Þjóðviljinn - 16.11.1990, Síða 14

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Síða 14
Alltaf öðru hvoru eru menn að deila um það hver eigi fiskinn í sjónum. En eins og allir vita búum við í miðri þverstæðu: Annarsvegar er því lýst yfir með lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á íslandsmið- um eru sameign íslensku þjóðarinnar". Það er líka tekið fram að út- hlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Á hinn bóginn er farið með kvóta þann, sem þeir menn fengu sem áttu skip við veiðar á tilteknu árabili, eins og hverja aðra fasteign, útgerðarmenn hafa fengið fiskinn ef ekki til eignar þá amk. með einskonar óafturkræfum lénsrétti. C ormaður Verslunarráðs, Jó- ■ hann Ólafsson, er að skjóta á Gylfa Þ. Gíslason í grein í Morg- unblaðinu á dögunum um að vilja halda í þann „sósíalisma“, að fiskurinn sé þjóðareign og tekjur af veiðiréttindum eigi að renna til samfélagsins gegnum ríkið. Greinarhöfundur tekur ýmsar dýfur undarlegar á sinni leið. M.a. segir hann sem svo, að orð í áður- nefndum lögum um „sameign ís- lensku þjóðarinnar“ þurfí ekki að útiloka einkaeign. Með þeirri furðulegu röksemd að skipastóll, húsakostur og bifreiðir íslendinga séu líka „sameign islensku þjóð- arinnar“. Með þessum kúnstum er raunar búið að gera hugtak eins og „sameign“ gjörsamlega merk- ingarlaust; það er aðeins tala í skýrslu: Islendingar eiga sjötíu þúsund bíla eða eithvað í þá veru. Það er i rauninni ekkert sambæri- legt við það hvemig einstaklingar eiga og nota bíl eða einkaíbúð og við það hvaða reglur fiskveiði- þjóð verður að setja sér um nýt- ingu takmarkaðra auðlinda sjávar. Formaður Verslunarráðs er einn þeirra fijálshyggjumanna sem hefiir tröllatrú á því að einnig fiskimið séu í einkaeign. Vegna þess að „best fer á því hveiju sinni að eignarétturinn á hvetjum tíma sé næstur þeim sem hafa mesta hagsmuni af að gæta verð- mætanna til lengri tima“. Það er holur hljómur í þessu tali. Og ekki barasta vegna þess að menn geta ekki „átt“ fisk í sjónum með þeim afmarkaða hætti sem þeir eiga skika ræktaðs lands eða húskofa. Þjóðarsam- eign er ekki trygging á því að vel sé farið með auðlind. En einka- eignarréttur er það ekki heldur. Ótal dæmi um allan heim sýna, að þeir sem hafa átt t.d. skóga eða ræktarlæand hafa gert sig seka um tortímandi rányrkju, vegna þess blátt áffam að þeir tóku skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Stundum telja þessir menn sig tilneydda til að ganga á gróðurmold eða skóg vegna þess að þeir þurfi að kom- ast úr skuldum. Stundum er blátt áfram um græðgi í skyndigróða að ræða, ásamt þeirri hundsku skammsýni sem segir: „Komandi kynslóðir já. Hvað hafa þær gert fyrir mig?“ Stundum er ill meðferð ein- staklinga á eignum þeirra einka- mál ef svo mætti segja: Þeir geta látið hús sitt drabbast niður og þeir um það. Það getur líka verið mögulegt að bæta úr því, að jörð fer í niðumiðslu. En rányrkja t.d á skóglendi (eins og sú sem nú fer ffam á eðalfuruskógum Kalifom- íu) hún verður ekki bætt: Þau fyr- irtæki sem á henni bera ábyrgð em barasta á skammtímagróða- fylliríi og vita það og gefa dauð- ann og djöfulinn i náttúmna, ffamtíðina og allt annað en eigin bankareikning næstu fimmtán ár- hafa reist tilveru sína á fiski kyn- slóðum saman. Formaður Verslunarráðs reyn- ir að salta hugmyndir dr. Gylfa Þ. Gislasonar með bragði sem nú er mikið stundað: Hann er sósíalisti mannskrattinn og sósí- alisminn er hruninn. Hér er komið að mikilvægum punkti. Það er einhver dapurleg- asta uppákoma samtímans, að hækkað svo hitastig á jörðunni á næstu ámm að stórir hlutar þétt- býlustu svæða heims yrðu óbyggilegir. Þetta vita menn og nú síðast vom ffæðimenn að koma sér saman um það á ráð- stefhu í Genf að það VERÐI að semja um að riki heims minnki koldíoxíðmagn sem þau sleppa í loft upp um 25% fyrir árið 2005 ef ekki á illa að fara. En allar slík- lappimar, þau era miklu síður en Evrópuþjóðir tilbúin til skuld- bindinga á sviði mengunar og meðferðar á orku og auðlindum öðrum. Enda sitja þau uppi með arf Reagans forseta sem saltaði skynsamlegar áætlanir um orku- spamað með heimskulegum glós- um um að orkuspamaður væri bara að láta sér verða kalt á vet- uma en heitt á sumrin! HVER A FISKINN OG ANDRÚMS- LOFTIÐ? HELGARPISTILL in. Enda er það svo, að það em ekki endilega einkahagsmunir þeirra að treina sér sem best skóg- lendið: Þeir geta eins ætlað að græða á því strax og nota pening- ana til að koma sér fyrir í öðmm rekstri. Aftur á móti kemst samfélag- ið ekki hjá því að hugsa lengra - bæði um skóga og fisk. Samfélag- ið, sem hlýtur að beita pólitískum ráðum, löggjöf, eftirliti, rikis- valdi, til að tryggja það að skammsýnir gróðahundar (sem meira en nóg er af allsstaðar og þá ekki síst hér á Islandi) eyðileggi ffamtíðina. Þegar svo fiskimiðin em afhent útgerðarmönnum til eignar (í raun) þá er það blátt áffam ranglátt - fyrir nú utan ann- að sem á spýtunni hangir. Rang- látt vegna þess að ef nokkur hefur sögulegan rétt umffam aðra til fiskveiða, þá em það ekki nokkr- ar fjölskyldur sem hafa á vissu árabili Islandsögunnar komist yf- ir skip, heldur byggðarlög sem hmn altækrar miðstýringar um austanverða Evrópu skuli haft til að eyðileggja allar hugmyndir um þá áætlanagerð sem nauðsynleg- ust er nú um stundir. Áætlanagerð sem beinist að nýtingu auðlinda, að því að forðast rányrkju, að vemdun lífsskilyrða og andrúms- lofts. Okkur vantar svo sem ekki upplýsingar um að jörðin og mannfólkið era í háska. Orkubú- skapur hangir í þeim bláþræði að hvenær sem var gat olíuverð tvö- faldast (líka þótt ekki hefði komið til innrásar í Kúveit). Óðum er gengið á þann lífgjafa sem vatns- birgðir jarðar em. Eyðing skóga og mengun andrúmsloftsins gæti Árni Bergmann ar ráðstafanir þýða boð og bönn, og hægrisinnaðir lýðskrumarar (og margir fleiri) grípa þá tæki- færið til að slá á þá strengi að for- sjálir menn vilji með offíki skipta sér af neyslu og hegðun einstak- linga rétt eins og í djöfuls komm- únisma! Bandaríkin draga mjög Við sundin blá Baldur Gunnarsson Völundarhúsið Fróði 1990 í þessari fmmraun sinni hefur Baldur Gunnarsson kosið sér vet- vang í fjörum og klettum og skipsflökum hér við Sundin blá. Þar era ung hjón að basla og þar vex upp ungur drengur sem þekk- ir Undarlegan mann sem segir furðusögur af skipum sögunnar og kyndir undir draum um falinn fjársjóð úti í Viðey, ef maður bara kæmist þangað á eigin fleytu! En af þeirri ferð varð ekki, ástin var að byrja í brjósti þessa unga manns og er ffek til síns fjörs, svo er stúlkan horfin fyrr en varir og siðan ekki söguna meir. Slík endursögn er villandi, í þessari skáldsögu er línan, þráð- urinn, rýr, en litnum ætlað því meira hlutverk. Hið ytra sögusvið er mjög afmarkað eins og fyrr sagði, en hugurinn reikar víða. Ekki þó endilega hugur drengsins sem er í sögumiðju. Þetta er að sönnu einskonar þroskasaga, en samt kynnist lesandinn fólki hennar mjög lítið. Öll áhersla er á það sýnilega, á það sem fyrir augu ber á vettvangi og hvað má tengja við það, og það er ekki drengur sögunnar sem er þar mest að verki, heldur höfundurinn sem dælir inn í atvikin allskonar ljórænu og tilvísununm til þess sem hann hefur lesið. Hér em itarlegar lýsingar bæði á náttúmfari með tilhlaupi til jarðsögu og svo smíðum og sprengingum sem þeirri sögu raska. Miklu ítarlegri en þær heimildir um sálarfar sem skammtaðar em. í höfði Undar- lega mannsins (sem fær að heita í höfuðið á Morgan sjóræningja) og svo drengsins er spunninn miðaldareyfari með brennu og bardögum og týndum fjársjóði. Reyfari sem vill allt taka til sín: Hómerskviður og Njálu og Sturl- ungu og leiðangur Jóns Arasonar út í Viðey og Eld í Kaupinhafn og Greifann af Monte Christo og kannski Grant skipstjóra og böm hans. Bækur lifa á bókum og þessi gerir það í mjög rikum mæli og stundum í anda þess hálfkær- ings sem menn leika sér að í skólablöðum menntaskóla. Höfundur lætur sér margt detta í hug og hann ræður yfir dijúgum orðaforða. Hann má vara sig á óspilunarsemi í stíl, sem á það til að bólgna mjög í stöðugri viðleitni til að gera alla hluti stóra og mikilfenglega: eins og þegar glerbrot úr fjöm er gert að visku- steini sem vísar á allt samhengi í tilvemnni. Og verður úr því yfir- lýsing um samhengi og upptaln- ing á þáttum í því, frekar en ein hugljómun sem gæti gerst áleitinn við lesandann. Notadrýgri er við- leitni höfundar til að stökkva á milli tímaskeiða í sögu lands og manna: „Stórviðrin blása moldinni burt af landinu og bamaleikfong- in kindabeinagrindur öld fram af öld fram af öld. Þá heldur aldan áfram að skolast að og frá og utan úr Viðey berst ómur af munka- söng og vopnabrauki og bramli einu sinni eða tvisvar. Annars er lítið um kjaftshögg og stálag- lamm. Það koma einstöku frost- og jarðeldadynkir. Þar fyrir utan heyrist ekkert nema þessi þýða sinfónía við sundið í þúsund ár. Allt ffarn undir heimsstyijöld að hermennimir komu...“ Og hver er svo kjami málsins? Ferð sem aldrei var farin, ástin sem vaknar og er meiri en allir fjársjóðir og gerir leitina að þeim fáránlega og óþarfa? Ástarsælan sem er skammvinn, en þó stoðar það manninn mest að eiga um hana einhveija „æðis- lega minningu" sem dafnar í bijóstinu. Og svo brenna skip bemskudraumsins með táknræn- um hætti. Við getum staðið uppi með þetta ef við svo kjósum, en um þetta efni er umbúnaður svo mikill að það er eins líklegt að hugsunin festist í honum. Árni Bergmann 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.