Þjóðviljinn - 09.11.1990, Síða 14
\ \
i \
Frjálsar (þróttir og almenn llkamsuppbygging er snar þáttur ( skólalþróttunum ( dag, auk æfinga á áhöldum, knattþrauta og leikja. Það er ekki annað að sjá en að þessi nemandi stökkvi
léttilega yfir rána, enda vel yfir henni. Myndir: Kristinn.
Skólaíþróttir
Sterkari
stúlkur -
fimari
drengir
í íþróttatíma með
ijórtán ára nemendum
í níunda bekk í Álfta-
mýrarskóla. Strákar
og stelpur saman;
sjáandi, blind og
sjónskert
„Inntak kennslunnar hefur lít-
ið breyst í gegnum tíðina, þó svo
að áherslumar séu aðrar. Mark-
mið hennar er að þjálfa einstak-
linginn; auka þor hans og kraft
þannig að hann verði betur undir-
búinn en ella til að takast á við líf-
ið þegar skólagöngu lýkur,“ segir
Þórhallur Runólfsson, íþrótta-
kennari í Álftamýrarskóla.
Fyrir skömmu leit blaðamað-
ur og ljósmyndari Þjóðviljans inn
í íþróttatíma í Álftamýraraskóla
hjá fjórtán ára nemendum í ní-
unda bekk.
Þar voru saman i tíma bæði
strákar og stelpur og heftir svo
verið undanfarin ár. Ennfremur
voru í tímanum krakkar úr deild
blindra og sjónskertra. Að mati
Þórhalls hefur þetta fyrirkomulag
reynst mjög vel, bæði fyrir nem-
endur og kennara. Þar fyrir utan
eykur þetta lífsreynslu krakk-
anna, tillitssemi og umgengni
þeirra sin í milli.
Þegar svona blandaður hópur,
um 40 krakkar, em saman í
íþróttatíma er það ekki á færi eins
kennara að sjá um kennsluna og
því eru tveir kennarar í hveijum
íþróttatíma. Með Þórhalli kennir
Margrét Hallgrimsdóttir en til
samans hafa þau næstum því
hálfrar aldar reynslu sem íþrótta-
kennarar. Þórhailur er að byija að
kenna sinn tuttugasta og fjórða
vetur og Margrét þann tuttugasta.
„Mér fmnst nú strákamir
skemmtilegri en stelpumar, auk
þess sem blöndun sem þessi í
tíma gerir það að verkum að
stelpumar verða sterkari og strák-
amir fimari," segir Margrét Hall-
grimsdóttir íþróttakennari.
Þórhallur segir að stærsta
stund í lífi íþróttakennarans sé
ekki endilega þegar hann sér að
meðal nemendanna er upprenn-
andi afreksmaður í iþróttum,
heldur þegar nemandi kemur til
kennarans og þakkar honum fyrir
tímann, svo ekki sé talað um að
sjá krakkana koma og fara með
ánægjubros. „Það er þetta sem
gerir það að verkum að maður
Þórhallur Runólfsson (þróttakennari.
kemur aftur og aftur á hveiju
hausti,“ segir Þórhallur.
Þar sem Þórhallur hefur starf-
að sem íþróttakennari í næstum
aldarfjórðung var hann inntur eft-
ir því hvort einhver munur væri á
nútímakrakkanum og þeim sem
hann byrjaði að kenna? Þórhallur
segir að áður fyrr hafi krakkamir
verið mun meira en nú í hinum
ýmsum leikjum utanhúss. Nú séu
þau meira innivið en áður, sem
kemur ffam í því að samhæfni lík-
amans er bágbomari en áður var,
þegar þau koma í skólann, en
engu að síður sé þau líkamlega
sterk. Hinsvegar sé sjoppufæðið
hið versta mál og það er skoðun
Þórhalls að nær væri að nemend-
ur fengju máltíð í skólanum.-grh
( upphafi hvers t(ma hita
nemendumir upp fyrir komandi
átök með teygjuæfingum, auk
annarra æfinga.
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. nóvember 1990