Þjóðviljinn - 24.11.1990, Side 15

Þjóðviljinn - 24.11.1990, Side 15
KVIKMYNDIR I DAG Laugarásbíó Vetrardagskráin Ég gerði þá skyssu um dag- inn að segja að nýjasta mynd Philips Kaufmans, Henry & June, yrði sýnd í Háskólabíói á árinu. Það er bull og vitleysa, Henry & June verður frumsýnd í Laugarásbíói í byijun desember og ég bið ráðamenn Laugarás- bíós afsökunar á þessum mis- skilningi. * Henry & June er, eins og áður hefur verið sagt, erótísk mynd um kynni Anais Nin við rithöfundinn Henry Miller og konu hans. Aðalleikaramir eru Fred Ward, Uma Thurman og Maria de Medeiros. Það má geta þess til gamans að Kanamir bönnuðu þessa mynd innan 17, en. þegar íslenska siðgæðis- nefndin sá hana þá kom hún sér saman um 14 ára aldurstakmark. * Jólamynd Laugarásbiós verður að þessu sinni ameríska ljölskyldugamanmyndin Pro- blem Child eða Vandræðabam. Aðalhlutverkin eru í höndum John Ritters, Amy Yasbeck og Jack Warden og Dennis Dugan leikstýrir. í Problem Child taka bamlaus hjón að sér munaðar- lausan strák sem er ekki allur þar sem hann er séður! * Pump up the volume er ný unglingamynd sem verður frum- sýnd um áramótin. Leikstjóri hennar, Alan Moyle (Times Square), hefur getið sér gott orð fyrir að gera öðmvísi myndir fýrir þennan aldurshóp, sem sagt annað og meira en kærasta/u vandamál og kúk og piss brand- ara. Það er Christian Slater (Tuc- ker, Name of the Rose) sem leik- ur aðalhlutverkið, strák sem lifir tvöföldu lífi. Annarsvegar er hann Mark, feiminn skólastrák- ur, og hinsvegar Hard Harry, vinsæll útvarpsmaður. * Leikstjórinn Ivan Reitman og leikarinn Amold Schwartze- negger leiddu saman hesta sína í hinni geysivinsælu mynd Twins. Þeir em nú búnir að gera nýja mynd, Kindergarten Cop eða leikskólalöggan, þar sem Schwartzenegger leikur löggu Úr kvikmyndinni Henry & June sem verður að gerast fóstra til að næla í eiturlyfjasala. Aðrir leik- arar em Richard Tyson, Pamela Reed, Penelope Ann Miller og hellingur af krökkum. * Darkman er ný mynd ffá leikstjóranum Sam Raimi (Evil Dead I og II). Liam Neeson (The good mother) leikur vísinda- mann sem er að hefna sín á bijáluðum krimmum sem kveiktu í honum. Þetta ku vera sambland af gaman- og hryll- ingsmynd. * Robert Redford sá gamli sjarmur, hefúr ekki sést á hvíta tjaldinu síðan hann lék í Out of Affica undir stjóm Sidney Poll- acks fyrir fimm ámm. Nú hefur Pollack dregið hann út úr skápn- um aftur og dustað af honum rykið fyrir nýjustu mynd sína Havana. Það er hin íturvaxna Lena Olin sem leikur á móti Redford og myndin gerist sjö síðustu dagana sem Batista var einræðisherra á Kúbu. * Það verður líka erótík eflir jól í Laugarásbíói. White Palace skartar aðalleikumnum Susan Saradon (Bull Durham), sem leikur afgreiðslukonu á ham- borgarastað, og James Spader (Sex, lies & videotapes), sem leikur auglýsingabransauppa. Þau dragast hvort að öðm og eiga i ástríðufúllu sambandi um stund. Eins og sjá má ættu allir að geta fengið nokkuð fyrir snúð sinn í Laugarásbíói í vetur. Sif Hermann í tilvistarkreppu BIOBORGIN Óvinir - ástarsaga (Enemi- es a love story) Leikstjóri: Paul Mazursky Handrit: Paul Mazursky & Roger L. Simon eftir skáldsögu Isaac Bashevis Singer Aðalleikarar: Ron Silver, Anjelica Huston, Lena Olin, Margaret Sophie Stein, Alan King Nýjasta mynd hins athyglis- verða leikstjóra Mazurskys (Down and out in Beverly Hills) Ovinir - ástarsaga er gerð eftir skáldsögu I.B. Singer. Hann er pólskur gyðingur sem flutti til Bandarikj- anna 1935. Hann skrifaði ájiddísku en varþýddur á ensku og vann Nóbelinn 1978. Óvinir - ástarsaga er ekki ein af frægari bókum hans en greini- lega alveg kjörin til kvikmynd- unar. Aðalpersóna myndarinnar er pólskur gyðingur, Herman (Ron Silver), sem lifir seinni heims- styrjöldina af í felum uppi á hlöðulofti. Hann giftist pólsku bóndakonunni Yadwigu (Marg- aret Sophie Stein) sem faldi hann og tekur hana með sér til Ameríku eftir stríð. Hún er ffek- ar einföld og lítur ákaflega upp til mannsins síns sem er lærðari en hún. En Hermanni nægirekki þetta samband, enda er hann ekki ástfanginn af konunni sinni heldur Möshu (Lena Olin, sú með kúluhatttinn í Óbærilegum léttleika tilvemnnar), rússnesk- um gyðingi sem lifði af útrýmin- garbúðir nasista. Þau elskast villt, því að aðeins þannig geta þau gleymt hörmungum fortíð- arin- nar. Herman skiptir sér bróður- lega á milli kvennanna tveggja í lífi sínu þangað til uppmnaleg eiginkona hans, Tamara (Anjel- ica Huston), birtist. Allir héldu að hún hefði dáið í fjöldaaftöku í útrýmingarbúðum. Um stund gengur hann á milli þeirra allra, en aðeins Tamara er nógu sterk til að halda sér í einhverri til- finn- ingalegri fjarlægð frá hon- um. Hinar tvær geta ekki lifað án hans og hann ekki án þeirra. Herman getur ekki gert upp hug sinn, hann vill ekki særa neinn, en með ístöðuleysi sínu særir hann þær allar. Óvinir - ástarsaga er farsi, harmleikur, rómantík og erótík. Og hún skiptir svo snöggt á milli þessara þátta að á einhvem hátt tekst henni alltaf að koma áhorf- anda á óvart. Persónumar hafa komið svo nálægt dauðanum að þær geta ekki lifað heilu lífi. Sjaldan eða aldrei hefúr tek- ist jafn vel að sýna hversu erfitt eða jafnvel voníaust það er fyrir fólk sem hefúr lifað af miklar hörmungar að aðlaga sig venju- legu lífi. Það hefur verið reynt oft áður, t.d. í Sophies Choice, en það sem gerir gæfúmuninn hér er fjölbreytni persónanna. Ólíkar aðferðir þeirra til að kljást við óhugnanlega fortíð gerir myndina óvenju áhrifaríka. Handritið er margþætt og spennandi og Mazursky fer um það varfæmum höndum. Hann fer ekki þunglamalega ofan í til- vistarkreppu Hermans með löngum samtölum eða þungri dramatík. Leikaramir segja ffek- ar minna en ástæða er til en leika því meira með Iátbragði og augnatillitum. Ef aðalleikarinn hefði. verið aðeins lélegri hcfði Óvinir - ást arsaga verið flop. En Ron Silver fer ótrúlega vel með erfitt hlut- verk hins ráðvillta fjölkvæni- smanns. Og konumar þijár em jafn ólikar og þær em góðar leikkonur. Huston klæðir sorg- ina í kaldhæðni, Olin hleypir henni út í ástríðuna en Stein bregst við eins og hrætt dýr ef hún þarf að takast á við erfið- leika. Ég held að Singer hljóti að hafa byggt þessa sögu á raun- verulegum persónum. Því að einmitt svona er raunvemleik- inn; rakalaus, fyndinn og átak- anlegur. Sif ÞJOÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Fer fram sakamálsrannsókn út af sölu Alþýðubrauðgerðarinn- ar? Eða sefur réttvlsin svo fast í faðmi félagsmálaráðherra að slík stórhneyksli megni ekki að vekja hana? Það er vel hægt að lækka kolin niður (rúmar 90 krónur. Og án taps fyrir kola- kaupmenn. Grfski herinn heldur áfram sigursælli sókn á norður- og miðvlgstöðvunum. Hinn evr- ópski hluti Tyrklands lýstur ( hemaðarástand. Rúmenía gengur (þríveldabandalagiö. Sovétstjórnin mótmælir falsfrétt- um þýzkra blaða. 24. nóvember laugardagur. 328. dagur ársins. 5. vika vetrar byrjar. Sólarupp- rás í Reykjavfk kl. 10.24 - sólar- lag kl. 16.04. Viðburðir Uppreisnin I Ungverjalandi bæld niður af sovéskum hersveitum árið 1956. DAGBOK APOTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 23. til 29. október er I Árbæjar Apóteki og Laugavegs Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík.................* 1 11 66 Kópavogur.................« 4 12 00 Seltjamames................* 1 84 55 Hafnarfjörður.............* 5 11 66 Garðabær..................« 5 11 66 Akureyri................» 2 32 22 SJökkviið og sjúkiabðar Reykjavík.................« 1 11 00 Kópavogur.................* 1 11 00 Seltjamames...............« 1 11 00 Hafnarflörður.............« 5 11 00 Garðabær..................* 5 11 00 Akureyri...................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er f Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 tll 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, sfmaráöleggingar og tímapantanir I « 21230. Upplýsingar um lækna-og lyfjaþjónustu eru gefnar I símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitallnn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít- alans er opin allan sólarhringinn, tt 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, tt 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, tt 656066, upplýsingar um vaktlækni tr 51100. Akureyrí: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, t» 22311, hjá Akureyrar Apóteki, tt 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I tt 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, tt 11966. ^ SJUKRAHUS Heimsóknaríimar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra- tlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Al- mennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatlmi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspltal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefsspitali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fýrir unglinga, Tjarnargötu 35, TT 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum tímum. tt 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráögjöf f sálfræði- legum efnum,« 91-687075. Lögfræöiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I sfma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frákl. 8 til 17, «91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra í Skóg- artiílð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra I « 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: ® 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars slmsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aöstoð viö konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiö fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, sfmsvari. Vinnuhópur um sifjaspeilsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráögjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: t» 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, ti 652936. GENGIÐ 12. október 1990 Sala Bandarlkjadollar...........54,99000 Sterlingspund............108,60500 Kanadadollar..............47,97400 Dönsk króna................9,50560 Norsk króna................9,35050 Sænsk króna................9,78910 Finnskt mark..............15,28990 Franskurfranki.............10,82000 Belglskurfranki........... 1,75970 Svissneskur franki........43,06190 Hollenskt gyllini.........32,13820 Vesturþýskt mark...........36,22530 (tölsk llra................0,04834 Austum'skur sch.............5,15100 Portúgalskur escudo....... 0,41260 Spánskur peseti............0,57590 Japanskt jen...............0,42696 KROSSGATA œ 7 10 ffl 11 18 Lárétt: 1 samtals 4 súg 5 strit 7 krukka 9 guöir 12 hella 14 beisk- ur 15 hlýju 16 æsir 19 poka 20 áfengi 21 skaut Lóörétt: 2 fugl 3 leikur 4 ódæði 5 eyði 7 ör- ugglega 8 hræöslu 10 inna 11 valsaði 13 tré 17 gerast 18 umdæmi Lausn á sföustu krossgátu Lárétt: 1 árás 4 ergi 6 vél 7 örvi 9 dóms 12 eltir 14 ger 15 ein 16 kafli 19 laug 20 áöur 21 ristu Lóörétt: 2 rýr 3 svil 4 eldi 5 góm 7 öngull 8 verkur 10 óreiðu 11 sindri 13 töf 17 agi 18 lát Laugardagur 24. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.