Þjóðviljinn - 09.11.1990, Side 16

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Side 16
Ingunn Ásdfeardóttir Afmælisár RÚV Um þessar mundir er haldið upp á 60 ára afmæli RÚV, eins og sjón- varps- og útvarpsáhorfendur/heyr- endur hafa sennilega orðið varir við. Gamla gufan komin nokkuð til ára sinna og hefúr þjónað landsmönn- um dyggilega í allan þennan tíma. Hvem áratuginn af öðrum alveg ein, nema þennan síðasta. Sígild tónlist í misgóðum útvarpstækjum, næsmýj- ustu dægurlögin, veðurfregnir á kortérsfresti allan sólarhringinn, dagurinn og vegurinn, Hallbjörg brotin í hljóðstofú, frá hinu opin- bera, fyrst erlendar og svo innlendar fréttir hér á áram áður og Jóhannes Arason segir fréttimar, - fúgl dags- ins, ffæðsluþættir, upplestrar, lög unga fólksins, landið og miðin og messan á sunnudagsmorgnum. Þetta hlustaði maður á daginn út og daginn inn (og gerir enn, svei mér þá) og þess á milli á hina og þessa sem voru þess mjög svo um- komnir að hljóða og hneykslast yfir einhvetjum dagskrárliðum eða öll- um. Bölvað sinfóníuvæl! Andkost- ans poppgargið! Hundleiðinleg kvöldsaga! En svo kom frelsið. Og nú ligg- ur mér við að spytja: Er ekki upplagt að nota nú afmælisárið til að leggja bara RUV niður? Lána stjömunum og bylgjunum og stöðinni Efstaleit- ið og njóta frelsisins út í ystu æsar? Það era svo margir að æsa sig yfir öllum peningunum sem stofn- unin sólundar í alls konar dagskrár- gerð sem ekki er að „þeirra“ smekk. Bara einkavæða allt saman og selja tækin og lána húsið! Aðalstöðin gæti verið í austurhominu, Bylgjan í suðurhominu, Stjaman fengi skot með vesturglugga, FM norðurhom- ið og stöðin neðri hæðina. Þá þarf ekkert að hafa fyrir því að flytja sjónvarp RUV þama uppeftir eins og áætlanir era uppi um, og allt á kostnað ríkisins að sjálfsögðu. Þá værum við laus við alla fheðsluþættina og sinfóníugargið, að ég tali nú ekki um veðurfréttimar daginn út og daginn inn. Þessir bændur og sjómenn, - þeir geta bara étið það sem úti frýs, farið út á dekk eða undir fjárhúsvegginn og tekið veðrið, það er nógu gott fyrir þá. Þetta eru hvort eð er slordónar og durgar upp til hópa, og kunna sig ekkert í poppumhverfi tískubúðanna og fina liðsins. Og svona eðjót eins og ég, sem hleyp út úr tískubúðum með hendumar fyrir eyrunum af því að mér er ómögulegt að velja mér föt nema ég fái frið til að hugsa og skoða þau, - ég er bara sveitó og ekkert upp á mig púkkandi í þessu dæmi. Nei, þá ættum við ekki á hættu að lenda á einhveijum öldruðum leigubílstjóra sem væri að hlusta á rás eitt, og þyrflum ekki að hafa fyr- ir því að biðja hann um að skipta og þurfa svo að hlusta á brakið á meðan hann er að snúa takkanuni án þess að fmna neitt, þar til við værum komin á leiðarenda. Þá værum við líka laus við þá áþján að þurfa að nota efri hæðina við að hlusta á alla þessa flóknu dagskrárgerð, samsetta þætti um hvers konar málefni sem koma manni að sjálfsögðu ekkert við og maður hefúr ekkert við að gera. Og þar að auki slyppum við við öll við- töl við menn um málefni, alla þætti um þjóðlífið og atvinnuvegina og alla þá óendanlegu og óþörfú fræðslu um starfshætti og stofnanir sem dynur yfir mann upp úr hádeg- inu. Og síðast en alls ekki síst, þá værum við algerlega laus við aílt þetta listaþvarg sem tröllríður bæði útvarpi og sjónvarpi RUV. Munið þið til dæmis eftir finnsku þáttunum héma fyrr í haust? Ekki þyrftum við að óttast að slíkt kæmi fyrir aftur. Ónei. Eða allar listaspírumar sem koma og tala háfleygt og upphafið um einhvetja list sem maður hefúr minni en engan áhuga á: Ljóðið mitt! Jesús góður. Eitthvert leikrit! Guð hjálpi oss. Myndlistarsýning sem er bara strik og klessur! Nei, má ég nú biðja um fri. í staðinn fengjum við leiknar og sungnar og lesnar auglýsingar allan daginn undir ljúfúm takti, og það væri til allrar guðsblessunar svo til eina fyrirfram ffamleidda efnið sem á borð væri borið. Og við fengjum dallas og dænastí á hveijum degi og jafnvel oft á dag í mismunandi myndum. Hugsið ykkur, hvílíkt un- aðstímabil myndi renna upp í kring- um jól og páska þegar ekkert ís- lenskt sjónvarpsleikrit kæmi til með að hrella mann. Og alla þessa peninga sem sól- undað er svona út um hvippinn og hvappinn væri hægt að nota til að kaupa plötur sem spilaðar væru aft- ur og aftur og annars flokks kvik- myndir sem sýndar væra ekki bara einu sinni og ekki bara þrisvar held- ur oft oft, og við gætum lifað áhyggjulaus til æviloka. Já, mér finnst ástæða til að gera eitthvað grand á afmælisári RÚV. Og hvað gæti verið meira grand en að leggja það niður? Ja, ég bara spyr? Ríkisrekin útvarpsstöð, - er nokkuð til jafn hallærislegt hjá framsækinni þjóð eins og okkur. Ekki ætlum við að fara að svíkja vini okkar vestan hafs og hætta að herma eftir þeim í einu og öllu. Ekki getum við farið að ætla okkur að reka eitthvert BBC hér. BBC er líka að kikna undan öllum menningar- og ffæðsluþáttunum sínum og leiknu ffamleiddu efni. Við getum bara ekki leyft okkur að taka okkur slíkt og þvílíkt til fyrirmyndar. RÚV hefúr meira að segja gert sig sekt um að senda menn til BBC á námskeið. Þetta er nokkuð sem við verðum að forðast í lengstu lög, og það gerum við auðvitað í eitt skipti fyrir öll með því að leggja það bara niður. Eg sé þetta alveg fyrir mér. Klukkan tólf á miðnætti á gamlárs- kvöld kveikja allir landsmenn á út- vörpunum sínum og sjónvörpunum og við sjáum Markús Örn í farar- broddi allra starfsmanna sinna yfir- gefa Efstaleitið, stilla sér upp í röð og hneigja sig fyrir þeim sem koma skulu. Inn ganga sparibúnir starfs- menn allra fijálsu stöðvanna og ná- kvæmlega eina mínútu í tólf rennur upp betri tíð með blóm í haga. Mad- onna syngur og skekur sig í öllum tækjum svolitla stund, en svo breyt- ist myndin í sjónvörpunum og Eddí Mörfi tekur við. Og allir landsmenn sitja límdir við tækin og una svo glaðir við sitt að þeir gleyma að kveikja á flugeldunum. Nautnastuldur mannanna Rúnar Helgi Vignisson gefiir út sína aðra skáldsögu Rúnar Helgi Vignisson er ungur rithöfúndur sem sendir frá sér sína aðra bók fyrir þessi jól, Nautnastuld. Hann hefúr skrifað eina bók áður, Ekkert slor, sem gerist í sjávarplássi ekki ólíku því sem Rúnar Helgi er sjálfúr ættaður úr, ísafirði. í Nautna- stuldi er plássið enn á ferðinni, þó að það sé meira í bakgranninum en í fyrri sögu. Nautnastuldur er saga sem ger- ist á nokkrum plönum, að sögn Rún- ars. Á yfirborðinu sé hún saga af ungum manni, Agli Grímssyni, sem heiti því nafni ekki fyrir tilviljun. Egill er utan af landi og gerist menntamaður og á síðan í stöðugu basli með sjálfsímyndina. Rúnar segir að það vefjist sérstaklega fyrir Agli hvemig hann geti gert gagn og orðið nýtur þegn. „Þegar hann reynir að skilgreina sjálfsímynd sína út frá viðmiðunum í plássinu sem hann kemur frá og þeim viðmiðunum sem hann fær f gegnum sína menntun, kemst hann í ógöngur og af þeim hlýst nautna- stuldurinn meðal annars. Egill er sýndur í gegnum samskipti sín við ólíkt fólk, til dæmis í samskiptum sínum við ólíkar stúlkur og danskan karlmann. Hann lendir alltaf í basli i sínum samböndum, meðal annars af nautnastuldinum, sem gerir það að verkum að hann getur ekki notið,“ sagði Rúnar. Önnur lönd en ísland koma við sögu, Danmörk og Bandaríkin. Þau era að sögn Rúnars ekki valin af handahófi. Þau era valin vegna þeirra samskipta sem ísland hefúr átt við þessi lönd og í raun sé staða íslands gagnvart þeim svipuð og Egils gagnvart öðru fólki. „Það á að vera hægt að lesa bók- ina sem sértæka sögu, það er að segja ástarsögu ungs manns sem kemur úr dreifbýlinu og á í ákveðnu basli, eða sem sögu af þjóð. Annars vegar er togstreita á milli landshluta og hins vegar á milli íslands og Danmerkur, sem er fortíðin, og ís- lands og Bandarikjanna sem snertir meira nútíðina." Er nautninni stolið frá höfúð- persónunni eða stelur hann nautn- inni af öðrum? „Henni er aðallega stolið frá Agli. En þar sem henni er stolið frá honum fer ákveðin keðjuverkun af stað og Egill stelur í leiðinni nautn- um frá öllum sem hann umgengst. Ef maður á í erfiðleikum í sínum uppvexti, bitnar það gjaman á öðr- um seinna meir. En ég hugsa Egil Grimsson að miklu leyti með Egil Skallagrímsson á bakvið eyrað og sem hinn dæmigerða íslending sem á í erfiðleikum með sjálfstraustið og sjálfsímyndina lengi framan af og hengir síðan hatt sinn á Bandaríkin að sumu lejrti. Síðan er gefíð í skyn að þetta verði próblematískt eftir að sögunni lýkur. Á yfirborðinu virðist allt bless- ast og ganga upp hjá Agli. Honum gengur vel vestanhafs, en það er kannski ekki allt sem sýnist. Það er spuming hvort eigi að taka svo djúpt i árinni að hann svíki uppruna sinn eða hvort hann lætur einfaldlega plata sig. Hvort hann gleypi ákveðna hugmyndafræði og hengi hatt sinn á hana í hálfgerðri blindni. Þegar sögunni lýkur er hann ekki al- veg búinn að melta það sem hefúr gerst. Ég myndi segja að lesandinn sé skilinn eftir með spumingu um ffamtíð Egils. Plássið er alltaf í bakgrunnin- um. Egill er sendur til baka í plássið í þann mund sem hann er að ljúka prófi Ifá Háskólanum, og þá á sér stað ákveðið uppgjör við plássið, þótt hann losni aldrei alveg við það. Egill verður fyrir dembu af nú- tímalegum áreimm sem hann verður að vinna úr. Systir hans er drepin af hryðjuverkamönnum í Jerúsalem, pabbi hans er alki, sem er dæmigert fyrir margar íslenskar fjölskyldur, annar bróðir hans er framafíkill og viðskiptafræðingur en hinn er í dópi. Þannig að Egill þarf að fást við mörg áreiti sem nútímamaðurinn þarf að fást við. Þetta er að miklu leyti saga um samskipti kynjanna. Nautnasmldurinn fer mikið ffam á því plani. Egill er að ýmsu leyti sett- ur í stöðu konunnar. Hann er í heim- spekideild og er heimavinnandi á tímabili. Hann hefúr lítið sjálfstraust og er með menntun sem er dæmi- gerð fyrir konur og kærastur hans eru yfirleitt ffamagjamar og ákveðnar. Sagan er að hluta til hugs- uð sem svörun við jafnréttisumræð- unni sem hefúr verið dálítið skrýtin héma á íslandi, að minnsta kosti i bókmenntunum. í Bandaríkjunum venst maður því að líta á femínisma og kvennabókmenntir sem vaxtar- brodd í menningunni. Námskeið í femínisma era vinsæl og karlar sækja meira í þau en áður.“ Að lokum var Rúnar spurður hvað tæki við, nú þegar bókin væri komin út. Hann sagðist vera á leið- inni til Ástralíu með konu sinni, þar sem hann ætlar að byija á annarri bók og kynna sér ástralskar bók- menntir. Eftir árs dvöl í Ástralíu liggur leiðin aftur til Bandaríkjanna, en hvað síðan tekur við er óráðið. -hmp Medea Alþýðulelkhúsið sýnir i Iðnó: MEDEA eftir Evripídes. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Dansar og hreyfing: Hlíf Svavars- dóttir. Leikmynd: Sigriöur Guðjóns- dóttir. Búningar: Auður Guðjónsdóttir. Lýsing: Björn Guðmundsson. Leikendur: Jórunn Sigurðardótt- ir, Harald G. Haralds, Jónína Ólafsdóttir, Anna S. Ein- arsdóttir, Eyvindur Erlendsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Halla Vilhjálmsdóttir, Númi Thomas- son, Bryndís Petra Bragadóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Lilja ívarsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Griskir sígildir harmleikir hafa verið fáséðir á íslensku leiksviði þótt endurhljómur ffá heimi þeirra hafi borist af íslenskum Ieiksviðum um langan aldur. Ef ffá er talin ffönsk leikgerð af sögunni um Anti- gónu á upphafsáram Þjóðleikhúss- ins verður að minna á upphaf slikra leikja i ffumgerðum sínum á ís- lensku leiksviði með eftirminnilegri sýningu Sveins Einarssonar á Anti- gónu Sófóklesar á sjöundá áratugn- um. Sú sýning sótti reyúdar á hug- ann á ffumsýningarkvöldi Alþýðu- leikhússins. Sveinn hefúr síðan ver- ið ötull forgöngumaður um svið- setningar á grísku klassíkinni. Helgi Hálfdanarson kennir Sveini hálfþartinn um afskipti sín en nú er út komin stórbók ffá Máli og menningu með öllum harmleikjum skáldjöfranna þriggja, Æskilosar, Sófóklesar og Evripidesar í þýðingu meistara Helga. Um leið og vert er að lofa ffamtak útgefenda, þakka þýðanda eljuverkið sem býður les- anda heim, þá má minnast þess manns sem lengi stóð einn að ffam- gangi þessara bókmennta í landinu, fyrir daga Sveins og á undan þrek- virki Helga. Dr. Jón Gíslason var þrautseigur þýðandi úr grisku og vann lausamálsþýðingar á nokkram griskum verkum og raddi þannig fyrstur þá braut sem lengi hafði ver- ið teppt, allar götur ffá því Svein- bjöm Egilsson vann sínar þýðingar. Hér er þannig fyrir staðföst hefö klassískrar menntar og á henni er byggt. Nú reynir á að við sem þiggj- um ávexti þessa starfs kunnum að nota textana til lifandi sýninga. Það er Inga Bjamason sem leik- stýrir þessari sýningu. Hún hefúr sett saman verk sem inniheldur allar Iistgreinar og er þannig trú hefð fomgriska leikhússins. Hún kallar til dansahöfund, tónskáld, dansara og söngvara, sníður sýningunni svipmót hreinna forma, hátíðlegs og kuldalegs yfirbragðs. Hér lýtur allt erindi verksins, uppgjöri Medeu við þann valdaheim hjónabands og karlaveldis sem eðli hennar rís gegn sökum þess að siðaboð hennar og kenndir setja heiður hærra en henti- stefnu, sóma hærra svikum. En stíll hreinna forma, aga í beitingu máls, einbeittrar en öfgalausrar persónu- sköpunar, allt megnar það er gera verkið skýrt í huga áhorfandans, en dregur úr sýningunni þann tilfinn- ingalega mátt sem verkið, orð og æði, geymir. Medea Alþýðuleik- hússins nær ekki að opinbera þann kjaraa verksins sem vissulega varð- ar okkur mestu, þau sköp mannsins sem búa í sálu hans. Víst er tilgangur leikstjórans og allra samstarfsmanna hennar góðra gjalda verður. Sýningin er mjög fal- leg útlits, textinn vel fluttur, tónlist- in áhrifamikil sem og dansar og stöður. En kórkaflar sundrast í sam- tvinnun dansa og söngs. Hlut kórs- ins er þannig drepið á dreif. Þær Anna og Jónína leika fóstra og bamavörð og hefja leikinn. Eins og gætir í nær öllum flutningi eru þær ekki einungis skýrmæltar held- ur trúverðugar. Stefán Sturla leikur tvö hlutverk og þótt gervi hans í hlutverki Eigefs Aþenukóngs sé ekki gott, tekst honum mætavel í flutningi og er stórgóður í ræðu sendiboða. Eyvindi Erlendssyni tekst aftur miður að koma til skila ótta Kreons, persóna hans og staða verður óljós. Harald G. Haralds leikur hinn arma skálk Jason og er hann næst því að miðla þeim grimmu örlögum sem verkið geymir, djúpum harmi og til- finningu. Titilhlutverkið hefúr Inga falið Jóranni Sigurðardóttur, en hún hef- ur ekki áður tekist á við svo mikinn hlut. Jórunn er I fasi sannfærandi, textaframburður hennar er til fyrir- myndar, en aldrei gefst henni kostur á að opna gáttir sálar Medeu. Stíll sýningarinnar í sínu knappa og kalda formi hamlar henni. Það er synd, þvf búast mætti við nokkrum styrk Jórannar til að valda slíkum átökum. Sýning þessi er því blandin ánægja. Eins og hún tekst vel að flestu leyti er kaldhamraður stíllinn henni til tjóns. Hún kveikir engin önnur viðbrögð en aðdáun og ég hygg að það hafi ekki verið einn til- gangur aðstandenda. pbb SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.