilisfólk á Guðlaugsstöðum
vill að Landsvirkjun greiði efn-
isgjald fyrir það efni sem tekið
er við gerð skurðarins, sem
samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
Bvlgian
Lausn
ísjónmáli?
„Ég get ekki annað en verið
bjartsýnn á að samningar takist
á milli okkar og Útvegsmannafé-
lags Vestljarða eins og staðan er.
Tilboð okkar tii þeirra er að olíu-
verðsviðmiðuninni verði breytt
um 20 dollara," sagði Reynir
Traustason formaður Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Bylgjunnar um kvöldmatarleyt-
ið í gær.
Samningaviðræður hófust í
gær á Isafirði milli Bylgjunnar og
Utvegsmannafélags Vestfjarða á
grundvelli tilboðs sem samþykkt
var á félagsfundi Bylgjunnar í
fyrrakvöld. A þeim fundi kom
fram eindreginn vilji fundarmanna
að allt yrði gert til að reyna að
koma í veg fyrir að boðað verkfall
Bylgjunnar kæmi til ffamkvæmda
þann 20. nóvember næstkomandi.
Samningafundinum var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld. -grh
ans er mun hærra en Vegagerð-
in greiðir fyrir besta efni.
Helgi Bjamason verkffæðing-
ur hjá Landsvirkjun sagði Þjóð-
viljanum, að fyrirtækið gæti alls
ekki fallist á þessa kröfu, þar sem
hún ætti sér ekkert fordæmi, en
gæti skapað það í samningum við
aðra í ffamtiðinni. Viðræður
standa nú yflr á milli aðila og var
siðast fundað í gær. Samkvæmt
heimldum Þjóðviljans vill fólkið
á Guðlaugsstöðum fá tífalt hærra
viðmiðunargjald en Vegagerðin
greiðir fyrir besta efni, en Helgi
sagði efnið úr ffárennslisskurðin-
um vera uppsprengt efni og mjög
gróft malarefhi.
Að sögn Helga er ekki búist
við að samningaviðræður Lands-
virkjunar og Guðlaugsstaðafólks
dragist lengur en í tvær til þijár
vikur. Aðilar væm sammála um
að vísa deilunni í mat ef samning-
ar næðust ekki, eins og heimild er
fyrir. Landsvirkjun hefur þegar
gert samninga við Guðlaugs-
staðafólk um inntakslón sem ligg-
ur að hluta til á Guðlaugsstaðal-
andi, að sögn Helga. Einnig hefði
verið samið yfirtöku á sk. Gils-
vatni ofan við lónið, um veitu-
skurð um landið og háspennulín-
ur. Helgi sagði Landsvirkjun telja
að með því að hauga efnið úr
skurðinum væri fyrirtækið að
skapa Guðlaugsstaðafólki verð-
mæti sem það gæti selt hveijum
sem væri, fyrir utan sjálfsagðar
bætur fyrir landmissi og tjón sem
ffamkvæmdimar kynnu að valda.
-hmp
Happdrætti Þióðvilians
Upp með budduna
Dregið verður í happdrœtti Þjóðviljans í dag. Undirtektir óvenju góðar.
Veglegir vinningar í boði
ndirtektir hafa verið
óvenjugóðar og það er aug-
ljóst að áskrifendur Þjóðviljans
vilja blaðinu vel. Töluverður
hópur fólks hefur meira að
segja hringt hingað á Þjóðvilj-
ann og beðið um fleiri miða,“
sögðu þær Kristín Pétursdóttir,
Sigrún Gunnarsdóttir og Guð-
rún Geirsdóttir, starfsmenn
skrifstofu Þjóðviljans, þegar
rætt var við þær í gær um
happdrætti Þjóðviljans.
„En betur má ef duga skal og
allir upp með budduna,“ bættu
þær svo við.
I dag verður dregið í happ-
drættinu og að venju eru veglegir
vinningar i boði, samtals að upp-
Alþingi
Dregið verður í happdrætti Þjóðviljans í dag og því er skorað á alla vel-
unnara blaðsins að láta ekki sitt eftir liggja f stuðningi þeirra við blaðiö.
Veglegir vinningar eru í boði og þvl er til margs að vinna, sögðu þær
stöllur f.v. Kristín Pétursdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Guðrún Geirs-
dóttir. Mynd: Jim Smart.
Stasiá
p yrirspurn til utanríkisráð-
herra um upplýsingar um
tengsl öryggislögreglu Austur-
Þýskalands, Stasi, við íslenska
aðila var lögð fram á Alþingi i
gær.
Geir H. Haarde, Sjfl., lagði
fyrirspumina fram og spyr hvort
utanríkisráðherra hyggist fara
þess á leit við þýsk stjómvöld að
þau veiti upplýsingar úr eða
Tónlistardagar
Dómkirkjunnar
Tónlistardagar Dómkirkjunn-
ar hefjast í dag og lýkur nk.
sunnudag, 11. nóvember, en þess-
ir tónlistardagar em orðnir að ár-
vissum viðburði. Efnisskrá tón-
listardaganna er tileinkuð menn-
ingarborginni Leipzig, en Dóm-
kórinn fór í velheppnaða tón-
leikaferð til Austur-Evrópu sum-
arið 1989 og heimsótti þá m.a.
Leipzig. Flutt verða verk eftir ís-
lensk og erlend tónskáld sem ölj
hafa lært eða starfað í borginni. I
kvöld kl. 20.30 syngur Dómkór-
inn undir stjóm Marteins H. Frið-
rikssonar dómorganista og Ort-
hulf Pmnner leikur á orgel. A
laugardag kl. 17 heldur Marteinn
H. Friðriksson orgeltónleika kl.
17. Hápunktur tónlistardaganna
hefst svo með messu kl. 11. Prest-
ur er sr. Jakob Ágúst Hjálmars-
son, sr. Hjalti Guðmundsson
þjónar fyrir altari, Dómkórinn
syngur undir stjóm Marteins H.
Friðrikssonar, en forsöngvarar
verða Elín Sigurvinsdóttir og
.Halldór Vilhelmsson. Kl. 17
verða svo tónleíkar þar sem Si-
egfried Thiele rektor tónlistarhá-
Islandi?
heimili aðgang að skjalasafni
Stasi til þess að leiða í ljós hvort
hún hafl verið í tengslum við ís-
lenska aðila.
Geir sagði í samtali við Þjóð-
viljann að hann vissi ekki til þess
að Stasi hefði verið í tengslum við
íslenska aðila og væri fyrirspum-
in lögð fram án gmns um slíkt
-gpm
hæð kr. 1.510 þúsund. Fyrsti og
annar vinningur em Copam 386
SX tölvur ásamt Seikosa prentara
frá Aco, hvor um sig að upphæð
210 þúsund krónur. Þá em ferða-
vinningar að eigin vali frá Ferða-
vali, Nordmende vídeóupptöku-
vélar frá Radíóbúðinni, heimilis-
tæki að eigin vali frá Smith &
Norland, Panasonic vídeótæki frá
Japis, Örbylgju- og grillofnar frá
Einari Farestveit, grafikmyndir að
eigin vali frá Gallerí Borg og
bókaúttektir frá Máli og menn-
ingu.
Dómkórinn syngur (Leipzig.
skólans í Leipzig, stjómar frnrn-
flutningi eigin verks. Signý Sæ-
mundsdóttir syngur einsöng,
Bryndís Halla Gylfadóttir leikur
einleik á selló, Hörður Áskelsson
leikur á orgel og Dómkórinn
syngur.
Sýning í Bókasafni
Kópavogs
Halldór Jónsson sýnir um
þessar mundir olíumálverk,
vatnslitamyndir, ljósmyndir,
skúlptúra o.fl. í Bókasafni Kópa-
vogs. Alls em á sýningunni 21
verk. Halldór fæddist á Svanshól
árið 1913, en ólst upp í Asparvík.
Hann hefur fengist við myndlist
frá þrítugsaldri. Myndimar á sýn-
ingunni em frá ýmsum tímum, sú
elsta frá 1940 og sú nýjasta frá
1989. Sýningin er opin á sama
tíma og safnið, mánudaga til
fostudaga kl. 10 til 21 og laugar-
daga frá kl. 11 til 14. Sýningunni
lýkur 15. nóvember.
Miðaverðið í ár er það sama
og í fyrra, eða 300 krónur.
„Við vonumst til að fólk snúi
bökum saman og leggi hönd á
plóginn. Þetta er ekki stór upphæð
fyrir hvem og einn, en safnast
þegar saman kemur. Þá má ekki
gleyma því að vinningamir era
mjög veglegir. Þeir velunnarar
blaðsins, sem sfyðja það í barátt-
unni með því að taka þátt í þess-
um leik, geta því átt von á góðum
glaðningi," sögðu þær stöllur að
lokum.
-Sáf
Þrefalt afmæli
Skólahald í Vík í Mýrdal og
nágrenni á þrefalt afmæli um
þessar mundir. Eitt hundrað ár em
liðin síðan bamafræðsla hófst á
þessum slóðum, níutíu ár síðan
kennsla hófst í Vík og áttatíu ár
síðan fyrsta skólahúsið í Vík var
tekið í notkun. Þessara tímamóta
minnast nemendur og kennarar í
Vikurskóla nk. sunnudag, 11.
nóvember, með hátíðardagskrá
og sýningu í skólanum og af-
mæliskaffi í Leikskálum. Fyrrum
nemendur og starfsfólk skólans
auk annarra velunnara em vel-
komnir.
Háskólabókasafnið
sýnir
í tilefni af 50 ára afmæli Há-
skólabókasafnsins hefur verið
efnt til sýningar í anddyri aðal-
byggingar Háskólans. Greint er á
veggspjöldum frá starfsemi
safnsins, sögu þess og þróun,
bæði í máli og myndum. Sýndar
em bókagjafir sem safninu hafa
borist á afmælisárinu og ýmis
gömul og merk rit úr eigu safhs-
ins. Sýningin stendur til 15. nóv-
ember.
FFSÍ
Boltinn
hjá
útvegs-
mönn-
u m
Forystumenn Far-
manna- ogjiski-
mannasambandsins
kynntu afstöðu sína til
deilunnar á fundi með
forsætisráðherra í
gær
„Við sögðum forsætisráð-
herra að Iöggjafinn gæti ekki
komið inn í þetta mál og teljum
að það sé ekki inní myndinni af
hálfu stjórnvalda að leysa deil-
una með lögum,“ sagði Guðjón
A. Kristjánsson formaður Far-
manna- og fiskimannasam-
bands íslands.
Forystumenn þess áttu fund
með Steingrími Hermannssyni
forsætisráðherra í gær þar sem
ráðherranum vora kynntir mála-
vextir í deilu yfirmanna á fiski-
skipum við útvegsmenn.
Á fundinum lýsti forsætisráð-
herra yfir því, að hann hefði
áhyggjur af stöðu mála í ljósi þess
að yfirmenn hefðu fellt nýgerðan
samning í allsheijaratkvæða-
greiðslu.
Guðjón A. Kristjánsson segir
að stjóm Farmanna- og fiski-
mannasambandsins sjái ekki
neina ástæðu til að óska sérstak-
lega eftir sáttafundi með útvegs-
mönnum, þar sem samningurinn
hefur verið felldur, og þvi hljóti
boltinn að vera hjá útvegsmönn-
um.
Engu að síður er stjóm FFSÍ
tilbúin til viðræðna við útvegs-
menn strax og þeir biðja um sátta-
fund til lausnar deilunni.
Guðjón A. Kristjánsson for-
maður FFSI segir að útvegsmenn
leysi ekki þessa deilu með hör-
kunni einni saman. „Við erum til-
búnir til að vera í fríi fram yfir
áramót ef því er að skipta,“ segir
Guðjon A. - grh
Kristileg
útvarpsstöð
í dag hefjast aftur útsendingar
hjá kristilegu útvarpsstöðinni
Alfa. Sent er út á fm 102,9.
Hvatt til samvinnu
heilbrigðisstétta
Á haustfundi Heilsuhringsins,
sem haldinn var sl. laugardag, var
samþykkt ályktun þar sem hvatt
er eindregið til samvinnu milli
starfsmanna heilbrigðisstéttanna
og hinna sem vinna með náttúr-
unni á „óhefðbundinn hátt“ að því
að efla heilsuhyggju og vellíðan
landsmanna, einkum hvað varðar
forvamir. Fundurinn lagði
áherslu á að maðurinn beri
ábyrgð á eigin heilbrigði. Þá
leggur fundurinn áherslu á frelsi
einstaklinga að velja sér stefnu í
heilbrigðismálum. Að lokum seg-
ir í ályktuninni að þegar meta skal
hvaða atriði séu líkleg til að bæta
heilsufar íslensku þjóðarinnar
mest á komandi ámm ætti að
leggja höfuðáherslu á rétta nær-
ingu, næga hreyfingu og sálrænt
jafnvægi.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. nóvember 1990