Þjóðviljinn - 20.12.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Síða 12
þiömnuiNN Fimmtudagur 20. desember 1990 241. tölublað 55. árgangur ... alla daga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 ■ SPURNINGIN ■ Litlu iólin Hvað ætlarðu að hafa í jóla- matinn? Margrét Gunnarsdóttir húsmóðir m.m.: Ég ætla að hafa hamborgar- hrygg með rauðkáli og öllu sem tilheyrir svo sem salati og brún- uðum kartöflum. Það er bæði Ijúffengt og gott. Elsa Aðalsteinsdóttir verslunarstjóri: Hjá mér verður Bayonneskinka. I forrétt verður lax og heimatil- búinn ís í eftirmat. Gústav Sófusson kaupmaður: Ég ætla að hafa hamborgar- hrygg og þetta venjulega með. Þannig er það yfirleitt um jólin hjá mér. „Göngum viö f kringum" Kíkt inn á jólatrésskemmtun í Laugarnesskóla Amiðju gólfi stendur hátt og fagurlega skreytt jólatré. Hringinn í kringum tréð standa prúðbúnir nemendur Laugarnesskóla sem í gær tóku forskot á sælu jólanna og héldu jólatrésskemmtun. Þegar blaðamann og myndasmið bar að garði var skólastjórinn, Jón Freyr Þórarinsson, að kalla bekkina einn af öðrum að trénu. Næst trénu voru fyrstu bekkimir en eldri krakkamir stóðu yst. Þegar allir vom loks komnir upphófst söngurinn. Fyrst i stað vom krakkamir dálítið óömggir, textamir vöfðust fyrir sumum enda heilt ár síðan þau sunga jólalögin. Smám saman hækkuðu þau raddimir, textamir rifjuðust upp og þegar skóla- stjórinn tilkynnti að tekið skyldi lagið; Nú skal segja, tóku allir hressilega undir. Eftir að krakkamir höfðu sungið Bjart er yfir Betlehem, Skreytum hús með greinum grænum, Bráðum koma blessuð jólin og öll hin hófust skemmtiatriði. Meðal þeirra var leikritið um kóngsdótturina sem enginn gat gert orðlausa. Var okkur tjáð að það væri sett upp í Laugamesskóla um hver einustu jól. Áður en sýningin hófst fengum við tækifæri til að hitta leikarana og Þómnni Pálsdóttur leik- stjóra. Leikaramir biðu sminkaðir í búningum uppi i tónfræðistofunni eftir að söngnum lyki niðri í sal og hersingin kæmi upp til að sjá leikritið um kóngsdótturina þóttafúllu. Þegar við yfirgáfum skólann var enn verið að dansa kringum jólatréð og syngja jólalög og sálma. . BE i 'v> ' 1 |v\ |«V ! fv* mr- ■' >',.1 p <.r»x l-yiV' J ii á? n J4 E b P'í’ il 1 ýrí. JT ýM l ' \y 6 ‘-J. Áj „Göngum við I kringum einiberjamnn" sungu nemendur Laugarnesskóla á litlu jólunum f skólanum I gær. Allur skólinn var skreyttur myndum af jólasveinum, englum, kertum og fleiru sem við tengj- um jólahátíðinni. Mynd: Jim Smart. Leikararnir: Þær Rúna og Stefanía standa aftast. Hólmfriður leikur kóngsdótturina og Ebba föður hennar konunginn. Biðlarnir em þeir Biggi, Sigurjón og Kolli. ( miðj- unni, höfuðfatslaus, situr Helgi sviðs- og Ijósamaður. Á myndina vantar leikkonuna Sunnu, en hún var að dansa kringum tréð nokkmm hæðum neðar. ■■■■■■■■■■■Bl Björn Jóhannsson verkstjóri: Það verður aligæs hjá mér í jólamatinn, með brúnuðum kartöflum og gljáðum gulrótum. Þetta er alltaf í matinn um jólin. RAFRÚN H.F. Smiöjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Sími641012

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.