Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 2
<5 1 • »-vvm virr.n FRETTIR Þorskafli Gatslitið kvótakerfi Fiskifélagið: Þorskafli flotans stefnir í að vera 60-65 þúsund tonn umfram það sem ákveðið var að hann yrði í upphafi ársins, eða 320-325 þúsund tonn Það er alveg Ijóst að þorsk- aflinn verður mun meiri í ár en leyfilegt var að veiða sam- kvæmt þvi sem ákveðið var í reglugerð sjávarútvegsins í byrjun þessa fiskveiðiárs. Það stafar m. a. af ýmsum tilfærsl- um og reglum sem giltu varð- andi sóknarmarksskipin og óvissu með afla smábáta,“ segir Ingólfur Arnarson hjá Fiskifé- lagi íslands. Samkvæmt reglugerð sjávar- útvegsráðuneytisins um heildar- afla þorsks á þessu ári var leyfi- legt að veiða 260 þúsund tonn miðað við óslægðan fisk með haus. Að mati Fiskifélagsins virð- ist allt stefna í að ársaflinn af þorski verði 320-325 þúsund tonn, miðað við óslægðan þorsk með haus sem er því 60-65 þús- und tonnum meiri en upphaflega var gert ráð fyrir í upphafi ársins. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins um þorskaflann fyrstu ellefú mánuði ársins höfðu togarar aflað rúmlega 140 þúsund tonn, bátaflotinn rúm 113 þúsund tonn og smábátar 42 þúsund tonn sem gera samtals rúm 295 þúsund tonn. Enn sem komið er liggur ekki fyrir ffekari sundurliðun á afla einstakra skipagerða og því er ekki nákvæmlega vitað hvað t.d. frystitogarar hafa veitt af þorski á árinu, en í fyrra var þorskafli þeirra 35.285 þúsund tonn. Hinsvegar hafa ffystitogarar þá sérstöðu í flotanum að þeirra afli er miðaður við slægðan þorsk sem síðan er umreiknaður yfir í óslægðan hjá Fiskifélaginu sam- kvæmt ákveðnum umreiknistöl- um og ákveðnum nýtingartölum sem notaðar eru fyrir hveija fisk- tegund. Þá er ekki tekið tillit til meintrar yfirvigtar hjá þeim sem dæmi eru um að getur verið um- talsverð framhjá kvóta, þó svo að sjávarútvegsráðuneytið vilji ekki kannast við það og ber fyrir sig niðurstöðum úr sýnum sem tekin voru af þorskflakapakkningum í desember 1988 til mars 1989 frá sex frystitogurum af tuttugu og þremur. Yfirlýsing ráðuneytisins eru sérstaklega athyglisverð fyrir þá sök að hún reynir að ómerkja þau dæmi um yfirvigt sem er að finna í skjölum Veiðieftirlitsins og hvað sýnatakan er gerð á stuttu tímabili, eða aðeins fjóra mánuði og hvergi getið um að það hafi verið gert fyrr eða síðar, að und- anskildum nokkrum könnunum sem Veiðieftirlitið gerði á vigtun afla þeirra í vor. En eins og kunn- ugt er hefur sjófrysting vaxið hröðum skrefúm frá árinu 1982 og til þessa dags. Þá vekur það ekki síður at- hygli að svo til engar víðtækar kannanir hafa verið gerðar á vigt- un á heilfiystum fiski. Það er því ekki að undra þó seint sé, að ráðu- neytið ætli sér að reyna að skrúfa fyrir þennan kvótaleka með nýj- um vigtunarreglum eftir áramót- in. Að hinu leytinu er það einnig aðfinnsluvért að það skuli ekki vera fyrir hendi hlutlaus stofnun sem fjallar um kvótann og þá sem reyna að svindla á honum, nema þær sem er stjómað af pólitísku fTamkvæmdavaldi. -grh Ólafsförður Jarðgöngin f notkun Á morgun, sunnudag, klukkan 14 verða jarðgöngin í gegnum Ól- afsfjarðarmúla opnuð fyrir al- mennri umferð en formleg vígsla þeirra mun þó bíða til vorsins. Byijað var á gerð jarðganganna haustið 1988 en þau eru rúmlega þrir kílómetrar að lengd. Þó svo að grænt ljós sé gefið á umferð um göngin á eftir að leggja efra lagið af malbiki á veginn og eins á eftir að setja upp hurðir beggja vegna við þau. -grh Fimm ára afmæli Rauðakrosshússins var I gær, og var velunnurum og samstarfsaðilum RKÍ boðið til afmælisfagnaðar f húsið við Tjamargötu. Guð- jón Magnússon, formaður RK(, hélt erindi við það tækifæri. Rauðakrosshúsið var opnað 14. desember 1985, og er megintilgangur starfsemi þess að koma til móts við þarfir barna og unglinga i neyð. Aðstoð stendur þeim til boða allan sólarhringinn. Húsið veitir þrenns konar þjónustu; athvarf fyrir ungmenni undir 18 ára aldri, símaþjónustu sem er öllum opin, og ráðgjöf. Mynd: Kristinn. Fjárlög Fimm til liðs við Kvennalista Breytingatillögur stjórnarliða samþykktar, aðrar felldar eða dregnar til baka Allar breytingatillögur fjár- veitinganefndar við 2. um- ræðu fjárlaga í Sameinuðu þingi í gær voru samþykktar. Það þýðir 890 miljón kr. hækk- un á fjárlögum, þá er fjárlaga- hallinn kominn í 4,59 miljónir. Allar tillögur stjómarand- stöðu vom felldar ellegar dregnar til baka og verða kynntar aftur við 3. umræðu sem fer væntanlega fram á fimmtudaginn. Kvennalistakonur bám fram sex tillögur, meðal annarra tillögu um að Byggðastofnun fái sérstakt 50 miljón kr. framlag til atvinnu- þróunar fyrir konur á landsbyggð- inni. Venjulega greiða stjómarlið- ar atkvæði sem ein heild, en við þessa atkvæðagreiðslu sem fór fram með nafnakalli greiddi Lára Bókmenntir Eyðilandið nemur land Apríl er grimmastur mánaða, græðir grös upp úr dauðri moldinni, hrœrir girndum saman við minningar, glœðir vorregni visnaðar rætur. Þannig hefst þýðing Sverris Hólmarssonar á Ijóðabálk- inum Eyðilandinu eftir T. S. Eliot. Ljóðabálkurinn heitir á frummálinu „The Waste Land“ og hefur jafnan verið talinn hafa haft mikil áhrif á ísiensku atómskáldin. „Ljóðið hefúr vafalaust haff áhrif á íslenskan skáldskap og þá á atómskáldin. Þau áhrif hafa þó verið mjög óbein. Ljóðið er þess eðlis, að um leið og það opnar ný svið setur það punkt við þau. Það er ekki hægt að halda áfram á sömu braut,“ sagði Sverrir í sam- tali við Þjóðviljann í gær, en hann er búsettur í Danmörku. Sverrir sagði að það væri langt um liðið síðan áhugi hans á að þýða ljóðabálkinn hefði vakn- að, en undanfarin þijú ár hefði hann fengist við þetta af alvöru. „Það var gasalegt puð að glíma við þessa þýðingu, en við svona verk situr maður ekki stanslaust," sagði Sverrir. Sverrir er ekki fyrsti Islend- ingurinn sem glímir við að þýða Eyðilandið. Steinn Steinarr lét Hannes Sigfússon fá ljóðabálkinn um 1950 og sagði honum að þýða hann. Hannes reyndi við ljóðið en gafst upp. í endunninningum hans birtast stuttir kaflar af þýð- ingunni. Þá þýddi Magnús Ásgeirsson 15 til 20 Iínur af upphafsljóðinu og birtust þær í síðustu ljóðaþýð- ingum hans. Egill Helgason þýddi svo allan bálkinn þegar hann var í Menntaskóla og birtist sú þýðing í skólablaði MR. „Eg hef forðast þessar fyrri þýðingar einsog heitan eldinn,“ sagði Sverrir þegar hann var spurður hvort hann hefði stuðst við þær. -Sáf V. Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ sem er varamaður Jóns Bald- vins Hannibalssonar, atkvæði með tillögu Kvennalistans. Vegna þessa fór Skúli Alexandersson, Abl., í pontu og gerði þannig grein fyrir atkvæði sínu að fyrst Lára sem varamaður formanns Alþýðuflokksins bryti hefðir við atkvæðagreiðsluna sæi hann sér fært að gera slíkt hið sama. Hann greiddi því atkvæði með tillög- unni. Hið sama gerðu Eyjólfúr Konráð Jónsson, Sjfl., Halldór Blöndal, Sjfl. og Stefán Valgeirs- son, SJF. Tillagan var annars felld með 34 atkvæðum gegn 11, sex sátu hjá. Einnig vakti athygli að Guð- mundur Ágústsson formaður þingflokks Borgaraflokksins flutti breytingartillögu þess efnis að Umferðarráð fengi 3,5 miljón- ir kr. á fjárlögum, en ekki eina miljón einsog gert er ráð fyrir. En sem kunnugt er er Guðmundur hættur stuðningi við ríkisstjómina nema í góðum málum. Hann dró tillögu sína til baka og mun leggja hana fram við 3. umræðu. -gpm 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.