Þjóðviljinn - 16.11.1990, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Síða 4
Það getur reynst býsna strembið í sauðburðinum á stóru fjárbúi að finna hver getur sætt sig við hvað, ekki síður en hjá GATT- þjóðunum 105 á lokafundunum í Brussel í desember. Mynd: ÓHT. Helga Guðrún Jónasdóttir. Mynd: Jim Smart. Deila Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna í GATT-viðræð- unum er lýsandi um þetta. EB segist ekkx vilja bjóða meira en 30% skerðingu, sem sé í raun um það bil það sama og Bandaríkin bjóðast til, því þau hafi falið stuðning sinn við landbúnað að mestu leyti undir græna geiran- um, sem ekki hefur áhrif á verð- myndun. 75% niðurskurður í bandaríska kerfinu jafngildi ekki nema rúmlega 30% raunniður- skurði. EB kærir sig hreinlega ekki um að þeirra landbúnaður búi við lakari kjör en sá banda- ríski. Á hápólrtísku plani Helga bendir þó á, að málið sé komið á hæsta pólitíska plan, Clayton Yeutter, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna, sé nú á yfir- reið til að hitta æðstu menn í ríkj- um EB til að vinna málstað Bandaríkjanna fylgi og eru þau því sökuð um yfirgang í viðræð- unum. Bush forseti hafi gefið út skeleggar yfirlýsingar um GATT- viðræðumar, og látið Quale vara- forseta, sem kominn var til Japan til að vera við krýningu Akihito keisara, afhenda Toshiki Kaifu forsætisráðherra bréf þar sem biðlað er til Japana um að sýna kröfum Bandaríkjanna skilning og stuðning, sem þeir hafa verið mjög tregir til. Frans Andriessen, utanríkis- fulltrúi EB, sem áður fór með landbúnaðarmálin, hafi síðan lýst því yfir í Genf í gær, að EB væri reiðubúið að ganga til frekari samninga við Bandaríkin um að- aldeilumálin, en að það væri þá á þeirri forsendu að bilið milli þess stuðnings sem aðilamir vildu draga úr, væri ekki jafn breitt og Bandaríkin héldu fram. EB vilji ekki láta leika á sig, því Iandbún- aðurínn gegni svo mörgum öðr- um hlutverkum innan bandalags- ins og þjóni meðal annars örygg- is- og félagslegum sjónarmiðum. GATT-samningarnir Svo illa horfir um samkomulag um alþjóðaviðskipti með bú- vörur, að Arthur Dunkel, aðal- framkvæmdastjóri GATT, al- menna samkomulagsins um tolia og viðskipti, hefur ítrekað lýst því yfir undanfarnar vikur, að engu megi nú muna að algert skipbrot verði í þeirri umræðu- lotu um frjálsari alþjóðavið- skipti og þjónustu sem kennd er við Úrúgvæ, en í því ríki hófust viðræðurnar fyrir 4 árum. 105 ríki taka þátt í Úrúgvæ-Iotunni, sem á að Ijúka í Briissei 3.- 7.desember. Rætt er um 15 efnisfiokka, bankamál, vefnaðarvöru osffv., þótt mest hafi borið á vandamál- unum varðandi samkomulag um niðurskurð á markaðsstuðningi og viðskiptahindrunum vegna landbúnaðar. íslenska utanríkisráðuneytið lagði fram tilboð íslands til GATT sl. þriðjudag, eins og ítarlega hef- ur verið rakið í fféttum fjölmiðla. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra, sem kom af fúndunum í Genf i fyrradag, er ósáttur við ýmsar túlkanir á ís- lenska tilboðinu til GATT. - Ég er eins og aðrir ráðherrar í ríkisstjóminni, segir Steingrím- ur, gáttaður á því hvemig utanrík- isráðherra hefúr í fjölmiðlum kynnt og túlkað tilboð okkar til GATT sem galopnun fyrir inn- flutningi unninna búvara og auk- inheldur reynt að eigna sér vinn- una af því og hampa þessu sem sigri fyrir Alþýðuflokkinn. Ég og mínir samstarfsmenn höfúm unn- ið þetta verk að mestu leyti og lagt fastafulltrúum okkar í Genf til upplýsingar. Innflutningur á unnum kjöt- og mjólkurafurðum yrði háður miklum takmörkunum af okkar hálfu. Það liggur alveg ljóst fyrir að við reynum að veija okkar kjöt- og mjólkurframleiðslu og að við emm með þessar greinar að mestu leyti undir framleiðslu- stjórnun. í GATT-viðræðunum viður- kenna allir, að þar sem ffam- leiðslustjóm er beitt, geti opnun markaðarins ekki orðið nema að mjög takmörkuðu leyti. Það er naumast að menn gefi þar kost á meira en nemur um 1-2% af markaðnum. Þetta á við um lönd eins og til dæmis Sviss, Noreg, Kanada, okkur og fleiri. Bændasamtökin með Landbúnaðarráðherra segir það sjálfsagt af sinni hálfú að bændasamtökin geti fylgst með gangi viðræðna í Briissel í desem- ber. - Ég mun gera fúlltrúum bændasamtakanna grein fyrir þeim skilningi mínum og túlkun sem að baki tilboðinu liggur, seg- ir Steimgrímur. Það er í raun al- veg í þeim anda sem ég lagði upp síðsumars og í haust, þegar ég tók málið upp í ríkisstjóminni til und- irbúnings. Jafhffamt er það í fúllu samræmi við þá meginlinu sem ég hef lagt til grundvallar í sam- ræðum við bændasamtökin um búvörusamninga undanfarið eitt og hálft ár. Þetta felur í sér í hnotskum; í fyrsta lagi að taka stórt skref í afnámi útflutnings- uppbóta og bjóða mikið fram á því sviði, í öðm lagi að reikna með færslu úr niðurgreiðslum og öðmm svonefndum verðtmflandi stuðningi yfir í beinni greiðslur til ffamleiðenda eða svæða og í þriðja lagi að fara mjög varlega gagnvart öllu sem gæti raskað mjög högum og markaðsstöðu okkar hefðbundnu búvömfram- leiðslu. Leiðréttingarnar eftir Það á eftir að ganga frá því hvemig leiðréttingastuðlar verða byggðir inn í AMS-útreikninga landanna til að meta stuðning við landbúnað, til dæmis gagnvart gengissveiflum. Nú er þegar rætt um það, ef samkomulag næst í GATT- viðræðunum í desember, sem mikil óvissa ríkir um, að koma verði á fót úrskurðamefnd á vettvangi GATT til að útkljá hundmð eða þúsundir ágreinings- mála sem mundu koma upp í beinu ffamhaldi þegar til ffam- kvæmda kæmi. Sömuleiðis verði komið upp eftirlíti með hvemig löndin standa að þeim. GATT-viðræðumar em í upp- námi, nánast strand, flókin pólit- ísk ágreiningsmál er reynt að leysa á æðstu stöðum milli þjóða. í Genf í fyrradag komust menn einna helst að því að reynt yrði að halda boðaðan ráðherrafúnd 3.-7. desember í Briissel, finna málinu einhvem farveg, svo ffamhald gæti orðið á viðræðum í 2-3 mán- uði, til að ljúka samningum fyrir lok febrúar. Bandaríska þingið hefur ekki umboð lengur en ffam í mars svo að það er úrslitaffestur að sinni. Keyptu kratar ? Sumum hefúr komið á óvart hversu opið íslenska tilboðið var og gert því skóna að landbúnaðar- ráðaherra hafi gert hrossakaup og í staðinn tryggt sér stuðning AI- þýðuflokksins við nýju búvöm- samningana. Steingrímur J. Sig- fússon mótmælir þessu harðlega, og segist fyrst og ffemst hafa hugsað um að vemda íslenska hagsmuni eins vel og hægt sé. Hvaða nafni sem menn vilja nefha það, segir Steingrímur, þá hlýtur að verða gert einhvers kon- ar samkomulag í þeim dúr sem við höfúm gert ráð fyrir og rætt um í drögum að nýjum búvöm- samningi við bændur. Tilboð okk- ar til GATT og samningsniður- staða í takt við það væri líka í mjög góðu samræmi við megin- áherslur í búvömsamningavið- ræðunum. Þess vegna ættu menn eins og Jón Baldvin Hannibals- sön, sem treysta sér til að hæla GATT-tilboðinu upp í hástert, ekki að vera í miklum vandræð- um með að ganga til samkomu- lags um framkvæmd þess hér inn- anlands með samningi við bænd- ur. Þetta liggur í augum uppi. geirarnir Þegar metin eru tilboð ríkjanna 105 í GATT-viðræðunum, segir Helga Guðrún Jónasdóttir, for- stöðumaður Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins, þá skiptir mestu máli að átta sig á hversu erfitt er að bera saman hráar magn- og prósentutölurnar um stuðning við landbúnað, eins og Iöndin hafa lagt þær fram. Það sem hæst hefúr borið í umræðunni er niðurskurður opin- berra útgjalda til innri stuðnings, en til grundvallar tilboðum ríkj- anna um hann liggja svonefndir AMS- útreikningar. Þeim er ætl- að að vinsa úr þann stuðning sem er markaðstruflandi. Það er því ekki verið að tala um niðurskurð á öllum stuðningi við landbúnað, segir Helga, held- ur þann sem hefur áhrif á verð- myndun vörunnar á fijálsum markaði. Af þeim sökum er AMS-útreikningunum skipt í tvennt, í svokallaða gula og græna geira. í gula geirann lenda þau ríkisframlög sem hafa trufl- andi áhrif á verð, en í þeim græna eru aðrar fjárveitingar. Það er síðan mjög misjafnt eftir löndum, hve stórt hlutfall ríkisffamlaganna hefúr verið skil- greint í hvorum geira. Bjóði land upp á 30% niðurskurð, þá er það skerðingin á gula geiranum, sem aftur er kannski bara 20% af heildarstuðningi ríkisins í við- komandi landi. Á íslandi komust menn að þvf í AMS-útreikningunum í haust, að 80% ríkisútgjalda sem tengjast landbúnaði teldust gular greiðsl- ur, sem hafi áhrif á verðmyndun, eins og niðurgreiðslur ofl. Þetta má aðallega rekja til þess hvemig kerfið er byggt upp hérlendis, en ekki vegna þess að við styðjum landbúnað meira en aðrar þjóðir. Þegar við emm nú að bjóðast til þess innan GATT að draga stuðning okkar saman um 25%, þá er það sem sagt um fjórðung af gula geiranum, þessum 80% af heildarstuðningnum. Þetta er mjög hátt miðað við mörg önnur lönd. Island býður því hlutfalls- lega meiri niðurskurð en til dæm- is Noregur og Bandaríkin. 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.