Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 6
Elín Elíasdóttir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. nóvember1990 Fclagsmenn Vcrzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til aö fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðuna'rtöku um þetta þýðingarmikla mál. AÐ UTAN Ramatrúarmenn ryðjast gegnum varðhring lögreglu kringum Babúr- smosku - hvorugur deiluaðila er líklegur til málamiðlunar. Rama í brennidepli Babúrsmoska, sem fslamskur herkonungur byggði á rústum Ramahofs á fæðingarstað kapp- ans/guðsins. Rajiv Gandhi var hér milli tveggja elda og tvísteig að því skapi, bannaði að moskan yrði rifm, leyfði að hof yrði byggt við hlið hennar, bannaði síðan einnig það. Hann hafði það eitt upp úr því að fæla ffá sér báða aðila. Múslímar hlupu unnvörpum frá flokki hans yfir til flokkabanda- lags undir forustu Vishwanath Pratap Singh, sem fyrir bragðið varð sigurvegari kosninganna og myndaði stjóm þá sem nýsprung- in er á sama máli, og heittrúar- hindúar flykktust ffá flokki Gand- his til Bharatiya Janata, flokks er hefur sem mark og mið að hefja hindúasið til sem mestrar dýrðar. í fyrra var byijað að grafa fyr- ir homsteini Ramahofs á hinum umeilda stað í Ayodhya, en síðan hætt við það, að boði Gandhis. Indverskur embættismaður benti fyrir fáum dögum fféttamönnum á holuna og sagði spámannlega: „Gryfjan sú ama hefúr þegar gleypt tvær stjómir og er þó enn tóm. Við skulum sjá til hver í hana steypist næst.“ Á aruiað ár hefiir deilan um fæðingarstað þessa siðavanda kappa og guðs verið mesta hitamál indverskra stjómmála og orðið tveimur ríkisstjómum að falli Indland er fremur meginland en „land“ í evrópskum skiln- ingi orðsins. Eðlilegt er því að bera þetta 850 miljóna manna ríki saman við Evrópu eins og hún leggur sig, eða Arabalönd, fremur en einstök ríki í þessum heimshlutum eins og Þýskaland eða Eg- yptaland. í þeim heimshluta, sem Ind- land er, geta mál sem frá sjónar- hólum annarra heimshluta séð ættu ef til vill ekki að verða ýkja umfangsmikil, orðið meginatriði. Og í augum þorra Indverja er deilan út af fæðingarstað Rama í Ayodhya öllu alvarlegra mál en Persaflóadeilan. Hinir helgu stað- ir í Ayodhya eru ekki síður mikið tilfinningamál fyrir Indveija en Musterisfell í Jerúsalem er í aug- um gyðinga og múslíma. Upphaflega maöur Deilan út af fæðingarstað Rama, eins þeirra guða sem mest eru tilbeðnir með hindúum, sem eru um 83 af hundraði ibúa lands- ins, hefur á eins árs tímabili orðið tveimur indverskum ríkisstjóm- um að falli. Áreiðanlega efastþeir fjölmörgu hindúar, sem á Rama trúa öðrum guðum ffemur, ekki um að goðið hafi búið þeim stjómum makleg örlög vegna þess að þær hafí brugðist helgum málstað. Og hver er þá Rama? Sennilegt er að hann hafi upp- haflega verið maður, og er slíkur uppruni guða ekki einsdæmi. Sagnir herma að hann hafi fæðst konungshjónum í Ayodhya, borg sem frá fomu fari hefur verið helg með hindúum og er í Uttar Pra- desh, fjölmennasta fylki landsins sem nær yfir vesturhluta Ganges- sléttu. í Ayodhya búa nú um 50.000 manns, flestir hindúar, og þar em um 3000 hof, eitt á hveija 16-17 borgarbúa, og aðalfram- leiðsla staðarins em sætindi sem borin em goðum að fóm. Einhveijir fræðimenn hafa giskað á að Rama, sem algengt er að menn kalli Ram sér til hægri verka, hafi verið uppi á áttundu eða sjöundu öld f.Kr. og hafi þá Rama (fyrir framan hann Advani, leiðtogi Bharatiya Janata) - þeim sem á hann trúa finnst tfmi til kominn að hann endurheimti fæð- ingarstaö sinn, nú þegar hindúar eftir langa mæðu ráða aftur rikjum f Indlandi. verið fursti yfir stærra eða minna svæði umhverfis Ayodhya. Þótt ekki verði af heimildum séð að sérlega mikið hafi farið fyrir hon- um innanum aðra þáverandi ind- verska stórhöfðingja, sem hafa verið fjölmargir, hafi smámsaman spunnist um hann sagnir og hann í þeim orðið dáð og goðumlík hetja. í sögnum er bilið á milli guða og kappa ekki alltaf breitt, og ekki leið á mjög löngu áður en farið var að trúa því að Rama hefði verið einn af avatörum Vis- hnu, guðs þess er öllu heldur við, samkvæmt opinberri guðfræði hindúasiðar. Avatar þýðir Hinn niðurstigni. Vishnu er sá af hindúaguðum, sem hvað mest gerir að því að stíga niður til þessa heims og birtist þá í ýmsum gervum. Af avatörum hans eru tveir þýðingarmestir, Krishna og Rama, en einnig er því trúað að Búddha hafi verið Vishnu niður- stiginn. Auk Vishnu og hins margbrotna goðs Shiva og konu hans, sem nefnd er m.a. Kali og Durga, eru Krishna og Rama nú mikilvægustu goð í hindúatrú og hefur svo verið lengi. Heimsþekktur hefur Rama orðið af sagnljóðabálkinum Ramayana, ortum á sanskrít, ef til Bygging hjúkrunarheimilis vill einhvemtíma kringum upphaf vors tímatals, en talsvert greinir ffæðimenn á um það. A 14. öld voru kvæðin ort upp og aftur á 17. öld og þeim þá um leið snúið á hindí, sem nú er það af indversk- um tungumálum sem flestir tala. Gerði það skáld að nafhi Tulsi Das (1532-1623). Ramacaritman- as, kvæðin um Rama eins og Tulsi Das gekk frá þeim, náðu óhemju vinsældum. Bhagavadg- ita, ljóðin þar sem Krishna opin- berar visku sína, hafa verið kölluð Hávamál Indíalanda. Ramacarit- manas hafa verið kölluð biblía hindímælandi þjóða. Það var fyrst á þessum öldum, er áðumefndar endurútgáfur og þýðingar urðu til, sem Rama varð guð að fullu. Á þeim öldum réðu íslamskir valdhafar mestu í Ind- landi, fyrst soldánamir af Delhi og síðan stórmógúlamir. Sá fyrsti þeirra síðamefndu var Babúr, sem sagður er hafa árið 1528 brotið hof helgað Rama í Ayodhya og byggt á rústum þess mosku sem enn stendur. Baráttan gegn Ravana Á valdatíð mógúlanna, sem oft léku hindúíska þegna sína hart og reyndu að þvinga þá til að taka íslam, varð Rama tákn andófs hindúa gegn þessum harðráðu og hötuðu valdhöfúm. Hann var að mörgu Ieyti vel til þess fallinn. í kvæðunum samsvarar hann hug- myndum hindúa um hvemig hraustir menn og góðir drengir eigi að vera - kappar sem ótrauð- ir berjast gegn því illa, þrautgóðir á raunastund, hollir goðum og brahmínum, hlýðnir fúrstum, dyggir fjölskyldufeður, synir, bræður. Aðalandstæðingur Rama í Ramayana er hinn illi jötunn Ra- vana, sem rænir Situ konu hans, sem fyrir sitt leyti er fyrirmynd kvenna eins og ætlast er til að þær séu samkvæmt hindúasið, holl eiginmanni sínum, hlýðin og skír- líf. Því er trúað að Vishnu stígi niður heiminum til bjargar, þegar tortíming vofir yfir honum af hálfu illra afla eyðingar. Undir stjóm múgúlanna, afkomenda Babúrs sem hóf feril þeirra á Ind- landi með því að brjóta hof Rama á sjálfum fæðingarstað hans, sáu hindúar heimi sínum ógnað. Þeir hafa þá átt auðvelt með að sjá svip með Babúr og eftirmönnum hans og Ravana jötni. Teikning af fyrirhuguðu Ramahofi ( Ayodhya - heittrúarhindúar vilja að það rfsi á rústum Babúr- smosku. vissum heimildum. Þeir eru arfúr mógúlatímans og ekki ýkja hress- ir yfir að hafa yfir sér valdhafa af trú hindúa, sem forfeður þeirra undirokuðu. Með hliðsjón af þeirri fortíð hafa heittrúaðir og þjóðemissinnaðir hindúar hom í síðu múslíma. Það er því ekki nema eðlilegt að Rama, tákn við- náms hindúa gegn múslímum, sé í brennidepli átakanna milli þess- ara gerólíku trúarbragða. Fyrir almennu þingkosning- amar, sem fram fóm í nóv. í fyrra, varð deilan um fæðingarstað Rama heitasta baráttumálið. Heittrúarhindúar kröfðust þess að Babúrsmoska yrði rifin og Ramahof reist í staðinn. Músl- ímar tóku það ekki í mál og ekki heldur málamiðlunartillögu um að moskan fengi að standa, en hof yrði reist þar rétt hjá. Þáverandi forsætisráðherra Dagur Þorlelfsson Félagsfundur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hcldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:(K). Fundarefni: 1. Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í byggingu hj úkrunarheim ilis. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Séra Sigurður H. Guðmundsson, for- maður stjórnar Skjóls. Fundarstjóri: Elín Elíasdóttir, varaformaður V.R. Síðasta orð Mahatma Gandhi Sterkust er trúin á Rama á Gangessléttu, hinu foma kjama- svæði hindúasiðar, þar sem hindí er talað, en átrúnaðurinn á þennan siðavanda guð er og mikill um mestan hluta Norður-Indlands, ekki síst í Gujarat, fylki vestan til. Þaðan var Mahatma Gandhi ætt- aður. Síðustu orð hans, þegar hann féll helsærður fyrir skotum ofstækisfulls hindúa 1948 voru: „Eh! Ram!“ Um það bil frá 1200 til 1700 réðu múslímar mestu í Indlandi, frá því á síðari hluta 18. aldar til miðrar 20. aldar Bretar. I hinu nú- verandi indverska ríki, sem stofn- að var fyrir 43 árum, em hindúar, þorri landsmanna, mestu ráðandi. En múslímar em þar fjölmennur minnihluti, um 11 af hundraði eða um 100 miljónir, samkvæmt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.