Þjóðviljinn - 16.11.1990, Side 7
Dönskum gíslum sleppt
Anker Jörgensen, fyrrum leið-
togi danskra jafhaðarmanna og
forsætisráðherra Danmerkur, fékk
því til leiðar komið í gær í viðræð-
um við íraska ráðamenn að þeir
lofuðu að láta 16 danska gísla
lausa. Alls eru 74 Danir gíslar í ír-
ak og Kúvæt pg að sögn danskra
blaða sögðust írakar reiðubúnir að
sleppa þeim öllum, ef danska
stjómin sleppti við þá íröskum inn-
stæðum í Danmörku, sem frystar
voru eftir að innrásin var gerð í
Kúvæt 2. ágúst. Innstæðumar em
að upphæð 9 miljónir dollara.
Synd og ekki synd
Biskupar kaþólsku kirkjunnar í
Bandaríkjunum samþykktu í fyrra-
dag með naumum meirihluta at-
kvæða að gefa út bók með leið-
beiningum um kynferðismál fyrir
kaþólska skóla þarlendis. Segir þar
m.a. að menn verði ekki samkyn-
hneigðir að ffjálsu vali og sé því
ekki synd að vera hommi eða lesb-
ía, en hinsvegar beri að líta á kynlíf
af því tagi sem syndsamlegt.
Lífshættulegt
næturgaman
Tugur manna bíður bana og
margir slasast á sumri hveiju í
Tyrklandi við það að falla ofan af
húsaþökum að næturlagi og er gef-
ið í skyn að þessi slys eigi sér oft-
ast stað við samfarir. Þarlendis er
algengt að menn sofi á flötum þök-
um húsa sinna að sumri til, þegar
nætur eru hlýjar.
Höfrungum fjölgar
í Svartahaf i
Sumru Unsal, tyrkneskur sjó-
líffræðingur, heldur því ffam að
höffungar þrífist nú vel f Svarta-
hafi og fari þeim þar fjölgandi. Tel-
ur hann að höfrungar þar séu um
450.000 talsins, en ekki alls fyrir
löngu héldu sovéskir vísindamenn
því ffam að þeir væru um 100.000.
I Miðjarðarhafi er hinsvegar mikið
um höffungadauða af völdum
sjúkdóma og mengunar.
Hjartasjúkdómar
íJapan
Hjartasjúkdómar sækja meir
og meir á Japani og veldur því of
mikil vinna, illa valið fæði og
streita, samkvæmt skýrslu ffá þar-
lendum sérffæðingum um hjarta-
sjúkdóma. Eru Japanir þeir, sem
við eiga að stríða hjartasjúkdóma
eða einhver óþægindi fyrir hjarta,
nú 2,4 miljónir að tölu, fimmfalt
fleiri en var fyrir 20 árum. Sér-
fræðingamir hafa í þessu sambandi
mestar áhyggjur af ungu fólki, sem
mikið er fyrir vestrænan mat.
Segja læknamir þá fæðu valda við-
sjárverðri aukningu kólesteróls í
líkamanum.
Flugslys við Ziirich
Itölsk farþegaflugvél fórst í
fyrradag nálægt flugvellinum við
Zúrich í Sviss og með henni 46
manns, allir sem vom um borð.
Flugvélin, sem var af gerðinni
McDonnell Douglas DC-9-32 og í
eigu Alitalia, var í þann veginn að
lenda er hún skall niður í skóglendi
í fjallshlíð og rann í gegnum það
250 metra áður en hún stöðvaðist.
Brak eitt er eftir af vélinni og líkin
svo brennd að flest þeirra em
óþekkjanleg. Hugsanlegt er talið
að mistök flugmanns, sem stýrði
vélinni of lágt í aðflugi, hafi valdið
slysinu.
Fellibylurá
Filippseyjum
Fellibylur er veðurfræðingar
skírðu Mike geystist yfir miðjar og
sunnanverðar Filippseyjar í fyrra-
dag og gær og varð a.m.k. 190
mönnum að bana, svipti 120.000
manns heimilum sínum og sökkti
Qölda báta. 126 manns var í gær
enn saknað eftir óveðrið. Fellibylir
era þama tíðir gestir en þessi er sá
skæðasti, sem skollið hefúr á Fil-
ippseyjum á árinu.
Stórfelldur niðurskurður vopna
Samningur Nató og Varsjárbandalags um þetta er sá fyrsti þeirra á milli um fœkkun hefðbund-
inna vopna og sá umfangsmesti og ítarlegasti um vopn í sögunni
A tlantshafsbandalag og Var-
sjárbandalag komust í gær
að samkomulagi í meginatrið-
um um gagnkvæman niður-
skurð hefðbundins vopnabún-
aðar í eigu ríkja í báðum
bandalögum og er gert ráð fyrir
að samningur um þetta verði
undirritaður á mánudag í Par-
ís. Þá verður þar hafin ráð-
stefna 34 Evrópu- og Norður-
Ameríkuríkja um örvggi og
samvinnu í Evrópu (ROSE).
Samningur þessi markar að
því leyti timamót að hann er sá
fyrsti ftá lokum heimsstyijaldar-
innar síðari sem gerður er um nið-
urskurð hefðbundinna vopna.
Með hliðsjón af lokum kalda
stríðsins kemur ekki á óvart að
fyrrverandi andstæðingar skyldu
ná þessu samkomulagi, en við-
ræður bandalaganna í Vín um
þetta hafa þó tekið æðitíma, enda
sitja enn í mörgum eftirstöðvar
kaldastriðshugarfars, ekki síst í
þeim sem með hermál hafa að
gera, og þar að auki var viðfangs-
efnið margbrotið og umfangsmik-
ið.
Fréttamenn lýsa samningnum
svo, að aldrei fyrr hafi svo víð-
tækur og fjölbreytilegur samning-
ur verið gerður um vopn. í honum
er svo mælt fyrir að hvort banda-
lag um sig megi í hæsta lagi eiga
20.000 skriðdreka, 30.000 aðra
brynvagna, 20.000 fallbyssur og
álika vopn, 6800 herflugvélar og
2000 árásarþyrlur. Þetta er ekkert
smáræði, en samt verða ríkin í
bandalögunum tveimur sam-
kvæmt samningnum að „slátra“
eða breyta til friðsamlegra nota
fjórðungi miljónar vopna. Sovét-
rikin verða t.d. að fækka skrið-
drekum sínum um 19.000.
Samningurinn tekur til Evr-
ópu allrar, þ.e.a.s. frá Atlantshafi
til Uralfjalla. Itarleg ákvæði em í
samningnum um eftirlit til að
tryggja að öll ríkin 22, sem að
honum standa, fari eftir skuld-
bindingum hans.
Bush talar demókrata til
Bush Bandaríkjaforseta hefúr
tekist að sannfæra fomstumenn
demókrata á þingi um að ákvörð-
un stjómar hans um að fjölga stór-
lega í liði Bandarikjanna á Persa-
flóasvæði þýði ekki að hemaðar-
átök hefjist þar á næstunni að
fiumkvæði Bandaríkjanna. Þar
sem demókratar em í meirihluta í
báðum þingdeildum kemst Bush
þar með hjá því að kveðja þingið
saman til aukafúndar út af Persa-
flóadeilu, eins og kröfúr höfðu
komið ffam um.
„III meðferð á skepnum
ber vott um grimmt
og guðlaust hjarta“
Um allan heim fara fram meira eða minna
meiningarlausar tilraunir á dýrum undir fölsku
flaggi neytendaverndar og vísinda
Hundur er spenntur fastur
svo hann má ekkert hræra
nema augun. Plaströri er stung-
ið í gegnum vélinda hans og í
gegnum það er hundurinn
neyddur til að láta nákæma
skammta af andlitspúðri fara í
gegnum meltingarfæri sín.
Þetta er ekki hrollvekja, held-
ur rétt með farið dæmi um hlut-
skipti alls þess sægs af dýmm
sem misþyrmt er í rannsóknastof-
um um heim allan. Sífellt streyma
á markaðinn nýjar snyrtivörur og
lyf sem eiga það sameiginlegt að
hafa verið prófaðar í lengri tíma á
dýmm til að hægt sé að lýsa vör-
una skaðlausa fyrir fólk (en þetta
tvennt fer einatt ekki saman eins
og síðar verður vikið að).
Kanínum surnar
íaugum
Ein sú aðferð sem mest er not-
uð heitir Draize-aðferðin, sem
notuð er til að prófa varalit,
sjampú, lyktareyða, augnskugga
eða þá augndropa og smyrsl. Að-
ferðin er einöld: tilraunadýrið,
oftast kanína, er spennt fast í
kassa og stendur höfiiðið eitt upp
úr. Varan sem prófa skal er látin
leka í dropatali í augu kanínunnar
í lengri eða skemmri tíma. Niður-
staðan er alltaf sú að augu hennar
em ónýt.
Önnur tilraun á að leiða ffam
næmi húðar við ertingu. Hár er
rakað af skinni hunds eða kattar,
músar eða kanínu og tilraunaefúið
borið á húðina vamarlausa. Til-
raunin er endurtekin, oftast með
þeirri afleiðingu að skinn dýrsins
er eyðilagt og kannski er holdið
sært líka. Með þessari aðferð á að
prófa áhrif húðsmyrsla til lækn-
inga sem og snyrtivöm ýmiskon-
ar.
Þriðja aðferðin, mjög út-
breidd, er sú að fóðra dýrin nauð-
ug gegnum slöngu með allskonar
efnum og er því haldið áffam þar
til árangur er fenginn: upplýs-
ingaþjóðfélagið veit hve mörg
þeirra deyja, hve fljótt og hvemig.
Mýs og rottur, hundar og kettir og
marsvín.
Hér er aðeins fátt eitt upp tal-
ið. Rannsóknastofnanir og há-
skólar láta sér detta óendanlega
margt í hug. Til dæmis að græða
elektróður í apaheila til að mæla
viðbrögð þeirra við sársauka. Flá
hunda og ketti lifandi til að mæla
viðbrögð þeirra við feiknarlegum
sársauka. Sprauta simpansa dag-
lega með kvikasilfri til að sjá hve-
nær þeir deyja af kvikasilfúrseitr-
un. Eða þá að hundar em neyddir
til að anda að sér tóbaksreyk tólf
tíma á dag, til þess að uppgötva
hin skaplegu áhrif tóbaksreyk-
inga, sem menn hafa þekkt lengi.
Til hvers?
Og þar er komið að mikilvæg-
um punkti: Tilraunimar em ekki
einungis grimmdarlegar, það er
vafasamt líka hvort hægt er að
réttlæta þær hið minnsta með því
að þær komi neytendum ýmis-
konar vöm að haldi, sé þeim til
vemdar. I grein þeirri í Informati-
on sem hér er stuðst við segir, að
sl. 20 ár hafi menn notað mest
sömu efni innan snyrtivöruiðnað-
arins, og menn vita sæmilega vel
að það sem notað hefúr verið er
skaðlaust fyrir fólk. Tilraunimar
em annarsvegar hugsaðar sem
málsvöm fyrir fyrirtækin ef upp
kunna að koma málaferli út af
skaðlegum áhrifúm nýrrar vöm á
einhvem einstakling. Hinsvegar
hafa margir mikinn hag af því að
reka tilraunastofúr, rækta til-
raunadýr, og fyrirtækin sjálf geta
hækkað verð á snyrtivöram með
tilvísun til stórfelldra tilrauna sem
þau
hafi kostað. Þau sem ekkert
græða á tilraununum em dýrin,
sem em drepin og neytendumir,
sem verða að borga fyrir að þau
em drepin.
Falsvísindi
Hér við bætast hagsmunir
„falsvísinda": Oteljandi em þeir
sem vilja réttlæta þá styrki og
framlög sem þeir hafa fengið með
rannsóknum
á dýram sem eiga að heita „í
þágu mannkynsins". Þetta á ekki
Kötturinn
háriausi: Til-
rauna-
skrýmsli, bú-
ið til úr hundi
síst við um tilraunir með áhrif
nýrra lyfja af öllum hugsanlegum
tegundum á dýr. Hér er einatt um
að ræða mjög hæpin vísindi, blátt
áffam vegna þess hve rækilega
lyfjafirmun kjósa að horfa ffam
hjá þeirri staðreynd að dýr og
menn bregðast með mismunandi
hætti við hinum ýmsu efnum. Til
dæmis að taka er penisilín, hið
gagnlegasta lyf, eitur í beinum
marsvína, sem em reyndar afar al-
gengt tilraunadýr. Stryknín er
banvænt fyrir menn, en simpans-
ar, sem em mönnum mjög líkir,
geta étið það sér að skaðlausu.
Klóroform er svo eitrað fyrir
hunda að menn þorðu lengi vel
ekki að nota það til að svæfa
manneskjur. Thalidomið var ámm
saman prófað á rottum áður en
það var lýst hættulaust fyrir
mannfólkið, en þegar það var gef-
ið óffískum konum fæddust um
10 þúsund vansköpuð böm. Þenn-
an lista mætti lengi bæta við: Sí-
fellt bætast ný lyf á hillur apóteka,
öll margprófiið á dýmm og lýst
skaðlaus fyrir manneskjur, án
þess þó að nokkur trygging sé fyr-
ir því, að þau hafi ekki í för með
sér alvarlegar aukaverkanir.
Og margir fleiri era sekir:
Herinn og rannsóknastofúr hans,
matvælaiðnaðurinn, olíuiðnaður-
inn, allir em þeir með finguma í
þessari köku sem fyllt er með
peningum og valdi en reist á písl-
ardauða mikils fjölda tilrauna-
dýra.
áb byggði á Information.
Aðstandendur
barna
eru hvattir til að
gefa börnum
sínum jóladaga-
töl án sælgætis,
t.d. jóladagatöl
sjónvarpsins. Tannverndarráð
Föstudagur 16. nóvember NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7