Þjóðviljinn - 07.11.1990, Side 10

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Side 10
TÖLVUR Framtíðin Með tölvuskjáinn í bað I framtíðinni hætta dagblöðin að koma inn um lúguna og koma beint á skjáinn Það hefur verið sagt að við sé- um á fullri ferð inní upplýs- ingaöldina. í því tilliti eru það tölvurnar sem skapa þá öld. Nú er hægt að geyma gífurlegar upplýsingar á tölvutæku formi og senda um allan heim á ör- skotsstund. Sífellt fleiri tengjast gagnabönkum og á framtíðar- heimilinu verður fjölskyldan tengd umheiminum í gegnum tölvuskjáinn. Þunnt skjáblaö Ein líkleg stórbreytingin er að dagblöðin verði send heim til áskrifenda beint á tölvuskjáinn. Forsendur þessa eru að hannaðir verði þunnir tölvuskjáir, svona tveir til fimm sentimetrar á þykkt. Þetta er tæknilegt vandamál sem verður leyst. Þá verður hægt að hafa á heimilinu skjá sem er ekki mjög frábrugðinn dagbiaði í lag- inu. Skjá sem má taka með sér inní stofu og lesa blaðið í hæg- indastólnum. Nú, eins má taka blaðið með sér inná baðherbergið sem hentar þeim sem aldrei lesa blöðin annarsstaðar. Nú þegar eru útlitshönnuðir dagblaða famir að velta fyrir sér hvemig textinn komi til með að líta út á hinum nýja tölvuskjá. Flestir skjáir sem við þekkjum í dag em ekki þess eðlis að neyt- endur gætu hugsað sér að rýna í þá langtímum saman. Einnig þetta er vandamál sem er leysan- legt. Beintíæö En möguleikar þunns skjás og beintengingar heimilisins við dagblaðið em óendanlegir. í fyrsta lagi þá er vandamál dag- blaða í dag samkeppni við ljós- vakamiðla sem birta fréttimar samdægurs. Með nýja kerfinu sem hefur verið kynnt hér að ofan þá kæmu fréttimar til neytandans um leið og búið væri að skrifa fréttina, þ.e. samdægurs. í öðm lagi geta allar fréttir birst, líka þær sem stundum lenda í msla- tunnunni vegna plássleysis í blað- inu. í þriðja lagi er hægt að bæta fréttina strax og eitthvað nýtt kemur uppá í stað þess að gera það daginn eftir. Einnig gætu les- endur gerst áskrifendur að ákveðnu efni. Þannig gætu hinir listhneigðu gerst áskrifendur að öllu menningarefni, eða bara ein- beitt sér að leiklist t.d eða mynd- list. Áþekkt yfirbragö Það er ekki tryggt að yfir- bragð ffétta breytist mikið. Þann- ig er ííklegt að fréttastjórar skjá- blaðs ffamtiðarinnar vilji áffam hafa vald til að ráða stærð fyrir- sagna og uppsetningu efnis. Þannig mun ffamtiðarblaðið ekki verða einn samfelldur texti heldur er efninu komið á ffamfæri á ein- hvem grafiskan hátt, ef til vill ekki ólíkt því sem við þekkjum í dag; því þrátt fyrir alla nútíma- tæknina emm við stundum nokk- uð ihaldssöm. Þannig yrði í framtíðinni lika hægt að taka upp stríðsletrið þætti mönnum þörf á. En líka yrði hægt að aðvara lesendann ef einhver stórffétt væri á leiðinni. Eða bara ef það væri að skella á óveður. Eins gæti fólk sem væri áskrif- andi að svona blaði beðið um itar- efni ýmis konar og þannig aflað sér ffekari upplýsinga um mál sem það hefur sérstakan áhuga á. Líkara Ijósvaka- miölunum Því mun dagblað ffamtíðar- innar sífellt líkjast ljósvakamiðl- unum. Samkvæmt könnunum, t.d. í Bandaríkjunum, fækkar bæði blöðum og þeim sem lesa blöð. Því var það að þegar banda- ríska dagblaðið USA Today byij- aði starfsemi sína, fyrir fáum ár- um, hannaði blaðið sölukassana einsog þeir væru sjónvarp. Líkt og hjá flestum bandaríksum dag- blöðum fer stærsti hluti sölu blaðsins í gegnum kassana. Með hinum stuttu fréttum blaðins er líka reynt að líkja eftir sjónvarp- inu- Hið nýja skjáblað gengur enn lengra í að likjast sjónvarpinu þó það komi alls ekki í staðinn fyrir það. Velgegni bandarisku ffétta- sjónvarpsstöðvarinnar Cable News Network (CNN) sannar að almenningur hefur meiri áhuga á fféttum en fækkun blaða og blaðalesenda gefur til kynna. En CNN sjónvarpar eingöngu frétt- um 24 tima sólarhringsins. Af þessu má ráða að almenningur hefur ekki misst áhugann á frétt- um heldur vill stór hluti fólks fá fféttimar framreiddar á annan hátt. Hið nýja skjáblað ffamtíðar- innar kemur til móts við þær kröf- ur. -gpm Tölvuvæðing prentiðnaðarins á sér orðið langa sögu. Verður fram- tlðardagblaðið þunnur skjár sem hægt er að bera með sér um allt hús? Gerist það má jafnvcel lesa skjáblaðið f þessari stellingu. ARCHE tölvueigendur hafa eitt sem engir aðrir töivueigendur hafa - tveggja ára gæðaábyrgð. í dag er ARCHE eini framleiðandinn í Bandaríkjun- 'um sem býður tveggja ára ábyrgð á öllu sem ber merki ARCHE Technologies. ARCHE eigendur geta státað sig af fyrsta flokks „Made in the USA“ gæðastimpli. Og stimpil þennan fá aðeins þeir framleiðendur sem mæta ströngustu kröfum um gæði og endingu. ARCHE TRIUMPH 286 PLUS □ 1Mb minni (0 bið) □ 1,2Mb disklinga drif □ 2 parallel og 2 serial port □ Stýrikort fyrir harðan disk □ MS-Dos 3.3, GW Basic □ 10 ls lykils lyklaborð VERÐ KRÓNUR: 97.975. ******* mSTUW:IUm:l ARCHE RIVAL 386-SX □ 1Mb minni (0 bið) □ Stýrikort fyrir harðan disk □ 1,2Mb disklinga drif □ MS-Dos 3.3, OW Basic □ 2 parallel og 2 serial port □ lOls lykils lyklaborð 10SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.