Þjóðviljinn - 09.11.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Page 5
Skialafundur FOSTUDAGSFRETTIR Bandaríkjamenn vildu aðskilnað Þorleifur Friðriksson: Frumkvæðið að byggingu flugstöðvarinnar kom frá Bandaríkjamönnum Þorleifur Friðriksson, doktor i sagnfræði, hefur komist yfír opinber skjöl frá tímum viðreisnarstjórnarinnar, sem sýna að frumkvæðið að aðskOn- aði farþegarflugs og hernaðar- umsvifa á Keflavíkurflugvelli kom frá Bandaríkjamönnum en ekki íslendingum. Skjölin fundust í rusiagámi og koma úr fórum Hans G. Andersens, fyrrum sendiherra í Bandaríkj- unum. A meðal þessara skjala er minnisblað, eða „memorandum“, þar sem fram kemur að Banda- ríkjamenn hafa lofað Islending- um hagstæðum lánum vegna byggingar flugstöðvar, að sögn Þorleifs. Þetta var aldrei fært inn í eiginlega samninga. Þorleifur sagði skjölin af tvennum toga. Annars vegar væru persónuleg bréf til Hans G. And- ersens, sem hann fékk þó vegna stöðu sinnar. Hins vegar væru þetta embættisplögg, sem hvorki ættu að vera á einkaheimilum né í ruslagámum. Þama væri til dæm- is frumrit af bréfi varðandi þjóð- argjöf Bandarikjamanna til Is- lendinga á 1100 ára afmælinu. Þetta bréf væri greinilega staðlað og Bandaríkjamenn virtust eiga gjaflr á lager til að gefa þjóðum við slík tækifæri. „Þama er líka þakkarbréf frá Barböm Bush, sem kom hingað í fylgd eiginmannsins þegar hann var varaforseti,“ sagði Þorleifur. Þá væri í þessum skjölum mjög harðort klögubréf frá Gunnari G. Schram til ritstjóra American Scandinavian Review, vegna greinar sem Sigurður A. Magnús- son skrifaði í blaðið um Ólaf Jó- hannesson, þá forsætisráðherra. Merkilegustu skjölin að mati Þorleifs em „memorandum" varðandi samninga íslendinga við Bandaríkjamenn um fram- AB Reykianesi Vilja Ólaf í fyrstasæti Kjörnefnd Alþýðubandaiags- ins á Reykjanesi hefur ákveðið að skora á Ólaf Ragnar Gríms- son að taka fyrsta sæti á lista Alþýðubandalagsins i Reykja- nesi í alþingiskosningunum í vor. Mun kjörnefnd ræða við Ólaf Ragnar í dag. Sjö manna kjömefnd kom saman til fundar á miðvikudags- kvöld og samkvæmt heimildum Þjóðviljans varð niðurstaða fund- arins sú að sex kjömefndarmenn vildu að þessi leið yrði farin, en einn, Gunnar Rafn Sigurbjöms- son bæjarritari í Hafnarfirði, sat hjá, eftir að tillögu hans um að ffam færi opið prófkjör hafði ver- ið vísað ffá. Engin ákvörðun var tekin á fundinum tun hvemig staðið yrði að uppröðun í önnur sæti listans. Ásmundur Ásmundsson for- maður kjömefhdar sagðist ekki geta staðfest þetta, enda hefði verið ákveðið að það sem færi ffam á fundinum væri trúnaðar- mál. „Það er ekkert hægt að upp- lýsa um hvað fór ffam á fúndin- um,“ sagði Ásmundur. -Sáf kvæmdir á Keflavíkurflugvelli undir lok viðreisnarstjómarinnar í byijun árs 1971. Skjölin vörpuðu ljósi á aðdraganda flugstöðvar- byggingarinnar. Yfirleitt hefði verið látið í það skína að aðskiln- aður farþegaflugsins við hemað- aramsvifin hefði verið að frum- kvæði íslendinga, en skjölin sýndu aimað. íslendingar hefðu farið fram á að Bandaríkjamenn kostuðu lengingu þverflugbrautar og aðrar ffamkvæmdir til að gera völlirm betri og fullkomnari fyrir millilandaflug. Bandaríkjamenn hefðu gengist inn á þetta með því skilyrði að íslendingar sæju um að skilja farþegaflugið ffá hem- aðarumsvifúnum. íslendingar sæju um gerð vegar að flugstöðv- arbyggingunni utan vallar og á móti lofúðu Bandarikjamenn að útvega hagstæð lán til byggingar- innar. Að sögn Þorleifs setti utanrík- isráðuneytið sig í samband við hann nokkrum klukkustundum eftir að hann sagðist hafa þessi skjöl undir höndum í pallborðs- umræðum í Þjóðskjalasafninu á þriðjudag. Hann sagðist hafa fengið skjölin hjá Kristjáni Hreinssyni, sem hefði fúndið þau í raslagámi, og það yrði að vera mál Kristjáns hvert og þá hvenær skjölunum yrði skilað. -hmp fslenska sveitin sem fer til Novi Sad. Ekki reyndist unnt að koma saman (slenskri kvennasveit. Mynd Jim Smart. Ólympíuskákmót Stefnt í toppbaráttu Helgi Ólafsson stórmeistari: Ólympíuskákmót eru ákveðið happdrœtti, en við stefnum á eitt af tíu efstu sœtunum Við stefnum að því að lenda í einu af tiu efstu sætunum. Ólympíumót eru alltaf ákveðið happdrætti og gengi iiða fer mikið eftir því gegn hvaða liðr um þau lenda í síðustu umferð- unum, segir Heigi Ólafsson stórmeistari við Þjóðviljann. Helgi teflir á fyrsta borði fyrir íslands hönd á Ólympíuskákmót- inu sem hefst í Novi Sad í Júgó- slavíu 16 nóvember. Stórmeistar- amir Margeir Pétursson, Jón L. Ámason og Jóhann Hjartarson tefla á öðra til fjórða borði, en varamenn era þeir Héðinn Stein- grímsson, skákmeistari íslands 1990, og Björgvin Jónsson, al- þjóðlegur meistari. Einnig verður keppt í kvenna- flokki í Novi Sad, en ekki reynd- ist unnt að koma saman íslenskri kvennasveit. Stórmeistaramir fjórir hafa mikla reynslu af þátttöku í ólymp- íuskákmótum, sem era nokkurs konar heimsmeistaramót í sveita- keppni. lslenska sveitin lenti í fimmta sæti í Dubai 1986, en í því 15. á síðasta móti sem haldið var í Þessalóníku. Þess má geta að þá vantaði sveitina þó aðeins tvo vinninga til þess að ná verðlauna- sæti. Liðið hefúr komið reglulega saman til undirbúnings að undan- fomu og stundað skákrannsóknir, auk andlegra lyftinga, eins og Gunnar Eyjólfsson orðar það. Gunnar er sérlegur aðstoðanmað- ur íslensku sveitarinnar. Áskell Öm Kárason verður liðsstjóri, en Þráinn Guðmundsson fararstjóri. I upphafi móts er þátttöku- sveitum raðað í styrkleikaröð eftir stigatöflu fjögurra aðalmanna hverrar sveitar. Gert er ráð fyrir að íslenska sveitin verði sú sjö- unda í þeirri röð. Sovéska sveitin er sterkust, enda þótt Kasparov og Karpov verði fjarverandi vegna einvígisins um heimsmeistaratit- ilinn. -gg A Iþýðubandalagið Forval á Austurlandi Einar Már Sigurðsson efstur í Neskaupstað, en ekki inni á Héraði Einar Már Sigurðsson varð efstur í fyrstu umferð for- vals Alþýðubandalagsins I Nes- kaupstað, en Hjörleifur Gutt- ormsson þingmaður kjördæm- isins lenti í þriðja sæti. Einar Már var hins vegar ekki einn þeirra sem fékk afgerandi kosn- ingu í forvali á Héraði. í samtali við Þjóðviljann sagði Einar Már forvalið í Nes- kaupstað vera smá vísbendingu, sem ekki gæti dregið úr áformum hans um að stefha á fyrsta sætið fyrir kosningamar í vor. „Þetta era ekkert öðravísi úrslit en ég bjóst við,“ sagði Einar Már. Önnur Alþýðubandalagsfélög á Austurlandi era í fyrstu umferð forvals þessa dagana. I fyrstu um- ferð er ekki stillt upp á listann, heldur stungið upp á nöfnum inn á hann. Erlendur Steinþórsson formaður forvalsnefndar í kjör- dæminu, sagði að öll félögin ættu að vera búin að skila inn tilnefn- ingum fyrir sunnudag. Seinni um- ferð forvals færi síðan fram 6. desember. Fyrstu umferð væri lokið á Héraði, en ákveðið hefði verið að gefa ekki upp atkvæða- magn einstakra manna. Þeir sem fengu ótvíræða út- nefningu á Héraði era Þuríður Bachmann, Hjörleifúr Guttorms- son, Siguijón Bjamason, Álfhild- ur Olafsdóttir og Finnbogi Jóns- son. Erlendur sagði að rætt hefði verið við allt þetta fólk um að taka sæti á listanum og svörin væra ýmist já eða nei. Það vekti hins vegar athygli að Einar Már væri ekki í þessum hópi. -hmp Slökkviliðsmenn Vilja eigið stéttarfélag „Þingið ákvað að stefnt skyldi að því með skýrum hætti að stofna stéttarféiag slökkviliðsmanna,u sagði Guðmundur Vignir Ósk- arsson, nýkjörinn formaður Landssambands slökkviliðs- manna. Landssamband slökkviliðs- manna hélt þing um síðustu helgi og á þinginu var samþykkt að stjóm Landssambandsins ynni markvisst að undirbúningi þess að Landssambandið verði gert að stéttarfélagi slökkviliðsmanna, auk þess sem stjómin á að undirbúa nauðsynlegar breytingar á starf- semi sambandsins. „Við viljum þjappa mönnum saman í eina heild. Nú strax fer í gang vinna um réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og ætlunin er að koma þessu máli á góðan rekspöl á næsta ári,“ sagði Guðmundur Vignir. -Sáf Föstudagur 9. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.